Ísafold - 06.04.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.04.1901, Blaðsíða 3
73 lækninn til sín, ef veikin er ekbi um garð gengin. Hersbipið Heimdaliur. Þessir eru þar fyrirmenn, aðrir en höfuðsmaðnrinn: A. Bruun, pr.laut., honum næstur; T. A Topsæe-Jensen, H. C. Sckmidt ug H. C. Gad, allir premierlautinantar; F. H Trap, sekondlautinant; M. J. Hansen læknir; C. H. Otzen vélstjóri og V. E E. Brunn að- stoðarvélstjóri, og L. A. Kröjer ráðsmað- ur og ritari. Um að fylgja á skipsfjöl. Er ekki hægt að koma af ósiðnum ís- lenzka, að vera að fylgja vinum og kunn- ingjum fram á sjó og á skipsfjöl, hvar sem er og hvernig sem á stendur, t. d. á póst- gufuskipunum og strandbátunum? Eða j,afnvel að slæðast fram i skip með far- þegum af tómri rælni, alveg erindislaust, þ. e. án þess að hafa þá átyllu, að eiga eft- ir að kveðja þar einhvern vin eða kunn- ingja, ef til vill i annað eða þriðja eða fjórða eða fimta sinn? Farþegar skifta mörgum, mörgum tugum, ef eigi huudruðum stundum, svo að naum- ast komast fyrir á skipinu og alls eigi á þilfarinu allir í einu, á strandbátunum t. a. m. Eigi að síður þurfa nokkurir tugir manna, kunningjar farþega eða ekki- kunningjar, að slæðast í fari þeirra á skipsfjöl og auka stórum troðninginn og þrengslin. Raunar her við, þegar svo á stendur, að skipstjórar banna allar fylgdir á skipsfjöl — neyðast til þess, til þess að afstýra vandræðum. En þeir vita, að landanum þykir það »ómannúðlegt«, og hlífast þá við þvi, til þess að haka sér eigi óvin- sæld. Hitt væri þó mikln réttara af þeim, að hanna slíkt yfirleitt og skilmálalaust; leyfa það þvi að eins, að alveg sérstaklega standi á, — einhver vil.ji ekki skilja við lasburða ástvin. fyr en hann *r búinn að búa um sig eftir föngum á skipinu. Þótt einhverjir heimskingjar ónotuðust út af slíku banni fyrst í stað, þá mundu menn alment sætta sig mætavel við það von bráðara. Það mundi fara líkt og um staupagjaf- irnar við búðarborðið hér fyrrum — fyrir tuttugu árum eða meir. Það var látið illa við þvi fyrst i stað, er þær voru bannað- ar. Þiggjendum þótti ilt að missa r.f góð- gjörðunum, og veitendur, kaupmenn, töluðu um, að hart væri að meina þeim að ráða sinu; — aðrir, heldri mennirnir sumir, sem voru ekki vanir að láta gefa sér í staupinu við búðarbotðið, tóku i sama streng; þeir höfðu vanist þessu frá barnæsku og kunnu breytingunni illa, eins og hverri annari ný- tízku, 1 gersamlegu hugsunar- og skilnings- leysi á það, að nýbreytnin horfði til stórra bóta. En þar kom brátt, að allur kur hvarf; kaupmenn fóru að verða lifandi fegnir, að vera knúðir til að leggja niður þannig vaxna gestrisni, og þiggjendum fór að skiljast, að þeim var litill vegsauki að slikum ölmusugjöfum og þær því síður þeim velgjörð í raun og sannleika. Yel á minst annars: Það mnn ekki vera trútt um, að nokkurn þátt i rápinu fram á póstgufuskipin, þegar þau eru að fara eða koma, eigi tækifærið til að fá sér þar í staupinu, hjá matsölum þar, er hafa þvert ofan i Uig landsins opna veitingakrá á floti á sérhverjum viðkomustað skipanna og milli þeirra strandlengis. En ekki ætti það að vera nema enn rikari hvöt fyrir skip- stjóra að banna slíkt ráp, banna allar fylgdir á skipsfjöl. Yér böfum og fyrir satt, að þeir, sumir hverjir að minsta kosti, geri sér alt far um að afstýra þessum ólög- legu veitingum. En fyrir matsölunum veit auðvitað málið öðru visi við. Þeir fá seint ofmargt af slikum heimsóknum. En ekki eiga þeir að ráða. Sé ilt í