Ísafold - 16.03.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.03.1901, Blaðsíða 3
55 Dotum — allir þeir, sem hafa sótt og sækja munu heyskap í Safamýri nema jpykkbæingar og Háfshveifingar, en þeir voru hvort sem var hættir að heyja í henni. þó okkur p. greini á um heyvöxt- inn úr Safamýrí, þá gjörir það minna til. Grasið í henni er svo mikið, að vert væri að kosta miklu til hennar af nýju, ef hægt væri að hagnýta sér það alt; þó vil eg geta þess, að raeð þeim 40 eða 45,000 hestum, sem p. gerir að Safamýri hafi gefið af sér, er talinn heyskapur |>ykkbæinga á milli vatna fyrir sunnau Safamýri — þar heyja þeir nú eingöngu —, og hey- skapur Vetleifsholtshverfinga af svo kölluðum engjum þeirra fyrir ofan Safamýri vestanverða; og líka hins, að eg hefi stundum fengið hálfu minDa af dagsláttunni en p. ráðgerir, og veit til þess, aó það hefir verið svo úr sumum skákum annarstaðar í mýrinni, þó eg viti líka að það er mikið meira með vötnunum og í ýms- um flóðum í henni. En að nokkuru leyti felst munurinn í því, að eg hefi talið heyið í fullgildu bandi, en p. í hinu Bmáa bandi, sem venjulegast verður að hafa úr Safamýri. Svo er að skilja, sem þ>. vilji láta fara að umbæta Safamýri af nýju, og er þá víst hugsunin að reisa við flóð- garðinn gamla, og óska eg að honum takist það. En við erum daufir að leggja í mikinn kostnað til hans að svo stöddu, vegna þess: 1. að okkur vantar fé til þess; 2. að ávinningur að því er ekki stórkostlegur nú í bili fyrir hlutað- eigendur mýrarinnar og sízt fyrir Bjólu- og Vetleifsholtshverfinga; 3. að það mundi að líkindum held- ur bæta mýrina, að vötnin næðu, um tíma, að flæða vel yfir miðkafla henn. ar og vesturhluta í vatnavöxtum, og einkum ef þau gætu borið sand og leir ofan í hin miklu flóð, sem þar eru, því án þess verða þau seint eða aldrei gott engi, og ekki hægt að slá þau nema í mestu þerrisumrum; 4. að við óttumst reiði p. og ef til vill »Ashreppings«, ef við hlæðumflóð- garðinn, og hann ónýttist svo eins og fyr, hvort sem það yrði okkur að keuna eða þeim, sem kunna að standa fyrir því verki, eða hún er af óvið- ráðanlegum orsökum, svo sem þeim, að garðurinn sökkvi ofan í fenin og verði þar að forargraut, eða hann tætist í sundur í mestu vatnsflóðun- um; 5. að eigi er ólíklegt, að bakkar fari smátt og smátt að koma upp með fram vötnunum, þegar svo regn- vatnið er stíflað, sem runnið hefir inn á ofanverða mýrina, og út aftur neð- ar með vötnunum, og beinlínis hefir ver- því til fyrirstöðu, að bakkar hafi get- að myndast þar, eins og annarstaðar með vötnunum, enda er þegar fárinn festast jarðvegurinn af sandburðin- um úr þeim inni á grasrótinni, og væri þá vel, ef vötnin yrðu látin hlaða flóðgarðinn að miklu leyti. |>ó enginn hlutaðeigandi Safamýrar vilji nu, svo eg vití, hlaða flóðgarð- iun, þá er þó ekki ólíklegt, að sumir þeirra vildu styrkja eitthvað að því, einkum