Ísafold - 02.03.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.03.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einti sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 krv erlendis 5 kr. eða V/i doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYIII. árg. Reykjavík laugardaginn 2. marz 1901. 12. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr ti] óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. I. 0 0. F. 82388'/.,. II. Forngripaxaf nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbólcasafu opið hvern virkau dag k'i. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. t.il útlána. Okeypis lækning á spitalsnum á þriðjud. ng föstud. kl. 11—1. Ókevpis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kJ. 11-1. Ókeypis taunlækning i búsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Rankastjórn við kl. 12—1. Framfaramál höfuðstaðapins. II Verzlunin. Verzlunar-annmarkar. Eráleitt getur neinum, sem athugar verzlunina hér í höfuðstaðnum með nokkurri skynsemd, dulist það, að á henni séu tilfinnanlegir annmarkar. Ekki þarf annað en að minna á vöruþrotin, sem hér eru á hverju ári meiri og minni, þrátt fyrir auknar samgöngs r. Stöðugt göngum vér með lífið í lúkunum út af því, hvort ekki muni þrjóta eínhverjar af allra-óhjá- kvæmilegustu nauðsynjavörum vorum. Og aldrei ber við, að fá megi hér alt árið allar þær vörur, sem menn þarfn- ast. j>á liggur það og í augum uppi, að með því verzlunarfyrirkomulagi, sem nú er, verður útlenda varau oss dýr- ari en hún ætti að vera að réttu lagi. Sumpart stafar það af fjötrum þeim, sem kaupmenn eru yfirleitt í fyrir peningaskortinn, og afarkostum þeim, er þeir verða að sæta hjá erlendum umboðsmönnum, eins og margsinnis hefir verið grein fyrir gerð. Sumpart af því, að vörurnar eru að lang-minstu leyti fluttar hingað til lands beint frá þeim stöðum, er þær eru framleiddar á. Hver maður hlýtur að sjá, að það er enginn smáræðis kostnaðarauki, að flytja t. d. rúg frá Svartahafi, hveiti frá Norður-Ameríku, kaffi frá Eio- Janeiro o. s. frv. f y r s t til Hamborg- ar, Lundúna eða Kaupmannahafnar, og svo hingað til lands. Flutnings- gjaldið frá þessum áfangastöðum mundi sparast alt að því eins og það er, ef vörurnar væru fluttar hingað beina leið. Allmiklum erfiðleikum hlýtur það og að vera bundið fyrir hina smærri kaupmenn, að verða að kaupa allar sínar vörur erlendis, neyðast til að takast á hendur kostnaðarsamar ferð- ir árlega til annarra landa og vera tímum saman fjarotaddir verzlun sinni og heimilum, hvernig sem á stendur. »Selstöðu«-verzlunin, sem svo tíðrætt hefir orðið um og íslendingum eðli- lega er svo meinilla við, hlýtur að haldast við, meðau verzlunarfyrirkomu- laginu er þann veg háttað, að mikið af vandasamasta starfi kaupnvanna verður að fara fram í öðrum löndum. Menn hafa viljað kveða hana niður með löggjöf. En það liggur alt að því í hlutarins eðli, að þess verður ekki auðið á annan hátt en þann, að gagngerð breyting verði á verzlunar- fyrirkomulaginu að öðru leyti. Stórkaupaverzlun. Mikilvægasta og gagngerðasta breyt- ingin, sem verzlunarfyrirkomulagið gæti tekið, væri vafalaust sú, að hér risi upp öflug stórk&upaverzlun, sem birgt gæti kaupmenn bæði hér og