Ísafold - 13.04.1901, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.04.1901, Blaðsíða 4
82 Hér með gjörist heiðíÉm almenningi umhvertis land kunnugt: —— að eg undirritaður hefi fast ákveðið að ferðast í sumar á flesta viðkomustaði kring um land á þann hátt, er hér segir: Frá Reykjavík með Ceres 8. mai til ísafjarðar og þaðan með Skálholti 19. s. m. til Akureyrar, og svo með Flólum austur og suður um land til Reykjavíkur. Eg mun hafa mikið úrval af sýnishornum (Pröver), sem til fata heyrir, samkvœmt nýjustu tizku og vona að geta í jylsta máta fuilnægt mönnum, sem panta vilja hjá mér föt, með því að taka sjálfur mál af þeim. En á þeim viðkomustöðum, sem skipið dvelur svo stutt á, að ekki verð- ur tími til að fara í land, vil eg vekja athygli manna á, að eg mun taka mál og að öllu leyti fullnægja þörfum þeirra í þessu efni um borð. Virðingarfylst H. Audersen. Stórt uppboð. Þriðjudaginn þ. 16. þ. m. verður stórt uppboð haldið við H. Th. A. Thomsens verzlun hér i bænum, er byrjar kl. 11 árd. Þar verður selt allmikið af álnavöru, svo sem: Klæði. Kjólatau. Svuntutau. Sirz. Gardínutau. Portiéretau. Barnakápur. Barnakjólar. Drengjajakkar. Sjöi. Sólhlífar. Regnhlífar. Reiðhattar. Karlmannshattar og Húfur. Vatnsstígvél. Regnkápur. Lirukassar. Harmoníkur. Album. Skriffæri. Eldhúsgögn. Steinoliu- maskínur. Straujárn. Myndarammar, og margt fleira. Langur g’jaldfrestur. Wotiðaðeinsgóðarvöru J| j Við undirritaðir vottum hér með að »li08sins Stettiner Port- lands Cemento er það bezta Cement, sem við höfum brúkað. Reykjavík 1. febrúar 1901. Stefán Egilsson. Magnús G. Guðnason. Gísli Þorkelssor. Við undirritaðir málarar, sem hér á landi höíum reynt farfavöru frá „De forenede Malermesteres Farve-Möller" i Kbh. og auk þess þekkjum hana frá Danmörku, og að hún er þar álitin betri vara, en nokkur önnur verksmiðja þar býr til, vottum hér með að hún eftir okkar áliti er SÚ bezta farfavara, sem við hingað til höfum notað við vinnu vora á Islandi. Reykjavík 24. apríl 1900. N. S. Bertkelsen. I. J.ange. 7i. C. Jörgensen. Ofanskráð Cement og farfavörur fæst að eins hjá Th. Thorsteinsson Rvík sem hefir einka útsölu á nefndum vörum. í aprillok koma miklar birgðir af Cementi og farfa. jþá eg var 15 ára gömul fekk eg óþolandi tannverk, aem þjáði mig meira eða minna í 17 ár; eg hafði leitað bæði til allra stórskamta- og smá- skamtalækna, er eg hafði föng á að ná til, og loks leitaði eg til tveggja tannlækna; en alt var það árangurs- laust. Bn svo fór eg að brúka Kína- lífs-elixír þann, er herra Valdimar Petersen í Priðrikshöfn býr til, og eftir að eg hafði brúkað 3 glös af honum, þá hvarf tannveikin, sem eg hefi nú ekki fundið til í tvö ár. Af fullri sannfæringu vil eg því ráðleggja sérhverjum þeim, er þjáist af tannveiki, að brúka Kína-lífs-elixír herra Valdi- mars Petersens. Hafnarfirði. Margrét Guðmundsdóttir yfirsetukona. