Ísafold - 05.01.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.01.1901, Blaðsíða 3
7 tölum, mœlsknflniði og andríki. Ann- arB þræðir sá leikur söguna nákvæm- lega — nema hvað «Kongstanken« þykir vera fremur nútíma-hugsjón en eðlileg Hákoni gamla. Aftúr er sfður tiltökumál, þó formið sé enn frjálsara og lausara á »Brandi« Ibsens og »Per Gynt«, því að hvorttveggja er Lcbss- drama. þeir sem vilja geta nú reynt að semja hér söguleiki eftir hinum bundna stíl; eg reyni það ekki. Annað, sem er afleitt, ef dæma skal um söguleik, er það, að ganga eins og þú gerir nálega alveg fram hjá með- ferð höfundarina á sögunni, hinum »gefnu« persónum og tíma þeirra. f>að er eins og að lýsa byggingu og geta að engu efniviðar, grundvallar og grindar. Loksins kemur velvild þfn til mín fram fyrir alvöru, þar sem þú hálfvegis biður fólkið að kaupa og lesa leikinn samt. Nú, kannske fólk- ið aumkist yfir okkur, kannske eins gangi með »Jón Arason« og »Skugga- Svein«, sem enn er f afhaldi hjá al- menningi eftir 40 ára þjark, en sem þú kallar ónýtan! Eg játa fúslega að eg sé lítill listamaður í sjónleikasmíði, en þær fáu hetjur, sem mér hefir auðn- ast að Ieiða frain á leiksviðið, verða þó ekki vegnar með orðum einum. Að öðru leyti erum vér ekki enn þá því vaxnir að veita viðtökur heilum listaverkum, og verðum ekki enn lengi; megum því vel við una, ef brúklegt er í boði. Að reyna til, þó í veikleika sé, að sýna lifandi stór- menni og dýrlinga liðinna alda, er eitt af hinnm dýrustu skilyrðum og meðulum til að endurreisa vort hálf- dauða þjóðlíf. f>au einu vilkjörin bjóð- ast nú og rithöfundum á landi voru, að því síður má búast við hinu bezta frá þeirra hendi, sem það má furðu gegna, að nokkuð nýtilegt skuli frá þeim birtast á prenti. Matth. Jochumsson. Mínum mikilsvirta vini og þjóðar- innar ágæta skáldi hefir mislíkað rit- dómur ísafoldar um »Jón Arasom. Slíkt verður oft á sæ. f>að er alls ekki ný bóla, að höf. séu ekki ritdóm- unum samþykkir með öllu um bækur sínar. Hitt er sjaldgæfara nú á dög- um, að þeir séu að rekast í því, sem á bækur þeirra er minst, nema ef beinh'nis þarf að leiðrótta eitthvert ranghermi eða lagfæra einhvern mis- skilning. Að öðrum kosti er svo hætt við að slíkar »kvittanir« verði lélegri og einfaldlegri en það, sem fyrir er kvittað. Og víst er um það, að síra M. J. hefir ekkert leiðrétt né lagfært í framanprentaðri grein. Samt er ekki nema sjálfsögð kurt- eisi að athuga með fáeinum orðum aðalatriði þess, er hann segir. f>ar með get eg ekki talið strikið, sem burt hefir fallið. Mér finst það hvorki gera til né frá. Öðru máli er að gegna um ummæli dr. G. Brandes. Okkur kemur saman um að virða það jafnan mikils, sem hann segir um skáldrit, þó að mér að hinu leytinu virðist, að vér íslending- ar verðum að reyna að gera oss ein- hverja sjálfstæða grein fyiár vorum eigin skáldritum, hvað sem öllum út- lenflingum líður. Hitt er mér ekki ljóst, hvers vegna síra M. J. vill fyrir hvern mun láta mig vísa til ummæla dr. G. B. um »Jón Arason«, þeirra er áður er getið í