Ísafold - 19.01.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.01.1901, Blaðsíða 2
sem greiðist með prestsmötu af ]?ing- eyraklaustursumboði (Stj.tíð. 1887 B. bls. 59,3). Veitist frá fardögum 1901, augl. 18. janúar. Umsóknarfrestur til 8. marz. Alþiiigiskosniiigiii i Snæfellsnessýslu Maður, sem kallar sig nSnæfelling#, hefir í 47. tbl. »|>jóðólf8« þ. á. sent ritstjóra þess fréttir af undirbúningn- um undir alþingiskosningarnar í Snæ- fellsnessýslu, og af kjörfundinum, sem haldinn var í Stykkishólmi 22. sept. síðastl. í »kjörfundarfréttum« þessum er sannleikanum svo herfilega misboðið, að lítt er hugsanlegt annað en að manngarmur sá, er kallar sig »Snæ- felhngt, hafi í raun og veru verið per- sónulega ókunnugiir flestu því, er hann ritar um, en verið leiddur í gönur, lent í höndum á eiuhverjum slungnum óþokka, sem hefir haft gaman af, enda þózt sjá sér máske hag við, að láta *Snæfelling« hlaupa með endileysurnar, rangfærslurnar og ósannindin 1 blöðin. Hver þsssi ó- þokki, sem leikið hefir »Snæfellings«- tötrið svona grátt, muni vera, er nátt- úrlega ómögulegt að staðhæfa; en ýmislegt virðist þó benda á, að bæli hans muni ekki vera allfjarri kjör- fundarstað Snæfellinga, og víst er um það, að allmikill vinur sýslumannsins í Snæfellsnessýslu hefir hann hlotið að vera, því að alstaðar þar, sem hann hefir látið »Snæfelling« halla réttu máli, eða draga undan, er tilgangurinn bersýnilega sá, að reyna að gjöra sýslumann, upp á kostnað okkar hinna frambjóðendanna, að stórfrægri hetju með ótakmörkuðu almenningstrausti, en breiða yfir glappaskotin, sem greindan valdsmann hafa hent. Án þess að fara út í frásögu »Snæ- fellings« í heild sinni, sem öll mun vera miklu meini blandin, skal eg sérstaklega sýna honum, aumingja manninum, hvernig hann hefir verið leiddur í gönur, að því er frásögnina um mig snertir. f>ar sem stendur í »Kjörfundarfrétt- um« hans, að eg, eða »fyleifiskar« mín- ir, hafi haft »alla skækla úti« til þess, að eg næði kosningu,‘þá er það hreinn og beinn skáldskapur. Sannleikurinn er sá, að eg hafði engan flokk, enga fylgifiska, hafði ekki einu sinni reynt að afla mér þeirra. þ>egar eg bauð mig fram til þingmennsku um miðjan ágúst, var búið að sópa svo veudilega aaman kjósendum á skjöl þau, er út- búin höfðu verið sýslumanni til handa þegar í vor sem leið, að örfáir kjós- endur í öllum innri og syðri hluta sýslunnar þóttust hafa óbundnar hend- ur. 1 ytri hluta sýslunnar hafði Ein- ar ritstjóri Hjörleifsson aftur sinn flokk; auk þess voru þar og eigi all- fáir, að sögn, er bundnir voru sýslu- manni. |>etta varð alkunnugt síðar, þótt eg vissi það ekki nærri eins og það var, áður en eg bauð mig fram. Tíl þess að afla mér atkvæða gerði eg ekkert annað en það, að gera fram- boð mitt kunnugt. Til atkvæðasmöl- unar gerði eg enga ráðstöfun. Erjáls atkvæði frjálsra, sjálfstæðra kjósenda vildi eg gjarna fá; ella engin. En reynslan sýndi, að allur þorri kjósenda var þá þegar, og líklega löngu áður, rígbundinn. Hins vegar stórfurðar mig á því, að »Snæfellingur« skyldi aldrei reka nefið í skæklana á sýslumanni og fylgifiskum hans; það mátti þó taka eftir minna. |>ar sem »Snæfellingur« hefir látið telja sér trú um, að tengdasonur minn, Haraldur Níelsson, hafi flutt mór þau tíðindi, að