Ísafold - 05.01.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.01.1901, Blaðsíða 2
setja tryggingarákvæði um réttindi leiguliða og laudslýðsins í heild sinni gagnvart jarðeigendum. Með þessu hefi eg viljað benda i fám orðum á galla þá, sem því fylgja, að einstakir menn hafi óskert ejgnar- ráð yfir jörðum, eins og nú á sér stað, og sýna fram á, að það er öldungis ekki sjálfsagt, að þjóðjarðir, sem seldar eru, verði vel setnar eða haldist lengi í sjálfs ábúð, og þá er þjóðjatðasalan ekki heldur óyggjandi ráð til að reisa við landbúnaðinn. Hins vegar liggja í augum uppi ýmsir verulegir annmarkar á því, að selja þjóðjarðir áþann hátt, sem hingað til hefir tíðkast, enda má nærri geta, hvort meiri hluti þingsins hefði snúist á móti þjóðjarðasölunni, ef ekki væri rnargt athugavert við hana, svo mjög sem það getur stutt menn til þingmensku, að útvega stórbokkum innanhéraðs þjóðjarðir með góðu verði. En hér er um almenuingseignir að ræða, sem bein skylda þingsins er að farga ekki landssjóði í skaða, og að selja eina slíka jörð við of lágu verði er ekki annað en »bitlingur« til þess einstaka manns, sem jörðinafær keypta. |>að getur verið, að slíkur bitlingur komi stundum ekki ótnaklega niður, en vanséð er það og viðsjárvert, að fara þá verðlaunaleið. Margir kunna að halda, að varla só hætt við að jarðir sé ekki metnar hæfilega til verðs, þegar umboðsmenn og sýslu- nefndir segi fyrst álit sitt um það, og sfðan setji þingið þjóðjarðasölunefndir, sem sitji »með sveittan skallannt lang- ar stund;r yfir að dæma um hverja jörð, sem föluðsé. En reynslan hefir sýnt, að allur þessi undirbúningur er ó- nógur.og að sumar þjóðjarðir hafamarg- faldast að verði skömmu eftir söluna, án þess að það sé jarðabótum eigend- anna að þakka, og sýnir það, að þeir sem um verðið dæmdu, hafa annað- hvort ekki þekt jörðina til hlítar, eða ekki viljað meta hana hærra, þótt hún reyndist meira verð. Umboðs- menn ættu reyndar bezt að þekkja jarðirnar í umboði sínu; en þó getur ýmislegt borið til þess, aó ekki þyki farandi eftir áliti þeirra; ýmist eru þeir grunaðir Uöa að vera mótfallnir þjóðjarðasölu sjálfdln sér í hag, eða að usla með sölu einstakra jarða af vild og vináttu við ábúendur þeirra. — Sýslunefnd þekkir varla nákvæmlega allar þjóðjarðir í sýslunni, og nefnd- armaðurinn úr þeim hreppi, sem í hlut á, getur oft og einatt ekki talist ó- hlutdrægur. þingmenn skortir bæði tíma og þekkingu til að komast að réttri niðurstöðu um vorðið; og þótt svo væri, að einhver í þjóðjarðasölu- nefndinni væri gagnkunnugur einni jörð eða fleirum, sem falaðar væri, þá gæti verið nóg freisting fyrir hann að gera sér lítið far um að þoka upp verðinu, ef í hlut ætti einhver góð- kunningi hans, sem ef til vill gæti ráðið miklu um kosningu hans fram- vegis. |>að getur því jafnvel verið skoðunarmál, hvort tilvinnandi sé að hafa allan þennan undirbúning, og hvort ekki mundi réttast, að fara ein- göngu eftir afgjaldi jarðarinnar, sem seld er, þótt það sé vitanlega mikils til of lágt oft og tíðum. Edu fremur er þess að gæta, að það eru vanalega beztu jarðirnar.semfalaðar eru til kaups, hlunninda- og kosta- jarðir, en landssjóður situr eftir með kot og kostarýrar jarðir, sem engin líkindi eru til að verði keyptar að neinum mun af