Ísafold - 30.03.1901, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.03.1901, Blaðsíða 4
70 ISGG (til útungunar) undan ágætu ensku varpkyni fást í Suðurgötu 12. Kostar 25 a. stykkið. Með því að viðskiftabækur við sparisjóð SauðárkPÓks Nr. 125 » 149 » 165 eru sagðar glataðar, stefnist handhöf- um téðra viðskiftabóka hér með, sam- kvæmt tilskipun 5. jan. 1874, um hlunnindi fyrir sparisjóði á íslandi til þess að segja til sín innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýs ingar. Sauðárkrók 12. marz 1901. V. Claessen p. t. formaður. Amepíska bréfpeninga (dollara) kaupir Borgþór Jósefsson. Eg undirskrifaður, sem hefi dvalið á íslandi 22 ár undanfarin og rekið þar verzlun, síðustu 11 árin í sjálfs mín nafni, býðst hér með til að annast kaup og sölu á vörum fyrir alt Island. Mannúðleg og skilvísleg viðskifti! Skjót reikningsskii! Með því að eg er vel kunnugur öllum vörum, sem þörf er á til Is- lands, vonast eg eftir, að geta gert hagnaðarkaup, og sömul. að fylgjast vel með sölu islenzkra afurða, svo að eg geti komið þeim í eins hátt verð og aðrir. Virðingarfylst W. C. Kohler-Christensen Niels Juelsgade nr. 6, Kebenhavn. Jörðin Dalur í Miklaholts- hreppi er til sölu og á b ú ð a r frá næstkornandi fardögum. Lysthafendur snúi sér til undirskrifaðs sem íllra f y r s t, því vera má, að jörðin verði seld til útlendinga, ef enginn i n n 1 e n d u r gefur sig fram. Laxveiði Og silungsveiði íylgir með í hlunnind- um jarðarinnar. StykkishóJmi 10. janúar 1901. Ármann Bjarnason. Eg undirskrifaður málaflutn- ingsmaður við landsyfirréttinn í Reykjavík gjöri almenningi kunnugt: að eg tek að mér að flytja mál og veita upplýsingar þar að lútandi, að gjöra samninga, að kaupa og selja fasteignir, að innheimta skuldir, og að útvega lán í Landsbankanum og veð- deildinni gegn sanngjarnri borgun. Oddur Gíslason. Ágætt gulrófuíræ fæst á Skóla- vörðustig 8. Sigriður Ásmundsdóttir. Matur og húsnæði fæst í Kirfeju- stræti 4. Þar fæst líka eggjasnaps og kaffi ura páskana. riagrstæn^er Endel Granspiger til Elagstænger fra 12 —60Fod lange sælges billigt. Norre Alfee 43. H. C. Fischer, Tammerhandler. T0MMERH ANDELEN Ngrre Allee 43. Kjðbenhavn. Billigt Udsalg af Planker, Brædder og Lægter, Gulv- og Stafhrædder, Mahogni-, Nödde-, Ege-,Ti0ge og Asketræ m. m. i Planker og Tykkelser. H. C Fischer. Bogeplanker Ege-, Aske-, Linde og Ahornsplanker samt Egebrædder i forskellige Tykkelser og Bredder sælges billigt. Norre Allee 43, Tömmerhandelen. Export-kaffi Surrogat F. Hjort & Co. Kjöhenhavn K. Stór verölækkun! < Með 200/o fsætti selst til 10. apríl alt, sem til er í úrverzl- un minni í Reykjavík af alls konar vasaúrum, stofuúruin, Úrfest- um, alls konar gullstássi, hita- og loftþyngdarmælum og mörgu fl. Þetta kostaboð stendur að eins til 10. apríJ. GUÐJÓN SIGURÐSSON. Peninga- verð: 80 kr. á nr. 13. Stóra- og litla- mjólkurskilvindan „ALEXANDRA.“ Peninga- verð: 120 kr. á nr. 12. Hún er sterkasta og vandaðasta skilvindan, sem snúið er með hsnd- krafti. Létt að flytja heim tíl sín, vegur tæp 70 pd. í kassa og öllum umbúðum, skilur 90 potta af mjólk á klukkutíma, nær talsvert meiri rjóma úr mjólkiuni en þegar hún er sett upp, gefur betra og útgengiiegra smjör, borgar síg á meðalheimili á fyrsta ári. Ágæt lýsing á vindunni eftir skólastjóra Jónas Eiríksson á Eiðum stendur í 23. tbl. Bjarka 1898. ALEXANDRA skilur rjómann úr mjólkinni, hvort sem hún er heit eða köld, en það gerir