annar staðar á landinu að öilum þorra af vörum sínum. Að því takmarki verður höfuðstað- urinn að keppa. jþví að þar er á- reiðanlega um afar-mikilsvert fram- farastig að tefla, eigi að eins fyrir hann, heldur og fyrír landið alt. Vér bendum hér á nokkur hlunn- indi, sem mundu verða þeirri breyting samfara: 1. Vöruþrotin yrðu margfalt sjald- gæfari. Auðvitað er ekki unt að fá algerða trygging gegn þeim. En lang- mest stafa þau af tvennu: Kaupmenn hafa ekki fjármagn í höndum til þess að fá nógu miklar vörur í eínu frá öðrum löndum. Og þeir rerna að miklu leyti blint í sjóinn, að því er söluna snertir, af því að þeir vita ekki um væntanlegar vörubirgðir keppinauta sinna. Stórkaupaverzlun stæði alt öðruvÍ8Í að vígi, að því er til þess kemur að fá ljósa hugrfaynd um vöru- þörfina. Og kaupmennirnir stæðu alt öðruvísi að vigi, þegar þeir gætu geng- ið að vörunum hér, jafnóðum og þær þryti í búðum þeirra. 2. Ekki gæti hjá því farið, að unt yrði að selja vörurnar við lægra verði, ef megnið af þeim fengist hingað beint frá þeim stöðum, þar sem þær eru framleiddar, eins og vikið er á hér að framan. Og mjög lítil likindi eru til þess, að þeirri breytingu fengist fram- gengt til nokkurra muna á annan hátt en þann, að hér risi upp stórkaupa- verzlun. 3. Arðurinn af stórkaupaverzluninni mundi lenda hér, í stað þess sem vér förum hans gersamlega varhluta og hann lendir allur í öðrum löndum. Vór fengjum stórkostlega hjálp til að bera þær byrðar, er menningar-við- leitninni eru samfara. 4. Kæmi hér upp stórkaupaverzlun, sem að miklu leyti birgði upp verzlan- irnar iiti um land, væri með því feng- inn afarmikill atvinnuauki fyrir bæjar- búa án þess að jafnframt væri á nokk- urn hátt rýrð atvinna manna í öðrum verzlunarstöðum. 5. Innlendir stórkaupmenn, sem vitanlega létu ekki vörur sínar af hendi öðruvísi en gegn peningaborgun, hefðu hina ríkustu hvöt til að stuðla að því eftir megni, að landsmenn gætu fengið góðan markað fyrir vörur sín- ar í öðrum löndum og borgunina fyr- ir þær í peningum. Að öðrum kosti gætu ekki viðskifti sjálfra þeirra blómg- ast. 6. Ættu íslenzkir kaupmenn yfir- leitt kost á að fá vörur sínar hóðan, yrðu samgöngurnar með ströndum fram eigi að eins miklu tíðari, heldur mundu þær að miklu eða öllu leyti svara kostnaði, og landssjóður fyrir það losna við þá útgjaldabyrði, er þeim er nú samfara. Jafnframt yrðu þá og að sjálfsögðu öll innanlands-við- skifti manna auðveldari. 7. Tollgæzla yrði að miklum muu auðveldari og áreiðánlegri. 8. Höfnin yrði höfuðstaðnum marg- falt arðsamari, og fyrir það ólíkt hægra að standast kostnaðinn af þeim hafn- arumbótum, sem höfuðstaðurinn þarf fyrir hvern mun að fá framgengt. Sórhvert þessara framantöldu atriða er einkar-mikilsvert. |>egar litið er á þau öll í heild sinni, gatur það naum- ast neinum dulist, að hér er að ræða um óvenjulega mikilfenglegt framfara- mál. j>á kemur til greina sú spurning, hvort vér getum á nokkurn hátt stuðl- að að því, að stórkaupaverzlun rísi upp hér í höfuðstaðnum, hvort hún sé nokkurum þeim skilyrðum bundin, sem á voru valdi eru. Tollfrjáls vörugeymsla. Hún er sjálfsagt eitt af þeim skil- yrðunum, sem óhjákvæmilegust eru. fíún er í því fólgin, eins og mörg- um lesendum vorum