Ísafold - 16.03.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.03.1901, Blaðsíða 2
54 Mjólkurbú og rjómabú. Eftir Sigurð Sigurðsson. III. (Niðurl.) Um leið og bændur bindast sam- tökum um, að koma á fóc mjólkur- eða rjómabúum, þurfa þeir að semja reglur fyrir félagið, er allir félagsmenn séu skyldir að fara eftir. f>essar reglur geta menc haft stuttar eða langar eftir vild, en það, sem mestu varðar, er, að þær séu ljósar oggreini- legar, og kveði skýrt á um öli helztu atriðin. Ef félagsmenn þurfa að taka lán til að koma stofnuninni á fót, þá þarf að taka fram í reglunum, hvernig ábyrgð lánsins skuli hagað innanfélags, og greiðslu þess. Sé bú- ið sameignarmjólkurbú eða rjómabú, sem er hið æskilegasta, þá fer bezt á því, að einn ábyrgist fyrir alla og all- ir fyrir einn. Vexti og afborganir lánsins greiði félagsmenn eftir þeim mælikvarða, er þeir koma sér saman um, t. d. kúafjölda eða kúaeign hvers einstaks, mjólkurmagDÍ o. s. frv. Að öðru leyti skal hér ekki farið frekara út í það, hvernig þessar reglur eigi að vera; en það eru að eins fá atriði, er eg vildi sérstaklega benda á í þessu sambandi, og eg tel nauðsynlegt að tekin séu fram í regl- unum: 1., að kveðið sé skýrt á um það, hvernig fara skuli með flutningaföt- urnar, og þær þvegnar og hreinsaðar; 2., að ef mjólkin eða rjóminn er illa útlítandi, óhreinn, súr, o. s. frv., þá sé bústýrunni heimilt að senda föturnar með því, sem í þeim er, heim aftur til eigandans; 3., að félagsmenn, er eiga þátt í stofnun búsins, séu skyldir að vera í því tiltekinn árafjölda, t. d. 3—5 ár að minsta kosti; 4., að bústýran sé vel vön smjör- gerð og hafi lært alt, er að því lýtur. |>að er mjög áríðandi fyrir alla þá, er hafa í hyggju að stofna mjólkur- bú eða rjómabú, að leita sér sem beztr- ar fræðslu þar að lútandi áður en beir ráðast í að framkvæma það. Mik- ið betra að fresta byrjuninni um eitt ár, en að alt eða flest, sem til þess heyrir, sé í ólagi. En hver er nú tilgangurinn með stofnun mjólkurbúa eða rjómabúa? Hann er og hlýtur að vera aðallega sá, að fá á þann hátt smjörið betur verkað, svo að það geti orðið boðleg vara á mörkuðum erlendis. Ef það væri ekki, ef eigi væri um það hugsað, að senda smjörið út, mundi eg ekki ráða neinum til að leggja í kostnað til að koma á fót mjólkur- búum eða rjómabúum/ En það er einmitt salan á smjöri til útlanda, eða vonin um hana, sem gerir það óhjákvæmi- legt, að búin séu stofnuð. J>að er að vísu ekki einhlítt, að stofna þess kon- ar samlagsbú til þess að fá betur verkað smjör; það sjá allir. En mjólk- urbú og rjómabú standa miklu betur að vígi að framleiða eða búa til gott smjör, en hægt er að gera á annan hátt, ef gætt er tiltekinna skilyrða, og þau eru þessi: 1. að búið sé stofnað á hagkvæman hátt og með viðeigandi verkfærum og áhöldum, er stuðla að því, að smjörið verður betur verkað; 2. að allir hlutaðeigendur vandi sig sem bezt í allri meðferð mjólkurinnar og hafi fullkominn þrifnað í öllu, er að mjólkurmeðferð lýtur; 3. að bústýran sé vaxin starfi sínu; og það er hún því að eins, að hún hafi í fyrsta lagi notið tilsagnar í meðferð mjólkur og í smjörgjörð og fengið vottorð um