Ísafold - 09.02.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.02.1901, Blaðsíða 2
30 og er jafnan á varðbergi, hvenær setn nýir 8ölu-örðugleikar koma upp. Og skilyrðið fyrir því, að úr pen- ingaleysinu rætist, er öflug peninga- stofnun í landinu. Eéttlætið í heiminum. [Frakkastjórn tók það óyndisúrræði i vetar, að fá löggleidda appgjöf saka — rannsóknarlaust og dómlaust yfirleitt — við alla þá, er voru viðriðnir Dreyfus-mslið alræmda, alla bófana, æðri og lægri stétt- ar, er borið höfðu falsvitni í því máli, dæmt rangláta dóma eða á annan hátt níðst á sannleika og réttlæti. Þetta átti að vera gert til þess, að bæla niður allar frekari ýfingar, misklíð og óróa út af því máli. En þar með er Alfr. Dreyfus sjálfum fyr- irmanað að reka réttar sins framar, þ. e. fá sannað með dómi fallkomið sakleysi sitt, og eins Picqaart ofarsta, sem fjandmenn Dreyfus höfðu gert að ljúgvott og mein- særismanni fyrir það, að hann bar vitni sannleikanum Dreyfus til bjargar; og mót- mæltu þeir báðir fastlega þessu nýmæli, og álikt hið sama gerði Emile Zola, skáldið mikla, sem drengilegast hefir tekið svari Dreyfus alla tíð. — Út af þessu máli reit dr. Georg Brandfes eftirfarandi hug- vekju í »Politiken« núna skömmu eftir ný- árið.] Undir árslokin síðusfcu var framinn glæpur sá, á Frakklandi, er nefndur er uppgjöf saka á stjórngarpamáli, og svo komu fram öflugu^unótmælin gegn henni, 22. des. frá Zola, 28. des. frá Picquart og Dreyfus. Væri ekki svo ástatt í Norðurálfunni, að menn mundi furða langtum meira á því, að sjá réttlætisverk unnið, en á hinu, að horfa á nýja, gífurlega rangs- leitni, þá mundí ekki alþýða manna láta sér þetta liggja í létturúmi. En réttlætistilfínningin er sljó með nútíð- armönnum; að öllum jafnaði ofbýður mönnum ekki rangsleitnin, neraa þeg- ar þeir verða sjálfir fyrir henni. f>á ▼erður þeim alt í einu Ijóst, sér til mikillar undrunar, hve ágætt réttlætið er. |>e88 vegna er það, að það, sem nú hefir við borið, hefir ekki vakið nema mjög litla eftirtekt, jafn-afskap- legt og það er. Af þessum þremur mótmælum er minst varið í þau, sem frá Alfred Dreyfus hafa komið, þó að þau séu stuttorð og göfugmannleg. Hið mikla bréf Zola til ríkisforseí- ans ristir míklu dýpra, er miklu víð- tækara og snertir mikilsverð frumat- riði. Fyrst er þá þetta, sem fremur lítils er um vert í samanburði við annað, sem á eftir fer: Zola gerir grein fyr- ir því, að í byrjun Dreyfusmálsins hafi hann og vinir hans gert sér glæsileg- ar vonir. Hér var að ræða um mjög fágætan atburð, glæp, sem öll aftur- haldsöfl þjóðarinnar höfðu unnið að, hervaldið og kirkjuvaldið kaþólska, öll þau öfl, sem tálma þroska mannkyns- ins. þ>eir sáu, að þjóðin var leidd af- vega; þeir gerðu sér von um það, að á nokkurum mánuðum mundi þeim takast að fræða hana um það, er gersfc hefði, gera skilning hennar skýrari, vekja samvizku hennar, og þá hefðu þeir unnið meira að þroska hennar en unt hefði verið að honum að vinna með 8tjórnmálabarátta heillar aldar. f>eir treystu afli sannleikans og bjugg- ust við því, að hann mundi vinna frægan sigur. |>eir hugsuðu sér, að réttlætið mundiinnan skamms setjast í öndvegi; að þjóðin, sem þá væri vís orðin hins sanna, mundi verða upp til handa og fóta, taka Dreyfus tveim höndum með mestu fagnaðarlátum, þegar hann kæmi aftur