Sunnmýlingar vilduekkilítaviðmér og að hann hafi stappað í mig stál- i n u að gefa kost á mér hér, þá get eg frætt hanu á því, að slíkt er ó- sannindi frá rótum. Sannleikurinn er sá, að um mitt sumar fekk eg með skipsferð norðan, um land áskorun frá mikils metnum mönnum í miðhluta Suðurmúlasýslu, áskorun um að koma austur til tals við kjósendur, og töldu þair mér þá kosningu þar vísa. En ástæður mínar leyfðu ekki, að eg tæk- ist slíka ferð á hendur, og kom mér þá til hugar, án þess nokkur stapp- aði í mig stálinu, að bjóða mig hér fram, jafnvel þótt eg vissi, að jafn- mikílsvirt persóna sem sýslumaður Snæfellinga væri á boðstólum. Að eg hafi átt að gera samband við »ísafold« og xeðritstjóra hennar E. H. — þótt það aldrei hefði verið nema verðugt og mér til sóma gagnvart öðru eins þingmannsefni og eg álít L. Bj. vera — er enn fremur til- hæfulaus ósannindi. Hin nýja útgáfa af »Helgafellsslagn- um« svo nefnda, sem »Snæfellingur« hefir verið látinn hlaupa með, er svo einkennilega afbökuð ogósönn, að það er ekki nema alls einn maður í allri Snæfellsnessýslu, sem eg gæti trúað til að hafa staðið fyrir þeirri útgáfu. f>að, sem staðið hafði á sín- um tíma í «f>jóðviljanum« þar að lút- andi, var fullkomlega rétt hermt, það sem það náði, og það eins fyrir því, þó e g kæmi ekki sögunni í blaðið. »Snæfellingur«, eða sá, er spýtt hefir í hann, hyggja víst, að það muui verða eitthvert óskaplegt rothögg á mig, er þeir kalla »|>jóðviljann« uppáhaldsblaö mitt að fornu og nýu. Og sei-sei-nei. Eg tek þeim það ekkert illa upp, þótt eg hins vegar viti ekki til, að eg hafi tjáð þessum myrkraverum frá því, hver væru mest uppáhaldsblöð mín. En eitt er víst, að margt er smellið, margt rétt og vel sagt í »f>jóðviljan- um«, og ætti »Snæfellingur« & Oo. að kunna að meta það, eins og eg. En svo að eg víki aftur að sögunní frá Helgafelli, þá eru aðalatriði hennar rótt sögð þannig: f>egar eg, sunnu- daginn 19. ágúst, var að messugjörð að Helgafelli, kom yfirvald Snæfell- inga inn í kirkjuna og dvaldi þar inni stundarkorn, áu þess að láta nokkuð á sér bera; það má hann eiga. Hafði hann riðið á eftir mér úr Stykkis- hólmi. Að me8sugjörð lokinni gekk eg að vanda til stofu hjá Helgafells- bónda, og ýmsir sóknarbændur, þar á meðal hreppstjóri. Inuan lítillar stundar kom yfirvaldið einnig þangað inn, og sátum vér þar allir fyrst í mesta bróðerni. Birti þá hreppstjóri kjörfundarboð að yfirvaldsskipan; síð- an lýsti eg, þar sem eg sat í sæti mínu, framboði mínu með örfáum og hógværum orðum, er ekki gátu stygt nokkurn mann, og tók það fram um leið, að eg byggist ekki við neinu svari frá viðstöddum kjósendum í það sinni, og jafnvel ekki fyr en á kjördegi. En er eg hafði lokið rnáli mínu, spratt yfirvaldið — mér og eg hygg ollum viðstöddum til mikill- ar undrunar — upp úr sæti sínu með óbrúlegum reigingi, kvað sér undarlegt þykja, að eg skyldi fara að bjóða mig fram móti sér, og skildist mér enda á honum, að því er skilið varð af málæði hans, að hann teldi slíkt svik við sig, svo sem eg hefði lofað honum að bjóða mig ekki fram. \ Enn frem- ur kvað hann hverjum manni með siðferðíslegri tílfinningu mega verá það Jjóst, aðframboð mitt væriekkitil annars stílað, en koma mönnum til að s v í k j a 1 o f o r ð s í