Ísafold - 02.03.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.03.1901, Blaðsíða 3
47 Aldamóta^arðurimi. Sacoþyk var á aukafundi í Jarð- ræktarfélagi Beykjavíkur 25. f. mán. með öllum þorra atkvæða svofeld fram- faravænleg tillaga : 1. Jarðræktarfélag Reykjavíkur gef- ur í aldamótaminningu 600 kr. af sjóði sínum til að girða 6 dagslátta svæði, ætlað til matjurtaræktar og á sínum tíma til stuðnings efnalitlum bæjarmönnum, sem verjast sveit. 2. Stofnunin á sig sjálf; en leggist hún niður, er landið með mannvirkj- um eign Reykjavíkurbæjar. Forstað- an skal skipuð 3 mönnum, er skifta verkum með sér; kýs stjórn Jarðrækt arfélagsins, bæjarins og Búnað- arfélags Islands sín hvern manninn. Skýrslur og reikninga stofnunarinnar ska! í byrjun hvers árs leggja fyrir bæjarstjórnina til athugunar. 3. Girta svæðið skal undirbúið til góðs sáðgarðs, svo fljótt sem má, með vinnu þeirra manna, sem eru þurfandi sveitarstyrks. Askotnist 8tofnuninni fó með gjöf um einstakra manna eða félaga, skai því varið til að flýta fyrir ræktuninni. f>egar landið fer að verða arðberandi, skal öllum nytjum og arði varið semhag- anlegast tiláframhaldandi atvinnuefna- litlumbæjarmönnum,er verjast sveit, og er forstöðunefnd stofnunarinnar skylt aðleita ráða hjábæjarstjórninni og Jarð- ræktarfélaginu um nánari ráðstafanir á meðferð landsins. þegar laadið er ræktað, má selja það, só þá um eið tekið jafnstórt nýtt land til ræktunar. 4. Ákvæðum þessum má eigi breyta, nema bæði bæjarstjórnin og Jarðrækt arfélagið samþykki. Bæjarstjórn Ryíkur. |>að gerðist helzt á síðasta bæjar- stjórnarfundi 21. f. mán., að gengið var að Aldamótsgarðstilboði Jarðrækt- arfélagsins — bæði heitið landi undir garðinn eftirgjaldslaust og þurfamanna- vinnu, eftir því sem fært þætti. |>á var vísað til athugunar fjárhags- uefndar máliuu um ómagakostnaðar- skiftingu milli Reykjavíkur og Sel- tjarnarneshrepps út af því, er Laug- arnes og Kleppur lagðist undir bæinn fyrir 6 árum. Ekki þótti þörf að kjósa mann í veganefnd í fjarveru Sig. Thoroddsen nokkurar vikur. Rannveígu á Bakka heitið 50 kr. styrk til varuargarðs íyrir lóð hennar. Tveim vegarbeiðnum vísað til vega- nefndar. Samþyktar fáeinar brunabótavirð- ingar: íbúðarhús Sveins Eiríkssonar trésmiðs við Brborgarstíg 5282 kr.; viðbót vestur úr húsi H. Andersens skraddara 4690 kr.; hús Ólafs Gunn- laugssonar járnsmiðs 1755. Laust brauð. Staðastaður (Staðastaðar og Búða sóknir) í Snæfellsnessprófastsdæmi. Metið 1747 kr. 83 a., að frádregnuár- gjaldi til landssjóðs 300 kr. Prests- ekkja er í brauðinu, sem nýtur eftir- launa af því (eftir fyrra mati) kr. 203,44, samkv. lög. 3. okt. 1884 1. gr. Yeitist frá fardögum 1901. Aug- lýst 28. febr. 1901. Umsóknarfrestur til 12. apríl. Maður druknaði j sunnudaginn var, 24. f. mán., af fiskiþilskipinu Margrethe (skipstj. Finnur Finnsson) úti við Garðskaga á innsigling hingað, Kolbeinn Kol- b e i n s s o n, ungur vaskleikamaður hér úr bænum, um þrítugt. Ætlaöi að rifa segl og steyptist yfir um