Ísafold - 02.03.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.03.1901, Blaðsíða 2
hafnfræðingsins hefir því orðið oss til inikils ógagns, í stað þess, sem til þess var stofnað, að vér hefðum mik- ið gagn af henni. Nú virðist svo, sem rannsókn þess manns hafi nógu lengi dregið úr oss kjarkinn. Iíann mun hafa leyst af hendi það vt-rk, sem honum var á hendi falið. En hann vann ekki nema nokkurn hluta þess verks, sem hann hefði átt að vinna. I stað þess, sem hann var spurður um það, hver kostnaður muudi verða við að búatil höfn handa höfuðstaðnum á tilteknum stað, hefði sýnilega átt að spyrja hann að því, hvar sá staður sé hór í grend við höfuðstaðinn, þar sem vór getum komið upp góðri höfn með þeim kostn- aði, sem oss yrði kleifur. Vér verðum að fá aftur mann, sem fær er um að rannsaka málið til hlít- ar þann veg. |>ví að við hafnleysi má höfuðstaðurinn ekki una og getur hann ekki unað lengi úr þessu. Mjólkurbú og rjómabú. Eftir Sigurð Sigurðsson. I Ýmsir hafa óskað eftir, aðegskýrði almenningi frá fyrirkomulaginu á mjólkurbúinu á Seii í Hrunamanna- hreppi, og hver reynsian hafi orð- íð um sölu á smjörinu. jáetta er mér ljúft að gjöra, og það þvífremur, sem eg er þeirrar skoðunar, að stofn- un mjólkur- og rjómabúa og sala á smjöri til Englands sé eitt af vorum meiri háttar framfaramálum. Síðan eg fór að hugsa um þetta mál — og það er all-Iangt síðan —, og kynna mér það, hefi eg ávalt styrkst betur og betur í þessari skoðun, og það er mín sannfæring, að mjólkur- búin séu eitt af því, er bjargað geti landbúnaðinum við, breytt búskapn- um og lyft honum upp. En hér er þess að gæta, að hug- myndin er, til þess að gera, ný hjá oss, og innlend reynsla að kalla má engin. |>ess vegna er áríðandi, að fara að öllu gætilega, kynna sér mál- efnið sem bezt, og rasa ekki fyrir ráð fram. Mörgum nættir því miður við, að telja sig hafa fullkomið vit á þeim hlutum, er þeir botna þó raunar ekk- ert í, svo sem eðlilegt er. f>etta kemur svo oft fram, bæði í ræðu og riti, og í þessu máli — stofnun mjólk- urbúa og smjörgjörð — bólar á því sama. |>ess er eigi að dyljast, að margir telja smjörgerðina auðlærða og eigi vanda- sama, og að það sé enginn »kunst« að búa til smjör til útflutnings. En þetta horfir nokkuð á anuan veg við frá mér að sjá. Smjörgerðin er vanda- söm og lærist eigi til hlítar á fáum dögum. Sérstaklega kemur þetta til greina, er verka skal smjör til útflutn- ings. Eg hefi áður bent á þetta, og reynt að gjöra mönnum það ljóst, hve mikilsvert er, að vanda smjör- gerðina sem bezt, svo að smjörið geti orðið boðleg vara á mörkuðum er- lendis. Eg ætla nú að hverfa að mjólkur- búinu á Seli, hinu fyrsta mjólkurbúi, er komið hefir verið upp bér á landi. Að því búnu getur verið, að eg fari nokkurum orðum um þetta mál, í þeirri von, að það skýrist onn betur en crSið er. Einkum vildi eg taka fram mismuninn á mjólkurbúi og rjómabúi, og gefa fáeinar bendingar um stofnun þeirra. það var ekki fyr en um 10. júlí f. á., er mjólkurbúið á Seli komst á stofn og tók til starfa. í félaginu voru 5 bændur. þeir tóku lán í fé- lagi til þess að kaupa fyrir helztu á- höldin, svo sem skilvindu, strokk, flutníngsfötur og fleira. í