Ísafold - 09.02.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.02.1901, Blaðsíða 1
íKeuuur ut ýmist einu sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., e,rlen<iis ð kr. eða l*/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrasti 8. XXVIII. árg. Reykjavík laugardaginn 9. febrúar. 1901. 8. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr ti! óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. I. 0. 0. F. 822158'/*. 0. Eldavélar og Ofnar í þil- skip eru nú að fá hjá Kristjáni Þorgrimssyni. Forngripasa/nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafii opið hvern virkan dag k'l. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okcypis lækning á spitaUnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Fækknn þurfamauna. í Stjórnartíðindunum eru að koma út þessa dagana fróðlegar athuga- semdir eftir revísor iDdriða Einarsson viðvíkjandi fátækramálum hér á landi. |>ar kemur það fram, að þrátt fyrir alt, sem undan hefir verið kvartað, ímyndað og verulegt, hefir þurfamönn- um um undanfarinn tíma verið að fækka tiltölulega að stórum mun og útgjöld til framfærslu þeirra verið að færast niður meira en menn alment gera sér í hugarlund. Víst er um það, að mikið var kvartað á árunum 1871 til 1895, sem einkum skulu gerð að umtalsefni í eftirfarandi línum. Á því tímabili hófust Vesturheims- ferðirnar og komust á hæst stig. Svo gífurlegar og svo voðalegar virtust mörgum þær, að þeir hugðu, að til landauðnsr mundi horfa. Fæstir, sem heima sátu, gátu hugsað sér þær öðru- en sem einbert tjón fyrir landið, hvern- ig sem á þær væri litið. Af þeim 8töfuðu meðal annars tveir agnúar, sem mjög uxu bændum í augum, svo að þeim virtist þeir æda alveg með sig að fara: fólksfæð og kauphækkun. þá lendir og á þessu tímabili all- snörp harðindaskorpa. Yfirleitt var tíðarfarið mönnum örðugt áratuginn 1880—90, og sum árin þá með þeim verstu á öldinni. Og allan tímann áttum vér, eins og öllum er kunnugt, að búa við framtakslausa stjórn, sem vér vorum lengst um að þrefavið, en vorum aldrei verulegaísamvinnu við.stjórn.sem ekki hafði rænu né tök á að sinua fram- faramálum vorum, stjórn, sem nauða- lítið gagn vann oss og stjórnaði oss með bréfa3kriftum að eins. Ekki stóð á umkvörtunarefnunum. Með köflum var sýnn ótti og óhugur á landsinönDum. Ekki þarf annað en lesa blöðin hór á landi frá þeim tím- um, og þá ekki síður bréfin frá íslandi, sem út komu í Vesturheims blöðunum íslenzku, til að sannfærast um það. Volið og vílið gekk fjöllunum hærra. Kjarkmiklir og þjóðræknir menn hér á landi höfðu um tíma það verkmeð höud- um, flestum eða öllum verkum öðrum framar, að telja hug í þjóðina, fá hana til að »missa ekki móðinnt. Og á þessu tímabili er nú samt sem áður þurfamönnum að fækka stór- kostlega. Árið 1871 var 14. hver máður á landinu á sveit. Svo gífurleg var þurfamenskan þá — 7.3 af hverjum hundrað mönnum. Árið 1896 er ekki nema 32. hver maður á sveit — 3.1 af hverjum huodrað mönnum. Árin 1872—75 nema fátækragjöldin að meðaltali kr. 3,20 á hvern mann á landinu. Árið 1896 eru þau komin ofan í 2 kr. Og þó hafa útgjöldin til hvers þurfamanns að meðaltali farið mjög vaxandi, voru ekki nema kr. 48,50 fyrri hluta 8. áratugs aldarinn- ar, en voru