Ísafold - 13.04.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 13.04.1901, Blaðsíða 1
Kernur út 'ýmist Jeinu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða V/t doll.; borgist fyrir miðjan jnlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til ntgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstræti 8. XXYIII. árg. Reykjavík laugardaginn 13. apríl 1901. 21. blað. I. 0. 0. F. 824i98'/2 Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafii opið hvern virkan dag ki.12—2 og einni stundu lengur (tií kl. 3) md., mvd. og Id. til útlána. Okeypis lækning á spitalenum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Tvisvar í viku kemur ísa- fold úr þessu fram á liaust. f Jarðarförfrú önnu Guð- mundsdóttir, konu Sigurð- ar Þórólfssonar búfræðings, hefst að heimili hennar Laugaveg nr. 84 á fimtudaginn kemur 18. april kl. 11 l/s. Þaðan verður iíkið borið i Good- Templarhúsið, og þar fer fram sorg- arathöfn G.-T.; síðan verður það bor- ið í kirkjuna. —1 Allir félagsmenn og ýélagssystur eru beðnir að mæta, eink- um meðlimir st. Bifröst Nr. 43. Fyrir hönd st. Bifröst Nr. 43 Jón Ojeigsson. T)avið 0stlund. Indriði Einarsson. Frá útlöndum. Svo lauk vopnahlénu með Búum og Bretum, að ekkert varð af friðarsátt- mála. Það er kent Chamberlain ráð- herra. Hann herti á friðarkostum Kitch- ener lávarðar, er yfirhershöfðinginn brezki þar syðra, hafði viljað gera Búum — vildi meðal annars ekki heita að lótta af þeim hervaldsstjórn fyr en einhvern tíma, er Bretum þætti tími til kominn. Kjósa Búar heldur að láta strádrepa sig en að ganga hinum á hönd. Endasvar- aði Chamberlain svo þingfyrirspurn eft- ir þetta, að þeim mundi ekki friður boð- inn framar. En óhugur vaxandi á Eng- landi út af þessum aðförum. Fullyrtu og sumir, að erfiðlegar horfi fyrir liði Breta þar syðra en uppi só látið; þeir, Bretar, ráða öllum fréttaburði þaðan. Frá Hollandi 2000 sjálfboðaliðar á leið suður til fulltingis frændum sínum, Búum. Bandamenn telja sig nú hafa þá og þegar gengið milli bols og höfuðs á Filipseyjaskeggjum. Þeir haf’a náð á sitt vald með svikum aðalforsprakka eyja- manna, kappanum Aguinaldo, og liði því er honum fylgdi. En óunnið er þó eitthvað af uppreistarhernum. Kínverjar þrauka enn við að skrifa undir samninginn við Rússa um afsal Mantsjúríu. Allir jarlar keisara höfðu mótmælt því, nema Li-Hung-Chang gamli. Það reyndist sönn frótt, að Bogolepow, kenslumálaráðherra Rússakeisara, lózt af sárum eftir banatilræðið við hann snemma f f. mán. Skömmu síðar var öðrum mikils hátt- ar manni í Pótursborg veitt banatilræði Það var Pobjedenoszew, hinn nafnkunni yfirsóknari kirkjustjórnarsamkundunnar helgu, maðurinn, sem lengi hafa eignuð verið flest kúgunarráð við annarlegatrú (en grísk-kaþólska) og annarlegt þjóð- erni á Rússlandi, fyrrum kennari Alex- ander III. o. s. frv. Maður skaut 2—3 skotum inn ,um glugga á skrifstofu hans, en hitti hann ekki. Maðurinn náðist. Fjöldi rússneskra nthöfunda og vís- indamanna (79) hafa birta látið í þ/zk- um blöðum mótmæli gegn barðýðgisat- ferli stjórnarinnar rússnesku við stú- denta þar, fyiir litlar sem engar sakir. Um sömu mundir birti Times í Lund- únum ávarp til Rússakeisara frá fjölda- mörgum rússneskum háskólakennurum, um að hefta kúgunarráð embættisvalds- ins gegn öllum framfaratilraunum í landinu. Hvorugt þetta mátti birta innan endimarka Rússaveldis. Tilræðið við Vilhjálm keisara í Brim- um er nú fullyrt að ekki hafi verið nema hógómi — meiðslið