Ísafold - 13.02.1901, Side 3

Ísafold - 13.02.1901, Side 3
Embsettisprófi frá læknaskólanum luku í fyrra dag þessir fjórir nemendur, allir með I. ein- kunn: Jónas Kristjánsson hiaut 193 stig Andrés Féldsted — 191 — Ingólfur Gíslason -— 182 — Þorbjörn Þórðarson — 160J— Prófið var endað fyrir nokkurum vik- um í öllu nema líkskurðarfræði;varð að bíða þetta eftir að lík fengist. Læknar þessir 4 sigldu í gær til K.- hafnar til þess að vera þar á fæðingar- stofnuninni. Tvíkvœnismál er komið upp á Kjalarnesi. Maður þar hefir fengið sóknarprest sinn til að gefa sig f hjónaband og talið honum trá um, að kona sín væri dáin. Svo kem- ur upp úr kafinu, að sveitarstyrkg er leitað handa henni úr Grindavík, fyrst til fæðingarhrepps hennar, og svo þang- að, sem maður heunar á heimili. Rann- sókn er hafin í málinu. Sams konar mál mun ekki hafa komið fyrir hér á landi á síðaetliðinni öld, nema eitt, Sig- urðar Breiðfjörðs skálds. Gufuskipið Skálholt kom loks laugardagskv. 9. þ. m. frá Færeyjum; hafði tafist þar eigi skemur en 1 4 daga. Aumi þröskuldurinn, þessar Færeyjar, sem meir en mál virð- ist til komið að losna við úr póstgöng- unum milli íslands og Khafuar. — Skálholt var að mestu fermt enskum vörum (Leith). Það fór aftur í nótt, til Liverpool, Póstskipið Lanra kapt. Aasberg, lagði á stað í gær- kveldi til F'æreyja, Skotlands og Kaup- mannahafnar. Með því sigldu fyrnefndir 4 læknaskólakandídatar og fjöldi kaup- manna: Björn Guðmundsson, Br. H. Bjarnason, Friðrik Jónsson, Guðjón Sig- urðsson, J. G. Halberg, Jes Zimsen, Jón Þórðarson, Pótur Hjaltested, Sigfús Eymundsson, W. Ó. Breiðfjörð; ennfr. Sigurður Thoroddsen mannvirkjafræð- ingur, Þórarinn B. Þorláksson málari, fröken Bagnh. Björnsdóttir, og um 50 þilskipamemi til Englands, að sækja 9—10 nýkeypt þilskip til fiskiveiða. Höfðingjaskifti á Englandi. Yiktoría Bretadrotning andaðist 22. f. mán. um kveldið, í vetraraðseturshöll sinni Osborne í eynni Wight, fyrir sunnan England. Hún var á öðru ári um áitrætt, f. 24. maí 1819, en nafði ríkjum ráðið, heimsins voldugasta ríki, sex tigu vetra og sjö missirum betur, frá því 20. júní 1837. Fjöldi barna og barnabarna hennar var viðstaddur dánarbeð hennar, þar á meðal Vilhjálm- urÞfzkalandskeieari, dóttursonur hennar. Utförin átti fram að fara á kyndil- messu (2. þ. m.), að viðstöddum ýmsum þjóðhöfðingjum álfunnar og þjóðhöfð- ingjaefnum. Ríki tók við fráfall móður sinnar elzti sonur hennar, Albert Edward, prinz af Wales, og nefnist Edward VII., Englandskonungur og keisari yfjr Indía- löndum, kvæutur Alexöndru, elztu dóttur Kristjáns IX. Danakonungs. Hann er nær sextugur að aldri, f. 9. nóv. 1841. Hann strengdi þess heit, er honum voru eiðar unnir daginn eftir lát móður hans, að kosta kapps um að feta í fótspor hennar, að vera þinghollur höfðingi í orðsins strangasta skilningi og að vinna að heill og hamingju lýðs , síns meðan lífsanda drægi. Vegna höfðingjaskiftanna kom þing saman, parlamentið, daginn eftir drotn- ingarlátið, til þess að ávarpa hinn nýja konung. Ráðaneytisbreyting vitanlega engin te.kin í mál. Um daga Viktoríu drotningar hefir Bretaveldi aukist um nær 140,000 ferh. mílur danskar og 200 milj. manna. Búa-ófriðurinn. Fréttir höfum vér fengið til mánaða- mótanna síðustu Og segir þar enn frá bardögum með Búum og Bretum lengst suður í Kapuýlendu. Má á því sjá, að ekki hefir tekist enn að stökkva Búum brott þaðan. En brytt hefir þar á samdrætti við Búa af landslýðsins hálfu, hinna hollenzku þegna Englakonungs; og stendur Bretum allmikill geigur af því. — Svo er sagt frá síðustu æfi- dögum Viktoríu drotningar, að löngum hafi hún setið grátandi út af því, að eigi sæi fyrir enda á ófriði þessum. Ferðamenn. það er eitt, sem fylgir óvanalegt hinni frámunalegu vetrarblíðu, að fólk hikar sér eigi við ferðalög framar en á sumrum. Nú eru þau hér