komin upp í kr. 64,40 árið 1896. Hér er þá um allmikla og ómót- mælanlega framför að ræða. Mönn- um, sem ekki geta unnið fyrir sór á landinu, fækkar að tiltölu við alla landsmenu um meira en helming; á- lögur á landsmenn, sem af þurfamönn- um stafa, lækka um meira en þriðj- ung. Sjálfsagt eru þeir margir, sem ekki hafa átt von á þessum tölum. Auðvitað er nokkurt vandamál að gera sér fulla grein fyrir, af hverju þessar breytingar stafa, hverju vér eigum þessar framfarir að þakka. Sum- ar orsakirnar eru auðsæjar; um aðrar geta fremur verið skiftar skoðanir. Meðal annars hafa sjálfsagt margir tilhneiging til að deila um áhrif Vest- urheimsferðanna á þetta mál, ef þeir fara að rekja það sundur. þeir, sem ekki sjá neinar afleiðingar af útflutn- ingum aðrar en helbert tjón fyrir land og lýð, halda vafalaust, að þeir hafi fremur aukið sreitarþyngsli en dregið úr þeim. í augum þeirra, sem líta á málið með stillingu og óhlutdrægni, verður nú samt að líkindum niður- staðan sú, að útflutningarnir sóu ein af þeim orsökum, er vér eigum það að þaltka, að sveitarþyngslin hafa ver- ið að smáléttast á síðasta fjórðungi nýliðiunar aldar. ' Eðlilega leikur einkum þeim mönnum yfirleitt hugur á að komast burt, sem fyrir einhverra hluta sakir veitir öðrum fremur örð- ugt að komast áfram. Margir slíkra manna hefðu að sjálfsögðu orðið öðrum til byrði, ef þeir hefðu setið kyrrir. Sumstaðar á landinu hafa sveitar- stjórnir komið sæg af þurfamönnum af höndum sér til Vesturheims. Ekki ber því að neita, að vinnu- fólksfæðin og kauphækkuniu hefir valdið bændum örðugleika. En frá- leitt eru þeir örðugleikar jafnmiklir og margir telja sér trú um. Áður en vinnufólkinu fækkaði í sveitunum og kaupið hækkaði, hafa bændur alveg vafalaust víða haft fleira. fólk á heim- ilum sínum en þeir höfðu full not af. Samfara Dokkurri verkafólksfæð og kauphækkun er í öllum löndum sú breyting orðin, að meira kapp er farið að leggja á vinnuna, eins og eðlilegt er. því færri mönnum, sem á er að skipa og því meira,'sem þeim er borgað, því ljósara stendur það fyrir hugskots- sjónum manna, hve afar-áríðandi sé, að nota vinnuaflið sem bezt. Og sýni- lega er hagur fyrir bóndann, að fá sama verkið heldur unnið af tveim vinnu mönnum en þremur, þó að hann borgi þessum tveim t. d. þriðjungi hærra kaupgjald; hann sparar þá að minsta kosti fæði handa einum karlmanni. Vafalaust er miklu örðugra að sanna það, að nokkur bóndi hafi komist á sveitina fyrir útflutningana, rerkafólks- fæðina og kauphækkunina, en að sanna hitt, að fjöldi fólks hafi ein- mitt af þessum orsökum sumpart komist af sveitinni, sumpart orðið forðað frá að komast nokkuru sinni á hana. Að nokkuru leyti stafar fækkun þurfa- manna af aukinni atvinnu í landinu. Síldar- og fiskiveiðar eystra og hvala- veiðar vestra hafa aukið atvinnu manna að miklum mun. Jarðabætur hefjast, að kalla má, á þessu tíma- bili, og veita mörgum atvinnu. Afar- mikil atvinna er samfara vexti kaup- staðanna. þar á móti verður þil- Bkipaútvegsins naumast getið f þessu sambandi; hann eflist mest eftir það tímabil, se u hér er um að ræða, og allrasíðast á því. Auknar samgöngur eiga mjög mikila- verðan þátt í þessari fækkun þurfa- manna, þó að mest hafi þeim farið fram á síðustu 