Ísafold - 05.01.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmÍBt einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXYIII. árg.
Reykjavík laugardaginn 5. janúar. 1901.
/
........ \
2. blað.
I. 0. 0. F. 82III81/,. 0.__________
Forngripasafnið opið invd. og ld. L1—12
Lanasbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til ntlána.
Okeypís lækning á spitalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Okeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Okeypis tannlækning i búsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Nýfundinn
stjórnarbótarvoði.
Herra Bogi Melsteð laetur ekki á
sér staDda að fræða íslendinga um
stjórnarmál þeirra. Hver greinin ann-
ari frumlegri og furðulegri rekur nú aðra.
Nýlega fræddi hann menn á því í
»Austra«, eins og lesendum vorum er
kunnugt, hvernig vér ættum að fá
góða stjórnarbót, og hvernig þeirri
góðu stjórnarbót ætti að vera háttað.
Vér ættum að kaupa hana að Dönum
fyrir peninga. Og vér ættum meðal
annars að banna öðrum þjóðum að
leggja undir sig ísland, þó að þær
legðu Danmörk undir sig!
Nú hefir sami stjórnmálavitringur
og 8Ögufræðingur tekið sér fyrir hend-
ur í »þjóðólfi«, að gera íslendingum
grein fyrir, hverjir voða-annmarkar
séu á þeirri stjórnarbót, sem oss er
nú boðin.
Hann segist hafa ekorað á dr. Val-
tý Guðmundsson að skýra frá þess-
um annmörkum, en hann hafi ekki
fengist til þess, og nú sé öll von úti
um.aðhann muni nokkuru sinni gera
það; þess vegna kveðst Bogi Melsteð
neyðast til að taka til máls, mjög á
móti skapi sínu, að því er virðiat.
þegar á að fara að beita íslendinga
öðrum eins brögðum, og dr. V. G.
Vill ekki við það kannast, þá er Boga
Melsteð of mikið boðið; þá hefir hann
ekki lengur samvizku til að þegja.
Og íslendingum er »vorkunnarlaust
að skilja nú valtýskuna*
segir höfundurinn, — þegar hann er
búinn að koma upp öðru eins ódæði,
eins og hér er um að ræða.
þessi voðasvikráð, sem íslendingum
eru búin með »valtýskunni«, eru í
tvennu fólgin, að því er Boga Melsteð
segist frá.
Annað er það, að láta hr. Dybdal,
deildarstjórann í íslenzku Btjórnar-
deildinni, lifa.
Bogi Melsteð gerir ráð fyrir, að
hann mundi víkja úr þeirri stjórnar-
deild, ef »valtýskunni« yrði framgengt,
en hann mundi samt sem áður halda
deildarstjóraembætti því í dómsmála-
ráðaneytinu, sem hann hefir nú jafn-
framt. Og af því að hann er svo
kunnugur íslandsmálum, þá mundi
dómsmálaráðgjafinn spyrjast fyrir hjá
honum um þau Islandsmál, sem flutt
yrðu í ríkisráðinu, og nota þessa fræðslu,
sem hann fengi bjá hr. Dybdal, til
þe8s að ónýta mál íyrir íslandsráð-
gjafanum, hve nær sem honum réði
svo við að horfa.
þarna geta menn séð, hve hættu-
legur hr. Dybdal hlýtur að verða ís-
lendingum, ef stjórnarbótinni fæst
framgengt. Hann er kunnugur ís-
landsmálum og dómsmálaráðgjafinn
getur talað við hann.
Hvernig á að komast hjá þessari
hættu? f>að verður sýnilega ekki á
annan hátt eu með því að ráða hr.
Dybdal af dögum. Bn nú er það al-
veg ólöglegt, meðan maðurinn gerir
ekkert annað fyrir sér en að vera
kunnugur íslandsmálum og geta talað
við dómsmálaráðgjafann.
Og svo má hamingjan vita, hvort
gagnið að lífláti haDS yrði til nokk-
urrar verulegrar frambúðar fyrir oss.
því að hver ábyrgist, að ekki upp
vekist þá einhver annar, sem hafi
þessa hættulegu eiginleika til að bera?
Til dæmis Bogi Melsteð sjálfur. Ekki
er óhugsandi, að hann kunni að geta
kynst Islandsmálum, þó að það sé
ekki líklegt. Og ekki er heldur með
öllu óhugsandi, að dómsmálaráðgjaf-
inn færi að tala við B. M., þó að
litil líkindi séu til þess að honum
mundi þykja það sérlega skemtilegt.
Og þá væri maður kominn í sömu
klípuna með B. M. eins og með Dyb-
dal.
