Ísafold - 13.02.1901, Síða 2

Ísafold - 13.02.1901, Síða 2
34 enn þegar þú fyrst heilsadir; þú frídk- adir hvad mest í ellinni, nema þar sem úngdóms skrámur þínar stæckad hefdu og nýjar ábættst. Ynndælvarstú mér undir skilnadinn, og stúrandi horfdi eg lengi eptir þér, á meðan eg í sídasta sinni féck litið purpurageisla þíns skrautlega búnings. Mig ángradi þá, ad þú vildir yfirgófa mig svo ein- mana, þegar sídasta qvöldid í árinu 1800 dró upp sitt dymma næturtjald yfir höfud á mér, svo ad eg aldrei frarnar fengi þig litid. — f>ú hafdir ad sönnu til skilnadar heitid mér ýngri systur þinni til umsjónar eptir þig, en — vodalegahafdi mig til hennar dreymt, þóktisc eg sjá hana taka vid stórvöxn- um L u r k i af hendi þinni, en heyra þig undir eins segja: láttú ísland til lurka finna! kom hún svo til mín med lurkinn uppreiddan, eins og eldri systir þín (Seytjánda öldin hófst árid 1601, med miklum hardinda- vetri, sem því nefndist L u r k u r, ept- ir hvörn fvlgdi Pínings-vetur árid 1602, en Eymdar-ár 1604), og hót- adi mér hördu, sem hún. Eg qvídi því fyrir misjafnri medferd af henni. — Fagur er að sönnu búningur þeirr- ar Nítjándu Aldar, líflegur úngdómur hennar, blíd og ástúdleg hennar allra fyrsta qvedja, þar sem hún nú brunar fram á gullrodnum skýjum og med himn- eskri dýrd stígur ofan til mín. Fogn udur fylgir hennar korau; jafnvel örvasa karlar lifna vid; hátídleg veitsla er til reidu í hvarri krá; íeitir uxar oggeld- saudir steiktir eda reyktir á bordum, og nægd af sambodnum 0l-faungum. — Mínir Y f i r m e n n, mínir synir og þær dætur mínar 7 búast um í besta skart, sumar í nýbreyttann búning; minn B i s k u p skundar f flugjels- vængjudum heidurs skrúda og mjall- hvítum kraga af þrennum pípna-röð- um, til að kunngjora í m i n n i D ó m- kirkju, í tveimur kirkjum sama dag, ad nú sé mikil Fagnadar og Jubil-hátíd og mikid um dýrdir; ýmsir kennimenn mfnir eru málsnjallir nóg um sama, hv^rr í sinni kirkju; skjært hvella O r g e 1-pípurnar, hundrudum saman, vid adkomu hennar; kluckna- og hljóð- færa og hátfdlegra saungva-glaumur bodar mér vída ad, nýkomnaFagn- adar ogJubil-hátíð. — Hér og bvar vid flædar-mál mitt leyptra fall- Styckin og þruma út þenna fognud, og þar blakta 0ll Ö0gg í semu minn- ingu; á skraut-mennin blánkar af feg- urd; hvítir mjolpúdurs-meckir krýna þeirra kolla-tinda til ad auka dýrd- ina; glæsileg hýbýli, kræst, ylmandi bord, ljúffengir dryckir, liprir dansar, fjöldi af litlum, stinnum m á 1 u d u m b 1 0 d u m, gulls- og sylfur-hrúgna glaumur við þau á ríkismanna borð- um, sjálf nóttin sumstadar dagbjart af margum ljómandi ljósum og hátt blossandi, tjorgudum vitabrennum, allt — allt bodar mikla F a g n a d a r-h á- tídhjámér, þó fjoldi sona minna og Kennimanna minnist hennar varla. Mun allt þetta gjort til heidurs þér? mín Framlidna! — ónei! til heid- urs þinni nýfæddu systur! En hvorju er þá hellst f a g n a d ? máske því, ad þú, k j æ r a Á t j á n d a Ö 1 d! ert mór horfin til fulls, en yngri systir komin mér til adstodar — æ! henui fæ eg ennþá eeki fagnad, því eg ótt- ast ad hún leyni L u r k i n u m, sem mig dreymdi um, undir Gull-skyckju sinni. Máske f a g n a d sé enn meiri heillum og minni óheillum, sem vini mína og syni dreymi fyrir í N í t- jándu Aldarinnar heldur en í þinni fylgd? Æ! fár veit hverju f ag n a s k a l! |>ú ert samt framlidin, k j æ r a Á t- jánda Óld! en — þó að margir f a g n i því og minnist þín lítid hédan af, fagna eg þó hægt um sinn, en vil heldur minnast þín lengur og