Ísafold - 06.04.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.04.1901, Blaðsíða 2
72 þessum tilgangi, nefnum vér áburðar- plöntur. Gjöra verður þær kröfur til áburð- arplantna, að þær vaxi fljótt, verði stórar og hafi langar rætur, sem nái djúpt niður. Beztar til þess eru belg- plöntur, einkum lúpínu.r og ertur; fleiri má líka nota, svo sem sinnep og bók- hveiti. Belgplöntur vaxa þétt og hylja jarðveginn; við það eyðist ill- gresið; efsta jarðlagið fær hæfilegri hita og raka, og það flýtur fyrir efna- breytingunni. Belgplöntur auðga líka jarðveginn með köfnunarefni úr loftinu. Köfnunarefni er nauðsynlegt fyrir allar plöntur og það er dýrasta efnið f áburðinum, sem orsakast af því, að plönturnar þurfa mikið af því og það geymist illa. Til þess að þær geti notað sér það, þarf það að vera bund- ið öðrum efuum. f>ær fá það eingöngu úr jarðveginum, mestmegnis úr sait- pétursúrum söltum, sem myndast þar, og í áburðinum af þeim köfnunarefnis- Bamböndum, sem eru í nýjum áburði og í jurtum, sem fúna í jarðveginum. Belgplöntur eru þó að þessu leyti frá- brugðnar, eftir því sem vísindamönn- um hefir tekist að leiða í ljós. þær geta notað sér hið óbundna köfnunarefni loftsins, þegar skortur er orðinn á saltpétri í jarðveginum. þennan eiginleika belgplantnanna er að þakka bakteríum. Bakteríur eru örsmáar, einfrumla jurtir, hafa enga blaðgrænu og þurfa því að nærast á lífrænum efnum, jurt- um eða dýrum, lifandi eða dauðum. f>ess má geta, að bakteríur eru mjög margs konar og að það eru vissar teg- undir þeirra, sem lifa í sambandi \ið belgplöntur, og það virðist svo sem sama bakteríutegund eigi ekki jafnvel við allar belgplöntutegundir. Ein teg- undin á bezt við lúpínur, önnur við ertur, þriðja við smára o. s. frv. þessar bakteríur, sem hér ræðir um, lifa og margfaldaet í jarðveginum, setjast á rætur belgplantnanna og mynda þar smáhnúða. I fyrsta sinn aem belgplöntur eru ræktaðar á einhverjum bletti vaxa þær venjulega ekki vel; getur það or- sakast af því, að þar sé lítið af við- eigandi bakteríum í jörðunni, en þær útbreiðast fljótt og haldast við í jörð- unni svo árum skiftir eftir að belg- plöntur hafa verið ræktaðar. Bakteríurnar má útbreiða með ýmsu móti. Ef sá á belgplöntum þar, sem þær hafa ekki verið ræktaðar áður, þá má flytja þangað lítið eitt af mold frá þeim stöðum, sem þær hafa vaxið á áður; 8 vagnar af rnold er nægilegt á dagsláttu. þjóðverjar hafa líka fund- ið upp á því, að rækta þessar bakterí- ur og selja þær í vökva á glösum; nefnist það »nitrogen«. þessi vökvi er þyntur mikið með vatni og stráð svo yfir útsæðið rétt áður en sáð er. Eins má líka blanda vökvanum sam- an við mold, eítir að búið er að þynna hann nóg og strá moldinni síðan yfir akurinn. Áburðarplöntur eru helzt notaðar á þurran og magran jarðveg og þar sem erfitt er að gefa jörðunni annan áburð, sem aukið geti moldarmagnið. þær eru sérlega góðar á sendinn og malarborinn jarðveg. Möl og sandur halda illa í sér frjóefnunum; þau hverfa þar alt af niður á við. Áburðar- plöntur bæta úr þessum ókosti og auka lífrænu efnin. Algengastar áburðarplöntur eru lúpínur, en þær eru