Ísafold - 30.03.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.03.1901, Blaðsíða 1
Kemur úr. ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYIII. árg [ Keykjavík laugardaginn 30. marz 1901. 18. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTKDS DANSKA SMJ0RLIK1, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr ti! óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. I. 0 0. F. 82458 III. I E Forngripasaf nið opið mvd. og ld 11—12 Lanasbókasafh opið krern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) rrjd., mvd. og ld. tíl átlána. Okeypis lækning á spitalfnum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þiiðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar bjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag k! 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Eimreiðin VII, I. (Ritstj. dr. Valtýr Guðmundsson), Uað er hvorttveggja, að Eimreiðin mun eiga mjög marga lesendur meðal þjóðar vorrar, enda verður ekki annað sagt en að hún eigi það skilið. Efni hennar hefir, einkum síðari árin, verið gott og veigamikið. I síðasta árg. komu t. d. jafnmerkar ritgjörðir og kosninga-fyrirlestur Páls amtmanns Brieru og Eramfarir Islands á 19. öld- inni eftir ritstjórann. Ruslinu hefir ritstj. ekki með öllu tekist að bægja frá ritinu. En miklu meira vegur þó hitt, sem gott er. Fyrsta ritgjörðin í þessu nýkomna hefti er »Kristnitakán á Islandii eftir prófessor, dr. F i n n J ó n s s o n, dóra- ur um krÍ3tnitökurit dr. E. M. Ól- sens rektors. F. J. prófessor heldur því þar fram og færir að því einkar- sennileg rök, að öll sú grein, er rekt- or gerir frá eigin brjósti fyrir kristnitöku forfeðra vorra, só hugar- burður einn, skáldskapur. »f>að er auðvitað, að skáldskapur er oft góður, en s a g a er betri, og það er s a g a kristninnar, sem þetta rit hefði ein- göngu átt að flytjai, segir höf. 4 Svo kemur frumsamin skáldsaga, úr nútfðarlífi Islendinga, »Tímamót«, eftir Eggert Leví. Eimreiðin hefir á- valt verið einkar gestrisin, þegar ung ir rithöfundar hafa átt í hlut, og ber það ríkt vitni þess, hve ritstjórinn lætur sér ant um nýgræðinginn í þjóð- lífi voru. Ekki verður af þessari sögu séð, hvort höf. er skáld eður ekki. fiún er um gamlar, úreltar menning- arskoðanir og nýjar; mótstöðumenn framfaranna eru undirförulir óþokkar, formælendur þeirra beztu menn. Sagan er skyusamlega og skipulega sögð, en undurdauf, að kalla má engin tilþrif í henni, hvorki að því er snertir efni né búning, nema hvað veðurlýsingar eru sumstaðar mjög laglega orðaðar. Á- hrif frá öðrum íslenzkum sögum eru of auðsæ. Synd væri að bregða um skort á frumleik eða tilþrifum þeim höfundin- um, sem næst kemur. þaðerGuðm. Friðjónsson með kvæði, »Árni f Urðarbási, eftir sögnum norðan af Nesjum*. Árni í Urðarbási er fátæk- ur barnamaður, sem druknar í fiski- róðri. Daginn eftir andlát hans kem- ur stefna fyrir skuld, sem hann átti prestinum sínum ógoldna. Kvæðið er afarkjarnyrt — að því leyti stórlega vel ort. Vér bendum t. d. 2 á erindið : »Og úteyg var konan og yfirlitsgrá, sem eidblásin vikurhrönn, með krókótt grátör á klökkri brá og króknaðar brosrósir vöngum á, en holdlaus var höndin grönn«. Svona .