unna þér sannmæla; þ ú v a r s t nockuð mis-lynd, sem þid all- ar Systurnar munud egaætt- erni til, eptir móður yckar Tið; mér varstú, eins og eg þess vegna mátti vidbúast, b 1 í d og s t y g g ávíxl, en hvorthcldurvar optar eða lengur vil eg nú stutt- lega leida • rök til af f á e i n u m m e r k i s-a t r i ð u m, svo þar af ráda megi, hvart eg heldur hafi o r s 0 k a d s a k u a þ í n, ellegar fagna komu systur þinnar. J>au skulu undir eins vera þér maklegust Eptirmæli frá mér! Hvað hefi eg þá helzt ad telja þér til gyldis og Æruminningar? mín Framlidna! Uppá þessa sídustu spurningu gét eg nú, ad lyktum, verid fáord, med því ad vísa til þess marga, sem eg í undangengnum Eptirmælum þínum, hefi þér til hróss upptalid, nefnilega: stórum aukna og sí-vaxandi upplýsingu og hjátrúar-hneckir; stór- um endurbætta Log-gjof og Béttar- framkvæmd; mildun sida og hardýdg- is; mannkjærlegri medferd á sonum mínum, og sæmdarmeiri umgengni vid þá; almennt vaxandi frelsi þeirra; mik- ilsverda lausn og rýmkun allra minna bjargrædis útvega og nýrra innleidslu, en umfram allt: sífeldt óbreytta föd- urlega ríkisstjórn, heDnar dæmalausu og óþreyttu umhyggju, orlæti og vel- gjordir mér til frelsis í ollum bágind- um, og til vonar-fullrar viðréttingar þess á milli, krýnda fridarins óvid- jafnanlegu stodugu heillum, hvorjar aldrei hafa um þína tíd nád ad raska í nockru minni hagsæld og ró, og fyr- ir hvor 0II ómetanleg gædi eg af hjarta prísa Guds födurlegu forsjÓDj og fel mig orugg enni sömu fram- vegís! Far því vel, ástkæra Átjánda Öld! Fridur sé æ med þinni loflegu Minn- ingu, mín Framliðna! J>á mundu og skáldin láta til sín heyra, eins og nú. Höfuðbraginn orti Benedikt (Jódssod) Gröndal, lætur þær kveðjast og kveðast á, mæðgurnar, 18. öldina og 19., — og er þetta upphafið. Mér er glatt í geðinu, dóttir! Grömnl stár eg Imndrað ára. Þeir hafa margir mínnm fargað Meyjardómi í æsknblómi; Fjöllynd var eg, en fram mér hrundu Fólkumdjarfir mínir arfar; Man eg það, af kostakyni Komu drengir, frægir lengi. Niðurlag kvæðisins eru þessar fag- urlega orðuðu hendingar: »Lið eg hurtu hálft með hjarta Hrædd og glöð frá mínum stöðvum, Lifðn sæl! vér léttum tali. Lyfti þér jafnan hálig gifta«. Hjá öðru aldamótaskáldi, A r n ó r i presti Jónssyni, kendiheldur svart- sýni í garð liðnu aldarinnar. HaDn kvað: Annars vist þó er að mestu: Engu harmdauð varð hjá mengi Sú oss kvaddi öld, og eyddist, Áralöng var nóg i göngn! Öskruðu fjöll, þvi eldi fullar Æðar þungu jarðar sprungu, Spúðu ógnum, eitri, dauða, Undir frónið skalf og stundi. Sanði sló hún kaunum kláða, Kvaldi pestum gripi flesta, Faldi jörð i klaka köldum, Knúði þorsk frá landaflúðum; Stundum blíð var lýð og landi, Listir vandar allra handa Kendi hezt, og hjátrú hrinda Höndulega fórst f löndumo. Arnarflrði 29 jan. A.r það, sem nú hefir kvatt oss, hefir að flestu leyti verið i hetra lagi meðal-ár. Sumarið yfirleitt hagstætt hæði fyrir sjávarmenn og sveita. Að visu var afli á þilskipum hér eigi meiri en í meðal- árum, en verðið á fiskinum hætti aflann aftur svo upp, að flestir útvegsmenn munu heldur hafa haft hagnað en hitt á útveg sinum. Afli í haust yfirleitt góður hjá þeim, er gátu stundað sjó, og er víst óhætt að full- yrða, að þrjú til fjögur ár hafi eigi annar eins afli komið hjer í fjörðinn eins og kom eftir mannskaðaveðrið mikla hér í haust, jafnvel að sumir hátar, er 4 menn voru á, hafi fengið um 9 þúsund fiska rúma 2 mánuði, og tafði þó að mun gæfta- leysi og heituskoitur. Til að bæta kjör