er sjálfsagt kunn- ugt, að vörurnar eru geymdar undir yfirvalds-umsjón, án þess að gengið sé eftir tolli af þeim, þangað til eig- andinn þarf á þeim að halda. j>á sparast leigur af tollgjaldinu, meðan vörurnar liggja arðlausar. Og fyrir stórkaupmann, sem verzlaði með toll- skyldar vörur, mundu þær leigur að sjálfsögðu nema stórfé. Hvað sem nú hugsanlegri stór- kaupaverzluu hér líður, er brýn þörf á, að þessi vörugeymsla komist hér á, og næsta alþingi ætti að samþykkja lög um hana. Meðan h&na vantar, eiga efnalitlir kaupmenn naiklum mun örðugra að birgja sig upp að toll- skyldum vörum, og verða jafnframt að selja þær dýrara en ella, ef þeir geta birgt sig upp. Kostnaðaraukinn við þessa breyt- ingu yrði nauðalítill. Kaupmenn geta, hvort sem er, ekki geymt vörur sér að kostnaðarlausu og mundu borga geymsluna að fullu. Viðtaka, eftirlit og afhending af yfirvalds hálfu yrði allur kostnaðurinn. Helzta hugsanlega mótbáran ar sú, að meiri dráttur verði á tollgreiðslun- um og að landssjóður missi íyrirþað af leigu af peningum. En hann fær, hvort sem er, enga tolla af vörunum, meðan þær liggja f vörubúrum í öðr- um löndum. Og aðalbreytingin yrði í því fólgin, að vörurnar lægju um stund ótollaðar hér, í stað þess sem þær liggja óseldar erlendis. Öflug peningastofnun. Ritsími. Annað aðalskilyrði fyrir því, að stór- kaupaverzlun geti þrifist hér, er að sjálfsögðu öflug peningastofnuu. Með innlendri stórkaupaverzlun mundí verzlunarfyrirkomulagið breyt- ast að því leyti, að umboðsmenn kaupmanna hyrfu úr sögunni. Kaup- menn mundu skifta beint við stór- kaupmennina. Og til þess að geta það, yrðu þeir að hafa peninga í höndunum. En, eins og öllum mönn- um er kunnugt, geta kaupmenn það ekki, nema öflugur banki sé í landinu. Hér bsr að sama brunni, eins og svo margsinnis hefir verið bent á hér í blaðinu. Framfarir, sem nokkuð munar um, eru alveg óhugsanlegar hór á landi, meðan ekki er til í landinu peningamagn, sem samsvarar þörfum vorum. Að líkindum er ritsími ekki jafn- óhjákvæmilegt skilyrði fyrir stórkaupa- verzlun hér í bæ eins og banki. En hætt er samt idð því 1 meira lagi, að peningamönnum mundi þykja fremur ófýsilegt að leggja út í veigamikla stórkaupaverzlun hér, meðan svo er ástatt, að ekki er unt að fá verzlun- arfregnir utan úr veröldinni oftar en póstur er á ferðinni frá útlöndum. Höfnin. Ganga má að því vísu, að nú sé öllum mönnum ljóst orðið, hve afar- mikil nauðsyn verzluninni og sjávar- útveginum, og þá höfuðstaðnum í heild sinni, er á því, að fá góða höfn, sem ekki verði skipum að farartálma, þó að ilt só í sjóinu, og aldrei valdi neinum vöruspjöllum. j>ess vegna virðist ekki þörf á að fjölyrða um gagnið, er verða mundi af þeim um- bótum. Bæjarstjórn Beykjavíkur viðurkendi nauðsynina hér um árið með því að fá hingað hafnfræðing og láta harm gera áætlun um, hve miklu fé mundi nema að gera svo við höfnina hér, sem nú hefir verið á vikið. Niður- staðan varð sú, að slík viðgerð yrði oss ókleif fyrir kostnaðar sakir. Síðan hefir málið legið í þagnargildi, og svo virðist, sem margir séu nú al- veg vonlausir um, að vér fáum nokk- urn tíma, eða þá um fyrirsjáanlegan tíma, almennilega höÍD. Koma

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.