sjóinn og langt nokkuð á skips- fjöl, getur orðið lífsháski að troðningn- um, við skipshliðina einkanlega. Oft er fylgiliðið ófáanlegt, til að halda á stað aftur frá skipinu fyr en i allra sið- ustu forvöð, eftir að búið er að létta akk- erum, og það hvernig sem rekið er eftir þvi. Hann er löngum tómlátur, mörland- inii. Það er þá að leita hvert að öðru um alt skipið, eða á eftir að minnast við ein- hveru farþegann að skilnaði, i tíunda sinn eða tuttugasta, ef til vill. Það ber jafn- vel við, að einhver, sem eftir á að vera, uggir ekki að sér fyr en skipið er komið á stað, svo að eaki er nema um tvent að velja: snúa aftur og tefja skipið og alla farþegana á þvi að koma eftirlegukindinni af sér, eða þá að fara með hana til næstu hafnar — sem væri auðvitað bið eina rétta og um leið öflugasta ráðið til að koma af þessum hveimleiða ósið. Eitt dæmi þess gerðist hér í fyrra dag, er Vesta var að leggja á stað af böfninni, i norðangarði með miklu frosti. Það var kvenmaður hér úr bænnm, er samfylgdar- fólk hennar fann hvergi, er það hélt til iands aftur, en kom i ljósmál, er skipið var komið á skrið. Skipstjóri lét loks draga npp neyðarfána og skutu Heimdellingar bát fyrir borð og reru eftir Yestu. Það var þá þetta erind- ið: að hirða eftirlegukind þessa, sem róið var siðan með út að Heimdalli og loks þaðan aftur til lands. Þetta tafði Vestu um nær klukkustund, með því að ekki skildust á landi bendingar þær, er skipstjóri gerði þangað; skipið að snúast á höfninni fram og aftur þann tima allan. Nóg er þó tækifærið til að kveðjast áður eða öðru visi en að fara fram á skip, hvort sem langt er eða skamt. Heima í húsinu, þar sem farþeginn hefir dvalið eða gist, á leiðinni til sjávar, á bryggjusporðinum o. s. frv. Sömu persónurnar geta jafnvel kvaðst á öllum þeim stöðum hverjum á fæt- ur öðrum, og meira að segja margsinnis á hverjum stað. Það er ekki meira en þeg- ar innanbæjarfólk heimsækir hvað annað og þarf að kveðjast 3—4 sínnum, með hæfilegu millibili, fyrst inni i stofu, þar næst fyrir ofan stigann, þar sem svo til hagar, eftir 10—20 mínútna hjal þar, þá fyrir neðan stigann, eftir aðra skrafskorpuna, og loks í útidyrunum. Ekki er annað en að ætla sér nógan tímann. En á því vill nú kannske verða brestur stundum. Því ekki er því að treysta, þrátt fyrir góðsemi og mannúð póstskipsstjóranna, að þeir horfi i að »vera svo hlálegir« að fara á stað á undan farþegum, sem þeir vita alls ekki af, þótt ætlast kunni hlutað- eigendur til þeis, eins og sagan segir af landanum, sem var að fá sér hressingu á veitingastað í Leith, nýkominn héðan heim- an að, og skildi ekki í því, að eimlestin »yrði svo hláleg« að fara að skilja sig eftir, þótt hann hreyfði sig ekki fyr en hann væri búinn með bjórinn sinn, hvað sem brautartímanum leið. Um búnaðarframfarir í Danmörku fluttí euskur maður, T. S. Dymond, fróðlegan fyrirlestur í Lundúnum 4. jan. þ. á. Hann gat þess fyrst, hve greið- lega og ötullega danskir bændur hefðu brugðið við, er kornyrkia tók að verða þeim arðlítil, vegna samkepninnar frá Ameríku og víðar að, og snúið bú- skapnum upp í kvikfjárrækt, eink- um mjólkurbú. Hve gagngerð um- skiftin væru, lýsti sér í því t. d., að árin 1895 til 1898 hefði útflutningur á kjöt fiski, smjöri og eggjum numið um 140 milj. kr. umfram aðflutning af þeim matvælum. Framleiðslan færi vaxandi ár frá ári. Framfarir þessar .væru fyrst og fremst því að þakka, að löggjöfin hefir rýmkað um "hagi bænda með því að gera þeim kost á