Ísafold - 16.03.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.03.1901, Blaðsíða 1
Komur út ■ ýmist einu sinni aða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. árg. Reykjavík laugardaginn 16. marz 1901. 14. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er álveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. helir til söiu mikið af ís, ísvarinni síld og rjúpum. I. 0 0. F. 823228'/2. K. E. Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11 —12 Lanasbókasafn opið hvern virkan dag k).12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) Eid., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning á spitalfnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i hnsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kt 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Bankalijal síra A. Ó. I. Síra Arnljótur Ólafsson, alþingism. Norður-þingeyinga, hefir verið heldur slysinn með landsmálagreinar þær, er hann hefir samið á síðustu árum. ísafold hefir neyðst til að færa hon- um og öðrum heim sanninn um, að mergurinn í þeim væri að alt of miklu leyti vanhugsuð fjarstæða. Nú hefir honum orðið það á, að láta prenta eina af þess konar ritgerð- um í »Austra«. Húu er »samtal um hlutafélagsbankann«. »Brandur á Stóra- núpi« tekur sér þar fyrir hendur að saunfæra »Valgarð í Saurbæ« um það, að hlutafélagsbankinn muadi verða skaðræðisfyrirtæki. Kins og nærri má geta, sannfærist Valgarður. |>að er líka tiltölulega auðvelt að sannfæra hugsaða andstæðinga sína, þegar þeir eru látnir vera svo fáfróðir og vits- munasljóir, að þeir vita alls ekkert og láta telja sér trú um hverja þá fjar- stæðu, sem að þeim er stungið. Mergurinn málsins í samtali þessu er sá, er nú skal greina: íslendingar leggja í sölurnar of fjár, ef þeir leggja niður Landsbankann. Gróðinn á seðlum hans er árlega 21J þúsund króna; þar af fær lands- «]óður 5 þús. og Landsbankinn 16J þúsund. Og sá gróði fer vaxandi, eftir því, með seðlaútgáfan verður meiri fyrir vaxandi peningaþörf þjóðarinnar. Ár- ið 1975 verður hún orðin 2 miljónir, en að meðaltali um næstu 90 árin 1,375,000. Og ágóðinn af þeirri seðla- fúlgu er 36 milj. kr. að 90 árum liðnum. "þetta er nú tap Landsbankans«, segir höfundurinn. Að hinu leytinn heldur hann því fram, »að hluthafar stóra bankans muni hafa stórmikinn hag af hlutum sínum«. En íslendingar eignist að kalla má ekkert í honum, geti það ekki, en vilji það því síður, *þvf það er sann- leg neyðarúrræði að binda fasteign sína fullu veðbandi, og fá eigi út á hana nema fimtung verðs, eiga síðan næsta örðugt með að fá nokkurt lán út á hana, þótt honum kynni að liggja lífið á«. þrátt fyrir þann afarmikla gróða, sem höf. telur < vændum fyrir hlut- hafa bankans, telur hann »fullkomið vafamál«, hvort landssjóður mundi hafa »stóran hag af að kaupa hluti í bankanum fyrir 2 miljónir« eða kaupa hlutabrétin með markaðsverði eftir 40 ár frá stofnun bankans, eins og heim- ilað er í frumvarpi því, er neðri deild samþykti á síðasta þingi. þá er atjórn hlutafélagsbankans — öll í höndum hluthafa og því ekkert sniðin eftir þörfum og hagsmunum þjóðarinnar. þetta er nú í stuttu máli það, sem höf. finnur hlutafélagsbankanum fyr- irhugaða til foráttu. Ástæðurnar eru hvorki sérlega frumlegar, nó sérlega veigamiklar. Fyrsta röksemdin, sú