Ísafold - 19.12.1900, Side 1

Ísafold - 19.12.1900, Side 1
Kemur nt ýrnist einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða 1 ’/» doll.; borgist fyrir tniðjan júli (erlendis fyrir fram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áraniót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík miðvikudaginn 19. des. 1900. 78. bíað. XXVII. árg. I. 0. 0. F. 82I22I8V2. 0. Forngripasafnið opið mvd. og ld. 1 i—12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl 12 — 1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (tii kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítaíanum 4 þriðjud. og föstud. ki. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spítaianum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11 — 1. Ókeypis tannlæknir.g í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni !. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1. LANDSBANKiNN 'verður eigi opinn dagana frá 21. desember til /f.jan. nœstkomandi, að báðum dög- um meðtöldum. — Þó verður afgreiðslustofan höfð opin 2. janúar ncestkomandi, en að eins fyrir bankavaxta- bréfaeigendur, erhefjaþurfa vexti af bankavaxtabréfum sínum, svo og fyrir þd, er þa vilja kaupa ný banka- vaxtabréf. Landsiankinn ij. des. igoo. Tryggyi Ghinnarssou. Verólaun. Stúdentafelagið heitir lOOkr. verðlaunum hverjum þeim, er yrkir bezt verðlaunavert söngkvæði til alda- mótáhátíðarinnar í Reykjavík. Þeir, sem keppa vilja, verða að hafa sent formanni félagsins kvæðin að kvöldi hins 27. þ. m. Fylgja verður hverju kvæði nafnmj^i í lokuðu bréfi sam- merktur kvæðinu. Stjórn Stúdenta- félagsins nefnir þriggja manna dóm- nefnd. Þau kvæði, sem ekki fá verð- launin, verða endursend höfundunum og nafnanna ekki við getið. Reykjavík 17. desbr. 1900. Bjarni Jönsson frá Vogi núverandi formaður Stúdentafélagins. Bóka-bazar 1 1 (satoldarprentsmiðju í aðalhúsinu norðan á móti, opinn til jóla. Þar eru bæði innlendar bækur og útleíídar, þar á meðal nýjustu danskar, bundnar og óbundnar, sum- ar í skrautbándi. „Framfarir Islands á 19. öldinni“. í síðasta, hefti »Bimreiðarinnar« hef- ir rítafcjóri þess tfmaríts, dr. VaUxjr Guðmundsson, ritað alllanga grein með fyrirsögninni, sem stendur hér fyrir ofan. Ekki má minna vera, en að þeirrar ritgjörðar só minst. ÞV1 hún er einkar vel óg vandvirknislega samin, og sérlega auðvelt og aðgengilegt er að átta sig eftir henni á þeim breyt- ingu n á þjóðlífi voru, er orðið hafa á öldinni og mest ber á. Höf. gerir grein fyrir mannfjölgun- inni á landinu og þeim breytingum, sem beint standa í sambandi við hana — hvernig kaupstöðunum vex fiskur um hrygg o. s. frv. — stjórnarfari og embacttaskipun, mentun og uppfræð- ing, bókmentum, listum, atvinnuveg- um, samgöngum, efnahag og fjármál- um, læknaskipun og heilbrigðismálum, mannúðarmálum og loks þjóðháttum. Niðurstaða höfundarins er sú, að stórvægilegar framfarir hafi orðið á öllum þessum efnum, að kalla má. Sízt skal því neitað, að höf. færi skýr og ómótmælanleg rök fyrir fram- förunum. Frá því sjónarmiði, sem hann lítur á mólið í þessari ritgjörð sinni, hetir hann auðvitað rétt aðmæla. |>að væri óðs manns æði að neita því, að nokkurar framfarir hafi orðið með þjóð vorri á öldinni, sem nú er að kveðja oss. Hitt er annað mál, hvort