Ísafold - 19.01.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.01.1901, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin vift áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík laugardaginn 19. janúar. 1901. 4. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er nlveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. TCernur ut ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). XXVIII. árg. I. 0. 0. F. 82l258‘/a. I._____________ Forngripasafnid opið mvd. og ld. 11 —12 Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12 — 2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd og Id. til ntlána. Okeypis lækning á spitalanmn á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. iivers mánaðar kl. 11 — 1. Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki. 11—2. Rankastjórn við kl. 12—1. Presturinn- Fresturinn er eini boðskapurinn, sem afturhaldaliðið beíir að flytja. Hið eina, sem mönnum hugkvæmist í þeim hópi, er að bíða, — slá því á frest, sem 088 liggur lífið á að gert sé. Allar þjóðir, nema vér íslendingar, róa lífróður, ganga með lífið í lúkun- um af ótta við það, að aðrir fari fram úr þeim t binu og öðru, sem sízt skyldi. Með því einu móti, að neyta allra krafta í framsóknarbaráttunni, þykjast þær geta hnignuninni varist, þeirri hnignun, sem óhjákvæmilega leiðir af því, að dragast aftur'úr. En vér eigum að láta oss fara fram með því að slá brýnustu nauðsynja- málum vorum á fresb — eftir þeim boÓ8kap, sem afturhaldsliðið flytur. Svo ólíkt öllum öðrum mannlegum verum er oss farið, eftir því sem spek- ingarnir þeim megin þykjast gera sér í hugarlund. þegar oss loks er boðin stjórnarbót, mikilsverðar umbætur á stjórnarfarinu, þá eigum vér ekki að þiggja hana, heldur bíða eftir einhverju öðru. Með- an vér fengum ekkert annað en a£- svar, máttum vér ekki láta kröfunum linna. En þegar farið er að bjóða oss ákveðin og góð boð, þá eigum vér ekkert annað að gera en leggja málið á hilluna um óákveðinn tíma. þetta kannast þeir við, afturhalds- kapparnir, þegar þeir fá ekki undan því komÍ3t. þjóðólfsmaðurinn kannað- istvið það á kjörfundi Árnesinga, »eft- ir nokkurn vafningn. Alt af öðru hvoru má lesa þetta út úr málgagni hans. Öll ummæli þeirra afturhalds- manna, er kosningu hafa náð, benda i sömu áttina. Rausið um alinnienda stjórn, sem vér getum fengið, veit hvert mannsbarn á landinu, að er eb k- ert annað en hégómi. Hver trúir því, að H. f>., Tr. G. og L. H. Bj. muni útvega 088 alinnlenda stjórn? því trúir vitanlega enginn maður — ekki einu sinni allra einföldustu Húnvetn- ingarnir, þeir er kjósa Vídalíns-liða á þing í því skyni, að Vídalín skuli ekki verða ráðgjafi, og skrifa í þjóðólf. Fresturinn einn vakit fyrir þeim, þetta, að tefja svo lengi, sem unt er fyrir breytingum á stjórnarfarinu. Alveg eins er því háttað, sem aft- urhaldsliðið leggur til annarra nauð- synjamála vorra. Hvernig taka þeir mepin í bankamálið? þjóðin kemst ekkert áfram fyrir peningaleysi. Svo býðst henni öflug peningaatofnun. En vér megum ekki fyrir nokkurn mun þigsja hana. þegar ekki er reynt beinlínis að telja oss trú um, að vér séum þeir skrælingjar, að peningar séu voði fyrir oss, þá er því haldið að oss, að vér verðum að bíða eftir ein- hverjum nýjum bappakjörum, slá þvf áfrest, að afla þjóðinni peninga, þang- að til vér getum sjálfir stofnað banka með