ábúendunum; svo að því fer mjög fjarri, að landssjóður losni við allan umboðskostnaðinn með þvf að selja þjóðjarðir á þann hátt, sem tíðkast hefir, eins og sumir hafa haldið fram og talið þjóðjarðasölunni til gildis. Til þess uð þjóðjarðasalan styðji verulega að fjölgun sjálfseignar-bænda, þyrfti að setja það skilyrði við hverja þjóðjörð, söm seld væri, að ef IMn gengi úr sjálfseignar-ábúð, skyldi lands- sjóður eiga forkaupsrétt til hennar með sama verði og hann hefði selt hana, eða þeim mun hærra, sem hún hefði bótum tekið að óvilhallra manna mati. þ>að gæti jafnvel verið umtals- mál, að áskilja landssjóði slíkan for- kaupsrétt til hverrar þeirrar jarðar, er hann seldí, ef hún gengi aftur kaupum og sölum, til að koma í veg fyrir, að þjóðjarðalandsetar noti sér stöðu sína til að hafa landssjóð fyrir féþúfu, með því að kaupa jarðir sínar að nafninu til, ef þær fást með góðu verði, en farga þeim jafnharðan aftur og láta ef til vill landsajóð kosta sig til Ameríku, með því er þeir græða á kaupum og sölu almenhingseignar, eins og þeir, sem keyptu nýlega Litlu- Breiðuvík í Reyðarfirði fyrir 1600 kr., en seldu hana aftnr fyrir nokkur þús- und kr. og fóru síðan til Vesturheims. Ef næsta alþingi tekur upp aftur þjóðjarðasölu, væri óskandi, að það trygði sjálfs-ábúðina og gætti þarhins rétta meðalhófs, og gerði sér um leið far um að tryggja rétt leiguliða, því að þeir hljóta alt af margir að vera, og þeirra verst eru farnir landsetar á- gengra einstaklinga, en bezt þjóðjarða- landsetar. Virðist það því nokkuð vafasöm þjóðhoJiusta, að halda fram skilyrðislausri þjóðjarðasölu; en víst er hún harla auðfengin. J. J. Nítjánda öldin. Síðari kafli. En eru menn nú lfka orðnir guð- hræddari, betur kristnir? Benda má á ýms merki guðsóttans, sem sjá mátti á fyrri tímum, en lítið ber á nú. En munum jafnframt eftir hinum al- kunnu orðum: sá, sem ekki elskar bróður sinn, sem hannhefir séð, hvern- ig getur hann elskað guð, sem hann hefir ekki séð? Af þeim orðum verð- um vér þá ályktun að draga, hvort sem hin ytri merki guðsóttans eru með eða móti: f>ví eigingjarnari, sem menn eru á hverju tímabili sem er, því minui er guðsóttinn í anda og sannleika. Býnir ekki kirkjulífið það líka, að trúarlífið hafi þróast og dafnað á hinni liðnu öld? Hvernig var kirkjulífinu farið um árið 1800? Kirkjurnar voru ver sótt- ar og kirkjan og þjónar hennar sættu meiri fyrirlitning en nokkuru sinni áður. f>að var skynsemistrúnni að kenna, segja menn. En það var alls ekki henni einni að kenna. Rétttrúnaðar- kenningar seytjándu aldarinnar og píetismus átjándu aldarinnar áttu eins mikinn þátt í því. Að einstökum af- bragðsmönnum undanakildum lágu báðar þær kirkjulegu stefnur í eigin- girnis-fjötrum sinnar aldar. Og jafn- framc voru þær reyrðar inn í úrelta guðfræði. f>ess vegna var kalt í kirkj- unni, ískalt og leiðinlegt. Hve hrak- lega var ástatt, sjá menn bezt á því, að ekki varð hjá því komist að beita gapastokk og fangelsisvist til þess að neyða menn til að sækja kirkju og fara til altarís. þegar hætt var að beita þeim ráðum, þá hætti fólkið að koma. Um tvær aldir hafði kirkjunni stöð- ugt verið að hnígna, þangað til eng- inn vildi sinna henni lengur. Svo kom nýja öldin. Á henni varð sú raunin á, að kirkjurnar, sem tóm- 6 ar höfðu