kunnáttu í þeirri grein, og í 'óðru lagi, að hún sé þeim kostum búin, er geri hana hæfa til að færa sér í nyt kunnáttu sína og leysa verkið vel af hendi. En þessir sjálfsögðu kostir, er mjólk- urbúa-bústýra þarf að bafa, eru: þrifnaður, vandvirkni og reglusemi. Hver sú stúlka eða kona, sem er ekki þessum kostum búin að upplagi, ætti ekki að byrja á því, að gefa sig í að vera bústýra á mjólkur-eða rjóma- búi. |>að kemur henni í koll fyr eða síðar og er þá ver farið en heima setið. Af þessu, sem tekið hefir verið fram( má sjá, að þeir, er ætla sér að koma á fót mjólkurbúum, þurfa meðal ann- ars að útvega sér bústýru, er lært hef- ir smjörgjörð. Verði því eigi komið við, tel eg langhyggilegast að fresta stofnuninni, þar til er bústýran er fengin, sem fullnægi skilyrðum þeim, er áður hafa verið nefnd. Nú sem stsndur er einmitt hörgull á stúlkum, er lært hafa smjörgjörð, sem og eðli- legt er. En vonandi er, að því verði eigí lengi til að dreifa, að skortur á hæf- um bústýrum tálmi stofnun mjólkur- búanna. það er skylda þíngsins að sjá um, að kensla í meðferð mjólkur o. s. frv. geti orðið svo fullkomin og fullnægjandi, sem kostur er á. Og eg efa alls eigi, að næsta alþingi gangi svo frá því máli, sem þörf krefst og ástæður leyfa; ella er sómi þess í veði. Kenslan þarf að vera ókeypis, eins og hún er nú; en þingið þarf einnig að veita námsstyrk þeim, er kenslunnar njóta, og það svo ríflegan, að nógar stúlkur fáist, sem til þess eru vel hæf- ar, að læra þetta nytsama starf. það eru margir orðnir þeirrar skoð- unar, að stofnun mjólkur- og rjóma- búa og kensla í meðferð mjólkur sé eitt af vorum allra mikilsverðustu mál- um. Eg hefi fengið mörg bréf frá ýmsum mórkum mönnum, er bera þetta með sér og taka það skýrt fram, að vonir þeirra um framför landbúnað- arins byggist að mestu leyti á fram- gangi þessa máls. Sjálfsagt eru þeir nú margir, er líta alt öðrum augum á mjólkurbúin og telja þau heimsku eina. En það er spá mín, að sú skoð- un breytist smátt og smátt, og að þeir, sem nú eru þeim móthverfir, viðurkenni áður langt um líður kosti þeirra og yfirburði fram yfir núver- andi ástand. Um eitt geta sjálfsagt allir orðið samdóma, og það er, að búnaðinum sé nú svo komið, að eittbvað verði að gjöra honutn til viðreisnar. Yér höf- um hingað til dregist æ lengra og lengra aftur úr nágranna-þjóðum vor- um í búnaði sem öðru; en það má eigi svo lengur ganga. Nú ríður oss á að feta oss áfram, ekki hægum, heldur hröðum fetum, .svo að vér miss m ekki sjónar á þeim, sem á und- an eru, og oss dagi ekki uppi sem nátt- tröll. Umbætur búnaðanns eru lífs- skilyrði þjóðarinnar. Fari honum aft- ur eða standi hann í stað, er oss hætta búin. Mun þá reka að þvi, fyr eða síðar, að þjóðin veslist upp og hverfi í gleymskunnar Ginnungagap. Fyrir því er áríðandi, að auka áhug- ann á málefnum landbúnaðarins, og að allir leggist á eitt að hefja hann upp og koma honum í betra horf. Og eitt, sem miðar að því, er stofnun mjólkur-og rjómabúa. Ef þetta tekst: að auka áhugann og framkvæma um- bæturnar, sem þörfin krefst, þá mun hugsunarhátturinn breytast og þjóðin taka framförum. V erðlagsskrár. þetta er meðalalin næsta