Ísafold - 02.02.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.02.1901, Blaðsíða 2
26 hann, og þær áskoranir voru mjög freklega orðaðar, einkurn önnur þeirra. íinginn fundarmanna hafði látið bóka mótmæli gegn þessum samþyktum. Og að minsta kosti á öðrum fundinum, þeim, sem harðorðari var, var fulltrúi frá Ásmundastaðasöfnuði, þeim söfnuði prófasts, sem ekki átti í illdeilum við hann. Sá fulltrúi lýsti yfir því, að í aðalatriðinu væri hann samþykkur á- lyktun fundarins, en greiddi ekki at- kvæði. Hinn setti prófastur, síra JBenedikt Kristjánsson, lýsír yfir megn- ustu óánægju í prestakallinu eftir vísi- tazíu þar, og lætur þess jafnvel getið, að búast megi við »voðaverkum«, ef prófastur færi ekki bústað sinn. Er ekki eðlilegt, að kirkjustjórnin taki annað eins og þetta til greina? Auðvitað er þess að gæta, að áður en afsetningin kom fram, hafði komið áskorun úr Ásmundarstaðasókn um, að setja prófastinn í embætti þau, er honum hafði verið frá vikið um stund- ar sakir — áskorun, sem ekki hafði verið samþykt á neinum fundi, heldur menn skrifað undir hana hver í sínu lagi. Hver, sem kunnugur er því, hve staðgóð hefir reynst sannfæringin og þjóðarviljinn, sem kemur fram í slík- um skjölum, mundi naumast hafa get- að láð kirkjustjórninni það, þó að hún hefði nú ekki gert sérlega mikið úr slíkri áskorun. En hvernig sem menn vilja á það mál líta og hvernig sem kirkjustjórnin kann að hafa litið á það, þá var Asmundarstaðasókn ekki nema partur af prestakallinu. Og kirkju- stjórnin hafði enga átyllu til að ætla, að nein lagfæring væri í vændum á samkomulaginu í hinni sókninni. Allar skýrslur bentu í hina áttina — skýrsl- V ur, sem kirkjustjórnin hafði ástæðu til að telja áreiðanlegar. Og þær skýrslur voru sannarlega of ískyggilegar, að því er Presthólasókn snerti, til þess að þær yrðu að vettugi virtar, hvað sem hinum söfnuðinum leið. Ámæli til kirkjustjórnarinnar fyrir afsetning síra Halldórs eru því ek.-ti á rökum bygð. En hvort sem nú skýrslur þær, er kirkjustjórnin hefir aðallega gert að afsetningartilefni, hafa verið fulláreið- anlegar eða ekki, þá virðist nú svo, sem hugir manna í prestakallinu séu mjög að hneigjast að síra Halldóri aftur. Helzt lítur svo út, sem óvin- um hans hafi um stund tekist að æsa menn gegn honura, en þær æsingar séu nú að hjaðna að fullu, „g er sagt, að nær því allir sóknarmenn í Presthóla- sókn muni gjarna vilja una prests- þjónustu hans. Af hálfu kirkjustjórn- arinnar kvað verða gerð tilraun til að komast að hinu sanna í því efni. Og reynist sáttfýsisögurnar sannar, þá er líka málið ómótmælanlega komið í alt annað horf en að undanförnu. Ekki skal því neitað, að í vorum augum hefir atferli síra Haldórs sumt ekki verið sem viðkunnanlegast. Vér eigum þar ekki eingöngu við málaþras hans; lengi má um það þrætast, hverja sök hann hafi á því átt. En í blaða- greinunum, sem hann hefir um mál sín ritað, kennir óneitanlega meira vík- ingslundarinnar, sem ekki vill fyrir nokkurn mun láta bera hlut sinn fyr- ir borð og hyggur á hefndir, en þess skapferlis, sem æskilegt væri að ríkti hjá prestum þjóðar vorrar. Og skjöl- in, s m lögð hafa verið í rétt af hon- um eða fyrir hans hönd, eru sum ekki sem prestlegust, svo að vér verðum ekki stórorðir. En þegar litið er til þess meðvit- undarleysis, sem lengst um hefir ríkt alt of víða hér á landi, bæði með prestum og leikmönnum, um það, hvað kennimönnum sé sæmilegt að bjóða virðingu sjálfra sín og stöðu sinni, þá fer að verða harðneskja að kveða upp strangan áfelligdóm yfir síra Halldóri einum fyrir þær sakir. Og svo segir einn góður og gild- ur málsháttur: *Svo má brýna deigt járn að það bíti um síðir*. Án þess vér skulum neitt um það segja, hve »deigt« efmð hafi verið í síra Hall- dóri, getur enginn vafi á því leikið, að honum finst hann hafa orðið fyrir þungum búsifjum. Óvildarmenn hans hafa lagt dæmafátt kapp á að verða honum að meini. Og