segl- ásinn, mun hafa lent á öldustokknum og ef til vill rotast þar, hrökk svo útbyrðis, en húfan af honum lenti inn á þilfarinu. Skipinu var snúið við og reyut að ná manninura, en hann sökk þegar og skaut eigi upp aftur. Mannalát. Skrifað er ísafold nýlega austan úr Landeyjum sem hér s-gir: »Hinn 24. nóv. f. á. andaðist hér að Vestra-Fíflholti ekkjan þorg<T(’ur Grímsdóttir, 90 ára; og 29. des. f. á. í Voðmúlastaða-suðurhjáleigu ekkjan Guórún Ólafsdóttir, 94 ára. Báðar voru þessar öldruðu konur vænar og guðhræddar, vandaðar og vel hugs: andi. Guðrún sál. var sérstakloga gestrisin meðan hún »mátti og hét«. Af fráfalli Sigurðar Benediktasonar á þúfu, sem getið er uní í 3. tbl. þ. á., segir sóknarpresturinn þar þetta ítarlegar eða róttara en þar er gert: • Sigurður heitinn var við gegningar 2. í jólum og gekk heim að bænum fjósmegin. En forskáli er þar fyrir fjósdyrum, sem var illa uppgerður og ekki regnheldur. Vildi Sig. heitinn, sem var stakur hirðu- og iðjumaður, ekki að svo væri, og tók því til að umbæta skálann, en féll þá mður um hann og beið bana af þeirri byltu á 3. degi, 28. des. Hann var ekki bú- andi á f>úfu, heldur húsmaður, kvong- aður, og 48 ára gamali«. Maður varð úti eða druhiaði í Leir- vogum í Mosfellssveit mánud. 11. þ. mán., á heimleið upp að Víðineei úr Reykjavík, roskinn maður, þórður að nafni Sigurðsson; bjó fyrrum austur í Mýrdal í Reynishverfi. Líkið fanst viku síðar, 18. þ. mán. Yíiiisiegt utan úr heimi. Hann kvað vera að hugsa um að kvongast aftur, Franz Jósef Aust- urríkiskeisari, þótt aldraður 3é, sjö- tugur. Hann misti konu sína fyrir 3 árum rúmum, Elizabst drotningu, með þeim hörmulega dauðdaga, að hún var mvrt, lögð með rýting, suður í Sviss, af óstjórnarliðanum og illmenn- inu Lucheni. Nú ætiarhann að ganga að eiga unga leikkonu fræga og for- kunna^fríða, frú Schratt að nafni. Hún fór í vetur suður í Róm á fund páfa og með henni systir keisarafrúar- innar sál., greifafrú de Trani. Erind- ið fyrir frú Schratt að fá hjá páfa skilnað við mann sinn, Kisch barón, er átt hafði með henni 1 son. Páfi veitti henni þá bæn, enda studdi sendiherra Austurríkiskeisara það mál fastlega, og þóttust menn þá sjá í hendi sér, hvað til stæðí. Síðan hefir keisari veitt henni greifafrúrnafnbót— greifafrú Höchstenberg — og er mælt, að brúðkaup þeirra muni standa mjög bráðlega. En drotningartign mun hún ekki eiga að hljóta. Ríkíserfinginn í Austurríki, Franz Ferdinand erkihertogi, bróðursonur Franz Jósefs keisara, kvæntist og í fyrra ótiginni konu ungverskri, er keisari veitti áður greifadóm og kall aði greifafrú Hohenberg. Maður er nefndur Murray Hall, amerískur, og einn af höfðingjum Tammany-8amkundunnar alræmdu í NewYork, atkvæðamaður mikill og vaskur fyrirliði þar um 80 ár. það komst upp að honum látnum, sem engan hafði grunað, að þetta var — kona! Stúdentaóeirðir miklar urðu fyrir fám vikum við háskólanní Kiew á Rúss- landi, og var Kósakkaherlið látið skerast í leikinn, en í þeirri viðureign féllu 18 stúdentar, en 