Ísafold - 19.01.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.01.1901, Blaðsíða 3
15 «Men hvorledes De rokker og dreier* sagði hásetinn við rokkasmiðinn. Vonandi er samt, að þess verði ekki lengi að bíða, að menn lengra að taki hinar lausu jarðir til ábúðar og að þessi einkennilega fagri og venjulega farsæli dalur falli ekki í órækt, niður- níðslu og auðn. Selárdal 12. des. 1900. Lárus Benedikts^on. Kosningarhorfur í Strandasýslu. Skrifað er ísafold úr Strandasýsla í öndverðum þessum mánuði svo sem hér segir : »það er vissulega einróma álit allra, er til þekkja, að vér Strandamenn sé- um einstakir spektarmenn í land- stjórnarmálefnum, sem aldrei látum á oss kræla, nema þá er fáeiuir af oss skreiðast á kjörfund — ef veðrið er þá svo gott, sem oss líkar — til þess að kjósa oss fulltrúa á þing, er hirt geti þingpeningana, svo þeir verði ekki innlyksa í landssjóðnum. Bn vór erum ekki neitt að brjóta heilann um það, hvern vér eigum að kjósa, eða róttara sagt, hvaða flokk vér viljum að þingmaður vor fylli, hvort hann sé valtýskur, vídalínskur eða eitthvað annað, og það er því lang-umsvifa- minst, að kjósa þann sama og áður, og það mun hafa verið ætlun flestra í haust, að hann mundi sjálfsagt verða kosinn, enda ekki líkur til að neinn annar mundi gefa kost á sór til þingfarar. Bn svo þegar kjörfundurinn fórst fyrir og vér vorum orðnir einir eftir með að kjósa þingmann, þá fór stöku manni að detta í hug, að eigi væri ó- hugsandi, að einhverjir aðrir kynnu að gefa hór kost á sér, og einhverjir munu hafa látið það í ljósi, að eigi væri víst, að þeir kysu «þann sama«, ef fleíri væru í boði; þó bólaði mjög lítið á áhuga með þetta til né frá. — En rétt fyrir jólin flaug sú saga um alla sýsluna, að Ingimundur nokkur bóndi Magnússon í Snartartungu væri farinn að leita sér kjörfylgis. Og þetta reyndÍ8t satt að vera, þó flestum þætti það ótrúlegt; Ingim. hafði á skömm- um tíma farið um endilangt kjördæm- ið í þeim erindum, að fá menn til að lofa að kjósa sig. Hvað Ingim. hefir orðið ágengt, vit- um vér ei; en litlar líkur teljum vór til þess að hann fái mikið fylgi, þar sem hann er kornungur maður og ó- reyndur og engir munu vita til að gædd- ur só því, sem kallað er þingmanns- hæfileikar En hvað kemur til, að þessi maður skuli finna upp á að bjóða sig fram til þingsetu? þessi maður, sem engum kjósanda mundi að fyrra bragði hafa dottið í hug að benda á sem þing- mannsefni ? J?að er spurning, sem margir vörpuðu fram, er þeir heyrðu þetta. Vér höfum komist fyrir orsökina. það er fyrir uppörvun og áeggjan fyrverandi alþm. Guðjóns Guðlaugs- sonar, að Ingim. hefir ráðist í þetta. Hann taldi Ingimundi trú um, að sjálfur gæfi hann alls ekki kost á sér við næstu kosningar, og eggjaði hann að reyna að ná kosningu. En nútel- ur enginn efa á því, að Guðjón muni v i 1 j a komast á þing, og því virðist þessi aðferð dálítið undarleg. Eu ef kjörfylgisleitun Ingimundar hefði orð- ið til þess, að knýja fram áskoranir á Guðjón um það, að gefa kost á sér til þingfarar, þá