ár í þeim 3 sýslum, er vantaði um daginn: Ár- nessýslu 46 aurar, Dala ð4 a., og þingeyjar 47 a. íshúsaviðkoman. í lýsingu Eeykjavíkur eftir B. Grön- dal í 6. árgangi Eimreiðarinnar stend- ur meðal annars: »þar á malarfletinum er íshúsið, sem Tryggvi bankastjóri hefir stofnað, einhver þarfasta bygging bæjarins, og enda alls landsins, því þaðan bafa aðrír haft hugmyndina að mestu leyti. En aðalfrömuðurinn að þessu, og sá einasti, er kunni að því.var Jóhannes Nordal, sem kom frá Ameríku og hafði lært þetta þar, og er það hið einasta, er Island hefir grætt á Ame- ríkut. það er leiðinlegt, að þessi frásaga um íshúsíð skuli vera jafn-röng og hún er; manni dettur í hug, að fleira kunni að vera jafn-rangt í lýsiugu Eeykjavíkur. það, sem skakt er sagt frá hér, er þetta: 1., að Jóh. Nordal sé aðalfrömuð- ur að íshúsbyggingunni; 2., að frá íshúsi Beykjavíkur hafi aðrir fengið hugmyndina; 3., að Jóh. Nordal hafi verið sá eiui, er kunni að íshúsbyggingum. Eg skal sanna þetta með því, að telja upp ishúsin í röð, eftir því sem þau voru rsist á ‘Zl/2 ári eftir að við Jóh. N. komum frá Ameríku. það var haustið 1894, er við kom- um heim. það sama haust var byrjað á íshúsinu í Eeykjavík og stóð Jóh. N. fyrir því. Um sama leyti var byrjað á ís- húsi á Brekku í Mjóafirði eystra, und- ir minni umsjón, og síðar sama haust- ið á öðru á BrimEesi í Seyðisfirði. Bæði þessi hús vóru í fullri brúkun sumarið eftir, 1895. þriðja húsið var reist á Nesi í Norðfirði, en varð of seint fyrir að ná sér í ís, svo það kom ekki til notkunar fyr en næsta sumar. Um haustið 1895 var eg við að koma upp 4. íshúsinu fyrir ö. Wrtthne sál. í febrúar 1896 var 5. húsið reist á Háuefsstöðum í Seyðisfirði en í marz sama árið hið 6. á Vopnafirði, í maí og júní hið 7. á Búðum í Fáskrúðs- firði og 8. á Vattarnesi; þau húsbæði voru smíðuð á sama tíma. I júlí sama ár var reist 9. íshúsið á Húsavík í þingeyjarsýslu, og um sama léytí 2 í Eyjafirði, á Litlaskóg- sandi og í Grenivík. I september var hið 12. smíöað í Breiðuvík í Beyðar- firði, í desemberm. hið 13. á Djúpa- vogi. í apríl 1887 var fullgert hið 14. í Svarfaðardal og í maí hið 15. á Bæjarklettum í Skagafirði. þennan vetur, 1896—97, var og smíðað 16. ís- húsið í Borgarfirði. það var um haustið 1896, síðast í októberm., er eg fór til Beykjavíkur. þá var ekkert íshús komið á Suður- eða Vesturlandi, nema-þetta eina í Eeykjavík. Eg vona, að háttvirtur höfundur téðrar greinar sannfærist nú um, að það er ekki aðallega frá Jóh. N. eða íshúsinu í Beykjavík, er íshúsaþekk- ingin hefir færst út, og eins fellur það um sjálft sig, að Jóh. N. hafi verið sá eini, sem þetta verk kunni; því að öll þessi framangreindu hús hafa verið gerð eftir minni fyrir- sögn. Síðan í maí 1897 hafa og verið smíðuð íshús á ýmsum stöðum austan lands og norðan, ýmist eftir minni fyrirsögn eða eg hefi sjálfur verið við þau, og skal eg telja upp þau helztu, er eg man eftir; það er þá: 1 á Stöðv- arfirði, 1 á Bakkagerðiseyri við Beyð- arfjörð, 1 á Nesi í Norðfirði — annað þar —, 2 í Mjóafirði, — 3 þar —, 1 á Eskifirði — íshús með 3 tilheyr- andi frystihúsum —, 1 á þórshöfn, 1 á Baufarhöfn, 1 á Ólafsfirði, og