Ísafold - 05.01.1901, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.01.1901, Blaðsíða 4
8 28J/2 fet á dýpt; verður því gengur scærstu hafskipum. Skurðurinn hefst hjá borginní Biga og þræðir farveg árinnar Duna suður að Diinaborg; þá tekur við mestur gröftúrinn; eftir það er áin notuð aftur, svo sem hoegt er, til þess er hún fellur í Dnieprelfi ná- lægt Kerson. Hafnir verða 18 við skurðinn, er hann er fullger, mestar við endana, í Biga og Kerson. Búist er við, að stórvirki þessu verði lokið um næstu áramót, og má þá komast á 6 sólarhringum norðan úr Eystra- salti suður í Svartahaf. Bafmagns- lýsing á að hafa yfir á öllurn skurð- inum, svo að fara má hann jafnt nótt sem dag. Svo telst enskum mannvirkjafræðing einum til, að ef gufuskipasmíði fer viðlíka fram komandi aldarþriðjung eins og síðasta þriðjung nítjándu ald- ar, þá eigi árið 1933 heimshafagufu- skip að verða 1120 fet á lengd, 120 fet á breidd, en 75 á dýpt, og taka 65 þús. smálestir. Prestur var að rita skírnarseðil, en mundi ekki í svip mánaðardaginn, og segir við móður barnsins, sem átti að fá skírnarseðilinn: »|>að mun vera sá 30., eða hvað?« Konan (reið): Sá þrítugasti! Ónei, ekki er það nema sá þrettándi! Yendetoa. Eftir Archibald Clavering Gunter. »Nú — fráleitt er það af mannást, að þessi andhælisskipun hefir verið út gefin«, segir skipstjón; eg skil ekki, hvað hefir getað valdið henni«. »Amerískir peningar !« segir Barnes hlæjandi. Skipstjórinn fer inn í skrifstofuna og gengur þar úr skugga um, að ekk- ert sé við símritið að athuga; og tveim stundum síðar er skip hans komið á leiðina út eftir Ajacciofirðin- um með þau Marínu, Edvin, Enid og Barnes. Marína sefur enn og Anstruther hefir borið hana inn í eitt rúmið. Vesturheimsmaðurinn stendur við borð- stokkinn og horfir til veitingahússins II pescatore, sem nú er að smá- hverfa, og hugsar um allan þann trega og alt það uppnám, sem hóJmgangan þar á ströndinni hafði valdið. Svo kemur Enid til hans og hann segir við hana:. »Nú erum við þó komin burt frá Korsíku, og þess vegna v.nri bezt að frú Anstruther vaknaði nú og kæmi upp á þilfarið til þess að anda að sér hreinu lofti*. »Eg kom einmitt til þess að segja þér, að Marína er vóknuð og er að tala við manninn sinn«. »Er hiín með fullu ráði? Minnist hún nokkuð á fótatakið, sem sé að færast nær?« spyr Barnes áfjáður og fleygir frá sér vindlinum, sem hann ætlaði að fara að stinga upp í sig. »Nei«. »|>að er gott«, segir Barnes. »Eg get þá farið og lagt mig út af«. »Eg hélt, að lækninn langaði til að sjá sjúklinginn sinn«, segir Enid. »Nei. Sjái hún mig nú, mundu vakna hjá henni endurminningar, sem bezt er að varast. Sem stendur þarf hún ekki annað að gera en að gleyma. Eftir nokkura daga er hún albata! Ó, hvað eg er syfjaður!« »í>ú ætlar þá ekki að skipa fyrir um neitt handa henni?