Ísafold


Ísafold - 12.12.1900, Qupperneq 2

Ísafold - 12.12.1900, Qupperneq 2
302 Karlmannsfataefni, einlitt, mjúkt og þykt, hefði mátt selja, ef til hefði ver- ið; það litla, sem kom á »bazarinn« af því tægi, neldist fljótt. Nokkuð hefir selat af hvítum vað- málum og öðrum vefnaði, avo sem glit- ábreiðum (áklæðum), salúnsábreiðum og svuntudúk, sem þó hefir þótt held- ur dýr; vel vandaðar hannyrðir seljast uokkuð. Smíðisgripir úr tré og horni hafa fáir verið til, nema spænir og tóbaksbaukar, sem hafa selst vel. hafi þeir verið vel gjörðir. Dálítið af gömlum stokkum og öskum hefirkom- ið á »bazarinn«, einnig nokkuð af nýj- um útskornum munum, og alt selst, nema fáeinir munir, sem voru of dýrir. Oft hefir það staðið fyrir sölu á vað- málum og dúkum, að eigandinn hefir áskilið að selja ætti alt stykkið í einu. Verð á hvítum vaðmálum hefir ver. ið 1 kr. 10 a. til 1 kr. 50 a. alin; karlmannsfataefni 1 kr. 60 a. til 2 kr. 50 a. alin; sokkar frá 1 kr. til 2 kr. 50 a.; fingravetlingar frá 1 kr. 25 til 2 kr. 75 a., belgvetlingar frá 75 a. til 2 kr. 50 a., einfaldar hyrnur 3 til 5 kr., tvöfaldar hyrnur 5 til 8 kr. Ná- lægt 1000 munir hafa selst á »bazarn- um«. Nú er í ráði að leigja betra hús- næði á fjölförnum stað, og gjörir fó- lagið sér von um, að salan heldur auk- ist og mun gera »itt til að efla hana. Ákveðið er, að halda útsölunni opinni alt árið. Nýir ísJenzkir íiskar. Á síðasta mannsaldri hafa eigi all- fáar fisktegundir fundist við landið, sem bæði alþýðu manna og einkum vísindamönnum voru áður ókunnar. Flestir eða allir þessir fiskar hafa ekkert verklegt eða nytsemdargildi, heldur að eins vísindalegt. Eg ætla að nefna nokkura þeirra, einkum þá, sem fundist hafa hér við eyjarnar, með því mér eru þeir helzt kunnir. Af ætum og nytsömum fiskum má nefna makríliun, sem fekst í síldar- net við Keflavík í júní 1898; náskötuna, sem hér er algeng; og blálönguna, sem enskt lóðarfiskiskip oft hefir veitt hér við eyjarnar á 100—120 faðma djúpi. Hún er á stærð við hina algengu löngu, en dökkleit og bláleit um haus- inn og á bakinu; hún er sögð algeng við vesturströnd Noregs, og þar nefnd »byrcklange«. f>essara 3 fiskitegunda hefir herra skólakennari Bjarni Sæ mundsson getið í dönsku vísindalegu tímariti. |>á má geta tveggja smárra silfurgljáandí fiska, sem taldir eru til þeirrar ættar, sem náttúrufræðingar nefna laxasíldir, heita þeir á vísinda- máli Argyropelecus og Maurolicus; hinn fyrnefndi er flatvaxinn um 3 þuml. langur, hinn síðarnefndi á stærð við hornsíli, báðir mjög fagrir, er þeir koma úr sjó. Hér hefir einnig rekið mjög sjaldgæfan fisk af þeirri ætt fiska, er nefndir eru armuggaðir, og heyrir blágóman eða golþorskurinn þeirri ætt til. f>essi fiskur er nú á dýrasafninu 1 Kaupmannahöfn. Enn hafa hér feng- ist sársmáar löngu- og þorskategundir bæði í fiskmögum og á lóð. En merkastir allra þykja djúphafs- fiskar þeir af háva ættinni, er hér hafa nýlega fengist, þar sem engum áður datt í hug að þeir ættu svo norðlægt heimkynni. Sumarið 1898 kom enskur lóðarfiski- kapteinn hér á land með rúmlega 2 álna langan háfisk, sem hafði horn upp úr baki framan við uggana eins og hár, en var að flestu öðru ólíkur há. Vísindanafn þsssa fisks er