Ísafold - 09.02.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.02.1901, Blaðsíða 3
31 »J>rjú hús fuku hér á Bíldudal þrett- ándanótt alla leið út á sjó eða þau brotnuöu í spón í fjöruborði; enn fremur fauk þar efri hluti af verk- mannaskála P. J. Thorsteinssons kaup- manns og mörg hús önnur skemdust meir og minna. Yerzlanin átti og tvö fyrnefnd hús, er fóru í spón, en tveir bændur hið þriðja; það var í smíðum; það fór fyrst út af grunninum og í sama kastinu á annað hús og með staurenda gegnam súðina á því. Enn fremur braut einn fleki úr því skip, er fyrir því varð á leiðinni fram á bjó. Tjónið um 10,000 kr., eftir laus- legri áætlun. Samskota var leitað til handa þessum tveimur bændum og safnaðist á skömmum tíma á 5. hundr- uð kr. í sjálfu kauptúninu. — Að manntjón varð ekki, er þakkað því helzt, að veðrið skall eigi á fyr en síðari hluta nætur, svo að enginn var viðbúinn að gefa sig að björgun, enda höfðu flestir nóg að vinna að byrgja glugga, er rúður fuku úr, og halda húsum sínum á grunninum. Var og engin íbúð í neinu húsinu, þeirra er fuku. Hjallur fauk 1 Otradal og hlaða skemdist þar«. Herþjónustan og lierskatturinn. »Þjóðv.« birtir 31. des. f. á. bréf frá síra Páli E. Sivertsen á StaS í ASalvík, þar sem hann rekur kosningabeituna um herskattinn og herþjónustuna til SigurS- ar verzlunarstjóra Pálssonar á Hesteyri, sem kunnugt er um að var mjög kapp- samur kosningasmali afturhaldsliðsins ís- firska í haust, -— eða kaupmanna og s/slumannsliðsins. En vitaskuld hefir hann ekki fundið upp þetta púður sjálf- ur heima hjá sér, heldur sótt það skömmu áður í kaupstaðinn á ísafirði. Prestur segir svo: »Faktor Hesteyrar (Sigurður Pálsson) sagði beinlínis hér á Stað og lagði fyrir mig þá spurningu, hvort eg væri svo »ignorant« [fáfróður] að vita ekki, að Valtýsfrumvarpið (stjórnarskrárbreyting- in) væri samkvæmt ritgerð hans í »Eim- reiðinni« og hefði í för með sér herþjón- ustu og herskatt fyrir íslendinga. Eg kvaðst ekki vita það af dagblöðunum, og efast um það, þótt eg hefði ekki les- ið »Eimreiðina« . . . .« Ekki þarf getum að því að leiða, hvern- ig kosningasmali þessi muni hafa beitt sér við fáfróða almúgamenn í verzlunar- umdæmi sínu, úr því hann leyfir sér annað eins v:ð mentamennina. kosti 90 teningsfeta rúm handa hverju af börnum þeim, sem eru í skólanum í einu, að þar séu áhöld þau, sem nauðsyn er á, og að þar séu loft- hreinsunargluggar (Ventiler)*. þessi samþyktarviðauki gekk í gildi 1. þ. mán. Héraðslœknlr er settui í Isafjarðar-læknisdæmi Jón Þorvaldsson læknaskólaltand., með því að faðir bans, Þorv. læknir Jónsson, hefir fengið lausn frá embætti, eftir 37 ára þjónustu. Verzlunarhús Knudtzons, sem áður voru í Hafnar- firði, með allri eign þeirri, er þeim hef- ir fylgt, hefir nú J. P. T. Bryde etaz- ráð keypt, fyrir að sögn 20,000 kr. Mundu hafa orðið mun dyrari fyrir 10 —12 árum. Aður, í haust, hafði P. J. Thorstein- son á Bíldudal keypt verzlunarhús Þorst. Egilssonar m. m. fyrir 12,000 kr Ætlar að hafa þar þilskipaútgerð. Póstgufuskip Laura, kapt. Aasberg, kom