Sunnanfara. »Orðfærið kjarnmikið og lyndisein- kennin nákvæm, en svo miklar mála- lengingar í samræðunum, að auðséð er, að höf. hefir ekki tamið sér að rita það, er leika á«. þetta eru þau orð dr. G. B., er síra M. J. vill láta ísafold vitna til. ísa- fold kvað upp alveg sama dóminn. Og svo athugi menn orðin, sem síra M. J. tilfærir hér að framan úr bréf- inu frá dr. G. B. Verður ebki þar æði-svipað uppi á teningnum eins og hjá ísafold? Er unt að gefa með jafn- kurteisum orðum Ijósara en þar er gert í skyn að ritið hafi mistekist sem sjónleikur? f>á eru »dramatisku reglurnar«, sem síra M. J. hefir farið eftir. Hann kveðst ekki hafa viljað fara eftir þeim reí^lum, sem öll sjónleikaskáld verald- arinnar leitast nú við að fara eftir, heldur hafi hann ætlað sér að sníða rit sitt eftir því, sem tíðkaðist fýrir 300 árum. Enginn maður hefir nú ymprað á því einu orði, að síra M. J. hafi reynt að gera leik sinn neitt líkt úr garði og nú tíðkast. Væri farið að leggja nútíðarmæli- kvarðann á »Jón Arason«, þá sæi hver heilvita maður skyndilega, að ekki yrði heil brú í honum neinstaðar. Annað mál er það, hvort ekki má ætlast til þess með sanngirni, að skáld vor lagi heldur búninginn, sem þeir klæða hugsanir sína í, eftir því, sem nú tíðk- ast með öllum bókmentaþjóðum, en eftir því sem tíðkaðist fyrir 300 árum, — hvort það með öðrum orðum er alveg boðlegt að ganga af ásettu ráði fram hjá öllum þeim breytingum, sem orðið hafa á forminu síðan. Hvers vegna þá ekki reyna að rita sjónleika eins og Æskylos? |>ó er hitt lakara, hve lítið síra M. J. virðist hafa af Shakspeare lært, úr því hann er ráðinn í því að fara eftir listreglum hans. Ef ætti að fara að gera grein fyrir því, hvernig hann brýtur þær reglur í »Jóni Arasyni«, þá mundi það verða lengri lestur og ó- skemtilegri en svo, að vór getum feng- ið af oss að leggja það á vort ágæta þjóðskáld, að sitja undir honum. — Og um »Kongsemnerne« er það aðsegja í þessu sambandi, að hvorki er sá leikur ritaður í shakspearskum stíl, né heldur á búningurinn á honum neitc skylt við »Jón Arason«. Ekki skal eg bera á móti því, að vel hefði á þvífarið, að í ritdómi Isa- foldar hefði verið gerð frekari grein fyrir meðferð höf. á sögunni, söguleg- um persónum leiksins og tímanum, er þær voru uppi. í tveimur ísafoldar- dálkum verður að sjálfsögðu ekki a 11 sagt, sem segja má um heila bók. En eg skal hreinBkilnislega við það kannast, að þetta er auka-atriði í mín- um augum. Eg les akki sjónleika nú tíðarskálda í því skyni að læra þar mannkynssögu, heldur framar öllu öðru til að virða fyrir mér það ljós, er skáldið varpar yfir manneðlið í þess ýmsu myndum. Og það getur skáld- ið, þó að sögulegar persónur verði hjá honum að alt öðrum mönnum en þær hafa í raun og veru verið. Og til þess að gera ekki of miklar málalengingar út af þessu efni, skaleg slá botninn í með því að mótmæla þeim ummælum síra M. J., að vórsé- um því ekki vaxnir að veita viðtöku listaverkum og verðum ekkí lengi. Jafn-lúalega afsökun hefði eg ekki bú- ist við að sjá frá því skáldi þjóðar- innar, sem