Ísafold - 02.02.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.02.1901, Blaðsíða 1
Kemur iit ýuust rinu sinni eða tvisv. í viku. Verfí árg. (SO ark. sninnst) 4 kr., erlsndis ö kr. eða l*/« doll.; korgist fyrir mifijan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Ansturstrœti 8. XXVIII. árg. Reykjavík laugardaginn 2. febrúar. 1901. 7. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr tii óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. I. 0. 0. F. 82288‘/«- I- Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11 — 12 Lanasbókasafn opið livern virkau dag k). 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána Okeypis lækning á spítals num á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1- Ókeypis augulækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i liúsi Jóds Sveins- souar hjá kirkjunni 1. og 3. mánnd. hvers mán. ki. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Aldamót. Tíunda ár 1900. Ritstjóri Friðrik J. Bergmann Aldainót eru með allra-bezta móti í þetta sinn. Fyrst er prédikun eftir síra Friðrik J. Bergmann á kriatnitökuafmælinu 24. júní í sumar er leið. |>ar er með- al annars aðdáanlega vel gerð grein fyrir því, hvílíka andiega baráttu það hafi kostað þjóð vora, með allri vík- ingslundinni og bardagafýsninni, að verða kristin þjóð. Og höf. rekur með ljósum og kjarnmiklum orðum kristnisögu þjóðarinnar þau 900 ár, sem liðin eru, síðan er hún gerðist kristin þjóð. |>á er fyrirlestnr eftir síra Jón Bjarnason: »Mótsagnir«. f>að er á- valt allmerkilegur viðburður í vorum fábreytilegu bókmentam, þegar fyrir- lestur kemur út eftir þann mann. Svo einkennilegur og frumlegur er búningurinn á þessum ritgjörðum hans og svo veigamiklar hugsanir, sem þar koma fram. jóessi fyrirlestur stendur ekki hin- um eldri á baki. Hann er um mót- sagnir í kristindóminum. Mjög skyrt og afdráttarlaust er grein fvrir því gerð, að þær séu mannlegri bugsun ó- viðráðanlegar — einmitt aðalatriði kristindómsins séu óviðráðanlegar mót sagnir. Bins og t. d. sá þáttur, sem vér eigum í því, að verða góðir menn, og sá þáttur, sem guð á í því. »|>að er heimtaður af oss vilji til hins góða«, segir liöf., »og vér getum ekki annað en samsint því, að sú krafa sé í alla staði réttlát. En þó getum yér ekki tekið þann vilja hjá 8jálfum oss. Líka viljinn, slíkur vilji hjá mönnum er guðleg náðargjöf. Nú elskar guð mennina alla. . . . Bn hví fær þá ekki líka hvert einasta mannsbarn frá honum vilja til hins góða? . . . f>etta er og verður æfin- lega hér í lífi ráðgáta, mótsögn, sem ómögulegt er að leysa úr, svo full- nægjandi sé fyrir hugsuninni«. En þessar mótsagnir ryra ekki vit- und sannleiksgildi kristindómsins, seg- ir höf. f>ví að sams konar mótsagnir hafa ávalt orðið fyrir mannsandanum, •þegar hann hefir verið að eiga við hugsunarfræðislega rannsókn á hinu ráðanda lffslögmáli og heimstilverunni yfir höfuð». T. t. rúmiS. Vér getum ekki hugsað oss annað en það hljóti að hafa einhver takmörk. Og samt getum vér ekki hugsað oss það öðru- vísi en óendanlegt. Svipaðar mótsagnir eru í mannlífinu sjálfu. Kærleikurinn er æðstur og sæluríkastur af öllu. Og þó fylgir bonum að jafnaði ónmræðilegur sárs- auki. Fyrir þessum hugsunum er gerð grein með þeirri kraftmiklu mælsku og sumstaSar með þeim