Vestur-Í>ykkbæingar, því neðst með vötnunum, þar sem þeir eiga hlut í mýrinni, sækja þau mikið inn á hana og renna sumpart í stórum álum, sem nefndir eru þríkeldur, vestur í Kálfa- læk —*en hann rennur suður fyrir vestan Safamýri. jbetta vatn fyllir mjög upp Kálfalæk og Frakkavatn, því þar er hallinn sama sem enginn og spillir það því slægjum með lækn- Uin og vatninu, og þar með engjum p., þó þær séu ekki í Safamýri. Eigi veit eg þó, hvort Vestur-f>ykkva- bæjarmenn telja sér það stóran á- vinning, að fá þar flóðgarðinn. þ>ví þegar þeir gáfust upp við eða hættu að halda honum við fyrir fáum árum, þá sögðu þeir, að þeir spiltu með honum engjum sínum á milli vatna, þar sem áður var Fiskivatn og Fiski- vatnseyrar, en er nú þurrari slægja en í Safamýri og þeir vilja heldur yrkja en hana. Avinningurinn að þeim Öóðgarði og íhleðslum í þrí- keldurnar er því að líkindum mestur fyrir þá, sem hafa notin af því verki, en telja sig ekki þurfa að kosta það, af því þeir eiga ekki slægju í Safa- mýri. Sumir eru æði-vantrúaðir á það, að hægt sé að halda við flóðgarðinum eða íhleðslunum í Osunum; en ekki mun þess þurfa, ef séð er við þv£ í upp- hafi, sem hættulegast er, en það er: 1. ef hleðslan er svo lág, að vötnin geti runnið yfir hana; 2. ef hún er svo gisin, að vatn renni í gegnurn hana; og 3. ef hún er svo laus fyrir, að vind- bátan á vötnunum í hafstormunum geti tætt hana sundur. Ekki haggaðist ívetur er leið íhleðsla er við gerðum í fyrra vor í Bjóluós- um. Hún var 20 fet á breidd að neð- an og 7 fet á hæð, og öll hlaðin að utan með grassniddu, svo hún gæti gróið undir eins, og báran ynni síður á henni. lnnan um graskekkina í miðri hleðslunni var fylt upp með moldog sandi, svo hún læki ekki, og íhleðslan höfð 2 fetum hærri en bakk- arair, svo vötnin rynnu ekki yfir hana, þótt þau flæddu yfir bakkana. Ef allur flóðgarðurinn væri hlaðinn í líkingu við þetta, þá mundi hann duga betur en raun hefir á orðið; en hann hlyti þá að kosta miklu meira fé en áætlað hefir verið. Eins og nú hefir verið sagt, get eg ekki fylgt því fram, að hlutaðeigend- ur Safamýrar hlaði allan flóðgarðinn að svo stöddu, af þeirri einföldu or- sök, að eg hygg það svari tæplega kostnaði. Getur p. því haft tíma til að ámæla okkur fyrir það nokkur ár enn, þangað til vötnin gera þá breyt- ingu, að tiltækilegra verður að hlaða haun eða okkur sýnist arðvænlegra að skera fram Safamýri betur en búið er. Helli 20. febr. 1901. Sigurður Guðmundsson. Yfirlýsing. Herra ritstjóri! I 6. tölublaði Isafoldar þ. á. stendur grein með fyrirsögn »Bind- indisfregn«, dags. í Stykkishólmi 10. f. m., og nndirrituð af einhverjum manni, er nefnir sig K. Með því grein þessi þykir, að áliti ýmsra, vera nokkuð harðorð í sumum at- riðum, og oss virðist hafa vakið óvildar- hug einstakra málsmetandi manna Stykkis- hólmshúa til hinnar nýstofn. Good-Templar- stúku »Auðnuvegarin8« hér i Stykkishólmi og