á ferð meðal annara sýslumannshjónin frá Árbæ í Holtum, síra Arnór Árnason frá Felli í Strandasýslu, o. fl. Aflabrögð. Landburður af fiski á Akranesi und- anfarna áaga. Lítið reynt hér ann- arsstaðar. Sjónleikar. Fyrir troðfullu húsi og meir en það nærri þvi var leikið hér 10. þ. m. í IðnaðarmaDnahúsinu prumuveðrið eft- Hostrup og tókst mikið vel. Þilskipavertíð að byrja hér í dag, fyr en dæmi munu vera til áður. það er kuggur- inn Sivift, skipstj. Hjalti Jónsson, eign hans og Jes Zimsens og þeirra bræðra Bjarnar og þorsteins Guðmundssona, er nú að leggja út, aftan í enskum botnvörpungi, vegna lognsins. Aðrir sem óðast að búa sig. í heljar greipum. Frh. »jBe Abousír«, las hún; »hvað getur þetta »re« átt að þýða, hr. Stephens ? þér settuð re Ramses annan á síð- asta blaðið, sem þér fenguð mér«. »Eg hefi vanið mig á þetta, frk. Sadiö«, sagði Stephens; »það er siður lögfræðinga, þegar þeir skrifa memo —« »Skrifa hvað, hr. Stephens!« »Memo — memorandura; þér skilj- ið það. Við setjum re það og það, til þess að séð verði, um hvað það er«. »Eg geri ráð fyrir, að það sé hent- ugt, til þeSB að forðast málalengingar* sagði frk. Sadie; »en það er einhvern veginn hálf-skrítið, þegar það er sett framan við útsýni eða fornkonunga Egiptalands. »Re Keops«, finst yður ekki, það vera nokkuð hjákátlegt?« »Néi, eg get ekki sagt, að mér finn- ist það«, sagði Stephens. »Mér þætti gaman að vita, hvort það er satt, að Englendingar hafi ekki jafn-glögt auga á það, sem skrít- ið er, eins og Vesturheimsmenn, eða hvort þeirri gáfu þeirra er að eins öðruvísi háttað«, sagði stúlkan. »Einu sinni hélt eg, að þeir hefðu minna af henni, en svo fór eg að hugsa um það, að Dickens og Thackeray og Barry, og svo mörg önnur kýmniskáld, sem við dáumst mest að, eru Englending- ar. Svo hefi- tg aldrei á æfi minni heyrt fólk hlæja jafnmikið eins og í leikhúsi í Lundúnum. þar sat mað- ur fyrir aftan okkur, og í hvert skifti sem hann Hló, héldum við frænka mín, að dyrum hef i verið lokið upp einhverstaðar; svo mikill var gustur- inn, sem af honum stóð. Jn þér tak- ið stundum svo skringilega til orða, br. StephensU »Hvað er það fleira, sem yður þykir skringilegt, frk. Sadie ?« »T. d. þegar þér senduð mér að- gÖDgumiðann að musterinu og upp- dráttinn litla, þá settuð þér neðan á bréfið í hornklofum : 2 fylgiskjöb. »það er venja í viðskiftnm manna«. »Já, í viðskiftum«, sagði Sadie ó- lundarlega; og svo varð þögn. »Eitt er, sem mig langar til«, sagði frk. Adams með sinni hörðu málmrödd, sem hún duldi með viðkvæmni sína, »að eg gæti fundið að máli lög- gjafarþingið hér á landi og sagt því skýlausan sannleikann. Eg skyldi búa til mína eigin stefnuskrá, hr. Stephens, og stýra þingflokki eftir mínu höfði. Eitt atriði í þeirri stefnu- skrá yrði lög, er gerðu mönnum augna- þvott að skyldu, og annað yrði það, a,ð banna andlitsskýlurnar, sem gera kvenfólkið hér að fataböglum með augum, sem út úr þeim böglum horfa«. »Eg gat aldrei skilið, hvers vegna þær eru með þessar skýlur«, sagði Sadie, — »þangað til eg sá eina kon- una taka hana frá andlitinu. þá fór eg að skiljat. »þær þreyta mig, þessar konur«, sagði frk. Adams gremjulega. »það er alveg sama að tala við þær um skyldur og velsæmi eins og við undir- Bængur. það er auma kynslóðin! Ekki er lengra síðan en í gær, hr. Stephens, að mér var gengið fram hjé húsi einnar þeirra við Abou-Simbel — ef annars er hægt að kalla aðrar eins forarkökur hús — og eg sá tvö börn við dyrnar með venjulegu flugnaskorp- una kring um augun og stór göt á litlu bláu kjólunum þeirra. Eg tók til starfa, þvoði þeim vel með vasa- klútnum mínum og saumaði götiu saman — því að hér þykir mér alveg jafn-sjálfsagt að hafa nálhúsið mitt með mér, þegar eg fer á land, eins og hvítu regnhlífina mína. Og úr því eg var nú farinn að eiga við þetta, þá fór eg inn í herbergið