þessum föt- um var mjólkin flutt til búsins. f>eir, sem skemst áttu, fluttu mjólkina tvisv- ar á dag, eða í bæði mál; hinir, sem lengra áttu, að eins einu sinni á dag, að morgni til, eftir að mjöltum var lokíð. Föturnar eru úr stálþynnu, og tóku þessar 20 og 25 potta. |>ær eru smíðaðar hér í Beykjavík, og gerði það Pétur Jónxson blikksmiður. þær kostuðu 8 kr. hver; eu Pétur hefir nú skýrt mér svo frá, að eftirleiðis muni verðið verða heldur lægra. Hann er fús að smíða þessar fötur fyrir þá, er óska og þurfa þeirra með. — Föturn- ar eru með sérstöku lagi, og einkar- hentugar til að flytja í þeim mjólk, hvernig sem flutningnum er hagað, enda alveg sams konar og fötur er- lendis, sem mjóik er flutt í til mjólk- urbúanna. Meðan mjólkin var mest, hafði bú- ið til meðferðar um 700 pund á d >g. |>að var bæði kúa- og sauðamjólk, hér um bil helmingur af hvorri. Mjólkin frá hverju heimili var skilin sér, og tóku félagsmenn undanrenninguna heim til sín. jpegar búið var aðskilja, var rjóminn vigtaður frá hverju heim- ili fyrir sig, og vigt hans rituð í bók. Fitumælir var ekki hafður. Eftir að búið var að vigta rjómann, var honum belt í sérstakt ílát og hann sýrður, og strokkaður daginn eftir. Félagsmenn réðu bústýru til að standa fyrir bú- inu og annaðist hún að öllu leyti smjörgerðina. Henni var hjálpað til að skílja mjólkina á málum. Búið var sameignar-mjólkurbú. Eins og gefur að skilja, var við marga erfiðleika að etja framan af og kostaði marga snúninga og erfiðis- muni að koma öllu í lag. En eg dá- isi jafnan að því þoli og þeim áhuga, er félagsmenn sýndu; þeir hétu því, að gefast ekki upp, og það efndu þeir. |>etta er sérstaklega eftirtektarvert, þar sem hér var um alvég spánnýtt fyrirtæki að ræða, og alla reynslu vantaði. En eftir alt afstaðið, eru nú félagsmenn vel ánsfegðír; þeir undu fyrirkomulaginu hið bezta, og er á- setningur þeirra að halda áfram. En búinu verður, ef til vill, breytt í rjómabú. Um sölu smjörsins er það að segja, að það var alt sent út og selt þar. Sumt af því var selt á Englandi fyrir milligöngu Asgeirs kaupmanns Sig- urðssonar, en nokkuð var sent út í kaupfélagi Arnesinga. Um það, hvern- ig salan gekk að öðru leyti, Jæt eg mér nægja að vísa til ritstjórnar- greinar í »ísafold« 77. tbl. f. á. f>ar er skýrt nákvæmlega frá þessu og fleiru, er stendur í sambandi við þetta mál. Rangárv.s. (Austar-Landey.) 9. febr.: »Arferð er vonum betra og heilsufar gott hér fremur. Ágætt tíðarfar siðan seinni hluta janúarmán. Bliða og hJáka um þessar mundir. Kviðið er fyrir skarlatssóttinni, ef hún skyldi hingað herast. Læknir okkar hefir mikið að gjöra fram og aftur um umdæm- ið, og tekst vel, að mælt er. Austur-Landeyjar missa góða menn i vor: Jón Bergsson á Hólmum, sem fer ug flytur sig með allan sinn hóp út að Skál- holti; Þórodd Sigurðsson í Búðarhólshjá- leigu, er flyzt að Skálmholtshrauni, og Jón Þórðarson i Stóru-Hildisey, sem fer að Núpum i Öifusi. Þetta er gott fólk alt og nýtir bændur, og er óskandi að þeim verði gott af breytingunni*. Hershöfðingjarnir liðlausu. Svo má nefna þá uu þessar mund- ir, ráðherrana dönsku. Fráleitt muu þesa nokkurt dæmi um þingbundna stjórn í nokkuru land, sem