Ísafold - 30.03.1901, Blaðsíða 2
Aths. ritstj.
f>að hlýtur að vera fyrir þá sök eina,
að hinn háttvirti höf. er »óstöðugur
blaðalesari*, eins og hann sjálfurkemst
að orði, að hann liggur ísafold á hálsi
fyrir það, að hún hafi þagað yfir þess-
um ummælum landshöfðingja á þingi.
Hún hafði margsinnis getið þeirra, og
getur alls akki við það kannast, að hún
hafi átt nokkura sök á því, að »Alþýðu-
manni« hefir sézt yfir þau.
Ýmislegt utan úr heimi.
Búa-ófriðurinn hefir nú staðið fulla
16 mánuði og hefir aukið ríkisskuldir
Breta um 1200 mílj. kr., helmingi
meir en Krímstríðið (1853—56). f>að
er dýrt að koma 1/4 miljón hermanna
annan eins óraveg eins og frá Bret-
landi suður um Afriku-odda og þaðan
landveg langar leiðir, og ala hann þar
mis8Írum saman. Svo sagði fjármála-
ráðherra Breta nýlega í neðri máls-
stofunni, að ófriðurínn kostaði þá um
þessar mundir 18—22:/2 milj. kr. um
vikuna beinlínis. Stnndum hefir hann
orðið meir en 30 milj. kr. En við þá
feikna-fúlga bætist svo skaðabætur
handa brezkum þegnum í Kaplýðlendu
og Natal, fyrir tjón það, er þeir hafa
beðið af ófriðinum saklausir, auk þess
sem ógrynni fjár fara til þess að rétta
við hin herteknu lönd, bæta spjöll á
járnbrautum, námavélum, vistaföngum,
fénaði og húsum. Um hverja viku,
sem ófriðinum heldur áfram úr þessu,
legst 1 milj. króna ríkisskulda-vaxta-
auki á brezka gjaldþegna.
f>að eru þarfir menn þjóðinni, sem
þessu valda, þeir Chamberlain og
hans kumpánar.
Herflota-fjárveiting Breta þ. á. nem-
ur 550 milj. kr. f>eir ætla að smíða
meðal annars 3 höfuðorustuskip járn-
brynjuð, 6 bryndreka, 2 brynsnekkjur,
5 sprengibáta, 10 sprengibátsdólga, 2
korvettur og 5 neðansjávar-báta.
Oft hafa írar verið Bretum baldnir
á þingi, enda oft misboðið, eu aldrei
eins og eitt kveld snemma í þ. mán.,
5. marz. f>á var verið að ræða mik-
ils háttar fjárveitingar, er námu fullum
300 milj., og skar meiri hlutinn, eftir
tillögu Balfours ráðherra, niður um-
ræður áður en nokkur írskur þing-
maður hafði fengið að taka til máls,
þótt þær varðaði írland sérstaklega
að miklum mun. Irum þótti sér á-
kaflega misboðið og urðu svo reiðir,
að þeir hlýddu eigi forseta um að
ganga til atkvæða um fjárveitinguna,
heldur sátu sumir kyrrir í sætum sín-
um. f>ar er sem sé, á þingi Breta,
beint »gengið« til atkvæða. fúngheimur
fer allur út úr þingsalnum snöggvast,
hvor flokkur um sínar dyr, sá er »já«
segir, eða »nei«, og eru atkvæðin talin
við dyrnar. Eftir mikil óhljóð og
gauragang samþykti meiri hlutinn
eftir tillögu Balfours, að írarnir, þeir
11, er óhlýðnuðust forseta, skyldu
gerðir fundarrækir. f>eir æptu: f>etta
er ofríkisverk! f>að er eins og þið sé-
uð staddir í Suður-Afríku! Er ekki
bezt að þið sækið hann Kitchener lá-
varð? Lögreglumenn þingsins fóru þá
að bjástra við að koma írum út með
valdi; en höfðu ekki við þeim. Loks
sá forseti sér eigi annan kost, þótt ilt
þætti, en að láta senda eftir lögreglu-
liði borgarinnar. f>að bar Ira, þessa
ll.útúr þinghúsinu, einn fyrir einn. En
þeir æptu og brutust um sem mest
þeir máttu.
f>etta þótti hin mesta vansæmd fyr-
ir þingið, enda h'efir aldrei við borið
fyrri. Oddvitar Ira kendu forseta um;
kváðu hann beítt hafa rangindum og
ofríki að þarflausu. En stjórnin bjóst
til að fá lögleiddan þann viðauka við
þingsköpin, að gera megi þá fulltrúa
alveg þingræka (ekki að eins fundar-
ræka), er óhlýðnast forseta svo frek-
lega, að beita verður við þá handa-
lögmáli.
