Ísafold - 22.12.1900, Síða 1
ISAFOLD.
TJppsögn (skrifleg) bundin viðr
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Keyk.javík laugardaginn 22. des. 1900.
79. blað.
Biðjid ætíð um
OTTO M0NSTEDS
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu i samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnunum.
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l»/» doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram)
XXVII. árg.
I 0. 0. F. 82I22981 2. 0.
Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12
Lanasbókasafn opið hvern virkau dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spitalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins-
*onar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11 — 1.
Bóka-bazar
í
aðalhúsinu, norðan á móti, opinn til
jóla. Þar eru bæði innlendar bækur
-og útlendar, þar á meðal nýjustu
danskar, bundnar og óbundnar, sum-
ar í skrautbandi.
Nítjánda öldin.
i.
Mikið hefir við borið í veröldinni á
þe8sari öld, sem nú er liðin! Aldrei
hafa aðrar eins breytingar orðið á
nokkurri einni öld. Ollu er gjörbreytt:
stærð ríkjanna, takmörkum og stjórn-
arfyrirkomulagi, stéttum mannfélags-
ins og sambandi þeirra hverrar við
aðra; listum, vísindum, atvinnuvegum,
vinnugreinum, vinnuaðferð, starfsfær-
um, samgöngum, heimilislífi, húsgögn-
um, öllu, frá hinu mesta til hins
minsta. Og þá byltingarnar, sem
orðið hafa á skoðunum manna, til-
finningum, lyndiseinkunnum og hugs-
unarhætti. Gerum ráð fyrir, að ein-
hver maður yrði alt í einu fluttur frá
árinu 1800 til ársins 1900 — hann
mundi víst eiga nokkuð örðugt að átta
sig á veröldinni.
Hefir framför eða afturför átt sér
stað?
Með guðfræðingum og kristnum
mönnum yfirleitt er þrástagast á því
í ritum og ræðum, að það sóu illir
liímar, sem vér lifum á, afturfarar- og
fráhvarfs-tímar, verri en nokkuru
sinni áður.
þetta hefir kveðið við á öllum tím-
um, og þáð eitt út af fyrir sig gerir
mann tortrygginn gegn því skrafi. Eg
hygg, að aldrei hafi verið það tímabil
f sögu kirkjunnar, að kristilegir rit-
höfundar og ræðumenn hafi ekki
kvartað undan sínum tíma, sagt, að
hann væri verri en allir undangengnir
tímar. Ætti að skilja slíkar
ræður bókstaflega, þá hlyti niðurstað-
an að verða sú, að veröldinni hafi
jafnt og þótt farið aftur, síðan krist-
indómurinn kom í heiminn. Auðvit
að nær það ekki nokkurri átt. Menn
hafa ávalt fundið til þess, að veröldin
er ekki í samræmi við fyrirmyndar-
hugsjónir kristindómsins. Undan
þessu ósamræmi hafa menn frá önd-
verðu kvartað á þann hátt, að fárast
um það í algerðu hugsunarleysi, hve
vondur yfirstandandi tíminn væri. Svo
hafa þessar kvartanir innan skamms
komist upp í vana. |>®r ídru að verða
sjálfsagður hluti af kristilegu orða-
lagi, og menn fóru að gera meira og
meira úr þeim, eins og títt er um
hjal, er menn venja sig á. Margir
taka þær því í munn sér, og enn fleiri
hlusta á þær, án þess að skilja þær
nákvæmlega á þann hátt, sem orðin
benda á. þeir eiga ekki við annað
moð þeim umkvörtunum en það, að
yfirstandandi tíminn beri tnikið ilt í
skauti sínu, og það er auðvitað ávalt
satt.