gerist með Dönum. Algengast er, að ráðaneyti þyki ekki vært í valdasessi, ef það hefir ekki nokkurn veginn öruggan meiri hluta með sér á þingi í báðum þingdeildum þar sem þing er tvfskift. Stundum lætur stjórn sér lynda, et hún hefir sér fylgispakan rneiri hluta í annarihvorri deild, þar sem tvær eru málstofur, og þá oftast þeiiri, sem fjölmennari er og skipuð eingöngu þjóðkjörnum fulltrúum. Danastjórn hefir lengi haft sér það til ágætis, að láta sér lynda fyígi öflugs meiri hluta í fáliðaðri deiidinni, sem kosin er sumpart af öriitlum minni hiuta kosningarbærra manna í landinu og surnpart af kon- ungsvaldinu, þ. e. stjórninni sjálfri. Meiri hluta í hinni deildinni, fólks- þinginu, hefir hún haft á móti sér lengst af síðasta þriSjung liðinnar ald- ar, en þó oftast töluverðan minni hluta með sór þar. Nú kastar þó tólfunum, á ríkisþingi því, er háð er þennan vetur, alda- mótaveturinn. Hún hefir nú ekki með sér nema hér um bil */9 hluta af fólksþinginu eða 12 þingmenn alls þar af 114. f>ar eru 8 um hvern einn stjórnarliða, eða liðsmunur víðlíka og gerst hefir tíðum í orustum með Bretum og Búum. En þá kemur landsþingið, efri deild ríkisþingsins danska. Tala þingmanna er þar 66, og eru 12 þeirra konung- kjörnir. Að forseta frátöldum, sem er stjórn- arliði, eru 33 liinna 65, sem eftir eru, stjórninni fylgjandi, en 32 á móti. — Undir eins og 1 þessara 33 forfallast frá fundi, vegna veikinda eða annars, eru flokkarnir orðnir hnífjafnir en for- fallist 2 þeirra, lendir stjórnin í minni hluta. f>eir eru sumir allhrumir orðn- ir í stjórnarflokknum og því hættara við forföllum þar en hinumegin. En svo er enn fremur þess að gæta, að í þessari liðstölu stjórnarmegin eru sjálfir ráðgjafarnir 4, auk 8 konungkjörinna þingmanna anuarra; 2 þeirra eru hinumegin. f>að vitnaðist ekki fyr en í vetur snemma, að ráðaneytið er svona lið- litið, sem það er, í landsþinginu. f>að hafði talið upp á 9 atkvæðum fleiri, er það komst á laggir í vor, sem leið. En svo kom það upp úr kafinu, að sú von var á tómum misskilningi bygð eða rangri eftirtekt ráðaneytisforsetans væntanlega þá, Hannibals Sehested. Hann hafði spurst fyrir um, hvort »greifahópurinn« í landsþing- inu, þeir Mogens Frijs-Frijsenborg og hans nánustu kunningjar, mundu eigi vilja styðja hið fyrirhugaða ráðaneyti, en þeir svarað nokkuð á hnldu, og þó sett það skilyrði, að skattamálið yrði skaplega til lykta leitt þá á næsta þingi. En þess var enginn kostur öðruvísi en með samkomulagi við fólksþingið, sem »greifarnir« kusu svo heldur í vetur en að elta ráðaneytið út í nýja rimmu um það mál við fólksþingið. f>ennan misskilning bar á góma með þeim Frijs og Sehested á þing- fundi 22. nóv.,og stappaði nærri meiri- háttar tíðindum. Sehested (ráðaneytis- forsetinn) bar á móti því, að þeir Frijs og hans félagar hefðu haft áðurnefndan skildaga. Frijs kvaðst taka það svo, sem hann vildi væna sig um ósannindi, og kvaðst þá eigi út í það mál fara frekara á þessum stað. Var það skilið svo af sumum, sem hann ætlaði að skora á forsætis- ráðherrann til einvígis, ef hann tæki eigi orð sin aftur. Fundu 2 vinir Frijs ráðgjafann að máli eftir fund, og lauk svo, að hann tjáði sig á næsta fundi