Ísafold - 19.12.1900, Síða 3
«1
Helga s&l. var fædd 8. maímánaðar 1E21
á Hrauni í Heigafellsnveit og var þar lijá
foreldrum sínum 4 ár. Að þeim liðnum
dó móðir hennar, og hætti þá faðir hennar
hnskap, en fór i húsmensku til hræðra
sinna suður i Stafholtstungur, og var þar
þangað til 1829, að hann druknaði við
sjóróðra suður í Rcykjavík. Helga sál.
fylgdi föður sinum á meðau hann var hús-
maður, en þegar hann dó, var hún tekin
af frændkonu sinni Guðrúnu Guðmunds-
dóttur sýslumanns Ketilssonar i Svigna-
skarði, konu Jóns prests Magnússonar í
Hvammi í Norðurárdal. Har var hún
þangað til hún var 18 ára; þá fór hún til
móðurhróður sins, Þorhifs prófasts Jóns-
sonar í Hvammi í Dölum, og var hjá hon-
um, þangað til hún giftist 1844 Gaðmundi
steinhöggvara Jónssyni.' Þau reistu bú á
Ormsstöðnm á Skarðsströnd og bjuggu þar
ágætu búi þangað til árið 1851, að Gnð-
mundur dó. He'.ga sál. hélt þar þó áfram
búskap þangað til 1858, að hún giftist i
annað sinn, Friðriki Þorgilssyni frá Kjal-
laksstöðum á Fellsströnd, sem nú lifir
hana.
Með fyrri manni sínum átti hún 3 hörn;
af þeim lifir eitt: Jóhannes Þórður, snikk-
ari í Knararhöfn. Með seinni manni sinum
átti hún 5 hörn, og lifa 2 þeirra: Þorgils
sem býr í Knararböfn og Guðmundur, sem
hýr á Vighólsstöðuin á Fellsströnd.
Rúm 20 síðustu æfiár Helgu sál. voru
þau hjón húlaus, en lengst af i húsmensku
hjá sonum sinum í Knaraihöfn, en siðustu
4 árin voru þau hætt allri sjálfsmensku,
og að öllu leyti komin til sonu sinna.
Helga sál. var í flestn mjög fráhær kona;
á meðan hún var húsmóðir, var hún orð-
lögð fyrir sparsemi og reglusemi, er sam-
einaðist þó hjartagæzku og lipurleik
við þá, sem hún átti yfir að ráða; með
einstakri ástundun og samvizkusemi rœkti
hún sitt vandasama starf, hæði sem móðir,
eiginkona og húsmóðir, og ávann sér því
elsku og virðingu allra, sem hana þektu
að nokkuru. Hún var mjög vel gáfuð
kona og skáldmælt, en i uppvextinum naut
hún engrar verulegrar uppfræðslu í hók-
námi, eins og þá var almennur siður um
munaðarlausa fátæka unglinga, en alt fyr-
ir það mátti heita að hún væri vel ment-
uð, tiltekið í guðfræði, þvi bæði voru
gáfurnar miklar og bóknáinslöngunin, og
hún að eðlisfari mjög guðhrædd; það voru
líka hennar mestu ánægjustundir að tala
um guðfræði, tiltekið við börn og ung-
linga, enda var uppskeran mikil, því varla
var svo tornæmur unglingur til, sem naut
hennar tiisagnar að staðaldri, að hún gæti
ekki komið honum í réttan skilning um
aðal-atriði kristindómsins; hún var lika að
eðlisfuri mjög lagin og nærfærin við alla
kenslu.
Þegar fór að liða á æfina, þjáðist hún
oft rnikið af heilsuieysi, sérstaklega hrjóst-
veiki,tsem að siðustu dró liana tii dauða,
en hún har hæði heilsuleysið og ástvina-
missinn, ásamt ýmsu öðru mótlæti, með
stakri þolinmæði og öruggu trausti til
guðlegrar forsjónar, og endaði sinar siðustu
æfistundir með innilegri bæn til guðs og
með nafn síns elskaða frelsara á vörunum.
Hennar er þvi sárt saknað, ekki einung-
is af nánustu ættingjum, heldur af öllum,
sem hana þektu að nokkuru. Þ
Siðasta fiskiþilskipið
af 4, er keypt voru hingað í haust
á Englandi og fyr er getið, kom hing-
að í gaer fré Yarmouth, eftir 15 daga
ferð. |>að á Th. Thorsteinsson kon-
súll og heitir Massilia, 83 smál. |>að
kom og með 133 tunnur af steinolíu.