sum yfirvöldin, sem afskifti hafa haft af málum hans, hafa verið honum í meira lagi örðug. Ekki þarf annað en benda á það eitt því til sönnunar, að sýalumaðurinn, sem rannsakar »spítnamálið«, dæmir hann í vatns og brauðs refsingu. Sá dómur verður tilefni til þess að hon- um er vikið frá um stundarsakir. Og svo reynist sá dómur á engum rökum bygður. Annað eins og þetta mundi reyna á stillinguna og jafnaðargeðið hjá mörgum manninum. Að því er oss skilst, hefir kirkju- stjórnin aldrei komist að þeirri niður- stöðu, að síra Halldór sé óhæfur til þess að hafa á hendi prestsembætti í þjóðkirkju íslands, enda er það sann- ast að segja, að hann hefir ýmislegt það til að bera, sem er prýði á hverj- um embættismanni. Ef veitingavald- inu hefði verið eins fyrirkomið nú og áður en prestskosningarlögin öðluðust gildi, er langlíklegast, að hann hefði verið látinn sækja um annað presta- kall, og þá hefði getað svo farið, að vel og ánægjulega hefði ráðist fram úr málinu. En af því að veitingar- valdið er nú, að kalla má, ekki í böud- um kirkjustjórnarinnar og af því að kirkjustjórnin taldi ófært að láta hann taka aftur við prestskap í sínu presta- kalli, þá var henni nauðugur einn kost- ur að svifta hann embættinu. En hvað gerir hún nú, ef sögurn- ar af sáttfýsi fyrverandi sóknarmanna hans reynast sannar? Eitt virðist áreiðanlegt: Eeynist þær sögur sannar, og fái síra Halldór ekki embætti sitt aftur, þá er óhjá- kvæmilegt, að hið megnasta ólag verði á kirkjumálum þar. þá hangir uppi að uafninu fríkirkjusöfnuður, sem þar hefir myndast, og engin líkindi til að meiri mynd verði á honum sd öðrum sams konar félagskap, sem þotið hefir upp hér á landi. Og þá fæst enginn prestur til þess hlutans, sem kyr vill vera í þjóðkirkjunni. Væri ekki nokkur ábyrgðarhluti að stuðla að þessu ástandi? Og eru ekki miklu meiri líkur til, að alt geti far- ið skaplega liér eftir, ef presturinn fær aftur embætti sitt? Nú hafa vænt- anlega hugir manna sefast, svo um munar, og reynslan ætti að vera búin að kenna öllum hlutuðeigendum, hvað af illdeilunum hlýzt. Vilji fyrverandi mótstöðumenu síra Halldórs fá hann fyrir prest aftur, þá verður maður að ætla, að þeir finni til þess, að þeir hafi áður gert á hluta hans. Og slík tilfinning ætti að vera nokkur trygg- ing fyrir nýjum ýfingum. Að hinu leytinu virðist mega ætla, að síra Halldór finni sérstaka hvöt hjá sér til að sýna mönnum lipurð og góðvild, efoir að mótstöðu,menn hans hafa þann- ig brotið odd af oflæti sínu. I vorum augum er því eigi all-lítið, sem með því mælir, að söfnuðurinn fái vilja sínum framgengt, svo fr-am- arleea sem þeir vilja sættast. En reynist sátta- eða sáttfýsis-sög- urnar ósannar, þá hlýtur alt að lík- indum að sitja í sama farinu fyrst um 8Ínn. því að engin sanngirni né vit getur í því verið, naumast einu sinni frá sjónarmiði þeirra, sem mest draga taum síra Halldórs, að þröDgva honum upp á Presthólasöfnuð nauð- ugan, eftir alt, sem á undan er gengið. ísland rangnefni. Oft rekur maður sig á það, hve ó- fyrirsynju land vort ber nafnið laland, í samanburði við nágrannalöndin fyrir sunnan og austan. Til dæmis var hér 2 stiga frost mest á nýársnótr, en í Kristjaníu, 63\ mílu sunnar en Reykjavík, 4- 22J stig á C. f>á var í Khöfn 6 stiga frost og í Hamborg -í-9£ stig. Daginn eftir, 2. janúar, eða nóttina þá var einnig 6 stiga frost í Khöfn, en 10 stiga í Kristjanfu, í Hamborg 4-12^ stig, en hér í Rvík frostlaust að kalla um nóttina, J/5 fyrir neðan 0. Næsta sólarhring þar á eftir, 3. jan., var J stigs hiti hér, er kaldast var um nóttina, en í Khöfn 7 stiga kuldi, og stigs í Kristjaníu, en lð stigafrost í Hamborg og 25 stiga á Austur- Prússlandi. Fám dögum síðar, 7. jan., var 15 stiga frost í Hamborg, og 4-12J stigí París. f>á var 4-3 til 4 Btig í Khöfn cg Kristjaníu; en hér í Rvík frostlaust (0) um nóttina þá. Hér var að degi aldrei frost fyrstu 9 dagana af janúarmán., og