verið, fyltust af nýju. í Noregi hafa kirkjur víst aldrei verið jafn-vel sóttar eins og á sjöunda áratug aldarinnar. Undir aldarlokin hefir rauDar verið um haignun að ræða. En fjarri fer því, að svo sé hvarvetna. I Danmörk til dæmis að taka, sem er eitt af fremstu menningarlöndunum, er sem stendur svo mikil aðsókn að kirkjunum, að hún hefir naumast nokkuru sinni verið jafn-mikil. Aftur- förin er ekki heldur neinstaðar svo mikii, að hún verði borin saman við afturförina á öldinni á undan. Oldin, sem nú er nýliðin, hefir því verið blómgunartími fyrir kirkjuna. Hvernig stendur á þessari blómgun? Hvað var það, sem fylti aftur tómar kirkjurnar? Hin forna kristna trú var aftur boðuð á prédikunarstólunum, svara menn. Og það er auðvitað rétt. En hin forna kristna trú kom ekki aftur með fangelsi og gapastokk. f>ví fór svo fjarri, að nún kom með trúar- bragðarfrelsi. Samt fylti hún kirkj- una. Hvernig gat því vikið við? Hvernig mátti hin forna kristna trú Ieggjast undir höfuð á nítjándu öld- inni að beita þeim ráðum sér til stuðnings, sem hún hafði ekki getað án verið á seytjándu öldinni? það stsndur svo á því, að hún kom ekki í sínum gamla guðfræðisbúningi, og hún kom ekki heldur f hinum þröngva eig- ingirnisstakk fyrri tíma. Við hvort- tveggja hafði hún losnað að talsverð- um mun. Og henni tókst æ betur og betur að losna við hvorttveggja. Með hverjum áratug aldarínnar gliðnaði sundur meira og meira af hinu gatnla, þunglamalega kenningakerfi guðfræð- ínnar; sumpart ollu því vísindin, sum- part hinar mörgu stefnur, er mynduð- ust innan kirkjunnar. Á þann hátt losnaði trúin úr þeim reifum, er hún hafði verið vafin í, og öðlaðist meira af einfaldleik nýja testamentisins. Og söfnuðurinn aðhyltist hinn ein- falda fagnaðarboðskap. KeDninga- kerfi guðfræðinnar rekur menn út úr kirkjunni. Einfaldur fagnaðarboðskap- ur dregur menn inn í hana aftur. Jafnframt varð og líknarstarfsemi kirkjunnar stöðugt meiri og meiri. Kirkjan fór æ betur og betur að gæta skyldu sinnar við hin mörgu stjúp- börn mannfélagsins, skyldu, sem hún hafði svo lengi vanrækt. Auðvitað var það fremur öllu öðru sá andi, er fylti kirkjuna sjálfa, sem vafði hana úr reifunum, sleit af henni böndin. En því verður ekki neitað og því má ekki heldur ueita, að menn- ingarþroskun aldarinnar átti sinn þátt í að leysa hana úr læðingi. þar er um áhrif að ræða frá báðum hlið- um. Kirkjan hefir verkað frjóvandi á menningu aldarinnar. En menning aldarinnar hefir líka verkað frjóvandi á kirkjuna. |>rátt fyrir alla þá tor- trygni, alla þá óvild, sem þær bera hvor til annarar, kirkjan og menn- ingin, og þrátt fyrir allar þær deilur, sem þeim fara á milli, þá hafa þó framfarir þeirra haldist í hendur á hinni liðnu öld. Réttast væri fyrir þær báðar að kannast við þetta og þakka hvor annari fyrir það, sem þær hafa gott af hinni þegið. Á allan hátt færi betur á því en að þær eigi í illdeildum. (Ágrip af grein úr »For Kirke og Kul- tur« eftir Thv. Klaveness). „Jón Arason“. Höf. sjónleiksins »Jón Arason« hefir reiðst dómi blaðs vors um hann í 63. tbl. fyrra árs, svo sem engum því skáldi kunnugum mun koma á óvart; og veldur því venjnleg góðvild vor í hans garð og virðing fyrir skáldment hans — ljóðlistinni —, að vér leyfum honum að »úthella hjarta sínu« um