« »Jú, auðvitað. Eg væri slakur lækn- ir, ef eg ráðlegði henni ekki eitthvað«, svarar hann. Hann fer frá henni og kemur aftur eftir nokkurar mínútur og segir: »Sé eg iæknir, þá verðurþú að vera hjúkrunarkona. Parðu þvf ofan og sjáðu um, að sjúklingurinn taki það inn, sem eg hefi fyrir skipað*. »Hvað er það þá?« »6óður og mikill morgunmatur«, svarar Barnes. »Komdu svo aftur og segðu mór, hvort hún borðar«. Hálfri stund síðar kemur frk. An- struther aftur til hans: »Hr. læknirinn hefir farið snildar- lega nærri um sjúkdóminn. Hún er glorhungruð«. En hún fær ekki annað svar en há- ar hrotur. Barnes er lagstur endi- langur á legubekk og sefur. Og þó að hún sé líka þreytt eftir ferðalagið um nóttina, sezt hún við hlið hans og vakir yfir honum. Eftir svo sem klukkustund fer hon- um að verða órótt; hann engist sund- ur og samau og varirnar á honum hreyfast látlaust. Svo hrópar hann hátt til skipverja á snekkjunni, og Enid sér, að hann er að dreyma bar- áttuna við að komast nógu snemma til Ajaccio. Loksins hrópar hann há- stöfum: »Guð minn góður, sendu okk- ur golu, svo við í tæka tíð komum til þess að bjarga þeim!« Hún lýtur nið- ur að honum og hvíslar huggunarorð- um í eyru hans. En hann heldur á- fram að andvarpa og taP upp úr svefninum, svo hún verður hrædd og for að hnippa í hann, þangað til bann vaknar. Hann lítur í kring um sig og spyr með öndina í hálsinum: »Hvað er þetta, Enid — þú ert að gráta? Gengur nokkuð að niðri? »Nei, nei!« svarar unnusta hans og henni léttir fyrir brjósti; »en þú lézt svo óttalega illa f svefni, og svo vakti eg Þ'gi — °g þú hafðir svo mikla þörf á að sofa!« »Nú hefi eg sofið nóg svona fyrst um sinn — eg hlýt að hafa sofið ein- ar sex stundir. |>að er víst farið að dimma«. »Hvernig ætli að hefði farið fyrir okkur öllum, ef þú hefðir ekki verið?« segir Enid. »f>ú ert læknir með heil- brigðri skynsemi*. * »Læknir, sem hvergi er skipaður og enga sjúklinga hefir«. »Einn sjúkling hefirðu þó að minsta kosti haft. Edvin sagði í morgun, að hann ætlaði að láta mig af hendi sem borgun fyrir lækningar þínar«. • Segirðu satt?« segir Barnes fjör- lega. »Mér þætti gaman að vita, hvort hann hugsar sér að borga skuld- ina út í hönd«. *TJt í hönd? Við hvað áttu?« »Eg á við það«, segir hann hægt og stilt — »eg á við það, að heill mán- uður er æði-langur tími«. »Ó — er það svo að skilja? Ef þú þorir það, þá--------þ ætla eg að fallast á það, að brúðkaupið okkar fari fram tafarlaust, þ’egar við komum til Englands*, segir Enid. »Gott og vel!« segir Barnes. »Guð láti mér það í koll koma, ef eg kem þér nokkurn tíma til að iðrast þessa loforðs!