með þvi að raddir hafa heyrst utan að, er álita, að áminst grein muni vera rituð að undirlagi stúkunnar eða af hennar völd- um, þá iýsurn rér því hér með yfir, að stúkan »Auðnuvegurinn« alls engan þátt á í greininni og *r með öllu ókunnugt um höfund hennar. í samhandi við þetta má enn fremur geta þess, að hér i Stykkishólmi er starfandi hindindisfélag »Viijinn« undir forustu pró- fasts síra Sigurðar Gunnarssonar og lækn- isD. Seh. Thorsteinson, er endurreist var hér vorið 1897 af hinum fyrnefnda. Þetta bindindisfélag hefir nú tekið höndum sam- an við Good-Templar-stúkuna »Auðnuveg- inn« með að reisa í sameiningu bús til fundarhalda fyrir félögin, sem heita má, að hvergi hafi höfði sínu að að halla. StykkÍ8hólmi, 20. fehr. 1901. 1 umhoði G.-T.-stúkunnar »Auc?nuvegarins«. Ármann Bjarnason, Ölafur Thorlacius, (st. umhm.). ■ (G. U. T.). Hjálmar Sigurðsson. (Æ. T.). Skarlats-sótt er nú mjög í lénun hór í bænum; enginn veikst síðustu 9—10 dagana. En brytt hefir á henni nýlega á Eyr- arbakka og á að hafa verið leynt þar lengi nokkuð í einu húsi. < -*--- Háskaveður var hér af útsuðri miðvikudaginn 13. þ. m. |>á björguðu þilskjp hóðan 2 róðrarskipshöínum í Miðnessjó. Ann- að róðrarskipið brotnaði við þilskipa- hliðina og sökk eða hvarf jafnskjótt sem skipshöfnin var komin upp á þil- farið. Nokkurir formenn hér af uesinu (Seltj.) voru á ferðinni þann dag suð- ur í ver, og sneru sumir aftur, en aðr- ir héldu áfram og komust heilu og höldnu, þótt hrætt væri orðið um þá nueð Jakobi konungi I. ÞaS ár varð aldauða Tudors-ættin, með' Elizabet drotningu. Aldamót nýtt rit eftir Matthías Joch- nmsson, kemur út þann 18. marz og kostar 50 au. Pæst í Aidarprentsmiðju. Aðalfundur sýslunefndar- innar í Gullbring'u- og Kjós- arsýslu árið 1901 verður haldinn í Good-Templara- húsiuu í Hafnarfirði og hyrjar mánudaginn J>. 22. aprí' kl. 10 í. h. Skrifstofu Gullbringu-og Kjósarsýslu ii. niarz 1901. Páil Einarsson. hér. Verzlun Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson B n K <1 a> W 3 <3 5: ^ 19 0 1 © et^ tp cx 3. -í — Ff et- ^ 71’ s Marz B 0 OQ 'p et- 3- 8 & P n s 1 P '-s Ld. 9.8 753,0 0,1 w 2 7 1,4 -0,9 2 754,2 0,6 w 1 9 9,754,8 Sd. 10.8 747,8 0,5 wsw 1 10 -0,5 E 1 10 -1,3 2 747,2 -0,2 ENE 1 10 9 751,8 -1,3 NW 2 4 Md.11.8 752,1 -0,3 W 1 6 0,1 - 3,5 2 751,7 0,6 E 1 10 9 742,3 -0,9 E 2 10 Þd.12.8 737,3 1,3 WSW 1 10 4,2 -2,2 2 737,9 3,0 E 1 7 9 742,3 1,5 0 5 Mv.13.8 737,2 3,2 E 2 10 5,2 0,0 2 734,7 7,2 SSE 2 10 9 733,7 4,7 2 8 Fd.14.8 734,9 1,5 SSE 1 4 20,2 0,4 2 740,9 1,4 ssw 2 10 9 751,3 -1,3 wsw 2 10 Fsdl5.8 760,6 -4,2 E 1 3 0,8 -4,6 2 762,1 0,8 SE 1 4 9 763,3 -2,3 0 10 Jóns Þórðarsonar selur kramvöru með mjög vægu verði frá ij.—21. þ., m. sjá gatnaauglýsingak’. íslenzkt smjör er ódýrast í stórkaupum í verzl. Jóns Þórðarsonar. H.júkrunarlsona, stilt, þrifÍD og dug- leg, óskast næsta ár frá 14. maí til sjúkra- hússins í Reykjavík. Þær er vilja ' sækja um starfa þennan, semji sem allra fyrst við Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðukonu spítalans. 