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á íslandi, án toll- hækkunar, svo að verðið er eins og áður að eins 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-Iífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því, að Tí- standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi og firmanafnið Waldemar Pet- ersen, Frederikshavn, Danmark. Eg undirskrifaður, sem hefi dvalið á íslandi 22 ár undanfarin og rekið þar verzlun, síðustu n árin í sjálfs mín nafni, býðst hér með til að annast kaup og sölu á vörum fyrir alt ísland. Mannúðleg og skilvísleg viðskifti I Skjót reikningsskil I Með því að eg er vel kunnugur öllum vörum, sem þörf er á til ís- lands, vonast eg eftir, að geta gert hagnaðarkaup, og sömul. að fylgjast vel með sölu íslenzkra afurða, svo að eg geti komið þeim í eins hátt verð og aðrir. Virðingarfylst W. C. Kehier-Christensen Niels Juelsgade nr. 6, Kobenhavn. Sundmaga vel verkaða og gotu kaupa hæsta verði fyrir peninga verzlanirnar »Edinborg« í Reykjavík, Stokkseyri, Keflavík og Akranesi. Asgeir Sigurðsson. Saltfisk, vel verkaðan (stóran, smáan og ýsu) Spánar- og Ítalíufisk kaupir undirritaður í ár eins og að undanförnu og borgar í peningum. Asgeir Sigurðsson. Stóra- og litla- Peninga- verð: 80 kr. á nr. 13. 55 mjólkurskilvindan ALEXANDRA“ Peninga- verð: 120 kr. á nr. 12. Hún er sterkasta og vandaðasta þolir 15,000 snúninga á mínútu án skilvindan, sem snúið er með hand- krafti. Létt að flytja heim til sín, vegur tæp 70 pd. í kassa og öllum umbúðum, skilur 90 potta af mjólk á klukkutíma, nær talsvert meiri rjóma úr mjólkiuni en þegar hún er sett upp, gefur betra og útgengilegra smjör, borgar sig á meðalheimili á fyrsta ári. Ágæt lýsing á vindunni eftir skólastjóra Jónas Eiríksson á Eiðum stendur í 23. tbl. Bjarka 1898. ALEXANDRA skilur rjómann úr mjólkinni, hvort sem hún er heit eða köld, en það gerir engin öntíur skil- vinda. ALEXÖNDRU er fljótast að hreinsa af öllum skilvindum. 1 henni er stál- skilhólkur (Cylinder), sem nú er tekið á einkaleyfi um allan heim; hann er hægt að hreinsa í volgu vatni á ör- stuttum tíma; margar aðrar skilvindur hafa í staðinn fyrir hann 11 til 20 smástykki, som öll þurfa að skiljast að og hreinsast út af fyrir sig; þessi kostur á Alexöndru er því auðsær. ALEXANDRA er fljótust að skilja mjólkina af öllum skilvindum, sem epn eru til. Jónas Eiríksson búnaðarskólastjóri á Eiðum ráðleggur öllum að kaupa Alexöndru. Feilberg umsjónarmaður, fulltrúi landbúnaðarfélagsins danska, sem ferð- aðist hór á íslandi, segir, að skilvind- an Alexandra hafi mest álit á sér í Danmörku af öllum skilvindum. ALEXÖNDRU er hættuminna að brúka en nokkra aðra skilvindu; hún þess að springa. Litla Alexandra nr. 13. er nú sú hýasta og fullkomnasta skil- vinda af þeirri stærð, sem til er, og ætti hún því að komast inn á hvert heimili. Hún skilur um 50 potta á klukkutíma og er því nægilega stór fyrir hvert það heimili, sem ekki hef- ir yfir 100 ær og 3 kýr mjólkandi. Á vélasýningu í Englandi s. 1. sum- ar fekk þessi skilvinda hæstu verðlaun af öllum þessum minui tegundum. Hún kostar 80 kr. gegn peningum strax, en þó lána jeg hana áreiðan- anlegum kaupendum til uæstu kaup- tíðar. 