n, o. s. frv. Auðvitað þekti eg ekki greint yfirvald áður að neinni sérlegri stillingu; en þó komu mér þessar heimskulegu undirtektir hans undir framboð mitt svo óvart, að mér rann í skap, og varð þá svo stórorður, að eg sagði að mér virtist óþarfi fyrir sýslumann (ekki almenning!), »að setja upp á sig hundshaus*, þó annar maður byði sig fram; mundi eg ekki spyrja hann um leyfi, enda teldi mig jafnsnjalt þing- mannsefni honum. Meðan á orðaskiftunum stóð milli okkar sýslumanns sagði einn sókn- arbóndi, að framboð mitt kæmi of seint, og get eg fullvissað »Snæfelling« um það, að í þessari athugasemd bónda lá að eins það, að hefði eg boðið mig fyr fram, mundi hann og fleiri hafa haft ráð á að veita mér fylgi; nú væri það orðið of seint. Aðrar voru eigi undirtektir Helgfell- inga. En svo lauk viðskiftum okkar Lárusar sýslumanns, að honum þótti ráð að snúa sér undan birtunni, og staulaðist síðan út. Af þessu, sem nú er sagt, er auð- ráðið, að það var ekki eg, heldur yfi- irvald Snæfellinga, sem hljóp á sig með þvi að þjóta þannig upp á nef sér að ástæðulausu, og koma því upp, að hann hefði tekið loforð af kjósend- ura að gefa sér atkvæði; og kemur það illa heim við lýtingu »Snæfellings« á því, hversu áskoranirnar hafi runnið ört inn til hans að fyrra bragði, og ekki kemur það betur heim við hitt, að enginn smalinn hafi verið útsend- ur. Að áskoranaskjöl þessi hefðu ver- ið stíluð sem bein loforð um að kjósa L. Bj. og engan annan, hafði eg ekki minsta grun um fyr en yfirvaldið sjálft gaf það ótvíræðlega í skyn á Helga felli, eius og áður er á vikið. Auðvit- að mun sýslum. hafa þegar á eftir fundið, að hann hafði hlaupið á sig með því að fara að tala um Loforð sér til handa, og þess vegna hefir hon- um komið vel tilraun «Snæfellings«, að breiða yfir glappaskotið. En trúað get eg »Snæfelling« fyrir því, að engin ný- lunda er það, þótt sýslum. L. Bj. hlaupi á sig, og það stundum talsvert alvar- legar en í þetta skiftið. Gæti eg fært »Snæfellingi« sæmileg rök fyrir því, ef hann vildi. |>á kemur »Snæfellingur« að kjör- fundinum í Sth. 22. sept. Frásögn hans um þann fund er að eins örfáar línur. J>að hefir ekki þótt, eins og á stóð, gjörlegt, að fara langt út í það mál, enda hafði þegar áður birst í »ísafold» all-ítarleg og sannorð grein um þann kjörfund; en þessi stutta skýrsla »Snæfellings« er ónákvæm, vil- höll og ósönn. það er ekki t. d. minst með einu orði á hina frægu(!) ræðu sýslumannsins, er hann í embættis- nafni setti kjörfundinn, ræðu sem eg bjóst ekki við að heyra af vörum nokkurs embættismanns í þeim spor- um, enda hafði eg orð á því þegar á eftir við meðkjörstjóra minn, Sæm. kaupm. Halldórsson, hversu mér hefði þótt sú ræða lituð og tendentiös. þau orð man eg að eg hafði um þessa ræðu. |>ar sem »Snæfellingur« er lát- inn skýra frá því, er talað var á kjör- fundinum, þá er það alt á sömu bók- ina lært. Ósatt mál er það t. d., að eg hafi ekki nefnt annað en 61. gr. stjórnarskrárinnar, er eg taldi skilyrð- in fyrir samkomulagi við mótstöðu- flokkinn af minni hálfu, ef til kæmi; lagði eg einmitt fult eins mikla á- herzlu á ýms önnur atriði. Að eg hafi verið fullkomlega sammála F. H. ritstjóra í því, að bráð þörf væri á breyttu bankafyrirkomulagi á grund- velli þess frumvarps, er síðasta alþingi