fólksins — slíkt og þvílíkt herbergi líka ! — fekk það til að fara út úr því og ræsti það svo, eins og eg hefði verið þvottakona. Eg sá ekki meira af musterinu á Abou- Simbal en eg hefði séð, ef eg hefði aldrei frá Boston farið; en það segi eg satt, að eg sá meira af ryki og ó- þverra en nokkur mundi geta ímynd- að sér að kæmist fyrir í ekki stærra húsi. Ekki var nema ein klukkustund frá því eg bretti pilsið upp og þaugað til eg kom út, svört eins og ofnpípa, eða í mesta lagi hálf-önnur, en húsið varð tárhreint hjá mér. Eg hafði á mér eitt blað af New York Herald og breiddi blaðið á hilluna fyrir fólk- ið. Jæja, hr. Stephens, þegar eg var búin að þvo mér um hendurnar fyrir utan kofann, varð mér gengið fram hjá dyrunum aftur, og þá voru augun á þessum tveimur börnum aftur orðin full af flugum og alt var komið ná- kvæmlega í sama horfið aftur, að því undanteknu, að krakkarnir voru búnir að setja upp ofurlitla hatta, sem bún- ir höfðu verið til úr New York Her- ald-blaðinu. En heyrðu, Sadie, klukk- an er íarin að ganga til 10 og snemma á morgun eigum við að leggja upp f leiðangur«. •Purpuralitur bimininn og stórar silf- urhvítar stjörnurnar eru svo yndisleg- ar, að maður getur ekki farið að sofa«, sagði Sadie. »Lítið á þögula eyði- mörkina og svarta skuggana af hæð- unum. það er mikilfengleg sjón, en jafnframt hræðileg; og þegar eg hugsa um það, að við erum áreiðanlega kom- in að takmörkum siðmenningarinnar og að ekkert er annað en óhemju- skapur og blóðsúthellingar á þessum stöðvum suður undan okkur, sem Suð- urkrossinn blikar svo fagurlega yfir, þá finst mér eins og eg standi á fögr- um eldgígsbarmi. Góða nótt, hr. Stephens ! Góða nótt!« þær frænd- konurnar fóru ofan í káetnr sínar. Monsieur Fardet var að rabba í hálfum hljóðum við Headingly, unga Harvard námsmanninn. •Dervisjar, hr. Headingly«, sagði hann á ágætri ensku, en skifti sam- stöfunum eins og Frökkum er tftt. •það eru engir dervisjar til«. »Og eg, sem hélt, að krökt væri af þeim í skógunum«, sagði Vesturheims- maðurinn. Hryssa sú, er fru Sigríður Þorkels- dóttír á Reynivöllum lýsti í óskilum þar 27. detbr. f. á., var seld við uppboð þar i gærdag. Mark á henni er hálft af en ekki sneitt fr. h. standfj. aft. v. Neðra-Hálsi, 7. febr. 1901. Þórður Guðmundsson. Takíð eftir. Ungur, reglusamur pilt- ur óskar eftir atvinnu við verzlun næsta ár. Fjármark Magnúsar Kristjánssonar í Urriðakoti við Hafnarfjörð er : sneitt fr. h. og gat, sneitt fr. v. og gat. Brennimark M. K S. Fjármark Stefáns Grímssonar á Hval- eyri við Hafnarfjörð er: stýft vinstra og standfjöður aftan. Brennimark Stehhi. J. P. T. Bfydes verzlun í REYKJAVÍK selur Ofinkol með niðursettu verði þennan og næsta mánuð ÝMIS KONAR reiðsbap- ur enskra ferðamanna, svo sem Ferða- koffort, Klyfsöðlar, Hnakkar, Gjarð- ir, Tjöld, Mataráhöld, Niðursoðin matvæli. Bdtur úr striga með árum og margt fleira er til sýnis í verzl- aninni ,Nýhöfn‘ Alt þetta mun verða sett á uppboð og auglýst síðar. Eeiðróttlng. Háttvirti ristjóri I 1 siðasta hlaði Isaf. er þess getið að eg, ásamt öðrum húfræð- ing, hafi beðið um, að fá að mæla — og gera uppdrátt af Reykjavík. — Eg hefi aldr- ei sótt um þennan starfa til hæjarstjórn- arinnar. Það mun vera Gisli Þorhjarnar- son kaupmaður en ekki eg, sem hefir heð- ið um þetta ásamt J. Jónatanssyni. Reykjavík 12 febr. 1901. Sig. Þórólfsson. Tapast hefir á götum hæjarins g u 11 - kapsel með þurolungslangri keðju við. Skilvis finnandi er heðinn að skila þvi á afgreiðslustofu blaðsins mót sanngjörnum fundarlaunum. Heiðruðum almenningi gefst hér tneð til vitundar, að nú eru klæða- gjörðarvélar mínar teknar til starfa. Eg tek að mér að vefa, þæfa, lókemba, lóskera og pressa. Góð vinna og fljótt af hendi leyst. Varmá 14. febr. 1901. Björn Þorláksson

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.