fer það að verða skiljanlegra, til hvers refarnir hafa verið skornir; því bæði er nú það, að það er dálítið kitlandi fyrir hégóm- girnina að fá áskorun frá kjósendum, og svo er það trygging fyrir að falla eigi fyrir ö ð r u m, er kynnu að gefa kost á sér, að kjósendur væru búnir að binda atkvæði sitt með áskorunum«. Hrossasalan í Dalafélaginu. Eins og mörgum mun kunnugt, eru hross þau, sem Dalafélagið sendir út, metin til verðs, þegar þau eru tekin hjá eigendunum, og svo er söluver?inu skift milli eigendanna eftir þessu mats- verði, sem ýmist hefir verið hærra eða lægra en söluverðið. En í fyrra hitt- ist svo merkilega á, að hrossin seld- ust nákvæmlega eftir matsverði, og, það sem er enn merkilegra, það verð- ur hið sama upp á teningnum í ár. þetta hefir vakið mikla eftirtekt, og vita menn ekki, hvort frernur beri að dásama vizku Vídalíns eða hrossamats- maunsins, að vera svona smellnir. En fráleitt dylst neinum, að þetta sé nýr og talandi vottur um áreiðanleik og nákvæmni V. & Co. 31/u Fclagsmaður. Hornströndum 27. des. »Iléðan er ekki annað að frétta, ser.i bet- nr fer, en velliðan fólks og gott heilsufar. Heyskapnr ágætur i sumar sem leið og góður fiekafli hefir verið hér i haust, um 100 kr. og upp i 250 kr. í hlut hjá þeim, sem hafa látið fisk sinn inn í verzlanir; en héðan (úr Jökulfjörðum) ganga svo fá skip — 14 bátar og flestir með 5 á. En nú er orðið hér fisklaust, og förum við nú, eftir hátiðar, að færa okkur að Isafjarðar- djúpi; þvi að þar litur út fyrir að aflast muni á kúffisk; við brúkum hann flestall- ir til heitu, Jökulfirðingar*. V eðurathuganir i Reykjavik, eftir aðjunkt Tijörn Jensson. 190 1 Janúar Loftvog Hiti (C) c-t- C4- < a> <5t » O* œ pr 3 p OQ 3 Úrkoma Minstur hiti Ld.12.81759,6 4,7 SSE 2 9 2,0 -1,5 2 758,2 5,3 SSE 1 7 9 754,5 5,7 S 2 6 Sd.13.8 742,1 7,7 ö 2 10 15,2 3,4 2 739,2 7,6 s 2 10 9 740,9 8,1 SSE 2 10 Md.14.8 740,8 6,4 SSE 2 4 4,8 5,6 2 740,0 5,8 S 2 7 9 746,0 4,0 S 1 8 Þd.15. 8 746,7 2,7 S 1 10 2,0 1,9 2 746,4 3,6 ENE 1 9 9 745.0 7,7 S 1 10 Md.16.8 740,8 7,7 SE 2 10 2,7 1,3 2 740,0 7,6 ESE 3 10 9 738,3 6,4 SE 2 10 Fd.17.8 736,3 4,7 S 1 10 8,0 3,9 2 736,9 2,2 SE 1 4 9 737,1 2,7 SW 1 4 Fd.19.8 732,0 2,7 SE 1 9 1,4 0,5 2 733,2 2,7 NNE 2 8 9 739,7 0.6 N 3 4 Skýringar. Fyrsti dálkur vikudagur, mánaðardagur og kl.stund (8 að morgni, 2 og 9 siðdegis). Loftvog talin i milli- metrum. Átt auðkend með alþjúðalegum (þ. e enskum) skammstöfunum; E = East (austur). Veðurhæð merktmeð tölunumO—6, og þýðir þá 0 logn, 1 andvara, 2 stinnings- kælu, Ö hvassviðri, 4stórviðri, 5 ofviðri, 6fár- viðri. Skýmagnstölurnar merkja, hve margir tiundu hlutar himinsins eru skýjum huldir eða dimmir (t. d. 10 = sér hvergi i heið- an himin). Úrkoman talin i miilim. um hvern sólarhring. Minstur hiti sömul. um undan- farinn sóiarhring - sama sem -j-; ekkert merki, ef -(-. Skemtisaga.ii nýja, sem nú er að byrja í ísafold, »í heljar greipum*, er öllu skemtilegri en »Vendetta«, svo mætavel sem mönnum hefir þó líkað hún. Skilvísir kaupend- ur og skuldlausir fá hana sérprentaða á sínumtíma. Hún er töluvert styttri en hin. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Hún samþykti á síðasta fundi (17. þ. m.) þá tillögu formanns, að auka- næturvarzla að vetrinum og aukalög- regluþjónusta að sumrinu verði sam- einuð og laun fyrir hvorttveggja sam- an höfð 600 kr. Jörðina Klepp skyldi byggja ábúandanum (O. E.) áfram næsta fardagaár með sama leigumála, ef hann stæði í skilum með eftirgjald þ. á., þó að undanskildum veiðirétti fyrir landi jarðarinnar. Skildinganes fæst eigi til Kaups fyrir það verð, er til vartekið á fundinum næst á undan. Tveir beiðendur um erfðafestuland skyldu bíða skoðunar á staðnum. Tveimur málaleitunum um vegabætur vísað til veganefndar. Samþyktar fáeinar brunabótavirð- ingar: einioftað hús P. G. Hjaltesteðs úrsmiðs við Laugaveg 3115 kr.; hús Sig. Erlendssonar við Laugaveg 3370 kr.; fiskigeymsluhús Jóhannesar Jó- sefssonar við Elsublett 2310 kr.; smíða hús Sveins Jónssonar við Laug&veg 800 kr. Sjálfsmorð. Maður fyrirfór sér á Akureyri á gamlársdag, Gísli að nafni Benedikts- son ljósmyndari, ungur maður vel að sér ger. Hann steypti sér fram af bæjarbryggjunni í sjóinn. Haldið, að hann muni hafa sett það fyrir sig, að fram var komin í honum holdsveiki. Öndvegistíð mesta hefir verið það sem af er öldinni bæði hér um slóðir og annar- staðar um land, það er til hefir frézt — miklu llkari sumarveðráttu en vetrar að hlýindum, þótt rosasamt hafi verið. Engin klakavera i jörðu hór, enda tún sum hérað kalla al- g r æ n k u ð. Prestskosning fór fram í Hjaltastaðaþinghá nokk- uru fyrír jól, og kusu nær allir, er fund sóttu, rúmir 20, prestaskólakand. Vigfús þórðarson, en voru færri en lög tilskilja og kosning því eigi gild. Maður druknaði, við Eyjafjörð 1. nóv. f. á., Jóh. Jón Vilhelm Möller, unglingspiltur rúm- lega tvítugur, sonur Ola Möllers kaupmanns á Hjalteyri; var að renna sér á skautum á tjörn þar á eyrinni og brotnaði undir honum ísinn. Hundapest segir þjóðv. að gangi í vetur i Ön- undarfirði og Dýrafirði; hundar drep- ist á sumum bæjum, en víðast veikst meíra og minna. Piiturinn, sem úti varð fyrir jólin á Svínaskarði, Elentínus þorleifsson, er nú fundinn — líkið af honum —; það var norðan í skarðinu. Telefónfélagsfundur g var haldinn hér í gærkveldi — , Telefónfél. Evíkur og Hafnarfjarðar. Tekjur í meðallagi árið som leið, hátt á 3. hundr. kr. þráðurinn var lengd- ur á árinu úr Hafnarfirði suður í Flensborg. |>ó varð sá afgangur, að hluthafar fá 5°/0 í ágóða, eins og í fyrra. Stjórn ehdurkosin. Fiutt iivalveiðastöð. Einn norski hvalveiðamaðurinn hér, Bull að nafni, sá er haft hefir mörg ár veiðistöð sína á Hesteyri í Jökul- fjörðum, flytur hana í vor til Aust- fjarða, á Norðfjörð. f>að er vegna þess, að lítið er orðið um hvali vestra, heldur hafa hvalveiðamenn fengið megnið af afla sínum við norðaustur- kjálka landsins, en dýrt að sækja hvalina svo langt, — segir f>jóðv. í heljar greipum* Saga eftir A. Conan Doyle. Fyrsti kapítuli. Menn kunna að furða sig á því, að hafa aldrei