Lífeyrir Játvarðar konungs VII. er
ætlast til að verði 8^/2 milj. kr. f>að
voru rúmar 7 milj., sem móðir hans
hafði um árið úr ríkissjóði.
Bússar hafa hótað stjórninni kfn-
versku, að ef hún skrifi ekki von bráð-
ara undir samninginn um Mantsjúríu
— en með honum fá þeir fult vald á
þeim væna skika af kínverska ríkinu
— þá taki þeir aftur fxiðarkosti þá,
er þeir hafa boðið, og komi með aðra
míklu harðari. Veslings-Kínverjar
milli steins og sleggju; eiga vísa reiði
hinna stórveldanna, ef þeir láta að
óskum Bússa. f>ar eru og Japans-
menn ekki hvað vægastir. f>eir muna
Bússum það, er þeir meinuðu þeim
bráðina eftir sigur þeirra á Kínverjum
fyrir fám árum. f>eir hafa nú nýlátið
smíða sér á Englandi hinn mikil-
fenglegasta og öflugasta bryndreka,
sem til er í heimi, og hafa beðið um
að flýta ferð hans austur; þykjast þurfa
á honum að halda hið bráðasta. f>eir
eiga býsna-fríðan flota orðið annan.
Nú kvað vera full vitneskja fengin
um það, að myrtir hafi verið eða fall-
ið í róstunum í Peking frá því í
fyrra vor 118 Bretar, 79 Bandaríkja-
menn, Norðmenn og Svíar, 29 Erakk-
ar, 21 Balgar, Hollendingar og ítalir
samtals, en hér um bil 30,000 kristn
ir Kíhverjar.
Dauðinn hefir hlaupið undir bagga
með danska ráðaneytinu í vetur. f>að
hafa dáið 2 úr andstæðingaflokki þess
í landsþinginu, Neergaard stóreigna-
bóndi, einn af frávillingunum níu, eða
úr flokk Mogens Frijs greifa, og svo A.
Mundberg, sósíalisti. f>að hefir því 4
atkvæða meiri hluta í þeirri þingdeild,
að meðtöldum raunar 4 af sjálfum
ráðgjöfunum; jöfn atkvæði með og
móti ella.
f>eir 300 stúdentar í Kiew, sem minst
var á hér í blaðinu nýlega að hefðu
verið höndum teknir af Kósakaliði fyr-
ir Ó8pektir, voru síðan allir dæmdir til
burtreksturs frá háskólanum og keyrð-
ir í herþjónustu. f>ar aftóku 18 þeirra
að vinna trúnaðareið og voru fyrir það
dæmdir af lífi, en keisari gaf þeim grið.
— Sá sem ráðið hafði harðneskjumeð-
ferðinni á stúdentunum, var Bogolepow
innanríkisráðherra. Honum varskömmu
eftir veitt banatilræði og var kent sam-
særi stúdsnta. Síðustu fréttir sögðu
hann látist hafa úr sárum.
Póstguíufuskip Vesta,
kapt. Holm, kom í gærmorgun, á-
ætlunardaginn. Hafði gengið ferðin
mætavei kringum land. Var með
fjölda farþega, kringum 80. f>ar á
meðal var Sigurður prófastur Gunnars-
son úr Stykkishólmi og síra Jósep
Hjörleifsson á Br.bólsstað, J. P. Thor-
steinsson á Bíldudal með frú sinni
og 3 dætrum, Eggert Eir. Briem bú-
fræðingur, læknarnir Björn G. Blöndal
og Magnús Jóhannsson að norðan.
Gufuskip Stabil
lagði á stað aftur úr Hafnarfirði í
gær til Storuoway. Með því sigldi
kaupm. Thor Jensen (Godthaab).
Hafís-
f>rátt fyrir þessi ódæma blíðviðri
hefir vart orðið við hafíshroða fyrir
norðan sumstaðar. Skrifað er af Mel-
rakkasléttu t. d. 10. þ. m.:
• Seint í febr. rak hér inn hafíshroða
eigi all-lítinn og fylti hverja vík. Hann
rak að í vestanátt og þíðviðri, og brá
þegar til sunnanáttar aftur. í slíkri
veðráttu eru Sléttungar óvanir við að
sjá hafísinrn.