að eignast ábýli sín; þar næst stórum aukinni mentun, bæði almennri ment- un og atvinnumentun, og loks sam- lagstilhöguninni; fyrir hana ættu jafn- vel kotbændur kost á að hagnýta sér sérbverja vísindalega og verklega fram- för í búnaði. Mjög mikil rækt væri þar og lögð við að framleiða egg og hafa þau góð, og væri árangurinn af því sá, að þar sem selst hefði af eggj- unum fyrir 20 árum, 1880, fyrir 900 þús. kr., þá hefði 1899 selst fyrir rúml. lö'/j milj kr. 865,000 pd. sterl.). f>ó hefði smjörgæðin og útflutningur smjörs tekiðenn meiri fiamförum þar í landi. Árin 1866 til 1869 hefði útflutningur smjörs í Danmörku nurnið nál. 160 milj. kr. á ári, en í fyrra 2178 milj. kr. Mannalát. Hinn góðkunni presta öldungur síra Magnús Jónsson í Laufási andaðistl9. f. mán., kominn töluvert á áttræðis- aldur, f. 31. marz 1828. Hann var bróðir rektorsfrúar Sigríðar Jónsdóttur, og voru foreldrar þeirra Jón bóndi Jóns- son á Víðimýri síðast og kona hans Sigríður Davíðsdóttir. Síra Magnús útskrifaðist úr skóla 1853 og af presta- skólanum 1857, vígðist s. á. aðstoðar- prastur að Múla í Aðalreykjadal, þjón- aði síðan Hofi á Skagaströnd 1860—67, Skorrastað 1867—83 og Laufási síðan. Hann var kvæntur Vilborgu Sigurðar- dóttur, er litir manu sinn, og eru með- al barna þeirra Jón landritari 1 Reykja- vík og Siguröur læknisefni í Khöfn. Hann var mesta valmenni, skylduræk- inn og samvizkusamur, bindindisfröm- uður hinn mesti og elzti á landinu, ritaði meðal annars stóra bók um það mál (Bindindisfræði). Veðurathuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1901 Marz Apríl Loftvog millirn. Hiti (C.) Ct- C"t" <J o cx c ET æ ox œ 7T g g 5 Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 30.8 755,5 0,8 E 1 4 -2,1 2 756,2 2,5 E 1 6 9 756,1 -1,3 NE 1 3 Sd. 31.8 753,9 -3,3 E 1 2 -5,3 2 754,2 -1,6 NNE 2 3 9 754,3 -4,7 0 1 Md. 1. 8 753,7 -6,5 0 2 -9,4 2 754,3 -2,4 N 1 5 9 755,3 -4,9 N 1 8 Þd. 2.8 756,0 -5,3 NNE 2 8 -7,0 2 756,7 -6,1 N 2 5 9 756,0 10,3 N 3 3 Mv. 3. 8 754,5 -10,7 N 3 5 -13,3 2 755,5 -8,4 NNW 3 7 9 757,4 -9,5 N 3 6 Fd. 3. 8 759,7 -8,3 N 1 2 -11,3 2 757,6 -4,7 E 1 8 9 754,6 -4,7 NE 2 10 Fsd 4. 8 752,5 -1,4 NNW i 4 0,6 -8,4 2 754,0 1,0 E i 3 9 752,9 -2,5 NE i 8 Uppboð á braki. verður að forfallalausu þriðjudag 9. þ. m. kl. 11 hjá búð Ásgeirs Sigurðssonar. Reykjavík 6. apríl 1901. Julius Jorgensen I góðu húsi hér i bœnum getur dug- leg og vönduð vinnukona fengið vist, frá 14. mai nœstkomandi. Ritstj. vísar á. Kaupavinnu á góðum stað við ísafjarðardjúp getur duglegur maður fengið með beztu kjörum frá þessum tíma fram á haust. Ritstj. vísar á. Atvinnu geta fengið 4 menn yfir vorið og sumarið á Patrcksfirði við róðra, nfl. formaður og þrír liásetar, og það helzt nú frá miðjum apríl. Þeir sem hugsa til að nota þetta tilboð geta sam- ið við Ólaf Jónsson í Tjarnargötu 4. Mánudag 11. marz þ. á. varð eg með hásetum mínum fyrir því mótlæti, að ná ekki landi og geta eigi við neitt ráðið. Eg sá þá þilskip, er leitaði eftir mér og sigldi sömu leið langan veg. Beið eg með ánægju eftir því. Skipið var »Kefla- víkin«, skipstj. Kr. Bjarnason, sem samstundis hjargaði okkur, ogtókst honum, þrátt fyrir rokið og ósjóinn með sínum alþekta sjómannsdugnaði og ráðsettu fyrir- skipun að bjarga bæði skipi og fiski þeim, er í þvi var, veitti mér og hásetum mínum allar þær velgjörðir, er við gátum í móti tekið og skilaði mér með skipi og fiski á- leiðis til lands daginn eftir. Eg get ekki með orðum lýst þeim fögnuði fyrir okkur, að vera frelsaðir úr þeim voða, er við vorum í staddir, þvi siður með orðutn út- málað það þakklæti, sem maklegt er að votta fyrir þær nákvæmn og höfðinglegu viðtökur, er bæði skipstjóri og skipverjar veittu okkur, sem eg bið þann algóða að launa þeim af ríkdómi náðar sinnar. Klöpp á Miðnesi 28. marz 1901. Pétur Jónsson. Óskilafénaður, er seldur hefir verið í Húnavatnssýslu baustið 1900. 