cen- trophorus, og hefir frá ómunatíð ver- ið veiddur á lóðir við veeturströnd Portúgals; úr lifrinni fæst lampaMía; fiskurinn er saltaður, hertur og etinn, og roðið er sútað. Áður vissi enginn, að þessi fiskur ætti norðar heima; að eics einn hafði veiðst á lóð á 250 faðma dýpi vestur af írlandi 1895. Náttúrugripasafn vort á nú þennan fisk eða roðið úttroðið. í sumar í ágúst komst hinn sami lóðafiskikap- teinn einn dag af tilviljun út á 300 faðma dýpi, lagði þar lóð sína og fekk á hana mesta fjölda af smáum háfiskum af ýmsum tegundum, misti þó mikið, því um 1000 önglar voru skeltir af lóðinni; lifrin úr veiðinni fylti 5 stein- olíuföt; flutti hann nokkra af fiskum þessum hér á land, lá Díana hér þá, og fekk alla fiskana handa dýrafræðis- safninu í Khöfn, nema nokkurir voru flegnir hér, roðin söltuð og send með Ceres. Síðar hefi eg fengið vitneskju um, að af fiskum þessum voru 3 teg- undir af kyninu centrophorus (á einni þeirra gekk höfuðið fram í spaðamynd- aða trjónu). Og enn var ein tegund mjög lítt kunn (3—4 ál. á lengd); sá háfiskur hefir að sins náðst við Portú- gal og í eitt skifti við austurströnd Bandaríkjanna; hann er að sköpulagi eigi ósvipaður beinhákarli. þetta þótti mikill og góður vísindalegur fengur; geta menn nú vænst, að allir hinir sömu djúphafsfiskar og einkum djúp- hávar, sem áður hafa veiðst við Portú- gal og suður við Madeira, geti einnig fengist norður við suðurströnd Islands. — Loks skal eg geta um einn ein- kennilegan háfisk, sem fengist hefir við Japan, við Madeira, og veiðst í síldarnet eitt skifti í Varangursfirði, en er mjög sjaldséður. Hann er á stærð við bá eða litlu lengri, aflangur og mjór sem áll, með einum bakugga og einum gotraufarugga, tennurnar hafa langa hvassa odda og tálknopin eru 6 í staðinn fyrir 5 á öðrum hávum. Yrði einhver hér á landi svo heppinn, að veiða þennan fisk, ætti að taka inn- ýflin úr honum og salta hann vel eða láta hann í spíritus, þvi bæði mundi safn vort og safnið í Khöfn vilja greiða góða borgun fyrir hann. Vestmanneyjum 24. nóv. 1900. Þorsteinn Jónsson. Tombólu-féfletting Hr. ritstjóri! Viljið þér lofa mér að bera mig upp í blaði yðar undan stökum ósið, sem hér er farinn að tíðkast á tombólum — þessu sorglega, en nú orðið mjög tíða nsyðarúrræði til að ná saman almennum samskotum í í guðsþakka skyni eða til nytsemdar- fyrirtækja. þrásinnis ber það við, að munirnir finnast ekki, þegar númer þeirra hefir varið dregið. Tombólugestirnir aiga með öðrum orðum ekki það eitt á hættu að draga »núll«, heldur og hitt, að fá ekki þá muni, sem þeir ómót- mælanlega hafa eignast, þegar þeir hafa verið svo hepnir að draga núm- er. þetta er hrein og bein féfletting. Vitanlega stofna þeir ekki til henn- ar af ásettu ráði, sem fyrir tombólum standa. En það leynir sér ekki, að hér er um hirðuleysi að ræða. Munanna er ekki gætt, eins og vera ber. Annaðhvort er þeim týnt, þegar svona fer, eða eftirlitið er svo lélegt, að óráðvöndum mönnum tekst að færa sér það í nyt. Ekki getur hjá því farið, að unt sé að gæta munanna. Ejöldi fólks er jafnan við afhendinguna. Og hver einstakur ætti að sjálfsögðu að hafa ákveðinna muna að gæta og bera á- byrgð á því, að þeir fari ekki forgörð- um. En beri svo við