öllum þeim miljónum, sem oss vanhagar um. Auðvitað fara þeir nærn um það, hvað úr slíku muni verða. þeir koma að eins orðum að einu hugsjóninni, sem fyrir þeim vak- ir, á þennan hátt, — þeirri hugsjón, að draga nauðsynjamál þjóðar vorrar á langinn. |>að er eins og vér eigum að bæta úr peningaþörfinni tilfinnan- legu með því að hafnaeinu peníngun- um, sem oss bjóðast. Eða þá þriðja stórmálið, ritsíminn. þegar vór fórum loksins að geta gert 08s vonir um, að^bætt yrði úr einangr- un þjóðar vorrar með ritsímasambandi við önnur lönd og milli sveitanna hér á landi — auðvitað með því skilyrði, að vér leggjum sjálfir fram hæfilega mikið til þeirra stórkostlegu umbóta — ,þá vill afturhaldsliðið kenna oss að bæta úr einangruninni með því, að hafna ritsímanum, bíða eftir honum þangað til vér þurfum engu til hans að kosta. Og nokkuð af landsmönnum lætur fleka8t af þessum kenningum um fresc á brýnustu nauðsynjamálum vorum. Og í raun Og veru er það ekkí nema eðlilegt. Eftir allan sveíninn eiga menn örðugt að átta sig á því, að nokkuð geri verulega til, hvort vér vöknum og tökum til starfa einum áratugnum fyr eða síðar. En það gerir oss óumræðilega mik- ið til — ekki að eins hver áratugur inn, sem framförunum er frestað, heldur og hvi-rt árið. Væri unt, að koma fullum og ljósum skilningi á því at- riði inn 1 huga allrar þjóðarinnar, þá létu færri flekast en nú gera. |>á yrði ekki unt að fleka nokkurn heilvita mann 1 þessu efni. f>á afsegði þjóðin með öllu að láta framfarirnar dragast — alveg eins og menn afsegja, að láta borga sér 100 kr. skuld með 25 kr. einum, þegar nóg ráð eru til að ná skuldinni allri. því að framar öllu öðru er frestur framfaranna féfletting á þjóðinni, fó- fletting, sem nemur ógrvnnum fjár. f>að er bæði ilt og broslegt, þegar verið er að rífast út af svo sem 2— 300 kr. »bitling«, en menn sætta sig jafnframt við það að láta hafa af þjóðinni svo nemur tugum og hundr- uðum þúsunda árlega með því að draga framfaramál hennar á langinn. Virðum hú stuttlega fyrir oss eitt af nauðsynjamálum þjóðarinnar að eins — bankamálið — og athugum, hvort á sama muni standa, hvort því verður framgengt einu árinu fyr eða seinna. Mundi Reykjavíkurbúum t. d. eiga að liggja það í litlu rúmi. Fráleitt er of mikið í lagC, þó að ráð sé fyrir því gert, að þilskipum hér fjölgi um 10 fyrsta árið, sem bæjar- búar eiga kost á nægum peningum. f>au veita 200 manna atvinnu; með skylduliði þeirra verður það um 700 tnanna. Fólkið í bænutn mundi þá fjölga um þetta fyrsta árið. Fyrir bragið mundi þurfa að reisa húsnæði handa svo sem 120 fjölskyld- um, og virðist láta nærri, að innlend verkalaun við þá húsagerð mundi nema 100,000 krónum. f>ví yrði sam- fara verðhækkun á bæjarlóðum, sem mundi nema 10—20 þúsund kr. Getur nokkurum heilvita manni staðið á sama, hvort aðrar eins breyt- ingar koma áriuu — að vér ekki nefn- um áratugum — fyr eða síðar. Og þó — þó er alkunnugt, að Reykjavík stendur töluvert betur að vígi með peningahjálp að láui o. s. frv. en önnur kauptún landsins. Hve mega þau þá eigi þrá banka! Svo ónógur sem landsbankinn er og smá- gerður í alla staði, þá hefir hann átt drjúgan þátt í hinum mikla vexti og viðgangi höfuðstaðarins síðasta áratug hinnar nýliðnu aldar. En vitaskuld mundi almennilega öflugur banki hafa útibú víðsvegar um land, í helztu kaup8töðunum. Eða st -.ndur á sama, hvort það