30 urðu sárir og 200 handteknir. Svo voru miklir kuldar í vetur um þorrabyrjun snður á Tyrklandi, að úlfar gengu þar um bygðir í nágrenn- inu við Miklagarð og lögðust á menn. Fanst eitt líkið hálf-etið nærri sumar- höi! sendiherrans brezka í Miklagarði. þ>að bar til í vetur fyrir fám vikum í borginni Gent í Belgíu, að þar var opnuð leghvelfing til þess að bæta þar við kistu með líki nýdáins manns af íólki því, er leghvelfinguna átti. þ>ar lá þá á neðsta þrepinu niður í jaröhvelfinguna beinagrind ungrar stúlku, er þar hat'ði jarðsett verið fyr- ir nokkurum árum, en ki.sta hennar opin á sínum stað ÍDnar í hvelfiDg- unni. Hún hafði sýnilega verið kvik- sett, og sprengt af sér kistulokið, er hún raknaði við, en ekki heyrst köl! hennar, og orðið loks hungurmorða. Uppreisuarófriður í Venezúela í Ame- ríku. Beið stjórnarliðjð mikinn ósigur í öndverðnm f. mán. og féllu mörg hundruð manua. Brúðkaupshátíð Vilhelmínu Hol- landsdrotningar og Hinríks hertoga af Mecklenburg-Schwerin var haldín í f. mán. í Haag og stóð fulla viku. Sam- an voru brúðhjónin gefin fimtudag 7. f. mán., með tvennu móti, fyrst í að- seturshöll drotningar af veraldlegu yf- irvaldi, dómsmálaráðherranum, en síð- an í höfuðkirkju borgarinnar af hirð- presti drotningar. Hún hét að vera hlýðin manni sínum," en ekki að vera honum fylgisöm hvar sem hann hefð- ist við; hún hafði verið undanþegin þeim viðauka með lögum skömmu áð- ur. Brúðhjónin óku til kirkju í gull- búnum krýningarvagni drotningar (frá 1898), gjöf frá borginni Amsterdam og mesta völundarsmíði. Eftir vígsl- una í kirkjunni var skotið 101 fall- byssu8koti. Hátt á 4. hundrað saka- manna veitti drotning uppgjöf á brúð- kaupsdegi sínum. Hún er á 1. ári um tvítugt, en maður hennar 4 árum eldri. Slys varð mikið í Baku við Svarta- haf snemma í f. mán. (5.): kviknaði þar í nafta-birgðum miklum, og brunnu 5 geysistór naftageymsluhús og 10 verksmiðju-stórhýsi. J>ar eru nafta- brunnar og steinoliu geysimiklir rétt hjá bænum. Olían rann eins og log- andi hrauneðja alt í kringum íbúðar- hús verkmanna og fórust 30 roanna í eldinum. Skaðinn metinn 6 miljónir rúfla eða um 17 milj. kr. Um 100 fjöl- skyldur urðu húsnæðislausar. Mælt er, að burtrekinn vökumaður hafi vald- ið voða þessum, kveikt í til hefnda. Auðkýfingarnir Rothschild áttu nokk- uð af því, sem brann. — (Ýkt var fyrst um skaða og manDtjón). Ráðaneytisskifti á Ítalíu. Atferli ráðherranna vítt í fullcrúadeild þings- ins með 318 atkv. gegn 101. Viðþað báðust þeir lausnar, Saracco yfirráð- herra og hans félagar. J>etta var 6. f. máo. Ekkert hafði sögulegt gerst í ófrið- inum með Búum og Bretum framund- ir miðjan f. mán. (febr.), er enskblöð ná síðast til. Smáorustur og hlaup- víg, sem áðu^. Brigzl á báðar hendur um misindisátferli við vopnlausa menn. Tvo friðarerindreka brezka átti Búa- hershöfðingi einn að hafa látið skjóta án dóm8 og laga. f>ing Breta ætlaði Játvarður kóngur að helga 14. f. mán., með slíkri viðhöfn, sem framast gerist. |>að átti móðir