hitinn stundum +6 til 8 stig, en á fyrnefnd- um stöðum alt af frost, nema 1 dag í Khöfn, 8. jan., 1 stigs hiti mest. Kaupmannahöfn er 127 mílum sunn- ar en Reykjavík, Hamborg 159 mílum og París 230 sunnar. Ýmislegt utan úr heimi. f>að kostar 30 miljónir króna á viku, að fæða herinn brezka í Suður-Afríku, um 200,000 manna. Ráðgert að senda enn 40,000 hermanna suður þangað frá Englandi. Og um 50,000 hesta voru Bretar í útvegum um í Ameríku, er síðast fréttist, handa hernum Byðra; hann er sama sem óvígur hestlaus, með því Búar eru allir ríðandi. — f>etta er annað en gamanleikur fyrir Breta. f>eir hafa illa brent sig, þótt hið ómælilega auðmagn þeirra ríði auðvitað baggamuninn að lokum. P ó 1 k s t a 1 a var í Kristjaníu nú í aldamótin 226,000; í Björgvin rúm 71,000, og í Niðarósi 38,000. Nanaenssjóður Norðmanna, er stofnað var til fyrir 4 árum, í því skyni að styrkja vísindaleg fyrirtæki, eftir að Friðþj. Nansen var núkominn heim úr heimskautsför sinni, er nú orðinn 850,000 kr., enda hæct sam- skotunum til hans. Sjónleikur Holger Drachmanns, Hallfreður Vandræðaskáld, er út kominn, og þykir allmikið í var- ið, tilþrifamikill og viðhafnarlegur; en auðvitað vikið til muna frá sögunni, eins og siður er til. Skáldið he.fir haft á orði að koma hingað í sumar skemti- ferð, en það mun ge*s brugðist til beggja vona. Hann ætlaðx sér það í fyrra, áður en hann gengi alveg frá þessum sjónleik sínum; en varð ekki úr. — f>að var ein tillagan á friðarfundin- um í Haag í fyrra, að skipa skyldi milliríkjagerðardóm, er í mætti leggja deiluatriði milli saupsáttra rík- isstjórnenda, til þess að afstýra vopna- viðskiftum. Eftir miklar bréfaskriftir og málalengingar er nú slíkur dómur orðinn að samþykt meðal ríkja þeirra, er áttu þátt í téðum friðftrfundi. En ekki sezt dómurinn á rökstóla, nema hvorirtveggju málsaðilar séu á það sáttir, að leggja misklíðina í gerð. En það verða ofríkismenn seint, ef þeir eiga við lítilmagna, svo sem dæmi Breta sýnir við Búa. — Af Dana hálfu er í dóm þennan kjörinn H. Matzen, háskólakennari í lögum og landsþingisforseti. Svo sem kunnugt er, þá eru nú ný- lenduríkin brezku í Ástralíu orðin að einu bandaveldi, með líku sniði og Banduríkin í Norður-Ameríku. Sá heitir Hopetown lávarður, er Breta- drotning hefir skipað þar jarl sinn yf- ir. En sonarsonur hennar, hertoginn af Jórvík, konungsefni Breta eftir prinzinn af Wales, á að vígja fyrsta sambandsþing nýlendnanna, í vor. Kínverji sá, er myrti v. Ketteler greifa, sendiherra f>ýzkalandskeisara í Peking, var hálshöggvinn í vetur, á sama stað, sem Ketteler var veginn. Hann hét Enhai. Hann hló, er hann varleiddur á höggstokkinn, — aðrétt- vísinni vestrænu, er heimtaði harðri hendi aftöku hans, þótt það vissi bæði guð og menn, að hann hafði vegið sendiherrann beint eftir skipun sinna yfirmanna, er honum var skylt að hlýða sem hermanni. Illa mæltist fyrir í ríkisþingu í Ber- lín, er keisarinn synjaði Krúger gamla viðtals. f>ar varð einn þingmaður, Bebel, jafnaðarmannaforkólfur, allber- orður út af því í garð keisara. Hann kvftð f>ýzkaland verða að athlægi í annarra þjóða augum, er það léti svo borginmannlega annað veifið, en legði niður rófuna uDdir eins og á ætti að herða. HanD átti þar við símskeytið ftlkunna frá Vilhjálmi keisara til Krúg- ers forseta fyrir 5 árum, er Búar höfðu hrundið af sérherhlaupi dr. Jamesons hins enska. Fyrrum hefði mátt heyra af keisarans vörum hreystiyrði Bis- marcks gamla: *Vér þjóðverjar ótt- uöist guð og engan ella í víðri veröld«, og kvað hann Hollendingum ekki lá- andi, þótt þeir vikji nú því orðtaki við og hefðu það þannig: »Vér f>jóð- verjar óttumst guð og engan ella, nema hana ömmu okkar« (þ. e. Breta- drotning, ömmu keisarans). Mannalát. Hinn 4. f. mán. (jan.), anáaðist úr lungna- bólgu J ó n bóndi Pétursson, að heim- ili ainu Rauðabergi í Fljótshverfi í Vestur-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.