aftur vestan að í fyrra dag og með því flestir hinir sömu far- þegar, er vestur fóru um daginn. Höfðu náð í töluvert af beitu, síld freðinni, en dýra nokkuð. Enn fremur kom á skipinu Guðjón f. alþingism. á Ljúfu- stöðum Guðmundsson, Páll J. Torfason kaupmaður á Önundarf., Árni Sveinsson kaupm. á Isafirði o. fl. Síðdegismessa á morgun í dómkirkjunni kl. 5. (J. H.). Aflabrögð óvenjugóð við ísafjarðardjúp urh þess- ar mundir, 5—600 í róði á báta, af allvænum fiski. Ennfremur ágætis-afli á Akranesi nú síðustu dagana. Þilskipaviðkoman. Nú ætla eitthvað 8—9 skipshafnir til Englands með póstskipinu að sækja ny- keypt þilskip þar til fiskikveiða, — 5 hóðan (Ásg. Sig.) og hinar af Vest- fjörðum. Dáinn hór í bænum úr sullaveiki 3. þ. m. Guðm. Otte>en, fyrrum kaupm. á Akra- nesi, sonur hins nafnkunna bændaöld- ungs Péturs Ottesen á Innra-Hólmi. Hann varð 48 ára gamall. Gæðamaður vel látinn. Lætur eftir sig konu og börn. Viðsjált auglýsingaskrum. son (féhirðir), og endurskoðunarmenn Björn Jónsson og yfirdómari Jón Jens- sou. Aukafund hólt fólagið 6. þ. m. Formaður kom með yfirlit yfir störf fé- lagsins þau 10 ár, sem það hefir staðið. Félagsmenn hafa sléttað 155 dagsláttur, og ræktað sáðgarða rúmar 30 dagslátt- ur. Grjótgarðar tvíhlsðnir nema 2 míi- um, vörzluskurðir litlu minna, en lok- ræsi fullir 3000 faðmar. Tvö fyrstu ár- in og 2 liin síðustu hefir mest verið unn- ið, um 3000 dagsv. hvort árið. Dags- verkafjöldi alls hátt upp í 24,000. Verði landasjóðsstyrkurinn þetta ár svip- aður og síðast, hefir fólagið á 10 árum fengið 7000 kr. úr landssjóði. Lokræsa- gjörð hefir aukist stórum síðustu árin, eftir því sem skyrst hefir fyrir mönnum nauðsynin að þurka fyrst landið, og vantar þó víða mikið á að vel só. Áskoranír félagsins til bæjarstjórnar- innar (ísaf. f. á. nr. 10) höfðu í sum- um greinum borið nokkurn árar.gur, og var lyst yfir þeirri von, að fleira af því mundi síðar verða tekið til greina. Síðan flutti Einar Helgason garðyrkjumaður fyrirlestur um ráð til frjóva slæman jarðveg með því að sá f hann og plægja gróðurinn niður, og bauðst til að útvega slíkt fræ og leið- beina í notkun þess. Ágrip af fyrirlestrinum birtist innan skamms. Sami fólagsmaður vakti umræðu um það, að Jarðræktarfólagið legði með öðr- um félögum styrk til að koma upp kál- og kartöflugarði, er með einhverju móti gæti verið til styrktar fátæklingum, sem verðust sveit. Samþykt var að fela uppá- stungumanni ásamt félagsstjórninni að fala að bæjarstjórn ókeypis 4—5 dag- sláttur í þessu skyni, og skyldi eftir það halda sem fyrst nyjan aukafund. Ofviðri og skemdir. Aftakarok á útsunnan hafði verið á Vestfjörðum aðfaranótt þrettánda (6. f. m.), miklu meira en hér syðra, og olli allmiklum skemdum. Tólf róðrarskip brotnuðu í Hnífs- dal, sexæringar og fjögramannaför, sum mjölinu smærra. Hjá einum manni þ&r, húsmanni, sem misti bæði bát og sexæring, fauk og heyhlaða og fjárhús, og hjallar tveir fuku, annar á Brekku, en hinn í Búð. |>á fauk og brotnaði í spón sam- kunduhús Good-Templara í Bolungar- vík, og hlöður tvær