Niðurstaðan hlýtur að vera öllum
auðsæ: ÍBlendingar eiga að forðast
stjórnarbótina, af því að dómsmála-
ráðgjafinn kann að geta talað við
einhvern, sem er kunnugur íslands-
málum — að minsta kosti einhvern,
sem kann að geta lesið lögin og frum-
vörpin. f>ví að »bæði lögin og frum-
vörpin eru prentuð«, segir B. M. í
hinni hátíðlegu viðvörun sinni, og
ætti engum að dyljast, hver hætta
getur stafað af þeim ómótmælanlega
sannleika, sem í þeirri uppgötvun
felst.—
f>á kemur hinn stórvoðinn, sem B.
M. bendir á.
Bf ráðgjafi vor fær að koma á al-
þingi, þá yrði annar maður settur
íslandsráðgjafi í hans stað, »meðan
hinn upphaflegi ráðgjafi væri heima
á íslandi#. Og það er elcki gott að
vita, hvað óupphaflegi ráðgjafinn
kynni þá að fara að gera! En alvar-
lega gefur B. M. oss í skyn, að það
muni nú ekki verða neitt fallegt.
Sumura kann að þykja nokkuð
torskilið, hvers vegna sjálfsagt væri
að setja annan mann í stað íslands-
ráðgjafans þann tveggj^ mánaða tíma,
sem hann væri að vinna það verk, er
stjórnarskráiu leggur fyrir hann að
vinna hér heima. En auðvitað er ó-
hætt að trúa B. M. Ekki sízt, þeg-
ar hann gefur oss í skyn, að það 8é
siður með ráðgjöfum, er samtímis
þjóna hinum sama konungi, að sitja
um að gera hitt og annað hver í
blóra við annan, ónýta hver annars
ráðstafanir, þegar þeir komast hönd-
um undir! f>að er aðallærdómurinn,
sem B. M. hefir fengið upp úr sínum
langvinnu sögurannsóknum, svo hann
hafi uppi látið, og má svo sem geta
því nærri, hvort hann er ekki óyggj-
andi!
Já, B. M. finst sýnilega, að hann
hafi varpað heldur en ekki skæru
ljósi yfir stjórnarbótina, birtu, sem
hún standist ekki. fess vegna tekur
hann það fram, að íslendingum sé
»vorkunnarlaust að skilja n ú valtýsk-
una«, — eftir er hann hefir farið að
láta til sín heyra um málið.
En öðrum mönnum verður að spyrja,
hvort ekki gangi eitthvað til muna að
manninum, hvort hann sé ekki að
minsta kosti gæddur nokkuð öðruvísi
vitsmunum en annars gerist um heil-
brigða menn.
Þjóðjarðasala
Og
þjóðhollusta.
Sumstaðar á landinu ríkir sá hleypi-
dómur meðal alþýðu, að hver sá þing-
maður, sem hlyntur er þjóðjarðasölu,
muDÍ sjálfsagt vera þjóðhollur, en
hinn geti ekki verið þjóðhollur, eða að
minsta kosti ekki alþýðuvinur, sem sé
mótfallinn þjóðjarðasölu. f>að er því
engin vanþörf á að skoða, hvernig
þjóðjarðasölunni víkur við, og hvort
ekki bó ýmislegt athugavert við að
láta hana halda áfram með sama hætti
og að undanförnu.
í Lögfræðing III. 109 hefir Páll amt-
maður Brieín tekið fram, að það sé
ekki nema hálfur sannleiki, er þjóð-
jarðasölunefndin í n. d. alþingis 189ð
segir 1 áliti sínu: »Leiguliða-búskapur
er miklu óvænlegri til búnaðarfram-
fara en sjálfs-ábúð«. Hann s/nir fram
á það með ljósum dæmum frá útlönd-
um, að framfarir í landbúnaði geti vel
átt sór stað, ef leigu-ábúðinni sé kom-
ið fyrir á hyggilegan hátt, og tekur
jafnvel svo djúpt í árinni, að hann
telur það »mjög óvíst, hvort vér vær-
um betur farnir, þótt allir bændur á
þe8su landi væri í einu vetfangi orðn-
ir sjálfseignarbændur og enginn leigu-
liði«. Auðvitað þykir honum betra að
hafa efnaða sjálfseignarbændur en fá-
tæka leiguliða, en lítil uppbygging
að sjálfseignarbændum, sem að eins
eiga jarðir sínar að nafninu, en eru
skuldum hlaðnir og skuldum háðir.