engin önnur skil- vinda. ALEXÖNDRU er fljótast að hreinsa af öllum skilvindum. I heDni er stál- skilhólkur (Cylinder), sem nú er tekið á einkaleyfi um alían heim; hann er hægt að hreinsa í volgu vatni á ör- stuttum tíma; margar aðrar skilvindur hafa í staðinn fyrir hann 14 til 20 smástykki, sem öll þurfa að skiljast að og hreinsast út af fyrir sig; þessi kostur á Alexöndru er því auðsær. ALEXANDRA er fljótust að skilja mjólkina af öllum skilvindum, sem enn eru til. Jónas Eiríksson búnaðarskólastjóri á Eiðum ráðleggur öllum að kaupa Alexöndru. Feilberg umsjónarmaður, fulltrúi landbúnaðarfélagsins danska, sem ferð- aðist hér á íslandi, segir, að skilvind- an Alexandra hafi mest álit á sér í Danmörku af öllum skilvindum. ALEXÖNDRU er hættuminna að brúka en nokkra aðra skilvindu; húu þolir 15,000 snúninga á mínútu án þess að springa. Litla Alexandra nr. 13. er nú sú nýasta og fullkomnasta skil- vinda af þeirri stærð, sem til er, og ætti hún því að komast inn á hvert heimili. Hún skilur um 50 potta á klukkutíma og er því nægilega stór fyrir hvert það heimili, sem ekki hef- ir yfir 100 ær og 3 kýr mjólkandi. Á vélasýningu í Englandi s. 1. sum- ar fekk þessi skilvinda hæstu verðlaun af öllum þessum minni tegundum. Hún kostar 80 kr. gegn peningum strax, en þó lána jeg hana áreiðan- anlegum kaupendum til næstu kaup- tíðar. 150 skilvindur koma nú með »Vestu« í marz, sem flestar eru pantaðar, þó ekki allar enn; þeir sem því skrifa von bráð- ar geta búist við að sitja fyrir þeira. Bili eitthvað í vindunum, eða þær verði fyrir slysi, þá geri eg við alt þess háttar fyrir mjög lágt verð og á mjög stuttum tíma. Guttaperkahring- ir, olía, leiðarvísir og alt, sem Alex- öndru viðvíkur, fæst hjá mér. Verksmiðjuverð vélarinnar nr. 12 er 120 kr. og 6 kr. að auk, ef mjólkur- hylki með krana fylgir. — Jpegar pen- ingar fylgja pöntun eða hún er borg- uð í peníngum við móttöku gef eg 6°/» afslátt. Að öðru leyti tek eg sem borgun alla góða verzlunarvöru án þess að binda mig við það verð, sem aðrir kaupmenn kunna að setja á hana móti vörum sínum. ALLAR pantanir, hvaðan sem þær koma, verða afgreiddar og sendar strax ef hægt er. Seyðisfirði, 1900. Aðalumboðsmaður fyrir Island St. Th. Jónsson. Yfir 100 bændnr á Austur- og Norður- landi brúka þessa skilvindu og allir hafa þeir skrifað viðlíka og hér segir: Herra sýslunefndarmaður og prestur Björn Þorláksson skrifar: Eg, sem í tæpt ár hefi látið brúka Alex- andra skilvinduua á heimili minu, álit, að ekki sé tii nanðsynlegri hlutur fyrir búandi menn, þar sem nokkur mjólk er til muna, en hún. Hún borgar sig furðufljótt, og því fyr sem búið er stærra. Eg vil ráð- leggja hverjum sveitahónda að reyna að eignast skilvindu sem fyrst. Hver sem hef- ir það i hyggju, en dregur það t. d. i tvö ár, hefir tapað verði einnar slíkrar skil- vindu. Dvergasteini í Seyðisfirði. Björn Þorldksson. Kaupmaður og sjálfseignarhóndi Jón Bergsson á Egilsstöðum segir svo um skil- vinduna Alexandra, eftir að hafa hrúkað hana eitt ár: Þó það slys skyldi vilja til, að skilvinda min (Álexandra) eyðilegðist nú þegar, þá mundi eg kaupa már strax aðra. Svo nauð- synleg álít eg hún sé á hverju heimili. Prestur og hreppsnefndaroddviti Þorsteinn Halldórsson í Mjóafirði sem keypt hefir litlu Alexöndrn nr. 13, segir: Eg þakka yður fyrir skilvinduna; hún er litið reynd enn, en likar vel það sem af er; er nægilega stór fyrir heimili sem ekki hefir því meiri mjólk. Þinghól