sjónar- mið höfundarins getur ekki verið nokk- uð viðájárvert, ef draga á þaðan álykt- anir um framtíðarhorfur þjóðar vorr- ar, eins og hann sjálfur gerir að nokkuru leyti, en ýmsir munu þó gera með töluvert raeiri öruggleik en hann. Sannleikurinn er sá, að þegar vér lítum eiugöngu á hinar ytri breyting- ar, sem orðið hafa á þjóðlífi voru, þá sjáum vór að eins eina hlið málsins af mörgum. Af þeirri þekking einm hljóta ályktanir vorar viðvíkjandi ókomna tímanum að verða harla ó- fullkomnar og óáreiðanlegar. Tökum mannfjölgunina til dæmís. Árið 1801 voru landsbúar ekki nema 47,000; nú eru þeir um 76,000. |>ett,a er allálitleg viðbót, ef menn líta ekki neitt í kringum sig. En þegar þess er gætt, að aðrar þjóðir hafa aukist roiklu meira, þrátt fyrir stórkostlega útflutninga, þá dregur það óneitanlega úr fögnuðinum. Vér höfum þá fengið ómótmælanlega sönuun fyrir því, að lffsmagn þjóðar vorrar hefir verið minna á öldinni en lífsmagn annarra þjóða. Og ef vér viljum gizka nokkuð á mannfjölgun hér á landi á ókomnum tímum, þá verðnr að hafa hliðsjón á fleiru. Framar öllu öðru á hugsunar- bætti þjóðarinnar. Sú afarmikla breyting er á honum orðin frá því, sem var fyrir fáum ára- tugurn, að alþýða manna er nú farin að bera hag sinn saman við hag manna í öðrum löndum. Hún vill eiga eins góða daga eius og menn eiga annarstaðar. Hún hefir áreiðan- lega ekki skap til að þola jafn-miklar raunir og stundum að undanförnu og sitja kyr. Hvernig fór í harðindunum milli 1880 og 1890? Fólkið flyktist burt af landinu þúsundum saman. Gerum ráð fyrir, að önnur eins harð- indi eða verri væru í vændum. Hvern- ig mundi fara? Ætli mannfjölgunin færi ekki að verða nokkuð lítil hér á landi ? Svipað má segja um aðrar hliðar á þjóðlífi voru. Verzlunarmagn vort hefir hér um bil fimmfaldast á hálfri öld. En ef það tífaidast eða tvltug- faldast með öðrum þjóðum, þá erum vér að dragast aftur úr; þá er um hlutfallslega afturför að ræða. Eða þá mentamálin. Framförin getur virzt allglæsileg þar, ef eingöngu er litið á tölur þær, er höfundurinn raðar fyrir framan oss. En Páll amt- maður Briem hefir sýnt svo vel, að ekki verður í móti mælt, hve átakan- lega vér erum þar að dragast aftur úr. Og þó að vér aukum þekkingu vora að einhverjum dálitlum mun, þá liggur það í augurn uppi, að vér stönd- um ver, en ekki betur, að vígi í sam- kepuinni við aðrar þjóðir, ef þær auka jafnframt sína þekkingu margfalt meira en vér gerum. þessar bendingar, sem hér hafa ver- ið teknar fram, eru ekki í því skyni ritaðar, að gera lítið úr ritgjörð dr. Valtýs Guðmundssonar. því fer mjög fjarri. það er svo sem að sjálfsogðu afar-mikilsvert, að eiga greiðan að- gang að því að geta kynt sór þær breytingar á hinu ytra lífi þjóðarinn- ar, sem orðið hafa á öldinni. Og fyr- ir þeim breytingum er mjög vel grein gerð í þeirri ritgjörð, svo vel, að eng- inn mundi hafa gert það betur í ekki lengra máli, auk þess sem allar at- hugasemdir höfundarins eru þess verð- ar, að þær séu hugfestar rækilega. En — vór tökum það fram aftur — menn verða að gjalda varhuga við, að draga of miklar ályktanir af þeim glæsilegu tölum, sem þar verða fyrir augum þeirra. En oss íslendingum er einmitt svo undur-hætt við slíku. Oss hættir svo við öfgunum. Stundum lendir