m. m. fuku þar í í>jóðólfstungu með miklu heyi; enn- fremur geymsluhús í Hvammi með allmiklum vetrarbirgðnm. Ennfremur fauk heyhlaða og hjall- ur hjá Benedikt bónda Oddssyni í Hjarðardal í Dýrafirði; sömuleiðis nokkur hluti þaksins á annari hlöðu og flest hús skemdust þar meir eða minna. En á Kleifum í Seyðisfirði (við Isafjarðardjúp) fór gafl úr bað- stofu, en syllur brotnuðu og partur úr súð, og lá við sjálft, að baðstofan færi með öllu. f>ar rauf og þak af fjósi, og brotnuðu 2 fjögramannaför, annað í mjöl. Hlaða fauk á Skálará í Dýrafirði, og skemdir urðu á hlöðum og útihús- um í Önundarfirði. Loks brotnuðu gufuskipabryggjur á öllum hvalveiðistöðvunum í Súðavíkur- hreppi: Uppsalaeyri, Langeyri og Dvergasteinseyri, og á Langeyri og Uppsalaeyri kváðu hafa farið 1000 skpd. af kolum í sjóinn á hvorum Btaðnum, og auk þess töluvert af við og tómum tunnum á Uppsalaeyri. Auk þessa tjóns, sem »þjóðv.« segir frá, er ísafold skrifað af Bíldudal 29. f. mán. Eftirlit með smáskólum. Bæjarstjórn Beykjavíkur hefir sam- ið og landshöfðingi staðfest viðauka við lögreglusamþykt bæjarins frá 15. nóv. 1890 þess efnis, að » hver sá, er hefir barnakenslu á hendi og kennir daglega 10 börnum eða fleiri á heim ili sínu eða í öðru húsnæði, sem hann notar til þess, skal tilkynna bæjar- stjórninni skólahald sitt, og ber hon- um að fara eftir fyrirmælum 8. gr. og fyrra stafl. 31. gr. í reglugjörð um barnaskóla í Beykjavík 27. okt. 1862. Skólanefndin lítur eftir því, að þess- um fyrirmælum sé blýtt«. Hinar tilvitnuðu lagagreinar (reglug. 1862) eru svolátandi: »Börn, er hafa haft einhverja næma sýki, mega eigi koma í skólann fyr en 3 vikum eftir að þau eru heilbrigð orðin og sýkin er hætt í húsi því, er þau búa í«. »Skólanefndin á að hafa gætur á, að í skólabekkjunum sé að minsta Almenningi hér mun nú orðið nokk- urn veginn ljóst, að ritstj. blaða bera enga ábyrgð á auglýsingum þeim, er þau flytja, um fram sjálfsögð velsæm- istakmörk, og að það er mest undir komið viðskiftaorðstír þeim, er aug- lýsandi hefir áunnið sér, hver trún- aður er leggjandi á það, sem hann segir. Alls óþektir maugarar einhver- staðar lengst úti í heimi geta naum- ast búist við miklu trausti í þeim efn- um, nema hjá mestu heimskingjum, og eiga það jafnaðarlega síður en eigi skilið. Út af einni slíkri auglýsingu hefir smíðafróður maður sent oss eftirfar- andi athugasemdir, sem virðast vera á sæmilegum rökum bygðar: »Einhver iiáungi lengst suður i löndum hefir verið að auglýsa hér i 1—2 blöð- um síðustu missirin meðal annars 8 kar. gullúr fyrir 25 kr., þótt i þeim sé s>haldgott og óbreytilegt gull, eins og í 400 kr. úrum«. Hér við er nú fyrst að athuga, að i 400 kr. úrum er aldrei 8 kar. gull, heldur að minsta kosti 14 kar. En væri nú þetta að öðru leyti rétt, o: að 8 kar. gull væri í kössunum á þessum 25 kr. úrum, þá hlyti að vera í kassanum á einu slíku úri gull fyrir að minsta kosti 60 kr., eftir því sem þessir kassar vigta; þar að auki er sjálft gangverkið, þótt lé- legt sé, og svo smiðin á kassanum. En nú er öðru nær en að 8 kar. gall