hans heit. ekkert við síðustu 15 árin, sem hún lifði. Eftir það ætlaði kon- ungur að taka sér ferð á hendur til þýzkalands, að heimsækja systur sína Viktorfu keisaraokkju og svo Vilhjálm keisara. Drepsóttir á Englandi og’ Skotlandi. Svo segir í ensku blaði 10. f. mán: •Brytt hefir á bólusótt eða kýlapest (svarta dauða) eða hvorutveggja í borgunum Glasgow, Dundee, fíull og Cardiff, og veldur yfirvöldum þar mik- illar áhyggju. Föstudaginn var (8. febr.) lágu 462 bólusjúklingar í sjúkra- húsum í Gíasgow. Til þess að reyna að stemma stigu fyrir kýlapestinni, hefir bæjarstjórnin í Cardiff boðió 30 aura (4 d.) verð- laun fyrir hverja rottu, er veiðist þar í bænum. f>ær skiíta miljónum þar«. (f>að er sannað fyrir löngn, að rottur bera með sér kýlapestina). f>á segir svo í sama blaðinu á öðrum stað: »Á fundi heilbrigðisnefndarinnar í Bristol á þriðjud. (5. febr.) gaf læknir- inn skýrslu um kýlapestarskipið frá Smyrna, er þaDgað kom fyrir skemstu með byggfarm. Rotturnar, sem fund- ust dauðar í skipinu, reyndust hafa drepist úr kýlapest, og voru 226 aðr- ar drepnar. Skýrt var frá, að 114 manna hefðu verið hafðir undir lækn- isskoðun, en ekki orðið vart við sótt- ma í þeim neinum«. I»ilskipavertíðin. Nú eru þilskipin héðan flest farin út eða þá að farS. Fáein voru lögð út fyrir mánaðamót. |>að, sem fyrst fór, .12. f. m., Swift (skipstj. Hjalti Jóns- son), hafði fengið á 6. þús. af þorski fyrir mánaðamótin, mest í Miðnessjó. Annað, Margrethe, sem manninn misti fekk þar á 1 degi 1000. Veðuratliuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 190 1 Febr. Marz Loftvog millim. Hiti (C.) >• et- ct- <3 cx c § o* œ •ST B JO 15 Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 23.8:759,4 2,6 ESE 1 10 3,1 1,6 2 758,9 3,4 E 1 10 9 760,6 1,3 0 10 Sd. 24.8 756,4 -0,3 E 2 7 2,1 -1,0 2 753,5 0,3 E 2 9 9 751,8 0,3 E 2 10 Md.25.8 752,9 -1,1 0 7 -2,0 2 753,1 0,0 0 4 9 753,0 -1,1 0 2 Þd. 26. 8 750,7 -4,4 E 1 3 -5,4 2 749,6 -0.4 E 1 3 9 746,6 0,0 Nw 1 9 Mv.27.8 743,3 0,0 E 2 5 -4,8 2 743,2 -0,3 SSE 2 10 9 743,5 1,0 0 4 Fd.28.8 740,2 0,5 SE 1 6 5,9 -0,7 2 739,3 1,7 SE 1 4 9 738,3 0,3 E 1 7 Fsd. 1.8 735,5 2,7 ESE 2 9 -0,1 2 734,2 2,9 E 2 5 9 730,3 1,0 NE 2 | 4 Bangárvallas. 12. fehr.: Tíðarfar hefir verið hér í vetnr ómuna- gott. Mjög litil snjókoma og frost engin að kalla má. Nú siðastl. hálfan mánuð hefir verið stiililogn á hverjum degi, og heiðríkja, en þó svo frostlaust, að eigi hefir lagt polla um nætur. Slika öndveg- istið muna varla elztu menn. Er því von- andi, að hændur hafi nóg hey, og að skepnur verði i góðu standi í vor. Heilsufar yfirleitt gott, utan það sem skarlatssóttin hefir verið að stinga sór niður á stöku bæ í sumnm hreppum sýsl- unnar. Fátt er hér talað um landstjórnarmál um þessar mundir, en óhætt mun að full" yrða, að meiri hluti skynbærra og máls- metandi manna aðhyllist valtýskuna, og óski að hún fái framgang á fyrsta þingi 20. aldarinnar. Ekki heyrist annað en að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.