margir telja ágætast. Eg minnist þess með þakklæti, að hann hefir allra manna bezt brýnt það fyr- ir mér, að æfinlega og undantekning- arlaust eigi maður að leggja stund á hreina list, þótt ekki sé nema um eitt lítið vísuerindi að ræða. Sama kem- ur þrásinnis fram í þeim dómum, er hann hefir ritað um bækur. »Skáld- skapargyðjan er ein harla fín frú«, segir hann á einum stað (eg hefi ekki orðin fyrir mér, en man þau að minsta kosti hér um bil orðrétt), »og þeir, sem vilja koma sér í mjúkinn hjá henni, verða að þvo sér um hendurnar«. Og nú er síra M. J. farinn að af- saka sig með því, að þjóð vor sé ekki því vaxin að veita listaverkum við- töku — þjóðin, sem ann beztu ljóð- unum hans eins og lífinu í brjóstinu á sér! •Verður það er varir, og svo það er eigi varir«. E. H. Bæjarstjórn Reykiavíkur. Sarnþykt var á fundinum í fyrra dag, að fara fram á við landshöfðingja að tekið væri í fjáraukalagafrv. þ. á. 2500 kr. viðbót til Faxaflóa gufubáts- íds, með því að búast mætti við að þær ferðir legðist niður eila. Fyrir leikvallar-lóðarblettinn frá Stefáni Egilssyni, 4570 ferh.álnir, skyldi greiða 370 kr. Samþykt að bjóða í \ Skildinganes eignina 6500kr. Enn fremur að verja af þ. á. vegafé.sem er 4000kr.alls, 1700 kr. til umbóta á Laugavegi, 1000 kr. til of- aníburðar og umbóta á öðrum stræt- um bæjarins, auk 500 kr. til viðgerðar á Bókhlöðustíg og upphleðslu á lækn- um (afg.), 400 til ofaníburðar á Hafn- arstræti, 250 til viðgerðar á Framnes- veg og 150 til að lengja Hverfisgötu. Samþ. að láta lifa á Laugaljóskeri á nóttum. Uppgjöf eða iækkun á aukaútsvörum og skólagjaldi, smá- brunabótavirðingar. Mannalát. Hér lézt í fyrra dag eftir stutta legu söngkennari við lærða skólann, eand. theol. Steingrímur Hannesson Johnsen, nær hálfsextugur að aldri, f. 10. desbr. 1846. Foreldrar hans voru Hannes Johnsen, kaupmaður hór í bænum, og kona hans Sigríður (f. Hansen). Hann- es var sonur Steingríms biskups Jóns- sonar og frú Valgerðar Jónsdóttur, er áður hafði áttan Hannes biskup Finns- son og við honum þá bræður Jón bæj- arfógeta (í Danmörku), föður Hilmars heit. Finsen landshöfðingja, Ólaf yfir- dómara, föður Vilhjálms heit. Finsen hæstaréttardómara og þeirra bræðra, o. s. frv. — Steingrímur heit. John- sen útskrifaðist frá lærða skólanum 18fifi, tók embættispróf í guðfræði við Khafnarháskóla 1873 og varð söng- kennari hér við latínuskólann 1877, að Pétri GuðjohnBen látnum. Samhliða söngkennaraembættinu gegndi hann skrifstofustörfum framan af, en rak síðan verzlun; var og mörg árin síð- ari skrifstofustjóri alþingis. Lifði ó- kvæntur og barnlaus. Var söngmað- ur með hinum beztu hér og vel að sér f þeirri ment, ljúfmenni og gleðimað- ur, fríður sýnum og gervilegur. Hinn 1. nóv. þ. á. andaðist Isleikur Guðmundsson, bóndi á Sauðhúsvelli undir Eyjafjöllum, 55 ára að aldri, nýtur bóndi og sæmdarmaður. AldamótahátíO Eyrbekkinga. Tíðindaritari blaðs vors á Eyrarbakka ritar oss á nýársdag: Kl. ö í gærkveldi hélt sóknarprestur okkar hátíðlegan kveldsöng að viðhöfð- um hinum nýja hátíðasöng. Einnig