til Frakklands, bæta honum meðferðina á allan hugs- anlegan hátt, reisa réttlætinu altari og halda hátíð í minningu þess, að rétturinn sólbjartur, einvalaur væri aftur fenginn. Svo sem kunnugt er, fór þetta alt nokkuð á annan veg. Dreyfus var skotið á land á laun í myrkri og bleytuslagviðri, og flufctur á laun í fang- elsi sitt. Svo kom sjónleikurinn blygðunarlausi í Eennes, sem lauk á þann hátt, að saklaus maðuriun, sem æðsti dómstóll ríkisins hafði sýknað, var affcur dæmdur sekur með her- mannadómi og svo náðaður í vitleysu, til þess að firra landstjórnina verstu vítum. Með öðrum orðum: þetta fór eins og slíkt er vant að fara í veröldinni. Á þennan hátt á réttlætið að sér að vinna sigur í raun og veru. Slíkum sigri á gott málefni að fagna. Hægt kem- ur hann og þunglamalega, í smásmökk- um, og aldrai er hann boðaður með lúðrahljómi. það er alt annað, sem boðað er með lúðrahljómi, fæðing kon- ungssona og keisara, ríkistaka kon- unga, sigur hundrað þúsund hermanna á fjórum þúsundum manna og þes3 háttar. Óreyndir menn og óþolinmóðir ættu að láta sér þetta að kenningu verða. það eitt voru hin mestu býsn, að tak- ast skyldi að fá manninn aftur frá Púkey með nokkuru raóti. þeir, sem bjuggust við meiru jafnframt, komu því upp um sig, að þeim er ókunnugfc um, hvernig rás viðburðanna hagar sér hér í heimi. Til þess að binda enda á þá æsing sem afleiðingar Dreyfusmálsins valda á Frakklandi, hefir stjórnin þá fengið neðri málstofuna er vera mun hið ves- almannlegasta þing, sem nokkuru sinni hefir til verið á Frakklandi síð- an er lýðveldið var stofnað, til að fall- ast á, að öll málaferli, er af D eyfus- málinu stafa, skuli kveðin niður, í því skyni, að ekki skuli verða unt að draga fram í dagsbirtuna og sanna hina mörgu stórglæpi, sem æðstu menn þjóðarinnar hafa gjört sig seka í. Zola spáir því, að þessi tilraun muni mistakasfc. Hann hyggur, að ekki sé unt að kæfa sannleikann og myrða réttlætið. Hann heldur, að þegar búið sé að jarða sannleikann, muni hann vakna, fara að brölta niðri í jörðinni, rísa upp, hrópa, vekja berg- mál eins og þruma. Hann veit ekki, úr bverri átt þetta ofviðri sannleikans muni koma; en hitfc veifc hann, að það muni vera í vændum, og að þá muni gremja frönsku þjóðarinnar snúast gegn þeim mönnum, er drýgt hafi þann glæp, að »gefa upp sakir« vönd- uðum mönnum eins og honum og Picquarfc jafnhliða landráðamönnum eins og Esterhazy og skjalafölsurum eins og Mercier. Og nú eins og áður lætur hann uppi ótta sinn við þá sví- virðing, er Frakkar muni verða fyrir, þegar stjórn þjóðverja þyki hentugur tími til þess kominn, að sýna, hvernig í öllu liggur og meðal annars birta á prenti allan þann haug af skýrslum frá Esterhazy, setn geymdar eru í skjalasafní hermálastjórnarinnar í Berlín. En úr því að stjórnin þýzka hefir ekki gert það hingað til, þá er naum- ast hætt við öðru en að hún saltí þær, þangað til engum gerir neitt til fram- ar, þó að þær séu birtar. En eins og menn sjá, er öll rökfærsla Zola bygð á þeirri hugmynd, að Waldeck- Rousseau og hans mönnum muni befnast fyrir þá rangsleitni, sem þeir hafa nú í frammi; því að hún sé jafn- heimskuleg eins og hún sé fjarri því, að henni verði bót mælt frá siðferðis- legu sjónarmiði. Hann getur, með öðrum orðum, ekki varist þeirri trúar- og siðgæðishugsun, sem