4 íbúðarherbergi og eldhús fást til leigu frá 14. maí þ. á. Upplýsingar gef- ur Lárus G. Lúðvígsson skósmiður. Matur og húsnædi fæst hjá Jóninu Magnússon, Kirkjustræti 4. D Östlund heldur fyrirlestur i G.-T.-hús- inu sunnudaginn kl. ö'/j síðdegis. Framhald sögnnnar (I heljar greipum) er ilt að koma ftð, meðan blaðið kemur út 1 sinni í viku; af henni verður þeim mun ríf- ara, þegar 2 blöð koma í víku, frá byrjun næsta mán. Þilskipaviðkoman Þrjú hinna nyju fiskiskipa Asgeir kaupmanns Sigurðssonar eru nú hingað komin — lögðu á stað frá Englandi 1. þ. mán. Fleiri væntanleg bráðlega. Útlendar fréttir til raánaðamóta svo sem engar um fram það, er áður hefir hermt verið. Búar orðið fyrir minni háttar áföllum síðustu vikuna. — Játvarður konungur kominn til Þýzkalands og var hjá syst- ur sinni Viktoríu keisaraekkju í Cron- berg, sem verið hefir til muna veik, en farin að hressast. Ný konungsætt á Englandi. Svo er talið, að með Játvarði VII. hefjist ny konungsætt til valda á Eng- landi, þótt svo sé, að ríkið erfi sonur,, eftir móður sína. Það stendur svo á því, að konungs- ættir eru jafnan kendar eða heitnar í föðurætt, en ekki móður. ^ Faðir Játvarðar VII., en eiginmaður Viktoríu drotningar, Albert Edward, var prinz af Saxen-Koburg. Fyrri verður hin nýja konungsætt Breta, er hefst með þessum konungi, kölluð Saxen-Koborgar-ætt. Höfðingjaætt sú, er aldauða varð með Viktoríu drotningu, var kend við Hannover og stundum nefnd Welfa-ætt. Hún hófst til ríkis á Englandi með Georg I. árið 1714 og sat ^því að stóli þar tæpar 2 aldir. Er. einni öld þar á undan, eða 1603, kom þar til ríkis Stuarta-ættleggurinn, Alþýðufyrirlestur heldur Bjarni Jónsson frá Vogi í Iðn- aðarmannahúsinu kl. 5 e. h. sunnudaginn 17. marz. Fyrirsögn : Vandfarnar götur. Aðgöngu- miðar á 10 a. fást hjá Benedikt kaupm. Þórarinsyni, hjá Fischer og við inn- ganginn. hg tek að mér fyrir sanngjarnlega þóknun að taka fyrir menn lán í bankanum eða öðrum opinberum sjóðum og gegna öðrum peningaer- indum hér í Reykjavík. Reykjavík 16. marz 1901. í»orleifur Jónsson. Leikfél. Rvikur: Sunnud. 17. marz Gulldósirnar eftir Chr. Olufsen. Passíusálmar til sölu í bókverzlun ísafoldarprentsm. (Austurstr. 8); Skrautprent og í skrautb. . 2 kr. í skrautbandi......1 »/2 — í einf. bandi......1 — er Næsta bl. þegar eftir póstskipskomu. Kreósólsápa. Tilbúin eftir forskrift frá hinu kgl. dýralækningaráði í Kaupmannahöfn, er nú viðurkend að vera hið áreiðan- legasta kláðamaurdrepandi meðal. Fæst í 1 punds pökkum hjá kaupmönnun- um. A hverjum pakka er hið inn- skráða vörumerki: AKTIESELSKAB- ET .Hagens SÆBEFABRIK, Helsingör, Umboðsmenn fyrir Island; F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn K.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.