lítið hafðar til fóðurs, þykja beiskar og óhollar. þær verða stórar, hafa langar rætur, alt að því 6 fet, og geta öðrum plöntum frem- ur uppleyst steinefnin og gert þau aðgengileg fyrir eftirkomandi gróður. þær safna einnig svo miklum forða af köfnunarefni, sem eftirkomandi plöntum er nægilegt í tvö ár eða meira. Lítil reynsla er fyrir því, hvernig Iúpínur vaxa hér á landi. f>eim var sáð hér í Reykjavík fyrir tveim árum. Vöxturinn varð ekki 1 meðallagi; samt báiu þær blóm. 8vo mikið má af þessu dæma, að þær muni geta vaxið hér allvel. Samkvæmt því, sem áður er sagt, vaxa þær venjulega lítið þar, sem þær hafa aldrei verið ræktaðar áður. Bezt er að sá lúpínum á vorin, eins snemma og veður leyfir; af fræ- inu þurfa menn 130 pund á dagsláttu. Pundið kostar um 10 aura erlendis. í sandjörð er ekki sáð eins miklu og í leirjörð. Bezt er að sá fræinu í raðir með 12 þuml. bili milli raðanna, en í röðunum á það að vera þétt, svo plönturnar standi þar hver við hlið- ina á annari. Hæfilegt er að þekja fræin með lx/2 þuml. þykku moldar- lagi og þarf það að gerast með ná- kvæmni. þegar plönturnar eru komn- ar upp, á að hreinsa burt illgresið, sem er á milli raðanna; aðra umhirðu þurfa þær svo ekki. f>egar lúpínurnar eru búnarað bera blóm og farið að skapast fræ, má fara að plægja þær niður; þó er ekki bund- ið við að gera það fyr en í október. Séu þær látnar bíða svo lengi, mun mega fá af þeim nokkuð af þroskuðu fræi með því að tína beztu belgina af, áður en þær eru plægðar niður. Til þe88 að létta fyrir plægingunni, skyldi helzt draga valtara yfir svæðið áður en plægt er, svo plönturnar leggist flatar og í sömu átt sem plóg- urinn á að ganga. Með þessu móti komast plönturnar betur ofan í jarð- veginn. Hugsanlegt er, að vér getum ræktað fræ af lúpínum; aðferðin er mjög ein- föld; þeim er þá að eins sáð heldur fyr og lítið eitt gisnar, eða með 16 þuml. bili 'milli raðanna. þá fara að eins um 100 pd. af útsæði á dag- sláttu. Svo eru þær látnar standa þangað til belgírnir eru farnir að verða brúnleitir og fræið er þroskað; þá eru þær slegnar, þurkaðar og þresktar. þegar búið er að ná fræ- inu úr belgjunum, má plægja plönt- urnar niður, eða þá setja þær í haug og láta þær fúna og verða þannig að áburði. Vér mundum geta haft gagn af að sá lúpínum í óræktaða mela og flög; þær vaxa, þótt þær fái engan áburð; en gott er að strá í moldina dálitlu af tilbúnum kalíáburði (kainit). Næsta ár á eftir lúpínunum gætum vér svo sett í sama blettinn kartöflur, rófur eða grastegundir, ef til vill kornteg- undir. Eitthvað af þessu mætti rækta fyrstu tvö árin á lúpínublettin- um, án þess að bera þar á nokkurn skepnuáburð; áburðarlögur í júní eða júlímánuði mundi samt gera gagn. Vér gætum með þessu móti sparað oss mikinn skepnuáburð og samt haft not af magra jarðveginum, og þetta gengi enn þá betur, ef vér notuðum dálítið af kalí- og fosfórsýru-áburði með. f>að hepnast þó ekki til lengd- ar, að fá góða uppakeru án skepnu- áburðar, en hann má spara mikið, eins og hér hefir verið bent á, og því meir, sem jarðvegurinn hefir ver- íð moldarmeiri frá byrjun. Fyrstu tvö árin, eftir að