Sömuleiðis er ísafold skrifað úr
Húnavatnssýslu 21. þ. m.:
•Indælis-blíðutíð alt af, sunnan-þíð-
vindi og hláka í gær og í dag. Haf-
íshroði er þó hér í Húnaflóa, og rak
hann fast upp að landi hér fyrir 10
dögum, en fjarlægðist aftur eftir 2
daga. f>að happ fylgdi ísnum, að
hann rak með sér h n í 8 u r og veidd-
ust þær yfir 100 á Skagaströnd. Flest-
ar (80) náðust í net fram undan
Skeggjastöðum, sem er næsti bær við
Hof, en nær sjónum«.
Mannalát.
Sigríður Pálsdóttir, prests
Guðmundssonar á Borg. en systir
Guðmundar heitins sýslumanns Páls-
sonar í Arnarholti, andaðist hér í
bænum 21. þ. mán., nær háff-áttræð,
fædd 5. apríl 1827. Hún ólst upp
hjá móður sinni og fór til bróður
8Íns, Guðm. heit., þegar hún dó; að
honum látnum fluttist hún hingað til
Bvíkur. Hún var ógift og barnlaus.
Hún var valkvendi, fróð og minnug.
Að Stóra-Botni við Hvalfjörð lézt
17. þ. m. síra Jón Benediktsson, fyrr-
um prestur að Saurbæ, rúml. sjötug-
ur. ÚtskrifaðÍ3t af prestaskólanum
1857, vígður árið eftir aðstoðarprestur
að Hvammi í Dölum, síðan prestur að
Söndum í Dýrafirði 1859—1865, að
Görðum á Akranesi 1865—1886 og að
Saurbæ á Hvalfj.strönd 1886—1900.
Hann átti 2 sonu á lífi: Bjarna
bónda á Melum í Melasveit og Helga
bónda í Stóra-Botni.
f>á lézt í Köfn í þ. m. Fritz W.
Zeuthen, fyrrum héraðslæknir á Eski-
firði, stjúpsonur Gísla heit. Magnús-
sonar latínuskólakennara, á 4. ári um
sextugt.
Vendetta verður send skuldlaus-
um kaupendum blaðsins erlendis í vor.
Húnavatnssýslu 16. marz:
£>að telat vanalega ekki með tíðindum
að segja frá tíðinni, en nú eru það þó
tíðindi. Það sætir sannarlega tíðindum að
vera eitt herrans 4r nál. laus við vetur, cn
það er oinmitt tiifellið nú. Sú einmuna
blessuð bliða hefir verið hér norðanlands,
það sem af er þessum vetri og er nál. 4/5
hlutar, að slíks eru ekki dæmi i minnnm
jafnvel elztu manna. Að hafa aldamót og
afbragðs árgæzku í einu, það eru ný tið-
indi. Og svo ern rvú þessir góðu fylgi-
fiskar, nægar heybirgðir og góðar ástæður.
Nú segja karlarnir þegar þeir hittast:
»Mikil ósköp fyrnirðu í vor, lapm!«
Verzlun hefir þetta ár verið sömuleiðis
allbærileg hér í sýslu. Ull var raunar í
fremur lágu verði, frá 50—55 a. pd., en
kjiitjirísar máttu aftur heita mikið góðir,
og líkl. betri hér á Blönduós og Skagastr.
en annarstaðar á Norðurlandi, sem stafaði
víst mikið af samkepni. Það var á 14 til
20 a., mör 18 a., gærur 25 a. pd. Lögðu
sauðir sig með þessu margir á og jafnvel
yfir 20 kr. l£n það er bó+in fyrir kaup-
manninn, að það er ekki gefið, sem iátið er
á móti, eða það finst mönnum, þegar þeir
heyra höfuðborgarprísana, en af þeim rétt-
um höfum við að eins reykinn. Pöntttnar-
félagið er fjörlitið, en þó við líhð. Úr því
er útl. varningur að vísu ódýrari en í búð,
en aftur seidust sauðir lakara en hér og
likt því sem Vídalín væii að »spekúlera«.
Sýslufundur Húnvetninga var háður 4.
til 9. þ. m. Bar þar allmargt á góma að
vanda. Aðalmálið var um flutning Ytri-
Eyjarskóla. Yinst það erfitt, þvi Skag-
firðingar vilja ekki vera með. Afráðið er
að reisa hann af nýjn norðan við Blöndu
og áætlaður kostnaður 16—17 þús. kr. —
Komu og til umræðu ýms ágreinings-atriði
um skólann. Þar á meðal um frávisun
kennarameyjanna, allra, sem virðist á-
stæðulítið og misjafnt mæiist fyrir. Önnur
mál voru t. d. samgöngumál, brýr og ferj-
ur, útsvarskærur og tíundarsvik, styrkveit-
ingar til eflingar búnaðarins o. fl.