hinna hágstöddu eftir mannskaðann í haust var safnað frjálsum samskotum og stóðu fyrir þvi hér vestra þeir kaupm. P. J. Thorstensen og sýslum Halldór Bjarnason. Mun hjá háðum þess- um mönnum töluvert fje hafa saman komið. Þegar styttast fór til hátíðanna, tóku menn að búa sig undir, að taka á móti nýju öldinni og kveðja hina útliðandi öld, enda þótt mest væri gjört til þess á Bildu- dal sjálfum, sem má kalla aðal-framkvæmd- arstöð þessa hygðarlegs. Yar því næst aldamótahátíð Bíldudals haldin laugar- dag 5. janúar og hyrjuð kl. 6 siðdegis á þvi, að sungið var hið alkunna lag: »Hei! norðurheimsins foldo 0. s. frv. Því næst var mælt fyrir minni aldamótanna af skip- stjóra Þorst. Sveinssyni og Kr. smið Krist- jánssyni, minni íslands af Finnh. Jóhanns- syni, minni Bíldudals af verzlunarm. Bjarna Loftssyni og minni kvenna af veizlunarm. Hannesi BjarnaByni, en á milli þess, að ræðurnar voru framfluttar, var leikið á Piano af fröken Katrínu Thorsteinsson, og sungin ýms hljómfögur lög af æfðum söng- flokk. — Að ræðum loknum var stundarhlé á hátiðinni, en þvi næst hófu menn skemtan sina aftur með tafli, spilum, samræðum og dans. Skemtun þessa sótti meiri hluti Bildudalshúa og margir utansveitarmenn og létu vel yfir. Enn fremur var reynt, af fremsta megni, að gjöra sjálfa hátiðisdagana svo hátiðlega sem unt var, með því, að prýða hús það, með ljósum 0. fl., er við átti, sem notað var til þess, að halda í kvöldsöngva bæði hátíðiskvöldin og sömuleiðis aldamótahá- tiðina sjálfa. Aðfangadagskvöld flutti séra Jón Árna- son ræðu og einnig gamlársdagskvöld, og þá sömuleiðis real. stud. Finnbogi Jóhanns- son, en eftir kvöldsönginn var kveikt í bálkesti á háum fjallhrygg fyrir ofan hygð- ina hér, og skotið þar flugeldum, sem almenningur hér var litt vanur að sjá, og þótti mikið í varið. Fyrir hátíðarhaldinu stóðu ýmsir hinir yngri menn kauptúnsins, en nutu i þessu sem mörgu öðru hjálpsemi heiðurshjónanna P. J. Thorsteinsson og hans konu, er lán- uðu án endurgjalds hljóðfæri og hús, til að æfa í sönginn, og á margan hátt annan stuðluðu að því, að hátiðin væri haldin. Heilsufar manna hefur mátt heita gott siðan í vor, þar til nú eftir hátiðir hefir lungnahólga stungið sér niður á einstöku bæ i sveitinni, og nú fyrir fám dögum er einn merkisbóndi þessa sveitarfélags dáinn, — að sögn læknis úr téðum sjúkdómi —, hóndinn Bjarni Pétursson frá Dufansdal. Sökum þess, að svo fá ár eru síðan að kauptún þetta, Bíldudalur, fór að auka hygð sína, verða hér, eins og hjá frum- býlingum, margar þarfir og margt, sem gjöra þarf; enda eru hér á dagskrá nú 3 mikils varðandi málefni, sem að visu ein- göngu snerta þetta bygðarlag; þau eru: hreppaskifting, kirkjuhygging 0g skólahús- byyging, en þrátt fyrir mikla mótspyrnu úr nokkurum hluta hreppsins, mun þó skóla- húsmálinu verða komið í framkvæmd á næsta sumri. Vestnaanneyjum 24. jan. I nóvember mestur hiti 2. og 18. 8,2°, minstur aðfaranótt 13. — 5,,°. í desbr. var mestur hiti 1'5. 7,fj°, minstur aðfarauótt 22. -4- 8°. Urkoma var í nóvember 167, í desber 143 millim. Yeðráttan hefir yfir höfuð verið mjög stormasöm 0g urkoman mikil, og hefir þó einna mest að þvi kveðið í þessum mánuði, því enginn þur dagur hefir komið siðan um nýár, en jafn- framt hefir hiti verið óvenjulega mikill (tvisvar 9"). Hinn 21. þ. mán. komst loft- vogin niður á 705; fylgdi þeirri lágu mælis- stöðu hrotaveður fyrst á sunnan og um kvöldið á suunan-útsunnan. Skruggnr hafa verið þrisvar: 16. nóvbr., 25. desemhr. og 20. þ. mán. Öslcufall