Fyrir viku kom hið næstsíðasta, til
Hafnarfjarðar, eign J>. Thoroddsen hér-
aðslæknis og hans félaga.
XJfsaveiði
hefir verið hór all-mikil um tíma,
inn á höfninni hér og þar í grend.
Upsinn er smár, en bezta skepnufóð-
ur og vel nýtur til manneldis líka.
Önnur aflabrögð nokkur á Álftanesi
og syðra, og þó betri á Akranesi. En
fáir, sem þau stunda; lítið orðið um
opna báta.
Skarlntssóttar
hefir vart orðið uýlega á 3 bsejum
á Eangárvöllum. Hún gengur og í
Ölfusinu. Enn fremur komin vestur
á Mýrar; 3 bæir sottkvíaðir í Borgar-
hreppi og eitthvað í Álftaness. Segir
sagan, að ekki hafi verið lækni gert
við vart um veikina á einum bænum
fyr en hún var búin að ganga þar
fullar 3 vikur.
Sóttin er og heldur að færa út kví-
arnar hér í höfuðstaðnum. Enda
kvað vanalega mest bera á henni er-
lendis þessa mánuðina, nóvember og
desember.
Ekki er, þrátt fyrir þetta, minsta á-
stæða til að efast ura, að takast megi
að verja sóttinni að dreifast um land
alt. Eeynslan hefir marg-sýnt, að hún
er vel viðráðanleg. f>að er aðal hásk-
inn, hve gjarnt mönnum ertilað leyna
henni.
Myndasýning.
Hór er haldin í Glasgow þessa dag-
ana hin fyrsta landslagsmyndasýning
eftir íslenzkan málara, pórarinn B.
porláksson. Þaö eru fáeinar danskar
myndir, og dálítið safn af íslenzkum,
frá Þingvöllum, frá því í sumar sem
leið. — Fáir sem engir hafa hór nokk-
urt verulegt vit á listaverkum, og því
síður að þeir kunni að meta, hvert gildi
þau hafa. En varla fer lijá því, að
einhvern tíma muni þykja töluvert í
myndir þessar varið. Hins þarf ekki að
geta, að »yrkisefnið«, landsins frægasti
sögustaður, með fágætri, margháttaðri og
tilkomumikilli náttúrufegurð, er hið á-
kjósanlegasta. Myndirnar eru teknar
frá ýmsu sjónarmiði, hagnýtt ekki að
eins sjálft Þingvallasvæðið, heldur og
jökla- og fjallasýnin þaðan alt umhverf-
is, þar á meðal Henglafjöll og Súhir,
ásamt útsjóninni yfir Þingvallavatn.
Ein tilkomumesta myndin er af Lög-
bergi (gamfa) með gjánum umhverfis,
og önnur af Almannagjá og vatninu of-
an til — gjáarhamrarnir spegla sig í
vatninu um nótt, hálfbjart lágnætti.
Dálítil mynd af Skógarkoti, bænurn,
túninu og tröðunum, veitir ókunnugum
ágæta liugroynd um íslenzkan bónda-
bæ, heldur laglegan og einkennilegan.
Hr. Þórarinn B. Þorláksson, fyrsti ísl.
landlagsmálarinn, hefir notið kenslu við
listaháskólann í Khöfn 3 ár og aukatil-
sagnar jafhliða hjá allfrægum landlags-
myndamálara dönskum, með því að við
téðan háskóla er enginn sérstakur kenn-
ari í landlagsmyndagerð. Hann hefir
getið sér mikið góðan orðstír hjá kenn-
urum sínum, og virðist mikið líklegur til
að verða oss til verulegs sóma, er stundir
líða.
Skpltlur
úr kosningahríðinni.
Mjög merkur maður ritar osa eftir-
farandi skrítlur úr kosningahríðinni í
sínu kjördæmi:
»Hún er ekki góð fyrir barnamenn-
iua, þessi valtýska* sagði fátækur
kjósandi ekki alllangt héðan. Hann
hafði ætlað sór að kjósa stjórnarbót-
armanninn, en rétt fyrir kjörfundinn
brá hann sér í næstu sveit kaupstað-
arferð, og þegar hann kom aftur, þótt-
ist bann ekki hafa efni og ástæður til
að styðja stjórnarbótina. f>að var
herþjónustan, sem fyrir honum vakti.
Svo Hornstrendingar eru ekki einir
um þá vizku.