« Edvin kemur upp á þilfarið með Marínu, meðan þau sitja þarna og horfa á dökkbláa röndina, sem ein er orðin eftir afallri Korsíku. Marína er mjög föl og hún hefir aldrei augun af manni sínum, hvert sem hanu fer; en ánægju- og fagnaðarsvipur er yfir þeim. Anstruther fer til Barnes, tekur í hönd honum, hristir hana að sjó- manna sið og segir í hálfum hljóðum: »Guð launi yður! Eg held að kon- an mín hefði mist vitið í nótt að fullu og öllu, ef yðar hefði ekki notið við«. • Minnist þér ekki á það«, svarar Barnes. »Eg fæ hæstu borgunina, sem nokkur læknir hefir nokkuru sinni fengið; eg er ánægður*. Edvin horfir á hann undrunaraugum og skilur ekki, hvað hann er að fara, þangað til Enid kemur til þeirra og segir: »Edvin, eftir þrjá daga verð eg á- nægðasta konan í allri veröldinni«. »Hún kemur svona einkennilega orðum að því, að þá ætli hún að verða — frú Barnes frá New-York«, bætir Vesturheimsmaðurinn við hlæj- andi. Endir. Kvennaskólar. Fallið hafði úr óvart og ófyrirsynju hjá setjurunum síðast, ígreininni »Lands- hagir vorir um 1800 og 1900, þessi orð í síðara dálki: 3 kvennaskólar. Mér undirsferifuðum var dregið lamb næstl. haust með mínu fjármarki: mið- hlutað biti aftan h., biti aftan vinstra, sem eg veit ekki til að eg eigi. Skora eg þvi hér með á eigandann að gefa sig fram til þees að veita andvirði lambs þessa við- töfeu, semja við mig ura markið og borga auglýsing þessa. Hjallanesi í Landmannahr. 9. des. 1900. I.ýÖur ^Arnason. A jóladagskvöldið týndist gullbrjóst- nál á götum bæjarins Finnandi skili í afgreiðslu Isafoldar mót fundarlaunum. Duglegur vinnumaðuróskast. Bitstj. vísar á. Til sölu bær í í>ingholtum með rækt- aðri lóð Bitstj. vísar á. D, flstlund prédikar sunnudag kl. 6‘/2 síðd., í Templarahúsinu. Aldan. Aðalfundur næstkomandi miðvikudag á venjulegum stað og tima. Á fundinum verða úrskurðaðir reikningar félagsins fyr- ír síðastliðið ár, kosin ný stjórn m. fl. A- riðandi að félagsmenn mæti. Stjórnin. Hér með tilkynnist vinum og vandamönn- urn, að móðir mín elskuleg madama Helga Ólafsdóttir ekkjaeftir dannebrogsmann Bjarna sál. Brynjólfsson, andaðist hér á heimili sinu þann 31. desbr. s. I. Jarðarför hennar fram fer 9. þ. m. Engey þann 4. janúar 1901. Brynjólf'ur Bjarnason. þá eg var 15 ára gömul fekk eg óþolandi tannverk, sem þjáði mig meira eða minna í 17 ár; eg hafði leitað bæði til allra stórskamta- og smá- skamtalækna, er eg hafði föng á að ná til, og loks leitaði og til tveggja tannlækna; en alt var það árangurs- laust. En svo fór eg að brúka Kína- lífs-elixír þann, er herra Valdimar Petersen í Eriðrikshöfn býr til, og eftir að eg hafði brúkað 3 glös af honurn, þá hvarf tannveikin, sem eg hefi nú ekki fundið til í tvö ár. Af fullri sannfæringu vil eg því ráðleggja sórhverjum þeim, er þjáist af tannveiki, að brúka Kína lífs-elixír herra Valdi- mars Petersens. Hafnarfirði. Margrót Guðmundsdóttir yfirsetukona. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án toll- hækkunar, svo að verðið er eins og áður að eins 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn, Danmark. Hnakkakambur hefir týnst á götnm bæj- arins. Bitstjóri visar á eiganda. Til leigu fæst frá 14. maí næstkomandi herbergi fyrir einhleypa í liúsi sira Eiriks Briem. Menn snúi sér til Þorleifs Jónsson- ar i Þingholtistræti nr. 21. Óskilafé í Bangárvallahreppi selt hanstið 1900: 1. Hv. s. 2 v. m. Sneiðr. fr. h.; Tvístig i hálft af a. v. Brm,: Á. 6. v. h. (!. E. h. h. 2. Arnh. s. 2 v. m. Tvist. a. h.; Geirst. v. Hornm. Sneitt a. b. fr. h.; Hálft af fr. st.fj. a. v. Brm.: Halldór. 