Hitt er annað mál, að þetta hjal er
ekki ávalt meinlaust. jbað keuur
þeirri skoðun inu hjá mönnum, að
kristindómurinn geri menn fulla mann-
haturs — fylli menn af hatri við fram-
farirnar, sem óneitanlega eru ávöxtur-
inn af ertiði og baráttu mannanna öld
eftir öld. J>að er illa fanð. Einkum
á öðrum eins tíma og vér lifum á, lok-
ar það hjörtum margra manna fyrir
fagnaðarboðskapnum. Framar öllu
öðru lokar það hjörtum æskulýðsins,
því að hann trúir á lífið og framfar-
irnar, og hefir gildar og góðar ástæður
fyrir því, að halda þeirri trú í lengstu
lög. jþess vegna verður jafnt og þétt
að mótnaæla slíku hjali.
í raun og veru kemur þó víst öll-
um saman um það, að á öldinni, sem nú
er þegar á enda, hafi yfirleitt orðið
framfarir, sem vér eigum að þakka guði
fyrir. Eigi eg að taka fram með sem
fæstum orðum, í hverju þessar fram-
farir séu fólgnar, þó kemst eg að orði
á þá leið: að manngildið hafi, vaxið.
Maðurinn er metinn töluvert hærra nú
en fyrir hundrað árum. Allar breyt-
ingar, sem orðið hafa á öldinni, bæði
í líkamlegum og andlegum efnum,
bafa brotið niður gömlu múrana, sem
skiftu mönnunum í stéttir, er misjafnt
voru metnar, og hafa flutt þær hverja
nær annari, gert þær að einum mann-
flokki, þar sem hver er metinn eftir
því, hver m a ð u r hann er. Auðvit-
að eigum vér langt í land til að fá
þessu framgengt til fulls. En vér
höfum komist töluvert nær takmark-
ínu.
Vér sjáum vott þessa hvarvetna.
Stórveldin eru nú hrædd við að slíta
friðinum. Jafnvel Rússakeisari finnur
til ábyrgðar á öllum þeim þúsundum
mannslffa, er farast, ef friðurinn er
rofinn. Hvað kærðu þjóðhöfðingjar
og stjórnir sig um það áður? |>á er
dómgæzlan, umhyggjan fyrir því hvoru-
tveggju, að enginn saklaus maður verði
dæmdur sekur og að glæpir séu ekki
látnir óhegndir. Dreyfusmálið er
merkilegt dæmi þess. Hver ætli hefði
hirt um það fyrir hundrað árum, hvort
einn vesall Gyðingur hefði verið
ranglega dæmdur? f>á voru meiri
atkvæðamenn daglega dæmdir rang-
lega, og fekst enginn um. Á vorum
dögum kemst öll Norðurálfan í upp-
nám út af slíkum atburði. Hver var
að hugsa um fangelsin og glæpamenn-
ina fyrir hundrað árum? Nú er um
hvorutveggja hugsað af hinni mestu
alvöru og umhyggju. Og svo er öll
feiknastarfsemin, sem af hendi er int
til þess að draga úr neyðinni og bjarga
lífi manna: hjúkrun við sjúka menn
og styrkur til snauðra manna, öll
starf8emin fyrir heyrnarlausa menn og
blinda, fatlaða og vitskerta, ofdrykkju-
menn og skækjur; starfsemin fyrir
mentun alþýðunnar og fyrir því, að
hinar lægri stéttir eigi við þau kjör að
búa, er samboðin séu menskum mönn-
um. f>á benda á, hvernig nú er
farið með undirtyllur, verkamenn,
þjónuetufólk, liðsmenn, o. 8. frv. Hvert
sem vér lítum, þá sjáum vér hvar-
vetna fjölda af sönnunum fyrir því,
að m a ð u r i n n er nú metinn á alt
annan veg en fyrir liundrað árum.
Vitanlega má líka sýna dæmi þess
á vorum tímum, að maðurinn só lágt
metinn, benda á voðalega fyrirlitning
fyrir lífi manna og hamingju. f>v* ^er
fjarri, að menning vor hafi náð f u 11-
k o m i n n i mannúð. En jafn-áreið-
anlegt er þó það fagnaðarefni, að á
hinni liðnu öld hefir menningín tekið
dýrlegum framförum í þessu efni.