Eg veit ekki til, að þessi ummæli
hafi verið hrakin af neinum, en ætla
mér annars ekki að rengja þa,ð, að
betra sé yfirleitt að vera sjálfseignar-
bóndi en leiguliði, þótt reynslan sýni,
að búskapur margra sjálfseignarbænda
sé engu betri en leiguliða. Eg játa
það fúslega, að það ætti að vera öflug
hvöt til að leggja rækt við ábúðarjörð
sína og bæta hana á allar lundir, að
maður á hana sjálfur og getur látið
hana ganga í arf til niðja sinna. Um
þetta þarf ekki að þrátta. En eins
og nú er háttað löggjöf vorri, er eng-
in trygging fyrir því, að jarðeignir
einstakra manna haldist til lengdar í
sjálfs-ábúð, né fyrir því, að þær sundr-
ist ekki í smáparta, en um þá sund-
urskiftingu er réttilega sagt á þessa
leið í *|>jóðviljanum« (1900, 29. tbl.):
»það er hörmulegt að sjá vel setnar
jarðir, sem miklu hefir verið til kost-
að, bútaðar milli margra, svo að margra
ára erfiði og tilkostnaður verður oft
að engu, vegna þessarar margskifting-
ar«. Erfingjar eru oft margir og skift-
ist þá jörðin á milli þeirra, og getur
auðvitað farið svo, að einn af erfingj-
unum leysi til sín parta hinna, og verði
eigandi að allri jörðinni; en hitt getur
engu síður átt sér stað, að hver um
sig af eigendunum haldi sínum parti
og fari að hokra á honum eða hafa
hann undir, og mun þ&ð ekki verða
talið til framfara íyrir landbúnaðinn.
Svo geta þessir smápartar gengið
kaupum og sölum milli hverra, sem
bralla vilja með jarðir, innlendra og
útlendra. Og þótt ekki sé nema um
einn erfingja að jörð að ræða, getur
verið að hann sé ekki hneigður til
búskapar, eca velji sér einhvern ann-
an atvinnuveg, og taki því ekki jörð
sína til ábúðar, heldur gjöri annað-
hvort, að byggja hana leiguliða, eða
selja hverjura sem hafa vill. Nú er
ekkert því til fyrirstöðu, að innl. og
útl. gróðabrallarar og glæframenni geti
komist yfir mikið jarðagóz hér á landi,
og okrað svo á því; og sjá allir, hver
skaði slíkt er fyrir fátæka leiguliða.
þjóðjarðasölu-vinirnir segja reyndar,
að það sé ekkert hætt við þessu; en
slík fullyrðing út í bláinn er lítilsvirði.
Menn þekkja einstök dæmi, sem sýna,
að slíkt getur vel komið fyrir, og nú
er byltinga- og breytingatíð og órói
mikill í hugum manna, svo að það er
einmitt hætt við gróðabralli og glæfra-
ráðum. Víðs vegar um land eru menn
gagnteknir af Yesturheims-fýsn/ óá-
nægju með ættjörðina og vautrausti á
viðreisn heDnar, og þá reyna þeir að
koma út jörðum sínum með hverju
móti sem unt er; en takist það ekki,
og fari þeir úr landi, eru þeir orðnir
útlendir landsdrotnar, og ábúendur á
jörðum þeirra leiguliðar manna í ann-
ari heimsálfu. Hins vegar eru til
menn, sem hafamikla trú (ef til vill
oftrú) á auðsuppsprettum landsins, og
vilja komast yfir sem mest af þeim
jarðeignum, sem þeir vænta að verði
mjög arðberandi í framtíðinni, annað-
hvort fyrir sjálfa sig eða til að selja
útlendingum og græða á því. En þá
fara horfurnar að verða ískyggilegar
fyrir fátæklingana, sem hljóta að vera
leiguliðar, ef einstakir ofureflismenn
fara að tíðka það, að bralla með jarð-
ir og okia á þeim. I öðrum löndum
hafa vitrir menn viljað reisa skorður
við slíku athæfi, og sumstaðar er rfk-
ið jafnvel farið að kaupa jarðeignir
einstakra manna, eða með öðrum orð-
um að fjölga þjóðjörðum, enda liggur
það í hlutaríns eðli, að allir menn hafa
af náttúrunni jafnan rétt til að lifa af
jörðinni, sem er allra móðir, og einn
flokkur rr.anna (jarðeigendur) má ekki
hafa vald til að útiloka aðra frá öllum
jarðarafnotum eða láta þá sæta afar-
kostum til að verða þeirra aðnjótandi,
heldur ætti að raega takmarka þann
afnotarétt, sem jarðeign kallast, og