Ýmislegt fleira í sambandi við kosn-
ingarnar höfum við hérna til að brosa
að, þegar vel liggur á okkur. Eg veit
ekki, hvort þú hefir heyrt getið um
hreppstjórann, sem lýsti yfir því á al-
mennum fundi, að það væri embætt-
isskylda sín, að vara sveitunga aína
við valtýskunni. Sýslumaðurinnn
hafði gist hjá hreppstjóranum rétt áð-
ur.
Yendetba.
Eftir
ArchibHld Ciavering Gunter.
Enid fer til Barnes og hvíslar að
honum: »í öllum guðs bænum — þú
verður að binda enda á þetta — það
er alt of skelfilegth.
»f>að er ekki mitt verk«, svarar
Barnes þungbrýnn. »Nú er hamingja
þeirra á ókominni ævi að ráðast ann-
anhvorn veginn. Fyrirgefi bróðir þinn
henni ekki í kvöld, þá gerir hann það
aldrei!« Svo snýr Barnes sér að Mar-
ínu og segir með alvörusvip: »Leyn-
ið þér manninn yðar engu«.
»Engu? Á eg að segja honum frá
— — eiðnum — — spítalanum — —
segja honum, að þegar hann hélt, að
eg væri engill miskunnsemdarinnar,
hafi eg verið engill dauðans?«
»Engill dauðans!« tekur Anstruther
upp eftir henni með ástúðlegum og
viðkvæmum rómi. »f>ar — á spítal-
anum? Nei, nei! f>ar varst þú hei-
lög kona. Eg tryði því ekki, þó að
þú segðir mér það sjálf, að sú, sem
annaðist mig þar með svo óendanlegri
ástúð, hafi getað verið annað en ljóss-
ins engill. f>ar var það — á spítal-
anum, að eg lærði að unna þér hug-
ástum!«
»Ó, Gerard! |>ú neldur, að eg só
engill. Og þegar eg er búinnað segja
þér alla söguna, muntu kalla mig ill-
an anda frá undirdjúpunum. Eg get
ekki sagt þér alt, eg þori það ekki,
því að þá fyrirgefur þú mér aldrei!«
»Er það þá svo hræðilegt?« segir
Edvin hljóðlega.
»Já, eftir þínum skilningi; því «ð þú
ert Englendingur. f>ú ert ekki alinn
uppi í landi, þar sem hefndargirnin
er talin ein af göfugustu tilfinningum
mannsins og »vendettan« liggur í loft-
inu, sem maður andar að sér. Hugs-
aðu um það og fyrirgefðu mér! Eg
unm bróður mínum nærri því eins
heitt eins og eg ann þór, Gerard. Eg
hugði, að Antóníó hsfði verið veginn
með brögðum og ódrengskap. Sem
sannarleg Korsíkukona vann eg þess
eið við lík bróður mfns, að eg skyldi
hefna hans á banamanni hans. þessi
eiður kom mér til að fara til Egipta-
lands. Hans vegna fór eg inn í spí-
talann í Alexandríu, þar sem ensku
sjóliðsforingjarnir lágu í sárum, í
þeirri von, að einhver þeirra mundi
vísa mér á vegandann í óráðinu#.
Við þessa játningu hopar Enid frá
henni. Anstruther hefir starið á hana
með undrun og skelfingu, rekur nú
upp óviðfeldinn hlátur og segir:
»|>etta var þá miskunnsemdarheitið,
er vakti hjá mér lotningu fyrir stúlk-
unni, sem mér þótti vænt um ! Nei,
nei; svona máttu ekki fara með hana.
Segðu mér ekki, að þessi kona, sem
eg hefi gengið að eiga fyrir ástar sak-
ir, hefði getað fengið af sór að myrða
særðan mann með köldu blóði! Svo
sannarlega sem guð er uppi yfir mér,
trúi eg því ekki, þó að þú segir það
sjálf!«
»Nei, nei, eg fekk leyfi til að fara
inn í spítalann í því skyni eingöngu
að finna manninn, en ekki til að drepa
hann — nei, það hefði eg ekki - getað
gert!« segir Marína. »Spyrðu mennina,
sem lágu fyrir dauðanum, þegar eg
var að lina þjáningar þeirra, spyrðu
manninn, sem eg bjargaði, og íhugaðu
svo, hvort eg hafi ekki hagað mér
betur en eiðurinn, sem eg hafði unnið,
bendir á! Eg leitaði að óvini mínum,
en jafnframt sýndi eg öllum sárum
mönnum hluttekningu, stundaði þá og
hughreysti þá, og þeim þótti vænt um
mig. Aldrei bað nokkur sóttveikur
maður um vatn, án þess hann fengi
það. Aldrei andaðist nokkur pestsjúk-
ur maður, án þess að eg stæði við hlið
haus. f>ú varst sjálfur einn af þessum
sjúku mönnum, Gerard — segðu mér
nú: var það höndum kærleikans eða
hatursins, að eg fór um sóttarsæng
þína 8uðri í Egiptalandi?#
»þú annaðist mig með engilhöndum!