sé í köss- unum í þessum úrum, heldur er það óvand- að gullplett, sem er nauðalitils virði, eins og gefur að skilja. Sama er að segja um úrkeðju, er eg hef fengið frá þessum náunga og á að vera úr 8 kar. gulli, en kostar að eins 8 kr. 50 a.. þessi keðja, sem er mjög gild, vigtar svo mikið, að væri hún það, sem hún á að vera, þá væri i henni gull fyrir fullar 30 krón- ur. Saumavélar á 13 krón. finnur þessi mann- vinur ástæðu til að lofa á hvert reipi, sem ómissandi fyrir hvert heimili, þrátt fyrir það, að þessi tegund sanmavéla er fyrir mörgum árum lögð niður alstaðar sem ó- brúkleg. Voru t. a. m. búnar að standa hér í einni verzlun i hænum i mjög mörg ár, en enginn vildi kaupa, þar tíl þær voru látnar á upphoð og seldust á 4 kr. Einkennilegt er, að samhliða fyrnefndum 25 króna gullúrum, sem eiga að vera eins góð og 400 króna úr, er samt sem áður í verðskránni auglýst úr, sem kosta á 3. hundrað krónur; það sýnist annars vera ó- þarfi. Eftirtektarvert er og það, að margt í verðskrá þessa náunga er eins dýrt, og sumt dýrara, en hér gerist alment, og mætti þar til nefna úrkeðjur úr silfri, stækkunargler, hafjafna, gleraugu o. m. fl., en aftur þær vörur, sem hezt horgar sig og hægast er að svikja, svo sem alt, sem gullslit. ber, er auglýst fyrir svo lágt verð, að allir skyn- semi gæddir menn ættu að geta séð, hvað hér er verið að hera á borð fyrir 'almenn- ing. N«. Ræjarstjórii Reykjavíkur. Landfógeti Á. Thorsteinsson, er ver- ið hefir sáttamaður um langan aldur, hafði beiðst lausnar, og tilnefndi bæjar- stjórnin á fundi í fyrra dag til úrvals í hans stað þá Eirík Briem presta- skólakennara, þórhall Bjarnarson lekt- or, síraJóhann þorkelason dómkirkju- prest, Jóu Magnússon laQdritara og Árna Gíslason letrara. Kleppsbóndinn vill fá að sitja kyr, og veitti bæjarstj. honum kost á því, ef hann hefði greitt eftirgjaldið áður vika væri liðin. LandsböEðingi leitaði fyrir stjórnar- innar hönd álita bæjarstjórnar um frumvarp til breytingar á bæjarstjórn- artilskipnninni frá 1872, er hún hefir í smíðum og leggja á fyrir alþingi í sumar í stað frumvarps þess frá síð- asta þingi, er stjórnin synjaði stað- festingar. Bæjarstjórnin félst á það með nokkurum minni háttar breyt- ingura. Tveir búfræðingar (J. Jónatanss. og Sig. f>ór.) vildu fá að mæla upp bæ- inn og gera af uppdrátt. Sumir töldu ekki til þess trúandi öðrum en mann- virkjafræðingum, og var veganefnd falið málið til íhugunar. Bæjarstj. afsalaði sér forkaupsrétt að túnskika, 1500 ferh.álnum, er ekkja M. F. Bjarnasonar skólastjóra ætlar að selja frú L. Finnbogason, norðan við hús hennar, á 30 a. ferh,- alin. Tvískiftar skoðanir um, hvort lengja skyldi Lindargötu þann veg, að hún kæmi upp á þjóðveginn hjá Bauðar- árlæk, eða þá norðan við Elsumýrar- blett, — og varð þ a ð ofan á, en veganefnd falið að rannsaka betur vegarstefnuna þar. Skólanefnd falið að íhuga erindi frá dómkirkjupresti um að láta niður falla skólagjald fyrir 1 mánuð, þ. e. október- mánuð f. á., með því að barnaskólan-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.