er árinu fyr eða síðar, að allur saltfiskur hér við flóann yrði keyptur fyrir pen- inga? Kunnugir menn gizka á, að hagnaðurinn af þeirri breytingu mundi nema um 90,000 kr. um árið. Eða stendur á sama, hvort það er árinu fyr eða síðar, að farið verður að gjalda öllum sjómönnum hér við flóann kaup þeirra i peningum ? Vafalaust yrði J hluti verzlunar innar hér í Reykjavík rekinn fyrir lán, sem fengjust hér á staðnum án miili- göngumanna, ef hér væri komin öflug peningastofnun. Við það mundu spar- ast að minsta kosti 4°/0 af þessum þriðjungi verzlunarinnar, eða 24,000 kr.-á ári. Stendur á sama, hvort sú breyting verður árinu fyr eða árinu síðar ? Lítum vér nú út fyrir Reykjavíkur- nágrennið á landbúnaðinn einan, þá verða jarðabæturnar fyrst fyrir oss. Jarðabótadagsverkin eru nú um 60,000 á ári. f>egar landsmenn eru farnir að eiga kost á peningum, virðist ekkj of mikið 1 lagt, að búast við, að þau muni tvöfaldast — verða 120 þús. á ári. Samkvæmt því, sem reyndur og góður búmaður skýrir frá í ísafold f síðustu viku, ætti ágóðinn af þeirri viðbót að nema 36 þús. kr. Stendur landsmönnnm á sama, hvort sá ágóði kemur árinu fyr eða síðar? Kæmi öflug peningastofnun upp í landinu, má gera ráð fyrir, að víða til sveita mundu verða stofnuð láns- félög. f>eim yrði miklu hægra fyrir, að fá fé að láni en mörgum einstök- um mönnum, og þau lánuðu svo aftur mönnum í sveitinni, sumpart til jarðabóta, sumpart — og engu síður — til þess að auka bústofn á jörðunum, sem víða er svo lítill, að engin von er til, að bændur geti lifað sómasam- lega á þeim fyrir þá sök eina. f>au gætu og veitt mönnum lán til að koma ull sinni í klæðaverksmiðjur, í stað þess að selja hana óunna. Bændur, sem það hafa reynt, segjaat hafa einnar krónu ágóða af hverju ullarpundi. — Ssepnur mundu hækka í verði að miklum mun, bæði fyrir það, að þær verða arðsamari, og jafnframt vegna hins, að fé verður fyrir hendi til þess að kaupa þær. Stendur mönnum á sama, hvort þessi breyting verður árinu fyr eða síðar? Kaupstaðarhús og jarðir á landinu hlytu að hækka í verði, jafnskjótt sem hér væri komin peningastofnun, sem alt af hefði peninga á boðstólum. Ekki virðist fjarri sönnu, að gera ráð fyrir, að sú verðhækkun mundi nema 5°/0. Með öðrum orðum: fasteignir landsmanna mundu hækka í verði um 750,000 kr. f>að mun nú standa á sama, hvort það verður árinu fyr eða síðar ? petta eru ekki nema litlar bending- ar. En þær ættu að uægja til þess, að vekja hjá mönnum nokkura hugsun um það, hve þarfir þeir menu muni vera þjóðinni, sem leggja kapp á það eitt, að fá hana til að fresta nauðsynja- málum sínum. f>að er átakanlegur vottur um hugsunar- og athugaleysi manna, að unt skuli vera að fleka þá til að sinna öðrum eins kenningum — að ekki skuli vera öllum mannlegum kröftum ofvaxið að fá nokkurn hluta þjóðarinnar til þess að berjast hnúum og hnefum gegn jafn-auðsæjum hags- munum sjálfra sín eins og þeim, að hraða af alefli framgangi nauðsynja mála sinna. íraun og veru eruekki ótrúlegri skrök- sögur til í f>jóðsögum vorum og f>ús- und og einni nótt. En það er lfka útlenc máltæki, að sannir viðburðir séu oft skáldskapnum ótrúlegri. Laust brauð. Hof á Skagaströnd í Húnavatns- prófastsdæmi (Hofs og Spákonufel! - sóknir). Metið 967 kr, 01 e.; þar í er fólgið árgjald frá landssjóði, 300 kr.,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.