1. I Vindhælishreppi: Rvítur lambhr. sneitt hófur a h., sneið- rifað a. v. Hvit lambg. sneitt fr. gat h, sneiðrif- að a. v. flvitkollótt lambg. sneitt hangfj. a. h., sneitt a. biti fr. v. Hvítkoll. ær tvistýft a. vaglsk. fr. h., hvatrifað v. Hvítur sauður veturg. geirsýlt h., hvatt v. Brm. Ásar Gr. e. B. 2. í Bólstaðarhiiðarhreppi: Hvít lambg. miðhlutað h., stýft biti fr. bragð a. v. Hvit lambg. bragð a h, tvistýft fr. bragð a. v. Hvit lambg. stúfrifað gagnb. h., hvatrif- að vaglsk. fr. v. Hvít lambg. bragð a. h., tvístýft fr. bragð a. v. Grá lambg. miðhlut. vaglsk. fr. h., sneið- rifað a. v. Hvit lambg. stýft gagnb. h., stýft af hálft af fi. ibiti a. v. 3. 1 Svinavatnshreppi: Hvitt lamb vaglskora a. v. Hvítt lamb sýlt 2 bitar a. h., hálft af a. biti fr. v. Hvítt lamb sneitt a. h., lögg fr. v. Hvitt lamb stýft h., stúfrifað í hálft af a. biti fr. v. Hvítt lamb miðhlutað í sneitt a. h., hálft af a. v. Hvítt lamb sýlt biti fr. h., stýfðnr helm. a. biti fr. v. 4. í Torfalækjarhreppi: Hvitur sauður 2 v. sýlt fjöður a. h., stýft fj. a. v. hrm. B. ö Jóh. B. B. 9. Hvítur sauður veturg. bitar 2 a. b., gat biti fr. v. < Hvit ær 3-vetur heilrifað biti fr. h., heil- rif. gagnb. v., gat í báðum hornum. Hvitur lambgeld. sýlt h., blaðstýft a. gagnbitað v. Hvítur lambgeld. gat h., stúfhamrað v. Hvit lambgimbur sneitt fr. fj. a. h., sýlt i hamar v. Hvitur lambgeld. sneitt a. biti fr. h., hálft af a. biti fr. v. Hvít lambgimb. sneiðrifað fr. h., biti a. v. Hvít lambgimb. hamrað gagnbit. h., tvi- stýft fr. biti a. v. Hvítur lambgeld. gat h., hálftaf fr. v. 5. í Áshreppi: Hvít lamhgimb. fjöður fr. h.,tvistýft a. v. Hvítt hrútlamb stúfr. fjöður fr. biti a. h., heilrifað biti a. v. Svart hrútlamb stúfrifað h., g.at v. Hvít lambgimbur hvatt biti fr. h., blað- stýft a. gagnb. v. Hvit lambgimbur biti fr. h., biti a. v. Hvítur geldingur sýlt h., fjöður og biti fr. v. Hvít gimbur tvírifað i sneitt a. h., hvatt v. Hvit gimbur stýft lögg fr. h., hamrað v. Hvít gimbur veturg. sneitt a. gagnb. h., sýlt biti fr. v. Hvitur sauður veturg. hvatt fj. a. h., sýlt gat v. Brm. A. J. S. 8. Hvit ær geld sneitt a. lögg fr. h., stýft vaglsk. a. v. Hvitur sauður sneitt a. gat h., stýft gagnfj. v. Br.m. S. 8. Hvítur sauður hnýflóttur sýlt bitar 2 a. h., geirstýft v. Hvít gimbur tvístýft fr. hangfj. a. h., sneiðrifað a. v. Hvítur sauður tvístýft fr. h., stýft af hálft af a. v. Br.m. M. S. H. 7. Hvit ær kollótt geirstýft h., geirstýft v. Hvítur lambgeldingur hvatt gagnfj. h., miðhlutað v. Hvit lambgimbur hamrað h., sneiðrifað a. v. Hvít lambgimbur heilrifað biti fr. fj. a. h., sneiðrifað a. v. Hvit lambgimbur sýlt í hálft af fr. h., tvistýft a. biti fr. v. 6. I Sveinsstaðahreppi: Hvit lambgimbur lögg a. h., sýlt fjöður fr. v. Hvítkollótt lambgimbur tvisýft fr. h. Rvítur lambgeldingur sama mark. 7. í Þorkelshólshreppi: Hvitur lambgeld. sýlt fjöður fr. biti a. h. Hvit lambgimb. sneitt fr. fjöður a. h., biti fr. fjöður a. v. Hvit lambgimb. blaðstýft a. fjöður fr. h., sýlt biti a. v.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.