þú varst ekkert annað en líknin og
nákvæmnin. Og þegar eg heyri þig uú
tala um þanri ásetning að myrða
mann, þá finst mer ekki önnur spurn-
ing liggja bemna við en þessi: er það
eg, som er orðinn brjálaður, eða ert
það þú.
»En eg iðraðist! Af ást til þín,
Gerard, hvarí eg frá eiðinum, sem eg
hafði unnið og hætti við hefndina, alt
þangað til þessi manndjöfulh — og hún
bendir á dyratjaldið, þar sem lík Dan-
ellu liggur fyrir utan — flutti mig
hingað aftur inn í erfikenningar og
siði ættjarðar minnar, og lét mig verða
fyrir óvirðing og fyrirlitning nágranna
minna fyrir það, að eg hafði fyrirgef-
ið og orðið hefndinni afhuga. A brúð-
kaupsdegi mínum ne^ddu æskuvinír
mínir mig með smánaryrðum og fyr-
irlitningaraugum til að drepa niður
höfði mínu og skammast mín fyrir það
að eg var orðin manndrápinu afhuga.
Og nú í kvöld, þegar þeir voru búnir
að gera mig aftur að ólmum Korsíku-
kvenmanni, þá koma þeir Danella og
Tómassó og sanna mér það, að það
hafi verið þú, maðurinn minn, sem
drap bróður minn. Og þeir stinga
rýtingnum í höndina á mér og nokk-
ur augnablik var eg ekki með öllu
viti. Meira hefi eg ekki að segja.
Fyrirgefðu mér 1 Eg var brjáluð*.
Anstruther hikar sig stundarkorn,
gengur svo til konu sinnar, bendir á
dyratjaldið og spyr með titrandi vör-
unum :
*Hver drap hann?«
»Ekki eg! Ekki eg! f>að gerði
Tómassó!« það leynir sér ekki, að
manninum hennar hægist mjög fyrir
brjósti, og hann segir: »Guðisélof!«
En þá gengur hún fram fyrir hann
og segir í ávítunarróm og er líkast
því sem eldur brenni úr augurn henn-
ar: »LíHu framan í mig, ef þú þorir
það eftir þessa spurningu ! Eg —
konan þín — brúðurin — eg ætti —
þú varst hræddur um, að eg mundi
hafa beðið eftir þér þarna við dyrnar
til þess að drepa þig og — og hefði
svo drepið Danellu 1 misgripum! Og
þetta getur maðurinn minn ætlað mór!
þegar eg heyrði fótatakið færast nær,
þá mintist eg — ekki hefndareiðsins,
heldur eiðsins, sem eg hafði unnið
frammi fyrir altarinu: að vera þér trú.
Rýtingnum, sem Tómassó hafði stung-
ið í höndina á mér, beindi eg gegn
honum sjálfum. Líttu á förin, sem á
mér eru eftir fingurna á honum og eg
fekk, þegar eg var að berjast við að
bjarga lífi þínu. Líttu á þau! Af
þeim geturðu lært að skamma3t þín
fyrir það, sem þér kom til hugarU
Eauðu förin eftir hörðu krumluna á
Tómassó vekja samvizkubit hjá Edvin,
og aftur fer að gera vart við sig ástin
til Marínu, sem mitt í aðstoðarleysinu
hefir barist fyrir hann. Hann segir
með grátstaf í kverkunum: »Gerðu
það fyrir mig, Marína, fyrirgefðu, fyr-
irgefðu mér!«
En Marína hlustar ekki á hann og
heldur áfram máli sínu í geðshræring
mikilli: »0g þú gazt haldið, að eg
ætlaði að myrða þig! |>á er eg ekki
að verja mig neitt lengur. Eg hefi ekki
þrótt til að verja mig lengur. Eg stund-
aði þig, þegar þú lást fyrir dauðanum,
og eg varði þig, þegar á þig átti að