það mál hér í blaðinu: Herra ritstjóri! — er það ekki forn- vin minn og collega Einar Hjörleifs- son? Já, það stendur heima, og í bróðerni og með sama velvildarhug, sem ekkert hefði í skorist, vil eg biðja þig að ljá kvittun minni fyrir ritdóm þinn yfir »Jóni Arasyni« rúm íísafold. Að fárast um dóm þinn, þó mér þyki hann lélegur í minn garð og ein- faldlega saminn, vil eg ekki: nóg er hafið að reka í, Jón Arason nýfæddur, nýja öldin enn á æskuskeiði, og eg maður gamall. Leiðréttingin má vel bíða betra tækifæris, enda efast eg um hvor okkar er meiri dramaturg — að m. k. er eg eldri en þú. Eitt sem þú færir mór til foráttu er setningin, sem lögð er í munn séra Birni, orðin: »guðs og vorra óvinum*. í handriti mínu stóð: »guðs — og vorra óvinum« (strikið fallið úr). Setninguna hafði eg þannig beyglaða af ásettu ráði, og ætla eg hún megi vel skiljast — þó »bandið« (hyphen) vanti. Svo vil eg spyrja: því vísaðir þú ekki til dóms dr. Brandesar, sem þú áður hafðir um getið, úr því þú ekki þykist alveg vísb í þinni sök, hvort mér sé varnað þess að geta satnið sjónleik, eða ekki? Eg skal nú leyfa mér að tilfæra fáein ummæli hins nefnda ritsnillings, sem standa í bréfi frá honum til mín, rituðu eftir að hann hafði lesið leikinn í danskri þýðingu eftir sjálfan mig: »Eg hefi lesið leik yðar og það nákvæmlega, því bann interesseraði mig frá upp- hafi til enda. þó mun pýðingunni án efa ábótavant, og mun leikurinn vera töluvert sléttari og snjallari á frum- málinu. Höfuðpersónurnar eru dável dramatíseraðar.-------Leikurinn betri að efni en formi, og frernur fyrir les. endur en leikendur. Helzti gallinn finst mér sá, að sa ntölin eru ekki ó- víða nokkuð lausleg og margorð. Hin eldri mælska og andríki þykir nú mið- ur heppilegt í sjónleikum, v/g trufl- andi fyrir samspil leikendantaa.------« þessi dómur þótti mér mjög skilj- anlegur, og skal hér taka fram til dá- lítils skilniugsauka þeim.sem lítt þekkja þess konar fræði, að þegar eg samdi leikinn, treysti eg mér hvorki til að stæla né vildi stæla hinar nýju dra- matisku reglur, heldur miðaði eg með- ferð mína við hina dramatisku með- ferð eldri skálda, einkum Shakespeares. Hin nýja, ibsenska, list er fólgin í því, að semja sjónleikana nær eingöngu fyrir leiksviðin og valda listame-nn, sem læra þá og leika; eru þá laikarnir eintóm samtöl og orðaskifti, þar sem ekkert má segja of eða van, og sam- talið (dialógurinn) er látið smám saman spinna og vefa allar einkunnir manna, skapsmuni og g«ðshræringar, og þar á ofart birta (svo sem minst á beri) það af fortíð og nútíð persónanna, sem efni eða örlagabálkurj leikspilsÍDS út heimtir. f>á er vítt orpinn vefur darraðar, hinir fínustu skapsmunavefir, sem hinir flóknustu og grófkendustu. Slíkt skílst bezt á góðum leikhúsum, enda er hér miklu framar um hugvit og hagleikssnild að tala, heldur en um skáldskap. Hin síðari leikspil Ibsens hafa lítið að bjóða hversdags- legum lesendum, en á leikhúsum gjöra þau oft »stormandi lukku« — þó mest geri til tízkunnar töfrandi skrum og hégómadýrð. Eldri leibar lbsens fylgja miklu frjálsari reglum, og hans fræg- asti söguleikur, tKongsemnerne«, er sam- inn alveg í shakespearskum stíl, með eintölum (þó fáum), fjölorðum sam-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.