alt í vonleysis-víli. J>á er oss alt um megn í hugum vorum. þá gleymum vér því gjörsamlega, hve mikil gæði þetta land hefir að bjóða, ef vel væri á haldið. Hina stundina getum vér í hvorugan fótinn stigið út af ímyndun- um um ágæti sjálfra vor, og þá hröðu framfararás, sem vér séum á. f>á gleymum vér því með öllu, að aðrar siðaðar þjóðir flestar sækja þá göngu svo miklu fastara en vér, að ekki verð- ur saman borið. Og hvorttveggja gerir oss jafn-rang- eygða. Akranesskagi á aldamótum Á aldamótum er fróðlegt að staldra við á einhverri sjónarhæð, líta aftur, sjá yfir það sem er, og horfa fram í ósomna tfð. Slík sjónarhæð er nú Akranesskagi fyrir mér, og því vil eg segja nokkuð um hann. Flestir munu vita, hvar hann er á íslandi, því margir hafa þangað komið, og flestir samróma það, að hann sé eitt hiðfeg- ursta sjávarpláss hér á landi. Árið 1800 voru þar lObæjarbýli með hundraðatali, og voru þá þrjú af þeim í eyði af sjávargangi síðaní aldamóta- tíóðinu; og 6 eða 7 tómthúsbúðir; í þessum bæjum og búðum voru 67 heimilismenn alls. Fátæktin var mik- il: Allir vor leiguliðar Ólafs Btiftamt- manns Stephensen, sem um það leyti bjó á Innra-Hólmi og reru flestir út- veg hans, voru í »mannsláni«. |>á er talið, að Skagamenn hafi átt 14 kýr, 15 kindur, 9 hross, 2 skip og 10 báta, sem á þeim árum munu hafa verið lítilsigldir. f>á var lítil sem eng- in kálrækt komin hér, enda þótti kál þá vera líkara fénaðarfóðri en manna- mat. Kartöflur þektust ekki þá og ekki fyr en 1844, að Sigurður Lynge sáði hér fyrstur til þeirra. Af þessari fáorðu lýsingu má fljótt sjá, hvernig ásigkomulagið og atvinnu- vegirnir hafa verið hér um þau alda- mót og fyrri hluta þessarar aldar. Til þess 1885 var Skaginn ásatnt Akranesi einn hreppur, en þá var hon- um skift í tvo: Innra-Akraneshrepp og Ytra-Akraneshrepp. Skaginn varð þá í Ytrihreppnum, ásamt 2 bæjum öðrum, Presthúsum og Jaðri, hjáleig- um frá Görðum, og er hreppur þessi alls 106.28 að dýrleika. í honum eiga nú 733 menn heimili; þar af eru 130 búendur eða húsráðendur, sem búa f 41 íveruhúsum, úr timbri eða steini og 60 torfbæjum Skagamenn eiga hann allan sjálfir og má heita, að hver eigi sitt hús og sinn bæ, að fráskild- um tveímur verzlunarhúsakynnum og einu 5 hundraða býli; vitaskuld hvíla nokkur lán á þessum eignum og munu margar þeirra vera íveðböndum. Land- búnaðurinn er lftill, sem nærri má geta; því Skaginn mun ekki vera meir en 120 dagsláttur, graslendi og sáð- garðar. Auk þess hafa menn reist nokkra bæi á landamærum í Garða- landi og yrkja þar sáðgarða sína. Nú er búpeningur í Ytra-Akranes- hreppi talinn 24 kýr, 350 fjár og 100 hross, en skipaútvegur er genginn saman; hann var áður orðinn allmik- ill, einxum árin 1880—90. Ein helzta atvinnugrein hreppsbúa er k a r t ö f 1 u- r æ k t; í haust hafa menn talið fram til búnaðarskýrslu 1269 tunnur af kart- öflum og 93 tunnur af rófum, og mun ekki oftalið. f>annig standa Skagamenn nú. En hvernig eru nú horfurnar fram á leið. Ef ekki færist hingað þ i 1 s k i p a- útvegur, lítur illa út með sjávarat- vinnu; opinna báta útvegur er talinn ómögulegur sakir botnverpinga, sem hingað safnast í fiskileitirnar, og hafa að vfsu nú hin síðustu ár gefið mörg-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.