röksemdin, sem höf. verður langmest úr og bygg- ir mest á, er blátt áfram ósannindi — sú, að ársgróðinn af seðlum Lands- bankans hafi numið 21-| þús. króna. Eins og ísafcld hefir sýnt fram á al- veg ómótmælanlega, hefir ársgróðinn af þeim ekki numið neinu slíku, enda væri það óhngsandi. þetta eru vext- irnir af seðlunum, en ekki gróðinn, og þar af fara 16—17 þús. í kostnað. Ef Landsbankinn hefði ekki haft annað fé með höndum en seðlana, þá hefði hann ekkert grætt árlega, annað en þær 5000 kr., sem hann hefirgold- ið landssjóði. Og hvað verður þá úr þessum reikningi síra Arnljóts? Ekk- ert, annað en sá vaðall og reykur, sem hann er. Gróði bankans stafar af því, að hann fekk sparisjóðsféð til umráða — fé, sem hlutafélagsbankanum er ekki ætl- að að hafa með höndum. þetta er margbúið að sýna og sanna. Og síra Arnljóti hefði ekki átt að vera of- vaxið að átta sig á jafn-einföldu máli. En þá hefði honum auðvitað orðið ö ðugra að raða upp miljónunum, sem tapaðar eigi að vera við stofnun hluta- félagsbankans. Og gerum svo ráð fyrir, að Lands- bankinn hóldi áfram þeirri seðlaútgáfu, sem fyrir síra Arnljóti vakir og getið er hér að framan. Að líkindura hugs- ar hann sér ebki, að bankinn láti sér til eilífrar tíðar nægja að vera hér í Reykjavík að eins, svo að aðrir en Sunnlendiugar hafi hans nauðalítil not. Hann hlýtur að ætlast til að fyrirmæli Landsbankalaganna um úti- bú komist í framkvæmd, þegar bank- anum hefir vaxið svo fiskur um hrygg, sem hann gerir ráð fyrir. En hvað verður þá uppi á teningnum? Vextirn- ir af þessari seðlaútgáfu, sem hann hugsar sér, nægja ekki til þess að standast bostnaðinn af útibúunum, samkvæmt þeirri greÍD, er Halldór Jónsson bankagjaldkeri gerir fyrir þeim kostnaði í ritgjörð, er síra Arn- Ijótur sjálfur telur ágæta og óyggjatidi. Hvað verður þá úr þessu mikla fjár- tjóni, sem rpaðurinn er að geipa af? Eintómur hugarburður, blekking, glap- sjón. þá er sú fullyrðing höf., að íslend- ingar eignist ekkert í bankanum. þeir eignast þó að minsta kosti 2 miljónir króna í honum, ef landssjóður tekur þá hluti í honum, sem honum er ætl- að samkvæmt því frumvarpi, sem síra Arnljótnr er að andmæla. Hann seg- ir reyndar, að það sé »fullkomið vafa- mál«, að landssjóður mundi hafa stór- an hag af þvi. Hefði hann þá ekki sama hag af því, sem aðrir hluthafar? Hvernig ætti hann að hafa lítinn eða engan hag af því, að eiga hluti í fyr- irtæki, sem allir aðrir hluthafar hefðu þann gífurlegan hag af, sem síra Aru- ljótur er að gera ráð fyrir? Fyrst set- ur hann það fyrir sig, að landsmenn geti ekki eignast hlut í fyrirtæki, sem sé afargróðavænlegt. Svo setur haun það fyrir sig, að þeir (o: landssjóður) mundu ekki græða á því. Ekki er furða, þótt Valgarður láti sannfærast! Og mundi það nú verða jafn-óað- gengilegt fyrir jarðeigendur, a'ð eign- ast hluti í bankanum, sem síra Arn- ljótur gerir sér í hugarlund? Vér ger- um ráð fyrir sömu ákvæðum, annað- hvort með nýrri löggjöf eða þáíreglu- gjörð bankans, sem gilt hafa í Dan- mörku, að því er til þjóðbankans þar kemur: að kvöð, sem liggur á jörð fyr- ir hlutabréf í bankanura, útiloki ekki 1. veðrétt. Og má ekki ganga að því vísu, að þessi banki færi að ráði sínu eins og allir aðrir slíkir bankar, að þvf leyti, að hann gerði hluthöfum sínum svo auðvelt fyrir, sem unt