séð neitt í blöðunum um ferðalag farþeganna með »Korosko«. Á vorum dögum sinna fréttastofur blaðanna jafnvel hinum lítilfjörlegustu viðburðum, sem eitthvað þykja sögu- legir, og því er eðlilegt, að mönnum þyki það óskiljanlegt, að svona lengi skuli hafa veriðlátið ógetið atburðar, sem jafnmörguin þjóðum hlaut að þykja mikils um vert. Sjálfsagt hafa bæði einstakir menn og stjórnarvöldin haft mjög gildar ástæður til að halda þessu leyndu. Allmargir fengu þó vitneskju um, hvað gerst hafði, þegar það var ný-afstaðið; líka var skýrt frá því á prenti; en menn efuðust yfirleitt um, að sagan væri sönn. Nú kemur sagan í heild sinni fyrir almennings sjónir. Einstök atriði hennar eru tekin úr eiðfestum fram- burð Cochrane Cochranes hersis og úr bréfum frá fröken Adamsí Bosion. Svo hefir hún verið aukin með því, er Archer hersir í egipzka úlfalda her- flokknum bar fyrir leynirétti stjórnar- innar í Kairo. Hr. James Stephens hefir neitað að láta prenta það, er hann hefir af málinu sagt; en frá- sögn hinna hefir verið sýnd honum; hann hefir ekkert lagað né úr felt, og því er ástæða til að ætla, að honum hafi ekki tekist að finna neina veru- lega rangfærslu; og að það hafi því verið af öðrum ástæðum, er snerta hann sjálfan, að hann hefir verið því mót- fallinn, að frásögnin væri prentuð. »Korosko« er flatbotnað hjólskip með mjög ávölum kinnungum, ristir þrjú fet og lagði á stað frá Shellal fyrir of- an neðsta fossinn í Níl 13. febrúar; förinni var heitið til Vady-Halfa. Farþegaskrána hefi eg náð f og set hana hér: Gufuskipið »Korosko« 13. febr. Farþegar: Cochrane Cochrane hersir, Lundúnum Hr. Cecil Brown . . . Lundúnum, John H. Headingly, Boston, U.S.A. Fröken Adams . . Boston, U. S. A. Frk. S. Adams, Worchester, Mass,U.S.A. Hr. Fardet.....................París Hr. og frú Belmont.... Dublin, James Stephens . . . Manchester, John Stuart prestur . . Birmingbam, Frú Shlesinger með barn og barnfóstru............Florens. |>etta ferðafolk fór frá Shellal og ætlaði sér að sigla um þann hlutann af Níl í Núbíu, sem er milli neðsta og næstneðsta fossins. |>etta land, Núbía, á ekki sinn líka. þar sem hún er breiðust, er hún fá- einar rastir beggjamegin við fljótið; þar sem hún er mjóst, er hún ekki nema fáeinir faðmar. Annað heitir sem sé ekki Núbía en landræman, sem rækta má, mjó pálmavaxin mön beggjamegin hius breiða, móleita fljóts. Fyrir vestan þessa ræmu eru Lybíu- öræfi, endalaust flæmi, sem ligg- ur yfir þvera Afríku. Austan við ræm- una eru svipuð öræfi, sem ná alt aust- ur að Eauðahafi. Milli þessara af- armiklu öræfa hlykkjast Núbía eins og grænn sandormur fram með ár- farveginum. Hér og þar verður alls ekkert úr henni, og Níl rennur þar milli svartra, sólbrendra ása, og í gil- unum liggur gulur foksandur, eins og skaflar í dölum. Hvarvetna sjást merki eítir upprætta þjóðflokka og menningu, sem með öllu hefir liðið undir lok. Kynlega bauta- steina ber við loft hér og þar á hæðunum: pýramídar, stórkostlegir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.