nú síðast í vor 1 á Oddeyri, hús O. W. A., sem er 30 x 15 al.; þar í eru 3 frystiklefar, sem rúma um 400 tunn- ur síldar; og nú er eitt í smíðum hér, eign konsúb J. V. Havsteens. Svo er einnig nýbúið að koma upp íshúsi á Sauðárkrók, Skagaströnd og Blönduós. Hvaðan þeir hafa fengið leiðbeining, er mér ekki fullkunnugt; þó er mér nær að halda, að húsin hafi verið smíðuð af þeim mönnum, er áður hafa verið undir minni tilsjón, eu ekki Jóh. N. Íshús þau, sem reist hafa verið á Suður- og Vestur- landi, get eg búist við, að hafi fengið leiðbeiningar sínar frá Beykja- vík. Vist er um það, að þau eru svo nauðafá og skamt síðan þau komust upp, enda sumt af þeim, sem ekki verður að tilætluðum notum. Af þessu framansagða geta allir séð, að það er eg, en ekki Jóh. N., er mest og bezt hefi fjölgað íshúsunum, þessum þörfustu húsum landsins, eins og B. G. segir. Hver sé fyrsti frömuður íshúsanna á íslandi, má lesa í 16.—17. tbl. Stefnis f. á. En þrátt fyrir það, sem hér er sagt, dettur mér ekki í hug, að gera lítið úr því, sem Jóh. Nordal hefir gert. Eins og áður er sagt, smíðaði hann íshúsið í Beykjavík og hefir stjórnað því síðan og gert það vel. þó sýnist bæði mér og fieirum, að Jóh. N. hefði unnið landinu fljótara gagn, ef hann hefði haldið áfram vestur og starfað þar, meöan eg var fyrir auBtan og norðan, og að við hefðum mæzt. En hann sá, að það var tryggari atvinnu- vegur fyrir hann, að sitja við 1 ís- húsið í höfuðstað landsins með 10— 1100 kr. launum, hvað svo sem hinu leið. En sú tilraun B. G., að plokka feg- urstu fjaðrirnar af einum fuglinum til að klína þeim á annan, er ekki komin frá hans eigin höfði. f>að þekkja ná orðið nógu margir þá undiröldu. I janúarm. 1901. 7sak Jónsson. Umbætur á Safamýri. Með þessari fyrirsögn er grein í 6. tbl. Ísafoldar þ. á. eftir p., og er það fyrir áskorun, að eg leyfi mér að gera athugasemd viðt fá atriði í henni. |>ar sem hr. p. talar um jarðabót þá, sem nú stendur yfir í Safamýri og væntanlega verður lokið á næsta Bumri, segir hann: »En sá galli er á jarðabót þessari, að hún ver engu vatni inn á mýrina, en flytur að eins það vatn burtu, sem kemur ofan úr iágmýrinni, og eigi að síður mun skurður þessi vera til bóta, en því miður eru það tiltölulega fáir, sem haía gagn af þessu verki*. Að skurðurinn, sem grafinn er eftir Flóðakeldu, fyrir öllum norðurjaðri Safamýrar, varni engu vatni inn á hana, en fiytji að eins það vatn burtu sem kemur ofan úr lágmýrinni — það skiljum við ekki. Við köllum Hagmýri háu mýrina, sem er fyrir norðan Safamýri, og þegar skurðurinn tekur alt vatnið, þegar ekki rignir því meira, sem úr henni sækir niður á Safamýri og þar með Hestalæk, hvað er þá því til fyrirstöðu, að hann varni því inn á hana? íhleðslurnar, sem gerðar hafa verið í Bjóluósana m. fl. efst með vötnun- um, þar sem þau sækja mest inn á Safamýri og geta fylt hana alla, nefn- ir p. ekkert, enda er ekki víst að að hann viti af þeim; því hann hefir mér vitanlega hvorki litið á þær nó á skurðinn. Ekki er það rétt, að tiltölulega fáir hafi gagn af þessari jarðabót, því það eru — ef hún kemur að tilætluðum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.