væri? Reynslan í Danmörk sýnir það, að á- hrifin af þessari bankahlutabréfa-kvöð á jörðnm hefir orðið alt önnur en sú, sem síra Arnljótur hyggur, og hefir ekki á neinn hátt staðið landbúnaðin- um fyrir þrifum, eins og margsinnis hefir verið bent á. Og sannarlega virðist ástæða til að ætla, að lands- menn muni klífa til þess þrítugan hamarinn, að eignast hluti i bankan- um, svo framarlega sem hann reynist annað eins gróðafyrirtæki, sem síra Árnljótur gerir sér í hugarlund og hærri vextir verða af hlutabréfunum en þeir þurfa að borga í bankanum. Auðvitað verður ekki með neinni vissu sagt, hve mikið eða lítið Islend- ingar kunna að eignast af hlutabréf- um fyrst eftir það er bankinn erstofn- aður. Ekki verður heldur sagt með neinni vissu, hve nær þeir kunna að eignast bankann allan. En hitt vita menn af reynslu annarra þjóða, að sams konar eignir leita ávalt inn í landið með tímanum. Stuart Mill telst svo til, sem á Englandi séu þær komnar í hendur á Englendingum að 20 árum liðnum frá því er þær hafa verið stofnsettar. íslendingar eru fá- tækari og framtaksminni þjóð. En svo framarlega sem þjóð vor á þá framtíð í vændum efnalega, sem vér verðum að búast við, þá verðum vér líka að gera ráð fyrir, að hér fari eins og í öðrum löndum — hlutabréfin leiti inn í landið og verði með tímanum alíslenzk eign. Stjórnarfyrirkomulag hlutafélags- bankans, eftir því sem síðasta alþingi hugsaði sér það, virðist nú vera svo útrætt mál, að ekki ætti að þurfa að evða mörgum orðum að því hér eftir. Samkvæmt því er valdið yfir bankan- um alls ekki þann veg í höndum hlut- hafa, að nein hætta sé á, að hagur þjóðarinnar verði fyrir borð borinn; fyrir þá hættu er girt, að svo miklu leyti, sem unt er fyrir hana að girða, þar sem alþingi á að kjósa 5 menn í (11 manna) fulltrúaráð bankans og ráðgjafi Islands (eða landshöfðingi) vera sjálfkjörinn formaður þess, bank- inn vera »háður eftirliti stjórnarinnar samkvæmt nánari ákvörðunum 1 reglu- gjörð bankan8« og »ráðgjafi Islands að staðfesta reglugjörðina«. Er það ekki annars nokkuð íslenzk tortrygni, að gera sér þá hugmynd um peningastofnuD, sem ekki er að eins háð eftirliti og nánum afskiftum landstjórnar og löggjafarvalds, heldnr og hlýtur að eiga alla sína velgengni undir efnalegum þrifum þjóðarinnar, að hún hljóti að leggja alt kapp á það að hafa fé af þjóðinni, eins og síra Arnljótur hugsar sér, — að afstaða slíkr ar stofnunar við þjóðina sé að sjálf- sögðu hin sama sem viðureign manna, sem eru að spila og reyna að láta mótspilarann tapa sem mestu, eins og síra Arnljótur segir hér um bil berum orðum? — Slík banbafræði er ekki berandi á borð fyrir aðra en Valgarð, Mannalát. Hinn 21. f. mán. lézt í Stykkis- hólmi ekkja Boga sýslumanns Thor- arensen á Staðarfelli (d. 1867), frú Jósefína Thorarensen, dót.tir Árna heit. Thorlacius kaupmanns í Stykkishólmi. Af 4 dætrum þeirra Boga sýslum. lifir að eins 1, Herdís, kona Jósefs Hjalta- líns í Sthólmi. Onnur, Hildur, var fyrri kona Hjartar heitins læknis. Nýlega dánir hér í bætium: Bergþór porsteínsson skipstjóri, Sigvaldi (Bene- diktsson) Blöndal, og Árni II. Hanncs- son, Snæfellingur, hálfsextugur að aldri, bókfróður maður nokkuð svo og ekki ógreindur, kvæntur Margréti Gests- dóttur frá Varmalæk.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.