3. Sv.krúnóttur s. 1 v. m. Heilr. st.fj. fr. h.; Tvö st. a. st.fj. fr. v. Brm.: A. 8. v. h. 4. Hv. s. 1 v. m. Blaðst. b. fr. h.; Stúfr. st.fj. a. v. Hornm. Hálft af 2 st.fj. fr. h.: Stúfr. b. fr. v. ð. Hv. hr. 1 v. m. Heilr. hófb. a. h.; Lögg a. v, 6. Hv. ær 1 v. m. Boðb. a. h ; Hálft af fr. v. 7. Hv. ær 4 v. m. Stýft stig fr. hnifsbr. a. h.; Tvíst. fr. Lögg a. v. Hornm. St.fj. fr. h. 8. Hv. ær 2 v. m. Sneitt a. b. fr. h.; Heilr. b. fr. v. Brm.: J. Vium. 9. Hv. hr.I. m. Tvist. fr. hnífsbr. a. h.; Blaðst, a. st.fj. fr. v. 10. Hv. hr.l. m. Tvist. fr. st.fj. a. h.; Sneitt fr. b. a. v. 11. Mór. hr.l. m. Hálfur st. fr. h ; Biti fr. v. 12. Hv. 1. m. Hálft af fr. h.; Stúfr. gagn- bit. v. 13. Hv. 1. m. Sýlt st.fj. a. b.; Háltaf fr. v. 14. Hv. 1. m. Sneiðr. a. h.; Hálfur stúf. a. v. 15. Hv. 1. m. Tvírif. í sneitt a. h.; Sýit, gat v. 16. Hv. 1. m. Stúfr. biti a. h ; Tvígagn- fj. v. 17. Hv. 1 m. Hálfur stúf. a. h.; Hálft af a. v. 18. Hv. 1. m. Hálft af fr. h.; Stúfr. gagn- bit v. 19. Hv. 1. m. Sneitt fr. biti a. h.; Sneiðr. a. v 20. Hv. 1. m. Tvíst. fr. st.fj a. h.; Hang- fj. st.fj. a. v. 21. Hv. 1. m. Lögg a. h.; Gagnfj. v. Audvirði ofanritaðs sauðfjár borgast rétt- nm eigendum út, að frádregnum öllum kostnaði, til næst.komandi fardaga. Bangárvallahr., 10. des. 1900. Hreppstjórinn. Með því að kol hafa hækkað mik- ið í verði á síðastliðnu ári og ekki út- lit fyrir enn, að þau lækki í verði aft- ur höfum vér undírritaðir bakarar hér í bænum komist að þ9Írri niðurgtöðu, að vér getum ekki staðið oss við, að baka rúgbrauð fyrir sama verð og áður hefir verið, og komið oss því saman um, að færa bakaralaunin á mjölsekknum upp úr 4 kr. í 4 kr. 50 aura Beykjavík 2. janúar 1901. A. Frederiksen. C. Frederiksen (f. Félagsbakaríið). D. Bernhöft. Sturla Jónsson. Ben. S. Þórarinsson. E. jensen. Við undirskrifaðir lýsum hér með yfir því, að vér hér eftir hofum á boð- stólum og leysum af hendi eftir pöntun hinn ódýrasta fatasaum, sem kostur er á að fá hér á staðnum og þó um leið hinn vandaðasta að öllum frágangi eftir verðinu. Eng- inn ldæðskeri eða fatasölumaður hér í bænum getur boðið betri kjör að neinu leyti, og felum við háttvirtum viðskiftamönnum, að sannfæra sig um þetta í reyndinni. Jafnframt þessu getum við þess einnig, að við munum eins og áður jafnan hafa til taks alt, sem viðskifta- menn vorir óska a|" klæðum og fata- saum jafngott og með sömu kjörum sem áður, þar sem einungis er lögð áherzla á gæði og vönd uná saum og sniði. Reykjavík 3. janúar 1901. H. lAnáersen. Reinh. lAndersson. Bitstjórar: B.jöpn Jónsson(útg.og ábm.jog Binar Hjörleifsson. Isafo! darprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.