hafði með höndum um það efni, er dagsatt, og eins hitt, að eg hafi verið honum öldungis samdóma um ritsíma- málið. Skoðun mín á þessum málum er hin sama og hún var á síðasta al- þingi. þetta, um bankamálið og rit- símamálið, er hið alls eina, sem »Snæ- fellingí* befir lánast að herma rétt um mig. Loks klykkir »8næfellingur« út með því, að láta koma sér til að vera svo hlægilega vilhallur sýslumanni, að viija ekki lofa mér að eiga í friði þessi 9 atkvæði, sem eg fekk á kjördegi. Nei, átta atkvæðin fekk eg, að dómi félag- anna, »af alveg sérstökum ástæðum«; eitt að eins hefir þá eftír því verið nokkurn veginn vel undir komið! Minna dugði ekki til að gera lýðum ljóst, hve ógnarlélegt álit og traust Snæfellingar og þá eigi sízt mínir eig- in sóknarmenn hefðu á mér. Ekki mun mega geta þess til, að þessir níu kjóseudur, er greiddu mér atkvæði, hafi verið hér nm bil þeir einu kjósendur á Skógarströnd, í Helga- fellssveit og Stykkishólmshreppi, er ekki voru bundnir goðinu »8næfell- ingsins« löngu áður, og hafi því þessir níu haft algjörlega frjálsar hendur á kjördegi? Og ekki mun heldur mega geta þess til, að einhverjir hinna 116 kjós»nda sýslumanns — máske einir 8 eða fleiri! — hafi kosið hann »af al- veg sérstökum ástæðum«? Hér að framan hef eg að eins stutt- lega drepið á hina ófiralegu tilraun »Snæfellings« til að blanda tengdasyni mínum, Har. N., inn í kosningafréttir þeirra, enda tel eg óþarfa að eyða orð- um að slíku, því að allir heiðvirðir menn muuu finna, hve argur tudda- skapur það er, að geta ómögulega lát- ið í friði mann, sem hefir ekki að einu né neinu blandað sér í mál það, er hér ræðir nm. Vona eg nú, að eg hafi sýnt »Snæ- fellingi« fram á, hve neyðarlega hann hefir verið leiddur í gönur, og væri honum vorkunnarlaust úr þessu, að forðast slíkan óþokka, sem hann í þetta sinn hefir komist í hendurnar á. Stykkishólmi, 7. des. 1900. Sigurður Gunnarsson. Manntjónið á Arnarfirði 20. sept. Við þessa grein í nóvemberblaði ísa- foldar leyfi eg mér að gjöra þá aths., að á undan manntjóninu voru hér um bil 90 manna í dalnum (SelárdaÍ), ekki 50 —60, og að 11, en ekki 5 fullorðn- ir karlmenn lifðu eftir. Ennfremur, að lausamaður Jón frá Feigsdal var ekki Jónsson, heldur Jensson. Að öðru leyti er skýrslan rétt og nákvæm. (Skýrsl- an var frá þ]óðkunnum merkismanni, er ferðast hafði um sveitina skömmu eftir að slysið varð. — Bitstj.) Slys þetta hefir vakið almenna hlut- deild hér vestra, og ýmsir góðir menn gengist fyrir samskotum handa ekkj- um og börnum hinna druknuðu manna, og mun árangurinn mikill verða á sín- um tíma og hans að líkindum nákvæm- ar getið síðar í blaði þessu, þess eru engin dæmi, að bátar hafi farist úr Sel- árdal síðan Páll prófastur Bjarnarson var þar prestur 1645—1706. Hann misti 2 skreiðarskip á heimferð úr Kópavík vorið 1705, en haustið eftir bát með 3 mönnum; hafa þar farist húskarlar hans og landsetar; en þó er þess ekki getið, að dalurinn hafi lagst í eyði, eins og nú*- lítur út fyrir að verði að miklu leyti, því að flestar ekkjurnar hljóta að hætta búskap, af því að ekki hefir tekist að fá þeim fyrirvinnu, og hinum, sem jarðnæði hafa eða eru sjálfum sér ráðandi, þyk- ir ráðlegast að hypja sig nú burt,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.