lamið hefir vérið inn í hann, að sannleikurinn og rétfclætið hljóti áð eiga sigri að hrósa, þrátit fyrir alt og alt, og að rangsleifcn- in muni koina mönnUm í koll á til- finnanlegasta hátt. — Betur að svo væri! verður hver sá að segja, sem kennir í brjósti um þá, er fyrir rang- sleitni hafa orðið. En er þessi trú annað en kredda, sem ekki hefir reynst eiga víð neitt að styðjast? Sýn- ir mannkynssagan, að þessu sé svona farió í raun og veru? Eða réttara sagt: sýnir hún það ekki því að eins, að einn viðburðaliðurinn sé af handa hófi slitinn út úr sambandinu og gerð- ur að afbroti, annar liður viðburðanna só svo gerður að hegningu, og þeir svo skeyttir saman af einberu gjör- ræði? Lítum á mannkynssöguna! Títus lagði Júdeu undir sig árið 70, Gvð- ingar voru saxaðir niður og krossfest- ir þúsundum saman; ein miljón og hundrað þúsundir manna fórust, þeg- ar Jerúsalem ein var unnin; síðustu Gyðingauppreistinni lauk árið 135 með manndrápum, þar sem bálf miljón manna lézt, og þjóðin tvístraðist út um heiminn. þetta telja guðfræðing- arnir hegningu fyrir þá hlutdeild, er Gyðingar áttu mörgum áratugum áð- ur í krossfesting Krists, þó að öll mannleg líkindi mæli með því, að þeim kynslóðum, sem fyrir bölinu urðu, hafi verið með öllu ókunnugt um hana. Karl VII. Frakkakonungur gerði ekki minstu tilraun til að bjarga Je- anne d’Arc, — meynni frá Orleans — sem hafði yfirgefið hann vegna and- stygðar á lítilmensku hans, bauð ekki einu sinni lausnargjald fyrir hana; franskur biskup, Pierre Cauehon, sótti hið níðinglega mál gegn henni og léfc brenna hana kvika á báli. Mjög er örðugt að finna hvar hegningin fyrir þann glæp hefir fram komið. Frakk- ar voru ekki brendir, né heldur tvístr- uðust þeír út um veröldina, og Eng- Iendingar ekki heldur, þó að þeir ættu upptökin að því, að mærin var dæmd til að brennast á báli. Hér verðum vér að spyrja: Hvar er hegningin? Eins er þessu farið á vorum dögum; lýð- veldin í Suðurafríku bera lægra hlut og sjálfsforræði þeirra er niður brotið. Finnar eru þjakaðir og þjóðmenning þeirra hnekt með ofbeldi. Hvað hafa þessar þjóðir til unnið? Menn komast ekki langr, með sið- ferðislega skilningnum á rás viðburð- anna í mannkynssögunni. Bréf Picquarts hersis tilfranskaráða- neytisforsetans bsr vitni um göfugmann- legan hugsunarhátt......... Síðast í bréfi sínu heldur hann því fram, að sfcjórnin hafi talið sór eínn kost nauð- ugan, að gefa upp sakir verstu fjand- mönnum þjóðarinnar vegna þess, að annars hefði hún orðið að hegna helzt of miklum stórmennum fyrir helzti hroðalega glæpi, Og jafnframt, segir hann, eru öll fangelsin full af mönn- um, sem hafa það mest til saka unn- ið, að þeir hafa ekkert á að lifa! Hér minnisfc Picquart á mjög veru- legt atriði og mótmæli hans risfca hér dýpra en mótmæli Zola. Hvað sem þvl líður, hvort segja má yfirleitt, að sannleikurinn komist upp svo snemma, að þeir bíði halla af, sem hafa afneit- að honum, þá er það alveg áreiðan- lega frámunalega hæfctulegt atferli, að láfca verstu þorparana í æðri stéttum þjóðfélagsins sleppa óhegnda, af því að menn þora ekki til við þá, en beita jafnframt grimmilegustu refsingum við mannræfla fyrir yfirsjónir, sem hæfi- legt væri að hegna fyrir með einum löðrungi. Hérna um daginn dæmdi hæstiróttur í Kaupmannahöfn pilfc einn í þriggja