á kinninni alls eigi af manna völdum, heldur hafi dottið á hann þakhellubrot. En þó er látið sem hór só um voðaglæp að tefla. Hann vígði nýlega, keisarinn, hermannaskála í Berlfn handa höfuðvarðarsveit sinni og þurfti að varpa þar fram að vanda ræðustúf, þar sem hann meðal annars kvaðst treysta því, að höfuðvörðurinn sparaði ekki byssustinginn, ef Berlxnar- búar sýndu sig í einhverjum óskunda eða óhlýðni við konung sinn (keisarann). Hann lýsti því ennfrefnur í sömu ræð- utini, að Þjóðverjar þyrftu ekki að hræð- ast, þótt fjandmannalið umkringdi þá hvarvetna, því guð væri bandamaður þeirra. Flestir líta svo á, sem vaðall þessi auki ekki veg keisara né traust manna á vitsmunum hans. Búist er við, að Salisbury lávarður, yfirráðherra Breta, niuni verða að segja af sór embætti þá og þegar, sakir heilsu- brests. Hann hefir fengið nýrnaveiki, enda er kominn töluvert á áttræðis- aldur. Kjósa átti til þings, fólksþingsins í Danmörku, miðvikudaginn í dymbilviku, (3. þ. m.), og var ekki annað sýnna en að sneyðast mundi enn um hið örfáa fvlgilið stjórnarinnar. Þingi var slitið fám dögum áður, 30. f. m., að aflokn- um fjárlögum, sem ráðaneytiö varð að sætta sig við, svo meingölluð sem því þótti þau vera, heldur en að veltast úr völdum. En skattanýmælin fóru öll í mola. Þaö er til marks um gengi vinstri- manna í Khöfn enn sem fyr, að ekki komst nokkur hægrimaður í bæjarstjórn þar, er kosið var 26. f. m., og munaði þriðjung atkvæða — vinstrimenn fengu 15—16 þús. atkv., en hinir að eins rúm 10 þús. Holdsveikraspítalinn. Mór hefir verið tjáð, að sá orðrómur só stöðugt á reiki hór í bænum, að holdsveikraspítalinn eitri sjóinn langt frá ströndum út. Þessi fásinna hefir risið svo hátt, að sumir þykjast hafa séð holdsveikisbakteríurúti á Sviði! Og margt fólk þorir ekki að vinna að fiskverkun iuni við Kirkjusand. Er mór sagt, að sumir beri mig eða aðra lækna fyrir því, að hoidsveikissóttkveikja lifi í sjónum með ströndinni fram alla leið inn til bæjar. Þetta er alt uppspuni og á engum rökum bygt. Alt afrensli frá Laugarnesspítalanum fer norður í Viðeyjarsund og sjórinn við Kirkjusand og þaðan inn til bæjar er jafnsaklaus nú og áður en spítalinn kom. Er því öldungis hættulaust, spítalans vegna, að fást við fiskverkun hvar sem er við ströndina á þessu svæði. Rv. 12/4 1901. G. Björnsson. Á banasænginni. Páskahugvekja. Af orsökuna, sem mörgum Iesendum ísaf. mun vera kunnugt, um hefir svo atvikast, að eg hefi, siót.n 1 fyrra um þetta leyti, fengið nokkuru nákvæmari kynni en áður af Snæfellsnessýslu, lært að þekkja þar ýmsxi, góða drengi, og fengið, sumpart fyrir eigin sjón og reynd, sumpart fyrir sögusögn áreið- anlegra manna, vitneskju um skugga- hliðar á lífinu þar, sem eg hafði enga hugmynd um. Ein sagan, sem þar gerðist fyrir réttum séx árum, er svo eftirtektar- verð, að mér finst skylda mín að láta ísafold gera hana fleirum en mér að íhugunarefni. A útmánuðunum 1895 var sóknar- presturinn að Staðastað, sira Eiríkur Gíslason, einu sinni staddur að Búð- um. þá færði maður þar í tal við hann, að á bæ einum i prestakalli hans væri veik stúlka og að meðferð- inni á henni mundi vera mjög óbóta- vant, svo að ástæða væri til að líta eftir henni. Stúlkan hafði verið alin upp á sveit, var nú orðin fulltíða kvenmaður, en hafði orðið aumingi og alt af verið ómagi. Síra Eiríkur brá þegar við, til þess að fá vitneskju um, hvernig ástatt væri með sjúklinginn. Stúlkan lá í fleti í baðstofunni og virtist vera