5 árunum. Áður en samgöngur hófust með ströndum fram, varð hver að sitja og svelta eða fara á sveitina, þar sem hann var niður kominn. Nú er mönnum unt að færa sig um land alt eftir atvinDunni. Ætla má, að jarðabæturnar eigi nokkurn annan og meiri þátt í því, hve þurfamönnum hefir fækkað og út- gjöld til þeirra lækkað, en þann, að veita fátækum mönnum atvinnu. Eft- ir því, sem öllum virðist koma saman um, hafa þær svarað kostnaði prýðis- vel, og þá að líkindum forðað ein- hverjum frá sveit. Alt þetta, sem nú hefir verið á minst, hefir sjálfsagt átt meiri og minni þátt í að létta fátækraútgjöld- um af sveitunum. En ótaldar eru þó tvær aðalorsakir breytingarinnar. Onnur er sú, að um 20 ár, frál875 til 1895 er allgóður markaður fyrir sauðfé og hross. Menn geta þá ekki að eins selt þessar afurðir landbúnað- arins við dágóðu verði, heldur geta menn og komið þeim í peninga. Hin er sú, að landsmenn eiga á þessu tímabili þó nokkurn kost á að fá peninga að láui. Á undan tímabilinu, sem hér er um að ræða, liggja þeir peningar, ssm til eru í landinu langmestir í kistuhand- röðum, komast ekki á neina rás. Ár- ið 1872 er fyrsti sparisjóðurinn stofn- aður. Svo fara þeir smátt og smátt að koma upp hver af öðrum. þeir, sem á peningum þurfa að halda, fara að geta fært sér í nyt þá peninga, sem til eru. Viðlagasjóður, sem nú er orð- inn um miljón króna, myndast á þessu tímabili. Og Landsbankinn er stofn- aður. Áhrif peninganna, jafn-ónógir og þeir hafa verið, ættu að vera hér öllum heilskygnum mönnum auðsæ. í stað þess, sem sumir gera sér í hugarlund, að peningar muni steypa íslendingum á höfuðið, bregður svo við, þegar kost- ur fer að verða í landinu á »afli þeirra hluta, er gera skal«, að þurfamönnum fer jafnt og stöðugt fækkandi. það er vitanlega markaður fyrir af- urðir landsins og peningar, sem þjóðin þarfnast, fremur öllu öðru, til þess að geta reist sig við til fulls. Sé það hvorttveggja í góðu lagi til frambúðar, má búast við að sveitarþyngsli hér á landi verði með tímanum örlítil, eftir þeirri reynslu, sem fengin er. Séu þau atriði í ólagi, hlýtur að verða tilfinn- anlega mikið af mönnum, sem ekki geta haft ofan af fyrir sér, og það því fremur, sem fólkinu fjölgar meira. Og þá verður sveitin eða Vesturheimur einu lendingarstaðirnir. En nú er einmitt því miður svo á- statt fyrir oss, að þetta er hvort- tveggja í ólagi. Sölumarkaðurinn er illur og peningaleysið kreppir æ meir og meir að þjóðinni, eftir er hún hefir komist á þann rekspöl að færast meira í fang á ýmsan hátt. Komist ekki lag á þessi óhjákvæmilegu framfara- skilyrði þjóðarinnar, liggur ekki í aug- um uppi, hvernig komist verður hjá því, að sveitarþyngslin taki aftur að fara vaxandi. En þess verða menn vel að gæta, að tvö eru skilyrðin fyrir því, að vér getum trygt oss góðan sölumarkað fyrir afurðir vorar. Annað er það, að vér lögum þær eftir raarkaðinum, fram- leiðum það, sem aðrar þjóðir vilja af oss kaupa; og það er sama sem að stórvægilegar breytingar verði á bún- aðarlaginu, og til þess þarf forgöngu, framkvæmdarsemi og peninga. Hin er sú, að vér fáum dugandi stjórn, sem bæði styður að þeim framkvæmd- um, sem í landinu þurfa að gerast,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.