ára, h"gningarhússvist; hann hafði stolið pípu og einum stívelum, 85 aura virði, og tafarlaust fengið sór í staupinu fyrir þá fjárhæð; getið var þess í dómnum, að hann hefði aukið ávirðing sína með því að óhl/ðnast lög- regluskipan um að forðast gamla unn- ustu sína(!). Siðgæði og réttlæti þjóðfélagsins á Frakklandi er eins farið og í Dan- mörk, að þvi, er fcil smælingjanna kemur. Og þegar svo jafnframt au- virðilegustu þorparar, Bem heyra hin- um æðri stéttum til, aðrir eina menn og Mercier og Esterhazy á Frafeklandi — í Danmörk nefnum vér enga —, eiga fullkominni sýknu að fagna, þríf- ast jafnvel ágætlega og hljóta umbun gjörða sinna, þá kemur óneitanlega sú spurning fram í hugum matina, hve lengi múgurinn, sem maunflestur er, hvað sem öðru líður, murti una þessu. Franska stjórnin, sem áreiðanlega er að miklu leyti skipuð vönduðum mönnum, færir sér eitt atriði til máls- bóta. Hún heldur því fram, að nauð- syn beri til að vernda Picquarfc fyrir sjálfum sér. Hún fullyrðir, að fyrir hverjum hermannadómi á Frakk- landi yrði hann dæmdur sekur af nýju. Svo er ofstækin megn og hatrið. . . . Auðvitað er það ávalt málsbætur fyrir hverja stjórn, er hún verður að segja við sjálfa sig, að mennirnir, sem hún á §ð tefla með, séu hraklegri en 8VO, að unt sé að nota þá til þess að styðja sannleikann og réttlætið .... En samt stoðar sú afsökun ekki. (Af- sakanir stoða yfirleitt ekki). Sá, sem ætlar sér að stjórna öðrum, getur ekki farið eftir neinni annarri reglu en þeirri að efla réttlætið og leiða sann- leikann í ljós svo ósleitiluga, að undr- an og ótta slái á illþýðið. Bíði hann ósigur, þá fellur hann með sæmd. En með þessu atferli sínu hefir frönsku stjórninni ekkert annað tekist en að spilla frönsku þjóðinni og gera hana enn ruglaðri en áður. Jardræktarfélag Rey kj avíkur. Það hélt ársfund sinn 28. f. m. Uunar jarðabætur síðastliðið ár voru framt að 3200 dagsv. Sléttaðar höfðu verið 20 dagsláttur. Fólagið átti í sjóði 1 árslokin 1193 kr., auk geymsluskúrs og áhalda. Félagar eru 82 að tölu. Úr fólagssjóði hafði verið varið tæpum 600 kr. til að styrkja menn til jarða- bóta, auk þess sem áhöld fólagsins voru lánuð ókeypis. Flest dagsvcrk höfðu unnið á liðnu ári: W. Ó. Breiðfjörð kaupmaður 485, Sturla Jónsson kaupmaður 322, H. Anderseu klæðsali 312, Gróðrarstöðin 261, Kr. Þorgrímsson kaupniaður 143, landlæknir dr. J. Jónassen 138, Þorleif- ur J. Jónsson í Mjóstræti 97, Þórhallur Bjarnarson lector 90, Jóhannes Nordal ishfisráðsmaður 79, Vilhjálmur Bjarnar- son á Rauðará 68, Jón Tómasson á Grimsstaðaholti 63, Benedikt Jónsson verzlunarmaður 56 og Bojsen dróttstjóri 54. Samþykt var að verja mætti á árinu 50 kr. til uppörfunar plæging og herf- ingu og 600 kr. til vinnustyrks með öll- ura sömu skilyrðum og síðastliðið ár. Þar sem fáeinir félagsmenn höfðu eigi getað orðið aðnjótandi vinnustyrks- ins á liðnu ári, var heimiluð útborgun hans þ. á., ef þeir þá fullnægðu styrk- skilyrðunum. Aðstoð búfræðings til hallamælinga og áætlana skyldi áfram veitt með styrk úr fólagssjóði. Fólagið gjörðist meðlimur Búnaðarfé- lags íslands. Starfsmenn félagsins voru allir endur- kosnir, i stjórnina lektor Þórhallur Bjarnarson (form.), docent Eiríkur Briem (skrifari), bankagjaldkeri Halldór Jóns-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.