þungt haldin. Poki var ofan á henni. Síra Eiríki datt í hug að forvitnast um, hvort ekkert væri ofan á henni snnað en pokinn. f>á kom það í ljós, að ekki að eins var pokinn hið eina, sem ofan á henni var, heldur hafði hún og ekkert annað á að liggja en heyrusl — ekkert breitt omn á heyið undir sjúklinginn. Prestur var að reykjx. En svo megna fýlu lagði upp úr f etinu, þegar við pokanum var hreyft, að hvernig sem hann tottaði pípuna, etlaði hon- um að slá fyrir brjóst. P! estur sá þá þess óræk merki, að s úklingurinn hægði sór þarna í fletið #íl baks og kviðar. Síra Eiríkur segir þá viðhúsbóndann, að hann verði að sækja lækni til stúlkunnar. f>að kvaðst bóndinn ekki með nokkuru móti geta; hann fengi ekki nógu mikið meðlag með stúlk- unni til þess að leggja út í þann kostnað. Prestur segir, að hann verði þá að fara til oddyitans og fá tilþess fé úr sveitarsjóði. Bóndi lofaði því. Og það mun hann hafa efnt. Odd- vitinn var tengdafaðir bóndans. En úr læknisbjálpinni varð samt ekkert, hvernig sem á því hefir staðið. Að líkindum hefir annaðhvort þótt of kostnaðarsamt fyrir sveitina að vitja læknisins, eða oddvitanum hefir þótt vissara eftir atvikum, að láta lækninn ékki sjá þennan sjúkling á heimili tengdasonar hans. Svo dó stúlkan þá um vorið, 8. apr. Nokkuru síðar kom síra Eiríkur út að Búðum til þess að messa þar. Kistan með líki stúlkunnar var þá komin inn í kirkjuna og prestur var beðinn að jarðsyngja hana um daginn. Hann sagði að flytja kistuna út úr kirkjunni, meðan á guðsþjónustugjörð- inni stæði; svo gætu þeir talað um jarðarförina eftir messu. En þá neitaði bann að jarða, nema líkskoðun færi fram áður. Svo var sent til sýslumanns og hann skipaði hlutaðeigandi lækni að skoða líkið. Læknirinn, Gísli Pétursson, fekksér til aðstoðar mann, sem nú er dáinn, f>orstein Hjálmarsen að nafni. Hann sagði síra Eiríki frá þeirri athöfn. f>egar kistunni var lokið upp, var lúsa- vargurinn á Iíkinu alveg hamslaus, svo áfjáður að komast burt af því og sótti svo fast á mennina, að þeim veitti mjög örðugt að verjast, og að minsta kosti annar þeirra tók það til bragðs, að fara úr hverri spjör að of- an, meðan hann var að fást við líkið, Lækninum virtist »ekkert benda á, að stúlkan hafi ekki dáið alls kostar eðlilegum dauðdaga..........Innihald magans sýnir, að stúlkan hefir ekki verið fastandi, þegar hún dó. Að eins sýna óhreinindin á kroppmxm og í hárinu, að hún hafi verið miður vel hirt«. Svo beint úr hungri hefir hún ekki dáið! Nóg er nú samt. Síra Eiríkur gafst ekki upp við það, að árangur líkskoðuuarinnar varð ekki meiri en þetta. Hann þóttist sjálfur hafa séð nóg til þess að sannfærast um, að meðferðin á stúlkunni hefði vsríð vítaverð, hvað sem líkinu leið. Svo hann krafðist þess, að rannsókn færi fram. En þeirri rannsókn neitaði sýslu- maður Lárus H. Bjarnason, af því að læknirinn sá ekkert á líkinu. Og hann gerði meira að segja ein- kennilega tilraun, sem síðar mun verða getið að nokkuru, til þess að láta prestinn borga fyrir líkskoðunina, og beitti við þá tilraun aðferð, sem mun vera einsdæmi í embættissögu þjóðarinnar. Osagt skal látið, hvort hann hefir gert það í því skyni, að venja síra Eirík og aðra presta í sýslu sinni, sem líkt kynnu að vera skapi farnir, af því, að vera að brjóta upp á öðrum eins óþarfa og þessum — eða hvort hann hefir gert það í einhverju öðru skyni. En tilraunin mistókst eingöngu fyrir afskifti amtmanns.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.