íjarnyrt er alt kvæðið (45 erindi). I vorum augum er íburður- inn helzti látlaus. Fyrir bragðið vant- ar þann stíganda og fallanda, sem löng kvæði þurfa að hafa til að bera, til þess að verða ekki nokkuð þreyt- andi. En enginn yrkir anuað eins kvæði, neina hann sé mikilli skáldgáfu gæddur. Að líkindum á kvæðið við söguleg saunindi að styðjast. En ekki getum vér scilt oss um að benda á það í sambandi við þetta kvæði, hve mikið ber á p r e s t a-á girndinni í rxtum þjóðar vorrar. »Seiut fyllist sálin prestanna# — það er sannarlega texti, sem mikið hefir verið út af lagt. þeg- ar þess er gætt, að prestar eiga naum- ast nokkurstaðar um hinn siðaða heim jafnörðugt uppdráttar og hér á landi, svo að yfirleitt er jafnvel óhugsandi, að þeir geti fyrir fátæktar sakir lifað því mentalífi, sem til þess þarf, að vera verulegir leiðtogar þjóðarinnar í andlegum efnum, þá leynir sér ekki kotungsskapurinn, sem er bak við þessa presta-ágirndar umkvörtun. Holger Wiehe ritar um »nýja aðferð við söngkenslu«, sami maður- inn, sem iagt hefir út á dönsku sögur tveggja íslenzkra rithöfunda. Hann hefir samið ritgjörðina á íslenzku og er enginn útlenzkukeimur að málinu. Svo vel er hann orðinn að sér í því. Ritstj. sjálfur fer maklegum lofs- orðum um síra Bjarna þorsteinsson fyrir sönglög hans og mikla söngfróð- leik. Væri óskandi að þjóð vor gætí á einhvern hátt fært sér betur í nyt hæfileika hans og elju en að und- anförnu. Að lyktum eru ritdómar og »íslenzk hringsjá« (um íslenzkar bækur og rit- höfunda j öðrum löndum). Dr. þorv. Thoroddsen fer þar meðal annars af- arhörðum og heldur vanstillingarlegum orðum um íslenzk blöð fyrir það, að þeim láist að geta um starf íslenzkra vísindamanna. Auðvitað væri ekki nema gott og maklegc að blöðin sintu því umtalsefni. En ætti nokkuð að vera í það varió, þyrftu þau að hafa á að skipa sérfræðingum, sem því væru vaxnir. það er auðvelt að gera kröfur í því efni, sem öðru. »Skipað gæti eg«, sagði maðurinn. En oft get- ur orðið örðugra að lifa eftir kröfun- um. Og sannast að segja hyggjum vér, að þau blöð íslenzk, sem á ann- að borð eru lesandi, hafi á boðstólum svo mikið og svo veigamikið efni, sem með sanngirni verður af þeim heimtað. Póstgufuskip Laura, kapt. Aasberg, lagði á stað til Khafn- ar laugard. 23. þ. mán. og með 'nenni fáeinir farþegar, auk landshöfðingja: Magnús Ólafsson verzlunarstj. frá Akranesi, Jóu Bjarnason verzlm. héð- an úr bæ (Edinborg). Landshöfðinginn, sýslumennirnir og: stjórnarbótin. Herra ritstjóri! — Eg er nokkuð ó- stöðugur blaðalesari. Og alþingistíð- indm síðustu hefi eg alls ekki lesið, þangað til eg hefi farið að líta í þau þessa síðustu daga. þess vegna er það að líkindum, að mér kom mjög ókunnuglega að lesa í 16. tölnbl. Isafoldar greinina »Utanför landshöfðingja«. Eg las þar í fyrsta sinn þessi orð landshöfðingja, töluð á síðasta þingi: »JEg: hefi alt af, síðan eg fór að lxafa afskifti af þingmálurn, fund- ið til þess, hve nauðsynlegt það væi'i, að vér fengjum sérstakan ráðgjafa, er mætti á alþingi« (Alþt. B. 176). Þar næst kallar hann það barnaskap, að þiggja ekki ráðgjafann, þegar hann býðst. Og loks ber hann harðlega af sér allar aðdróttanir urn það, að shann rói að því öllum árum, að málið komíst ekki fram« og áréttar þau mótmæli með þessum merkilsgu orðum: »Eg veit lieldur ekki, hvað mér ætti að gauga til að vera máli þessu mótfallinn, því að máske hefir enginu fremur en eg haft tækifæri til að finna til þess, hversn óliagkvæmt hið núverandi stjórnarfyrirkomulag er einmitt í því atriði, sem hér í frv. er gjört ráð fyrir að laga« (Alþt. B. 178). Hvernig sem á því stendur, hafði þetta alt saman farið fram hjá mér, eSa eg hafði þá alveg gleymt því, þangað til eg las Isafold á