mundu hafa haft rangt fyrir sér. Við það urðu þeir Frijs aftur sáttir að kalla; i n þó sögðu »greifarnir«, 8, sig úr löguneyti við hægrimannaflokkinn í landsþinginu og halda síðan hóp, á- samt H. N. Hansen konferenzráði, er gengið hafði úr þeirri sveit í fyrra vor. Mogens Frijs greifi mun vera einna auðugastur lendra manna í Danmörku. Hann er sonur Frijs greifa af Frijsen- borg, þess er ráðaneyti stýrði hjá Kristjáni konungi níunda á fyrstu rík- isárum hans og það er þakkað meðal annars, að Dani henti eigi það gíap- ræði, að þrífa til vopna með Frökkum gegn þjóðverjum 1870. — Meðal ann- ara í þessum greifahóp má nefna Beedz-Thott, er ráðaneyti stýrði fyrir fám árum; þá Ahlefeldt Laurvigen, Neergaard, Bottboll, Steensen-Leth o. fl. f>ví er það, að hafi danskt ráða- neyti nokkurn tíma verið á heljarþröm, þá er það þetta, sem nú hangir við völd. f>ví tókst, með 1 atkvæðismun, að fá skattamálanefndina í landsþing- inu þann veg skipaða, að íhenniurðu 8 þess liðar, en 7 úr andvígisflokkn- um. Nú eru sumir þessara 8 sagðir nokkuð á báðum áttum. f>eir sjá þ ið, að ef þeir elta stjórnina í því máli og það ónýtist fyrir þá skuld enn á þessu þingi, þá verður þeim hætta búin surnum hverjum á kjörfundum í sumar, með því að landslýður, jafnt höfðingjar sem aðrir, sár-þráir viðunan- lega réttarbót í skattalöggjöf Dana. En fram getur málið eigi gengið öðru- vísi en að meiri hluti í landsþinginu þýðist það, er fólksþingið vill vera láta, eða samþykki þess frumvarp, en hafni stjórnarinnar. f>á hlýtur stjórnin að veltast úr völdum, og er þá búíst fast- lega við vinstrimannastjórn eða þá að minsta kosti samsteypuráðaneyti — með því að hægrimenn eiga úr því vísan meiri hluta mótdrægan eér í báðum þiugdeildum. En hafi ráða- neytið sinn vilja fram í skattamála- nefnd landsþingsins og þá líklega einn- ig í þeirri þingdeild sjálfri, getur það setið kyrt að vanda að svo stöddu, t. d. þangað til í sumar, er kjósa skal af nýju helming landsþingsins; þá er óskiljanlegt annað en þær kosningar verði því skeinuhættar. Um fólksþingskosningarnar þarf vit- anlega eigi að sökum að spyrja, — að þær verði stjórninni eindregið andvíg- ar. f>ær eiga nú fram að fara bráð- um, í síðasta lagi 5. n. m. (apríl). En það mótlæti er nú stjórnin danska alvön að hrista af sér og láta sem ekkert hefði í skorist. f>að er sama stjórnarfars-andstreym- ið, sem bræður vorir í Danmörkueiga við að búa eins og vér íslendingar: framtakslitla afturhaldsstjórn, sem þeim finst liggja eins og farg á þjóð- inni og tefja fyrir og tálma brað- nauðsynlegustu framförum landsins. Munurinn er sá, að það erþarekki nema örlítið brot af þjóðinni, sem heldur í hönd með slíkri stjórn. Allur þorrinn er þar löngu vaxinn frá þeirri bernsku, að láta blinda sig á báðum augum og ginna sig og fleka til að vera sjálfs sín böðJar með því að kjósa þá menn á þing, er halda vilja við hinu óhaf- andi stjórnarfarsástandi. Sáttanefnd Reyk.iavíkur. Hana skipa nú þeir Eiríkur Briem prestaskólakennari og H. Kr. Friðriks- son fyrrum yfirkennarí í stað þeirra Hallgríms biskups og Árna Thorsteins- sons landfógeta, er lausn hafa feng- ið í vetur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.