eigi að síður, að tombólugestur fái ekki þann hlut, er hann hefir drcgið, virðist sanngjarnt, að hann fái að velja úr öllum ódregn- um munum, sem á tombólunni eru; það væri hæfilegt áfall til handa tom- bóluliðinu fyrir hirðuleysi þess og ætti að fást með því lagi trygging, sem um munar, fyrir því, að forstöðumenn fyr- irtækisins geri alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að afstýra öðru eins og því, sem hér er um að ræða. Vel veit eg það, að til tombólanna er jafnan stofnað í góðu skyni, og að því er ástæða til að sýna þeim sér- stakt umburðarlyndi. En frá engu sjónarmiði getur samt verið rétt, að láta það viðgangast óátalið, að þær varði að gróðrarstíum hirðuleysis og féflettingar. þær eru full-viðsjárverð- ar samt. Tombólugestur. Aðfarir Breta í Suður-Afríku. Niður í neðsta víti. W. T. Stead, ritstjóri mánaðarrits- ins Keview of Keviews í Lundúnum, sem lesið er um heim allan, fer í nóv- emberhefti ritsins eftirfarandi orðum um aðfarir Breta í Suður-Afríku og komu Krtigers forseta hingað í álfu: »það leynir sér ekki, að herstjórnin brezka í Afríku er orðin ráðþrota, og í ráðþrotum sínum er hún farin að beita brögðum, sem rifja upp óöldina í þrjátíu ára stríðinu. Menn minnast sagnanna um hermdarverkin á Pfalzi, eða landauðnina, sem varð í Karna- tik (á Indlandi) fyrir aðfarir Haiders Alis, þegar þeir heyra sögurnar úr Suðurálfunni um aðferð þá, er her- sveitir vorar eru nú farnar að beita þar, í því skyni að bæla undir sig fá- eina Búa, sem þeim tekst þó ekki. Brezkir hershöfðingjar fara um sveit- irnar og eyðingin færist út frá þeim á allar hliðar. f>eim er um megn að að komast fram úr hinum óviðráðan- legu herflokkum, sem eru að ónáða fylkingarhliðar þeirra, þeir geta ekki borið af þeim í herkænsku né kvíað þá inni, og í gremju sinnihefna þeir sín með því, að kveikja í hverju bóndabýli, sem fyrir þeim verður. Breitt belti af rjúkandi rústum sýnir, hvar þeir hafa verið á ferðinni. Nú skiljum vér, hvernig á því stóð, að Tyrkinn (Attila) hældi sér af því, að gras sprytti aldrei þar, sem hestur hans hefði stigið. Kitchener lávarði mundi þykja mikið til þess koma, að geta hælt sér af því; því að þetta er það, sem nú er verið að gera. Heilar sveitir eru sviftar hverjum matarbita, hverju kornhári. Konur og börn eru rekin út í hagann, heimilislaus, varn- arlaus, félaus, til þess að verða losta Kaffanna að bráð, eða þá siðspilling- unni í herbúðum vorum, sem er alveg ein8 grimdarfull, þó að hún sé ekki alveg eins ofsafengin. Af ásettu ráði erum vér að stofna til hallæris í þessu landflæmi, sem vér höfum ætt yfir, en getum ekki stjórnað. Alt fram á þenn- an dag nær vald vort í Transvaal og Óraníuríki nákvæmlega jafn-langt, eins og byssur setuliðs vors geta flutt kúl- urnar, og þegar þessar setuliðssveitir eru færðar af einum stað á annan, þá hverfa yfirráð vor, eins og froðurákin hjaðnar í varsímanum eftir skip á siglingu. Alt þetta djöfullega athæfi heldur áfram, án þess því sé aftrað á nokkurn hátt; hernaðarlög þjóðanna eru fótum troðin með fyrirlitningu, og eDgum verður það um þvert og endi- langt England að mótmæla, hvorki í nafni kristninnar né mannúðarinnar, þessu atferli, sem gæti komið Abdúl ílla (Tyrkjasoldán)tilaðroðna. þaðeru held- ur framfarir í heiminum. Auðvitað halda viðburðirnir áfram; en stefnan er nið- ur í neðsta víti. Eftir miklar tafir -hefir hr. Kruger loksins komist út á hollenzkt herskip, »Gelderland«, og; verður að líkindum kominn til Marseille áður en þessar línur verða prentaðar. Sögurnar um það, að hann flytji með sér ógrvnni gulls, hafa reynst jafn-óáreiðanlegar eins og 99 af hverjum þeim hundrað lygasögum, sem þeir menn, er valdir eru að ófriðinum, hafa látlð alþýðu manna á Bretlandi tælast af. Frökk- um hefir verið töluvert órótt út af því, að hluttekning sú með þessum mönnum fyrir ofríki Breta, er vaknað hefir í brjóstinu á hverjum siðuðum manni utan brezku eyjanna, kynni að koma í Ijós á þann hátt, að samkomu- laginu milli þessara tveggja þjóða yrði hætta búin. Gistihallaeigendur á Miðjarðarhafsströnd, sem eru einmitt nú að búa sig undir að taka á móti enskum gestum, eru fremstir í flokki þeírra, er krefjast þess, að alþýða manna láti í ljós tilfinningar sínar fyrir gamla forsetanum. Gtti Frakka sýnir raunalega, hve orðstír sá er að hnigna á síðari árum, sem af oss hefir farið fyrir góðlyndi og fyrir það að láta oss liggja í léttu rúmi, hvað að er hafst á meginlandi Norðurálf- unnar. Én vér lifum líka á þeimtím- um, er hr. Chamberlain telur sér heioiilt að hóta Frökkum að segja sundur friðinum við þá, ef skrípamynd- ir þeirra verði ekki kurteislegri, og með því nú að Frakkar eru friðsamir menn, þá er það ekki nema eðlilegt, að þeir vilji heldur slaka til en vekja hamsleysu-æði manna, er þeim finst vera nærri því brjálaðir nú sem stendur. En færi nú svo, að tilfinningar alþýð- unnar létu ekki yfirvöldin og gistihalla- eigendurna halda sér í skefjum, þá geta afleiðingarnar orðið viðsárverðar. í>egar þess er gætt, með hvílíkum ofsalátum Englendingar hafa fagnað Kossúth og Garibalda, að vér ekki töl- um um það, hvernig Haynau mar- skálki var tekið, þá er það engin smá- ræðis-vanvirða, að sjá EDglendinga ráða sér ekki fyrir fögnuði út af því, að geta með vanþóknun sinni aftrað því, að nokkuð kveði að viðtökum þsim, er almenningur veiti Kriiger forssta. Keynsla sjálfra vor ætti að hafa kent oss það, að ekkert örvar jafn öfluglega tiifinningar almennings eins og það, að banna þeim að koma fram á löglegan hátt«. Aths. Haynau marskálknr, sá er nefnd- nr er i greiu þessari, yar yfirhershöfðingi hjá Austurríkiskeisara um miðja öldina og bældi niður uppreisn Ungverja með mestu harðneskju og grimd. Sami grimdarseggur hafði hann reynst ítölum skömmu áður; þar lét hann hýða kvenfólk á gatnamótum (í Brescia), og v&r kallaður þar eftir það »hýenan frá Brescia« Fyrir það var honum misþyrmt i Lundúnum, er hann var þar á ferð 1850. Viðiíka viðtökur fekk hann síðar í Briissel. En á Frakklandi rar honnm tekið með miklum virktum um sama leyti, 1852; því réð Napóleon keisari. Ritstj Tvö gufuskip hafa hér verið á ferð þassa dagana frá útlöndum, »ísafold«, er kom með kolafarm til Brydes-verzlunar, og »AIf«, með saltfarm frá Englandi til þeirra G. Zoega og Th. Thorsteinsson. þau fóru bæði aftur hlaðin saltfiski, til Spánar, en koma við á Englandi — »ísafold« í fyrra kveld, hitt í nótt.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.