lúpínur hafa verið ræktaðar og plægðar niður, á alls ekki að bera skepnuáburð á þann blett, hvernig svo sem jarðveg- urinn er, því það er alls ekki rétt, að bera of mikið af köfnunarefni á jörð- ina. Til fræræktar má ekki sá lúpínum mjög oft á sama blettinn; í stað þeirra ætti þar að rækta aðrar belgplöntur annað slagið. Vér þurfum að komast upp á að rækta belgplöntur meir en vér gerum; þótt þær yrðu slegnar og fræi safnað af þeim, þá yrði samt mikið eftir, sem jörðin hefði gagn af. Ýmislegt utan úr heimi. Blað eitt í Canada taldi í haust fá- ein atriði, er lýsa því, hve voldugt Bretaveldi er og víðáttumikið. Annaðhvort hafskip í heimi er brezkt. Mannfjöldi í ríkinu er 100 milj. og hefir einhverjum reikningsfróðum manni talist svo til, að Viktoría drotning hefði þurft að lifa 70 ár umfram þau 80 rúm, er hún lifði, eða' meir en 150 ár, ef ailir þegnar hennar hefðu átt að geta gengið fram hjá henni í hala- rófu, þótt haldið hefði áfram dag og nótt. Engum einum þjóðhöfðingja lutu eins margir Múhameðstrúarmenn eins og Viktoríu drotningu. þjóðsöngurinn brezki God save the Queen (the King nú orðið) er sunginn á 20 þjóða tuugumálum. Englendingar smíða tvö af hverjum þremur hafskipum, er hleypt er af stokkum um allan heim. Lánað hafa Bretar öðrum þjóð- um 2,500 milj. pd. sterl. eða 45,000 milj. kr. Herskipafloti Breta eru 689 skip, er hleypt geta af 7530 fallbyssum í einu. þrjú bréf af fjórum allra sendibréta, er póstar og póstskip flytja um heim- inn, eru rituð á ensku og til ensku- mælandi manna. Væri Bretaríki rist í 1000 faðma breið strengsli, mundu þau ná 450 sinnum kringum jörðina. Meiri háttar slys varð á sjó 22. fe- biúar í vetur hjá San Francisco. Stórt- gufuskip, »City of Rio Janeiro« rak sig á í þoku skamt frá hafnar- mynninu og sökk að 5 mínútum liðn- um. þar druknuðu 122 menn, þar á meðal 19 yfirmenn á skipinu. Skip- stjóri stóð í lyftingu þar til er skipið sökk með hann. Farmurinn var 2 milj. kr. virði, og þar á meðal meir en 200,000 kr. í gulli. Skipið kom frá Honkong og Japan. Fólkstala á þýzkalandi er nú orðin nokkuð meir en 56 miljónir, en í Ber- lín nær 2 miljónir. Hefir aukist um rúraar 4 miljónir síðan 1890. Fyrir 20 árum var íbútala keisaradæmisins 45 milj. I Danmörku, heimaríkinu, var fólks- tala 1. febr. þ. á. 2,447 þús., en Khafnarbúar alls 378 þús. þar, í Dan- mörku, hefir fólki fjölgað um 275,000 síðan 1890. Fólkstala var í Færeyjum 1. febr. þ. á. 15,224. þar af í þórshöfn 1656. Tíu árum áður, í árslok 1890, var fólkstala í eyjunum 12,954. En 1860 um 9000. Og 1801 ekki nema 5265. Hefir því hér um bil þrefaldast á öld- inni. En á íslandi hvergi nærri tvö- faldast. Thoralv prestur Klaveness, í Krist- janíu, bróðir barnalærdómskvershöf., flutti nýlega guðrækilegan fyrirlestur í Kristjaníu og fór þungum orðum um léttúðarspilling þá og óskírlífis, er þar færi drjúgum vaxandi, einkum meðal heldra fólks eða hámentaða lýðsins í höfuðborginni; þar væri öll blygðun horfin. Hann nefndi það dæmi sínu máli til sönnunar, hvílíkt dálæti helztu menn í borginni, karlar og konur, hefði sýnt við þau Holger Drachmann og Bokken Lasson söngmey, er