viðbrigða-samlík- um, sem einkenna orðfæri síra Jóns Bjarnasonar og gera rit hans yfirleitt svo einkar-huguæm. Síðari hluti fyrirlestursins er um af stöðu kristindómsins til stundlegrar velgengni manna í jarðneskum efnum og er ritaður með sérstakri hliðsjón á ritgjörð, sem í fyrra vetur stóð hér í blaðinu og nefnd var »Kristindómur- inn og tímanleg velgengni«. Höf. telur sig í öllum verulegum atriðum sam- þykkan því, sem í þeirri ritgjörö stend- ur. Og fyrir því atriði, hve lítið kristindómurinn hefir leitt til stund- legrar velgengni í lífi þjóðar vorrar, jafnvel þótt hann eftir eðli sínu eigi að efla bana, gerir hann eftirfarandi grein: »|>ess ber fyrst eg fremst að gæta, að á hinum allra-erfiðustu krossins tíðum gætir framfara-aflsins, sem í kristindóminum felst, oft nálega alls ekki. Bn í stað þess verður kristin- dómurinn mönnum þá aðallega guðlegt þolinmæðisafl til þess að líða. Og þannig var það á íslandi, þegar krist- índómurinn var þar með mestri anda- gift og trúmensku prédikaður — af öðrum eins mönnum og Hallgrlmi Péturssyni og Jóni Vídalín. Bn það að kristindómurinn á sföari tímum, eftir að þjóðin þó miklu fremur en áður gat farið að hugsa um jarðneska viðreisn sína, ekki heldur reyndist neitt verulegt stuðningsafl til slíkra framfara, það stafar vissulega lang- helzt af því, að kirkjan fyrir utan að komandi vantrúaráhrif var hnigin nið- ur á lægra stig, í persónum kenní- manna sinna búin að missa fornan trúarstyrk, og trúar-hugmyndir almenn- ings komnar á sívaxandi ringulreið. Slíkur kristindómur — bilaður, merg- svikinn, feiminn, fálmandi — getur ekki orðið neinu þjóðlífi verulegt fram- fara-afl«. Auk þess telur höf. ríkiskirkjufyrir- komulagið eiga nokkura sök á því, hve magnlítill kristindómurinn hefir orðið til stundlegra framfara. — •Réttlætingin af trúnni« heitir næsta ritgjörðin. Hún er eftir síra Jónas A> Sigurðsson og er algerlega guðfræði- legs efnis. •— |>á kemur afbragðs-góð ritgjörð eft- ir ritstjórann um »hinar nýju biblíu- legu rannsóknir*, sérstaklega út af erindi því um Mósebækurnar eftir síra Jón Helgason, sem prentuð var í síð- asta árg. Bókmentafélagstímaritsins. Höf. neitar þvi þar skýlaust, að ritn- ingin eigi að vera undanþegin sams konar rannsóknum, sem önnur rit verða að sæta, euda sýni reynslan, að af þeim stafi ekki nein hætta fyrir trúarlífið. Rannsóknir þessar haggi ekkert við grundvelli trúarinnar, og kristindómurinn hafi einmitt eflst til stórra muna í veröldinni, síðan er mest fór að kveða að þeim. Auðvitað segir hann, að biblíu-rann- sóknirnar fari alveg með kenninguna um bókstaflegan innblástur ritningar- innar. En sú kenniug hafi aldrei ver- ið álitin trúaratriði, og sé ekkert ann- að en guðfræðileg hugmynd, sem mennirnir hafi búið sér til. Bkkert gerir höf. úr aðalmótbárunni gegn niðurstöðu þessara rannsókna — þeirri mótbáru, að Kristur hafi sjálf- ur vitnað til gamlatestamentisins og þá talað um Móse sem höfund Móse- bókanna, Davíð sem höfund sálmanna o. s. frv. »|>að lá öldungis fyrir utan hans verkahring, að fara að leiðrétta þess háttar. |>að er ein meginregla, sem gengur í gegnum alla guðlega op- inberun frá npphafi til enda. Oss er aldrei opinberað neitt, sem vér með voru mannlega hyggjuviti og skyn- semi getum fengið að vita . . . fægar hann vitnaði