laugardag- inn, enda get eg talið mér það til af- sökunar, að eg hefi ekkert verið við landsmál að fást, — hefi haft öðru að siuna. En eg get nú ekki bundist þess að geta þess við yður, að Isafold hefði átt að fiytja þessi merkílegu umtnæli landshöfðingja nokkuru á undan síð- ustu kosningum. Eg trúi þvi ekki, að þá hefði ekki að miusta kosti sumt orðið verið ótalað, sem menn áreiðan- lega létu út aór sumstaðar um landið í kosningahríðinni. Svo vildi til, að eg var staddur í öðrum landsfjórðungi skömmu áður en kosningar fóru þar fram í einu kjör- dæminu, því kjördæminu einmitt, sem eg hafði nokkura viðdvöl í. Sýslu- maðurinn gekk þar vasklega fram í liði stjórnarbótar-andstæðinga. þrá- sinnis heyrði eg bera á góraa, hvern- ig á því stæði, að sýslumaður tæki svona f strenginn. Og viðkvæðið var ávalt hið sama: af pví að landshöfð- ingi vildi pað; sýslumaður væri vinur landshöfðingja, og landshöfðingi vildi fyrir hvern mun koma þessari fyrir- huguðu stjórnarbreyting fyrir kattar- nef o. s. frv. Svona var nú talað þar. Eg læt auðvitað ósagt, hvort sýslumaður hefir verið sömu skoðunar um landshöfð- ingjaviljann sem aðrir, því að við hann átti eg aldrei tal. En hitt þori eg að fullyrða, að svona leit öll alþýða á málið — jafnt þeir, er voru á sýslu- mannsins bandi, og hinir, sem ekki voru það. Fyrir því segi eg það, að ísafold hefði átt að flytja þessi ummæli lands- höfðingja á undan kosningunum. því að þá hefðu menn að minsta kosti ekki eignað landshöfðingja það, sem hann hefir sjálfur þvertekið fyrir á al- þingi. Og mér er nær að halda, að það hefði haft nokkur áhrif á kosn- ingarnar — hve mikil læt eg ósagt. Eg get auðvitað ekkert um það sagt, hvort þeir vildarvinir landshöfðingja, sem sýslumannsembættin skipa, hefðu hag- að sér öðruvísi. En grunur er mór á því, að þeim hefði þá ekki orðið jafn- auðfenginn liðskostur. |>ví að eitt beitt- asta vopnið í höndum stjórnarbótar- fjandanna við fáfróða alþýðu var þetta, að nú ætlaði stjórnin að fara að tæla íslendinga út á svo hættulegar og hryllilegar brautir, að jafnvel lands- höfðingja, sjálfum fulltrúa hennar, hrysi hugur við. Nú berðist haun af alefli gegn þeirri óhæfu, sem stjórnin vildi fá framgengt, og ætlaði jafnvel að leggja embætti sitt í sölurnar til þess að bjarga ættjörð sinni! Eg skil naumast, að nokkur hefði látið telja sér trú um þetta pá, ef þeir hefðu haft fyrir augum sér þessi um- mæli landshöfðingja, sem prentuð voru í ísafold daginn, sem hann lagði á stað til þess að finna stjórnina. f>ér segið ef til vill, að þá geti menn látið sannfærast nú. |>að er nú svo. Sjálfsagt gera það sumir. En mörg- um er svo farið, að hægra er að rót- festa hjá þeim villuna en að rífa hana upp aftur. þeir eru nú einu sinni bún- ir að láta telja sér trú um þetta. Og þeii raunu kunna lakar við það, sumir hverjir, að láta mikið á því bera, að þeir hafi látið telja sór trú um hauga- vitleysu. Bezt gæti eg trúað því, eins og nú er komið, að ef stjórnin lætur málið enn jafn-afskiftalaust og að undanförnu, eftir að hún hefir nú átt tal um það við landshöfðingja, og ef því svo verð- ur eytt á þinginu enn á ný — þá muni þeir verða margir úti um land, sem kinka kolli hver framan í annan og segja: »Seigur er hann enn, gamli maðurinn; enn hefir honum tekist að ónýta málið«. Og blað yðar er þó óneitanlega bú- ið að sýna og sanna, að það væri illa gert og einstakt ranglæti. Alpýðumaður,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.