Jafnframt því að meta hærramann-
gildi annarra, hafa menn að sjálfsögðu
farið að meta sjálfa sig meir en áð-
ur. Úr því getur orðið hroki og ó-
skammfeilni. En í sjálfu sér er það
jafn-sjálfsagt skilyrði fyrir ávaxtasömu
oggóðulífi, að meta sjálfan sig mikils,
eins og að virða manngildi annarra
manna. Beri menn ekki virðingu fyrir
sjálfum sér, þá verður þroskinn eng-
inn, hvorki vitsmunaþroskinn né sið-
ferðisþroskinn. J>egar öllu er á botn-
inn hvolft, er það virðing manna fyr-
ir sjálfum sór, sem vór verðum að
vekja, ef vér hyggjumst að lyfta hin-
um óæðri stéttum upp úr niðurlæging-
unni.
Lýðvaldið á margar syndir á sam-
vizkunni. En sú ómetanlega blessun
fylgir því, ftð það kennir oss að meta
bæði sjálfa oss og aðra sem m e n n.
Og allar hreyfingar og straumar hinn-
ar liðnu aldar stefna að lýðvaldinu,
eins og þær verði þar að einu stór-
fljóti.
Hefir veröldin þá í raun og veru
batnað? Á því er enginu vafi. Að
meta sjálfan sig og aðra sem menn,
það er að vera góður. Fari mönnum
fram í því, þá er þeim að fara fram í
hinu góða.
Ætli menn hefði farið að skjóta
samftn peningum þúsundum saman
fyrir hundrað árum, þó að nokkurir
fi^kimenn hefðu farist í óveðri?
Hvað margir mundu hafa sint því
fyrir hundrað árum, ef farið hefði ver-
ið fram á að reisa barnaheimili fyrir
börn flökkukinda, og hæli fyrir fall-
orðna flakkara?
|>á gat slík mannást fengið vald yf-
ir hugum einstöku manna, en ekki
yfir hugum kristinna manna yfirleitt;
þeir voru þá sérplægnari en svo. |>ví
lengra sem vér förum aftur eftir 18.
og 17. öldinni, því mciri viðbjóð fáum
vér á þeirri þröngsýnn og ljótu sín-
girni, sem þá var ríkjandi.
Já, veikir menn og volaðir, fallnir
og fáráðir verða þess Bftnnarlega varir
á hverjum degi, að veröldin hefir
batnað. Hún hefir komist ofurlítið
betur en áður í skilning um gamla
boðorðið: þú átt að elska náunga
þinn eins og sjálfan þig. |>að eru fram-
farir.
Auðvitað má benda á óendanlega
margar sannanir fyrir synd og löstum
og svívirðing og þrælmensku nú á dög-
um. |>að sýnir, að því fer fjarri, að
veröldin sé enn fullkomin í hinu góða.
En engu að síður er það sannleikur,
sem vér eigum að þakka guði fyrir,
að hún er orðin betri en áður.
(Ágrip af grein í Eor Kirke og Kultur
eftir Thv. Klaveues).
ísafjarðar-kosningarnar.
Skúli Thoroddsen alþingismaður og
ritstjóri »|>jóðviljans« hefir svarað
rækilega grein þeirri, er ísafold flutti
í haust frá hinum nýja þingmanni ís-
firðinga, Hannesi Hafstein sýslumanni,
grein, sem lesendum vorum sjálfsagt
er í fersku minni, með fram fyrir það,
að hennar var fyrir skömmu minst í
ísafold. Vér prentum hér tvo kafla
úr svarinu, sem báðir virðast ó-
hrekjandi:
»Herþjónustugrýlan.
Sýslumaður þykist ekki hafa komist
eftir, að frásögnin um »herþjónustuna
og herskattinn«, sem notuð var til að
afla honum atkvæða í Grunnavíkur-
og Sléttuhreppum, sé sönn, og er þá
eitt af tvennu, að eftirgrenslanir hans
í því efni hafa eigi verið sem nákvæm-
astar, sem vsrla var heldur við að