í Mjóafirði. Þorsteinn Halldórsson. Hreppstjóri Einar Eiriksson á Eiríksstöð- um skrifar ásamt fleiru: Yel líkar mér skilvindan frá þér,og ekki iðrar mig eftir því kaupi. Eiriksstöðum á Jökuldal Einar Eiríksson. Hreppstjóri Sölvi Vigfússon skrifar mér á þessa ieið: Mjólkurskilvindan Alexandra, sem þú seldir mér, líkar mér í alla staði vel, og vildi eg heldur missa beztu kúna úr fjós- inu en hana. Frágangur og útlit vindu þessarar er svo ákaflega fallegt, að eg vildi gefa 20 kr. meira fyrir hana en aðr- ar sams konar, sem eg hefi séð. Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Sölvi Vigfússon. Sýslunefndarmaður Halldór Benediktsson segir: Mjólkurskilvindan Alexandra, er eg keypti hjá þér, reynist ágætlega og hlýtur að horga sig á hverju meðalbúi á fyrsta ári, þegar til alls er litið. Skriðukluustri í Fljótsdal. Halldór Benediktsson. Óðalsbóndi Jón Magnússon skrifar ásamt fleiru : Eg skal taka það fram, að skilvindan Alexandra, er eg keypti hjá yður held eg gé sá hezti hlutur, sem komið hefir i mína eigu. Skeggjastöðum á Jökuldal Jón Magnússson í fyrra vetur varð eg veik, og suer- ist veikiu brátt upp í hjartveiki með þar af leiðandi svefnleysi og öðrum ó- notum; fór eg því að reyna Kína lífs- elixír herra Yaldemars Petersens, og get eg með gleði vottað, að eg hefi orðið albata af þremur flöskum af téð- um bitter. Votumýri. Húsfreyja Guðrún Eiríksdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæat hjá flest- um kaupmönnum á Islandi, án toll- hækkunar, svo að verðið er eins og áður að eins 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-líís-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að -VT standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kíuverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn, Danmark. Þeir, sem vilja fá vörur keyptar hjá verzluninni „Godthaab“ eru beðnir að snúa sér til verzlunar- manns Gísla Helgasonar, Laugavegi 23, sem hefir afgreiðsluna á hendi í fjar- veru minni. Reykjavík 28. marz 1901 M. Th Jensen. Hér með auglýsist að kenslustörfin við kvennaskólann á Ytriey, nefnil. forstöðukonu og þriggja kenslu- kvenna störf, eru laus til umsóknar. A ein af kenslukonum eingöngu að hafa á hendi kenslu í fatasaum. Kaup forstöðukonu er nú 450 kr., en kaup kenslukvenna 200 kr. yfir kenslutímann. Skólaárið er frá 1. okt.—14. maí. Ufnsækendur sendi umsóknir sínar og meðmælingar til formanns for- stöðunefndar kvennaskólans, hr. Sig- urðar Sigurðssonar á Húnstöðum, fyr- ir 14. maí næstk. p. t. Blönduósi, 9. rnarz 1901. Forstöðunefndin. Uppboðsauglýsing. A 3 opinberum uppboðum, sem baldin verða þriðjudagana 14. og 28. maí og ii. júnímánaðar næstkom- andi, verða boðnar upp til sölu hús- eignir dánarbús Eyólfs E. Jóhanns- sonar í Elatey : íbúðarhús iéXn ál., með kjallara, pakkhús 14X ro ál, torfbær o. fl. hús, verkafólkshús, geymsluhús og fénaðarhús. 2. uppboðið ferfram á skrifstofu sýslunnar en hið fyrsta og síðasta i Flatey, og byrja þau á hádegi. Söluskilmálar verða birtir á uppboðunum. Skrifstofu Barðastrandarsýslu 23. marz 1901. Halldór Bjarnason. í Iíeykjavík hefir nú talsverðar birgðir af vindlum á Lager, margar tegundir, sérstök vildarkjör fyrir kaupmenn. Ásgeir Sigurösson, p. t. gjaldkeri. TIL SÖLU er Barnavagn, Sofi, Mahoniskrifborð með eikarskúffum og Steinolíuofn. Ritstj. vísar á. Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Binar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.