þau voru þar á ferð í haust og voruorðuð saman — fóru ekkert dult með —, klappað þeim lof í lófa og kunnað sér eigi læti af viðhöfn og fagnaði viðslík hjónaleysi. Út af þessu varð mikill þytur og kærðu nokkrir kunningjar Drachmanns, málarinn frægi Fritz Thaulow og 2 aðrir, prest fyrir bisk- upi hans, Chr. Bang. Klerkur varði sig skörulega. Biskup vottaði honum í svari sínu eða úrskurði þakkir fyrir kristilegan áhuga hans og vandlæting, eu kvað ólöglegt (eftir Chr. V lögum?) að nafngreina menn, er prestar víttu menn í heyranda hljóði fyrir syndir þeirra og það mætti hann ekki gera oftar. Strandferdaskip Vesta komst eigi á stað fyr en í fyrra kveld, skírdag, fyrir ofviðrinu, er tepti alveg ferðir milli skips og lands, — Heimdellingar veðurteptir á landi nær tvo sólarhringa. Allmargt farþega fór með skipinu, sumir hinir sömu og komu, t. d. síra Sigurður próf. Gunn- arsson og síra Jósef Hjörleifsson, læknarnir B. G. Blöndal og Magnús Jóhannason o. fl. Fiskiþilskip hafa átt harða útivist þessa vikuna. þau hafa verið að tínast inn síðustu dægrin, með fremur lítinn afla flest, vegna veðursins. Látlaus fákænska. Málgagnið ónefnda finnur sig óvið- ráðanlega knúð til þess að lýsa yfir því nú í vikunni, að það skilji ekki orðið »látlaus«. Auðvitað stafar það af því, að jafnlítið lát er á fákænsku og grunnhygni blaðsins nú um pásk- ana og endranær. Páskahret í snarpasta lagi höfum vér haft þessa viku, bálviðri á norðan, einkum miðvikudaginn og aðfaranóttina þá, með mesta frostinu, sem komið hefir á vetrinum, meir en 13 stig; en snjó- laust hér við sjóinn. Til sveita kaf- aldsbylur og mikil fannkoma til fjalla. Páskadagsmorgun ki. 8, þ. e. í fyrra málið, messar síra Jón Helgason i dómkirkjunni að vanda. ▲flabrögð hafa verið fyrirtalcsgóð á Miðnesi í vet- ur. Hlutir frá kyndilmessu til páska 700—1000, fullur helmingur þorskur og alt á færi, enda gæftir fyrirtak; rónir 36 róðrar á rúmum 8 vikum. Rýrara talsvert í Höfnum. Hæstir hlutir í Garði á sama tíma á 4. hundr., mikið neta- fiskur. Kúapest er kvartað um á Norðurlandi. Úr Yatnsdalnum skrifað með sfðasta póstii »Hér eru 6 kýr mjólkandi, 1 naut og 4 kálfar. Alt er það veikt nema naut- ið, surnar kýrnar mikið veikar.« Veik- in hefir borist bæ frá bæ, sagt, hún hafi fluzt í Vatnsdalmn utan úr þingi, og var komin á 3 bæi í dalDum, svo kunnugt væri, fluttist með fólki, sem kom inn í fjósin. Undarlegt er það, að fólk skuli ekki hafa reynt að stemma stigu við henni, ekki einu sinni gert aðkomumönnum viðvart um, að vera ekki að fara inn í fjósin. Eftir því, sem henni er lýst, er hér þó um mikið að tefla. sþessi kúapest er búin að gera mjög mikið tjón«, segir bréfritarinn. »Kýrnar verða að minsta kosti um tíma alveg nytlausar og stundum drepast þær.« Fyrir norð- an gengur sú saga, að veikindi þessi hafi koniið fyrst upp hér í Reykjavík og svo borist sveit úr sveit og úr ein- um landsfjórðungi í annan. En hér hefir enginn heyrt um þau getið, svo vér höfum getað fengið sögur af. Hún- vetningar ættu fyrir hvern mun að gera landstjórninni viðvart og fá dýra-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.