var hér nokkurt 16. þ. mán., og var þó vindstaða þann dag nokkuð suðlæg. Sjógœftir hafa verið mjög fágætar, enda litill fiskur fyrir; þó aflaðist dálitið af ýsu snemma í desember milli lands og eyja, en það hélzt að eins fáa daga; svo tók fyrir gæftir. Skepnuhöld eru enn all-góð. Af verzluninni er það að segja, að hana hefir vantað horðvið, en haft nóg brenni- vin. Að öðru leyti mun hún birg af flest- um nauðsynjum. í haust sendu eyjarskeggjar etazráði Bryde áskorun, undirritaða af 80, körlum og konum, þar á meðal öllum helztn mönnum. um að hæt.ta áfengissölu frá nýári; en eigi gat hann orðið við þeirri mála- leitan, liklega helzt fyrir þá sök, að því er heyret, hefir, að hann þykist eigi mega missa af ágóða þeim, er hann hefir af þessari göfugu (?) verzlnn. Annars hefir hvorki eigandinn né verzlunarstjórin.1 sýnt skiftavinum sinum þá kurteisi, að svara áskoruninni skriflega. Fólkstala var hér í aldarlok 568; hefir fjölgað um 79 á 4 árum. Um fyrri alda- mót mun hér hafa verið um 200 manna. Ymsar mikilsverðar framfarir hafa orðið á síðara helmingi aldarinnar liðnu. Þannig hafa matjurtagarðar meir en fimfaldast, eru nú yfir 16,000 Q faðmar Túnrækt hefir mjög batnað á siðasta áratug; tún hafa að mun verið stækkuð og nýgrædd upp. Hófst sú framför fyrir uppörvanir og aðhald Jóns landritara Magnússonar. — Yms félög eru hér: lestrarfélag, skipa- ábyrgðarfélag, framfarafélag, naut- gripa-ábyrgðarfélag, söngfélag o. fl. Lestrarfélagið á nú um 750 bindi, þar af 400 á islenzku. Skipa-ábyrgðarféiagið á 4000 kr. sjóð, og mun að líkindum innan skamms geta styrkt sjóð þann til styrktar ekkjum og munaðarlausum hörnum Vest- manneyinga þeirra, sem drukna eða hrapa til bana, sem stofnaður var 1890. Sjóður þessi er nú að upphæð hátt á 9 hundrað krónur; hefir skipulagsskrá hans öðlast staðfestingu konungs. Skipa-ábyrgðar.. sjóðurinn befir nú i nokkur ár veitt 2 þurfandi ekkjum dáinna félagsmanna 30 kr. styrk á ári. Þá má eigi gieyma spari- sjóðnum, sem Jón Magnússon var frum- kvöðull að, og þegar hefir að miklu gagni komið. Ýmislegt fleira mætti telja, en eg læt hér staðar numið. Hkagraflrði 7. jan. Nú er þetta helzt í fréttum: Þessir bændur dánir i f. m. Ólafur Ólafsson í Litluhlíð; Jónatan Stefánsson á Ölduhrygg; Gunnlögur Tóm- asson, Miðgrund. Alt nýtir hændur. Margar jarðir lausar úr ábúð. Búskapur erfiður og dýr. Vinnukraftnr að minka og verða dýrari. Mikið los á fólkmu. Lausamenskan að vaxa, en fé safnast ekki vitund meir en fyr hjá verkafólkinu, meðan það var meira i vist. Enn þá virðist, mér það eins margt ólöglega laust sem fyr. Vesturheimshugurinn og truleysi á landið glatar dug og framtakssemi manna fyrir landið sitt. Veðráttan afbragðsgóð, siðan með jóla- föstu í dag rauð og þíð jörð. Good- Templarar leika sjónleiki á Hofsós og Sauðárkrók nú um tíma, stutta gamanleiki, rétta handa börnum að horfa á. Fólki þykir gatnan að þessn, enda er litið um gamanið í sveitinni i skammdeginu. En menninguna af þeim er vist eigi um að tala. Oss vantar enn skáld, sem geti húið til leikrit, sem tekið sé úr lifi þjóðarinnar sjálfrar með kostum hennar og löstum, henni til lærdóms og menningar. Að eins að slikt. skáld komi sem fyrst. Druknan. Báti barst a, 4-manna-fari, miðviku- dag 6. þ. m. frá Straumfirði á Myrum. Þar druknaöi hinn alkunni dugnaðar- maður Bergþór Bergþórsson, 71 árs að aldri. Þeir voru á leið til selaveiða, en barst á við sker eittáleið- inni. Þrír mennirnir komust af. B.E.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.