150 skilvindur koma nú með »Yestu« í marz, sem flestar eru pantaðar, þó ekki allar enn; þeir sem því skrifa von bráð- ar geta búist við að sitja fyrir þeim. Bili eitthvað í vindunum, eða þær verði fyrir slysi, þá geri eg við alt þess háttar fyrir mjög lágt verð og á mjög stuttum tíma. Guttaperkahring- ir, olía, leiðarvísir og alt, sem Alex- öndru viðvíkur, fæst hjá mér. Verksmiðjuverð vélarinnar nr. 12 er 120 kr. og 6 kr. að auk, ef mjólkur- hylki með krana fylgir. —• þægah pen- ingar fylgja pöntun eða hún er borg- uð í peningum við móttöku gef eg 6°/° afslátt. Að öðru leyti tek eg sem borgun alla góða verzlutíarvöru án þess að binda mig við það verð, sem aðrir kaupmenn kunna að setja á hana móti vörum sínum. ALLAR pantanir, hvaðan sem þær koma, verða afgreiddar og sendar strax ef hægt er. Seyðisfirði, 1900. Aðalumboðsmaður fyrir ísland St. Th. Jónsson. Yfir 100 bændnr á Austur- og Norður- landi brúka þessa skilvindu og allir bafa þeir skrifað viðlika 0g hér segir: Herra sýslunefndarmaður og prestur Björn Þorláksson skrifar: Eg, sem í tæpt ár hefi látið brúka Alex- andra-skilvinduna á beimill minn, álit, að ekki sé tii nanðsynlegri hlutur fyrir búandi menn, þar sem nokkur mjólk er til muna, en hún. Hún borgar sig furðufljótt, og því fyr sem búið er stærra. Eg vil ráð- leggja hverjum sveitabónda að reyna að eignast skilvindu sem fyrst. Hvér sem hef- ir það i hyggju, en dregur það t. d. i tvö ár, hefir tapað verði einnar slíkrar skil vindu. Dvergasteini í Seyðisfirði. Björn Þorláksson. Kaupmaður og sjálfseignarbóndi Jón Bergsson á Egilsstöðum segir svo um skil- vinduna Alexandra, eftir að hafa brúkað hana eitt ár : Þó það slys skyldi vilja til, að skilvinda mín (Alexandra) eyðilegðist nú þegar, þá mundi eg kaupa mér strax aðra. Svo nauð- synleg álít eg hún sé á hverju heimili. Prestur og hreppsnefndaroddviti Þorsteinn Halldórsson í Mjóafirði sem keypt hefir litlu Alexöndru nr. 13, segir: Eg þakkit yður fyrir skilvinduna; hún er lítið reynd enn, en líkar vel það sem af er; er nægiltga stór fyrir heimili, sem ekki hefir þvi meiri mjólk. Þinghól í Mjóafirði. Þorsteinn Halldórsson. Hreppstjóri Einar Eiríksson á Eiríksstöð- um skrifar ásamt fleiru: Yel líkar mér skilvindan frá þér,og ekki iðrar mig eftir því kaupi. Eiríksstöðum á Jökuldal. Einar Eiriksson. Hreppstjóri Sölvi Vigfússon skrifar mér á þessa leið: Mjóikurskilvindan Alexandra, sem þú seldir mér, líkar mér í alla staði vel, og vildi eg heldur missa beztu kúna úr fjós- inu en hana. Frágangur og útlit vindu þessarar er svo ákaflega fallegt, að eg vildi gefa 20 kr. meira fyrir hana en aðr- ar sams konar, sem eg hefi séð. Arnheiðarstöðum i Fijótsdal. Sölvi Vigfússon. Sýslunefndarmaður Halldór Benediktsson segir: Mjólkurskilvindan Alexandra, er eg keypti hjá þér, reynist ágætlega og hlýtur að borga sig á hverju meðalbúi á fyrsta ári, þegar til alls er litið. Skriðuklaustri i Fljótsdal. Halldór Benediktsson. Óðalsbóndi Jón Magnússon skrifar ásamt fleiru : Eg skal taka það fram, að skilvindan Alexandra, er eg keypti hjá yður, held eg sé sá hezti hlutur, sem komið hefir i mina eigu. Skeggjastöðum á Jökuldal Jón Magnússon

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.