var þá suuginn nýr sálmur, er ort hefir Brynjólfur Jónsson fornfræðingur: Heilagur, heilagur, heilagur er Drottinn dýrðargeima og heima. Vór búum hans í höllu, á hann alt bendir lýð, en einna mest af öllu þó aldamóta tíð. Quðs augnablik er öldin, hann öll á tímans völdin; hans dýrðin dásöm er. Drottinn! lof sé þór. fc Aldaima eilífur alvaldur, sem öllu skamtar æfi við lnefi! Þú oss það ákvarðaðir ný aldamót að sjá. Old þessa þökkum glaðir og þúsund gæðin há, og trygð svo treystum þinni að tökum glaðir hinni; sem fyr þú lið oss lór, lof sé, Drottiun þér. Um kl. 11 skreyttu allmargir hús- glugga sína með kertaljósum og ýmis- lega litu pappírsskrauti. Nær miðnætti blós lúðrafólagið lagið Eldgamla ísafold, og þá er kl. var 12 á miðnætti, var hringt kirkjuklukkunum dálitla stund, og skotið 3 fallbyssuskot- um og 6 smáskotum. Því næst var sungið og blásið á lúðrána þetta alda- mótakvæði eftir Br. Jónsson: Stundin mikla stendur yfir stutt, en merk og tignarhá; aðra slíka enginn lifir er nú þessa fær ið sjá. Eins og hverfur augnablikið, er hún raunar fram hjá skjót. ,:, Eu hún þýðir þó svo mikið: ,:, þessa ,:, stund eru aldamót ,:, Oldin, sem oss alið hefir eilífðar í djúp nú hvarf, hana mununa; húu oss gefur helgra menja dýran arf. Framfara hún sáði sæði, sendi not frá margri hlið. ,:, Þökkum fyrir þegin gæði ,:, þökkum ,:, Drottins hjálp og lið ,:. Straumur alda stanzar eigi: strax er byrjuð öld á ný. Hver af oss þó henni deyi hana blessum fyrir því. Framfaranna blóm hún beri, bæti’ og auki notin góð, ,:, farsæla með guðs hjálp geri, ,:, góða ,:, og nýta vora þjóð ,:, Eftir kl. 1 var farið smátt og smátt að slökkva hin mörgu ljós, og þótti hinum mörgu af þorpsbúum, er á horfðu, þetta vera fögur og.hátíðleg miðnætur- stund. Tmislegt utan út heimi. Veitt hafði þingið brezka (í Lund- únum) alls 1300 milj. krónur til hern- aðar í Suður-Afríku fyrir þinglok í sumar. En nú ætlaði stjórnin að biðja um 1800 milj. kr. í viðbót, er þing kæmi saman aftur í þ. mán. þetta er til að ganga milli bols og höfuðs á fúliðaðri bændaþjóð, sem hafði á ab skipa mest 40,000 vígra manna; en Bretar ekki komist af með minna í móti en nær 250,000. Ekki er frægðln smá! Rúm 46 þús. telur hermálaráðherra Breta (í nóvbr.) manntjón þeirra Búaófriðinum þá orðið. Fallið höfðu 557 fyrirliðar en 10,353 undirforingjar og óbreyttir liðsmenn. En 1422 fyr- irliðar og 33,077 undirforingjar og ó- breyttir liðsmenn heimkomnir aftur ó- vígir og bæklaðir. Við tölu þessa bætist sem sjúkir hermenn og sárir sem enn eru syðra, ókomnir heim. Fróðlegt er að veita því eftirtekt, að sumpart er nú talið og áreiðanlegt að liðsafli Búa hafi aldrei farið fram úr 40,000 alls. |>etta er því sama Bem þeir hefðu haft einn mann undir hver af fjandmannaliðinu, og þó betur. Skipaskurðinn fyrirhugaða milli Eystrasalts og Svartahafs, yfir þvert og endilangt Rússland, var tekið til við í vor sem leið. Hann verður um 1000 mílur enskar eða hér um bil 214 mílur danskar, 217 fet á breidd og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.