til hiuna miklu guðs manna á gamlatestamentis-tíðinni, hefir honum sjálfsagt ekki komið til hugar að koma fram með neinn dóm um það, hverjir væru hinir eiginlegu höfundar eða hvað gamlir væru hinir ýmsu hlutar gamlatestamentisins. Hon- um hefir víst ekki til hugar komið, að koma í veg fyrir nokkura rannsókn trúaðra eða vantrúaðra manna á ó- komnum tímum í þessum efnum. Slíkt væri öldungis ósamrýmanlegt við andann í orðum hans og kenningu«. Að endingu tekur höf. afdráttar- laust í strenginn með síra Jóni Helga- syni gegn þeírri mótbáru, að hann hafi hreyft málinu á óhentugum tírna, og bindur enda á mál sitt með þeim ummælum, að mikils sé um það vert, »að fólk þjóðar vorrar sannfærist um, að íslenzkir prestar og guðfræðingar séu vakandi og starfandi í allar áttir og ekki skilningslitlir í neinu því, sem trúaðir menn eru sístarfandi að kring- nm þá í heiminum*. — Næst er fyrirlestur eftir síra N. Steingrím f>orláksson, sem hann nefn- ir »Steinar«. f>eir, sem lesið hafa »Aldamót« að undanförnu, hafa sjálf- sagt veitt því athygli, hve einkenni- legur sá búningur er, sem þessi höf. klæðir hugsanir sínar í. jpetta er ekki sagt í eindregnu lofs-skyni. Bún- ingurinn hefir að jafnaði verið nokk- uð óþjáll og stirðlegur. Bn einkenni- legur og frumlegur hefir hann ávalt verið. Hann er jafn-frumlegur á þess- um fyrirlestri og nokkuru sinni áður, en sá er munurinn nú, að óþjálleikinn er gersamlega horfinn. |>etta erindi er óskoruð ánægja að lesa. |>að er um steinana, sem fyrir oss verða í lífinu, og orðalagið svo kynlega hnittilegt og smellið, að slíkt hafa ekki aðrir að bjóða en nokkuð tilkomu- miklir rithöfundar. Loks eru ritdómar ritstjórans: »Undir Iinditrjánum*. Rækilegast er þar skrifað um prédikanir síra Jóns Bjarnasonar («Jónsbók hina nýju«), ljóð Stephans G. Stephanssonar »Á ferð og flugi«, Kristnitökurit Björns M. Ólsens og frumsömdu söguna í síðasta ári »Sunnanfara«. En á margt fleira er þar minst. Presthólamálið. Eftir því sem sögur fara af, virðist það mál vera að komast í nýtt og einkennilegt horf. Bftir allar þær illdeilur, sem menn hafa þar átt í við sóknarprest sinn, síra Halldór Bjarnarson, eftir allar þær vammir og skammir, sem þeir hafa borið hormrn á brýn, er nú svo að sjá, sem menn vilji þar engan annan prest. Vitanlega er það ekki nema fallegt og gleðilegt, að mennirnir sættist við prestinn, ef þeir hafa gert honum rangt til — sem þeir sjálfsagt hafa gert sumir hverjir, að minsta kosti þeir, sem skrifuðu undir óhróðursyfir- lýsingarnar nafnkendu. En hitt leyn- ir sér ekki, að þeir hefðu þá átt að sjá að sér fyr. Vinir síra Halldórs virðast hafa nokkura tilhneiging til þess að gera lítið úr þeim illdeilum, sem síra Hall- dór átti í, og láta jafnvel kirkjustjórn- ina sæta ámæli fyrir það, að hún skyldi svifta hann erabætti. Hve mikið sem kann að mega færa síra Halldóri til afsökunar, þá ná þau ámæli engri átt. Kirkjustjórnin hafði sannarlega svo mikið fyrir sig að bera, að enginn, sem á málið lítur með sanngirni, getur brugðið henni um gjör- ræði í því máli. Auk þess, sem landsyfirréttur hafði dæmt prófastinn í allþunga sekt fyrir að beinbrjóta mann, hafði og tvívegis komið áskorun frá héraðsfundum í pró- fastsdæminu um, að losa söfnuðinnvið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.