Norður-i»ingeyjarsýsln (Sléttu) 10.
marz:
Dæmafáar blíður hafa gengið hér í þvi
nær allan vetur, svo gamlir menn muna
varla annan eins vetur. Óviða farið að
taka lömb í hús enn þá til að kenna þeim
að eta hey.
Ósjúkt og mannheilt hér um slóðir; enda
kemur það sér betur. því varla er að hugsa
til að ná til iæknis, þótt lífið liggi við.
Óskemtilegt að vísu að vera prestslaus, en
þó lakara að vera læknislaus.
Aflafréttir
fyrirtaksgóðar frá Isafjarðardjúpi og
sæmilegan undan Jökli. Mikið góður
afli í þ>orlákshöfn og Sslvogi, en alt
rýrara austan ár. Sömuleiðis góður
afli syðra, á Miðnesi og í Höfnum o.
s. frv.
Af þilskipum hafa þessi komið inn
síðustu daga: Sjana (Jafet Ólafsson)
með 15,000; Jósefína (Jón Ól.) með
13,500; Toiler (Finnb. Fb. með 7000
— þessi Öll G. Zoéga. Enn fremur
Sigríður (Th. Th., skipstj. Ellert
Schram) með 8000 og Garðar (J. J>órð.,
skipscj. P. f>.) með 7000. Guðrún
(H. H.) 3000 og Palmen 3500.
Svanurinn (sbr. síð. bl.) hafði feng-
ið 14,000.
Skipstrand.
Nýfrétt er, að strandað hafi enskur
botnvörpungur austur í Meðallandi,
en mannbjörg orðið.
Bjargað skipshöfn.
Laugard. 23. þ. m. bjargaði fiski-
þilskipið Himalaya úr Hafnarfirði,
eign Aug. Flygenrings, skipstj. f>ór-
ariun Guðmundsson, róðrarskipi úr
Selvogi með 14 manna, form, þorbjörn
í Nesi Guðmundsson. f>eir höfðu
hlaðið skipið og seil á eftir. En gerði
bálviðri á norðan og engin tiltök að
ná landi; sigldu til hafs í veðrinu og
náttmyrkrinu, upp á von og óvon að
hitta fyrir hafskip, sem og hepnað-
ist. Skípshöfninni varð ekki komið
á land fyr en í Hafnarfirði. Skipið
laskaðist nokkuð og aflinn mistist;
slitnaði síðan aftan úr og hvarf í
Beykjanesröst.
Lögfræðislegur leiðarvísir.
Er veitingamanni, sem ekki hefir keypt
veitingaleyfi, frjálst nð veita alls konar vin-
föng með mat (og kaffi), þannig t. d., að
selja máltíðina í heild sinni vissu verði, og
því svipnðu eða hinu sama, sem venjul. er
að seija slik útlát, er alt er reiknað sér-
staklega?
Sv.: Nei; skýlaus lögleysa.
Sóknarnefnd byggir upp kirkjugarð 1
ferhyruing, og vill um ieið færa inn eina
hlið garðsins, svo að fárra ára gömul leiði
verða utangarðs; en iifandi nánustu ætt-
iugjar þeirra, er undir þeim leiðum hvila,
fyrirhjóða að færa inn garðinn (eða girð-
inguna). Getur sóknarnefnd farið sinu fram
án saka, hver sem mótmælir?
Sv.: Nei, það er Iögleysa.
Hefir sóknarnefnd nokkurt vaid til að
afsneiða með girðingunni af grafreit þeim,
sem kirkjunni hefir verið útmældur, nema
yfirvaldaúrskurðir komi til?
Sv: Nei.
Eftirmæli.
Madama Helga Ólafsdóttir fæddist i Þing-
nesi i Boígarfjarðarsýslu 16. maí 1814;
foreldrar hennar voru Ólafur stúdent Bjarnar-
son Stephensen frá Esjubergi og Anna
Stefánsdóttir Scheving frá Leirá. Heiga
sál. ólst upp hjá foreidrum sinum þar til
hún var 18 ára; þá fluttist hún til þeirra
góðfrægu hjóna Hannesar prófasts Stephen-
sens og frú Þórunnar Stepbensen á Ytra-