Ísafold - 13.04.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.04.1901, Blaðsíða 2
80 Saga þessi er sumpart bygð á munn- legri söguaögn síra Eiríks Gíslasonar við prófast sinn, síra Sigurð Gunnars- son, sumpart á skriflegri frásögn hans, sem eg hefi í höndnm, sumpart á em- bættÍ8bréfi 3ýslumanns til hans dags. 20. júní 1895, sem eg hefi líka í hönd- um. Enginn vafi getur á því leikið, að sagan er sönn. Vel veit eg það, að víða er farið vel með snauða menn og aumingja á þessu landi; svo er fyrir þakkandi. En óvíðast er nokkur trygging fyrir því, önnur en manngæzka húsbænd- anna. Og mennirnir eru misjafnir. Fyrir sex árum hefir að minsta kosti einn sjúklingur hér á land; haft þennan aðbúnað á banasænginni. Að minsta kosti einn — en hver veit, hve margir? þetta gerðist fyrir sex árum. Hver veit, hvort það er ekki að gerast á hverju ári? Hver veit, hvort það hef- ir ekki verið að gerast þessa dagana? þessa dagana — þegar hver hátíð- ar- og helgidagurinn hefir rekið ann- an til endurminningar um starf Jesú Krists meðal mannanna! Eitt er víst, eftir þeirri reynslu, sem fengin er 1 Snæfellsnessýslu: Engin hætta sfafar af því fyrir hús- bónda, þó að banasæng sjúklings sé eingöngu heyruddi og þó að ekkert só ofan á honum annað en einfaldur poki. Ekki er heldur minsta hætta á, að það varði neinu í reyndinni, þó að lagst sé undir höfuð að veita dauð- vona sjúklingi sjálfsögðustu hjálpina, svo hann verður að hægja sér í flet- ið sitt. petta er gersamlega meinlaust og hættulaust hér á landi. Ritt getur verið viðsjárvert — get- ur að minsta kosti varðað fjárútlátum — ef einhver fer að ónáða yfirvald og rekast í öðru eins og þessu. Hreyknir megum vér vera út af framförunum og menningunni og mann- úðinni. Enda erum vór það líka. Með góðri samvízku getum vér haldið hátíðir kristninnar. Enda gerum vór það líka. Hjartanlega megum vér komast við út af allri vorri mann- gæzku og umönnun fyrir olnbogabörn- um lífsins. Enda gerum vér það líka. Hvað er líka um að tala á þessu landi, þar sem enginn er fátækur og enginn á bágt — neitt líkt því sem gerist í öðrum löndum! E. H. Manntjón. Af fiskiþilskipinu »Jósephine«,eign G. Zoega, týndust 2 menn aðtaranótt páskadagsinB, 7. þ. mán., í ofsaroki og harðviðri. Reið afskapleg ólags- alda yfir skipið, sem var statt 10 míl- ur vestur af Yestmanneyjum, rotaði einn manninn, kipti öðrum útbyrðis, en meiddi 3 til muna— slengdi þeim undir akkerisvinduna tveimur, en einn slengdist aftur eftir skipinu og náði þar í eitthvað að halda sér í. Fleiri voru ekki staddir á þiljum uppi( og var mildi, að þá tók ekki alla út. Sá, sem rotaðist — af skipsbátnum, sem losnaði úr tengslum og slengdist á hann — heo Sigurður og var Ólafs- son, hálf-fertugur maður, ættaður aust- an úr Holtum, bróðir skipstjórans á »JÓ8ephine«, Jóns Ólafssonar, ókvænt- ur og barnlaus. Hinn var sunnan úr Garði, bóndi þar, fertugur að aldri, og hét porsteinn Finnsson; lætur eftir sig konu og 3 börn. f>á vildi og það hrapallega slys til hér í fyrra kveld, að þrír hásetar af fiskiskipinu »Björn« af Akranesi (B. forv.) druknuðu af smákænu við sjálfa skipshliðina. f>eir voru 9 á kænunni á leið úr landi, og hvolfdi henni fyrir það, að einn maðurinn misti af sér hattinn og hallaði sér út yfir borðstokkinn að reyna að ná í hann. Sex tókst að bjarga á kaðli, en hinir 3 druknuðu, tveir af Akra- nesi: Jón Sigurðsson og Ouðmundur Helgat-on, og einn úr Kjós: Hallgrímur Guðmundsson fra Káraneskoti. 9 Presthólamálin. Grein i 20. tölubl Isafoldar um Prest- hólamálin verður ekki tekin trúanleg af nokkrum manni, sem til þekkir, þar sem meiri hlutinn af þeim, sem undir hana hafa skrifað, eru einmitt sannleiksvitnin, sem hafa verið dæmdir og stórsektaðir fyrir sakar- giftir i vottorði um síra Halldór hróður minn, og alt dæmt dautt og ómerkt, sem þeir buðu eið sinn út á. Hvaða trúnað verðskuldar það, sem slíkir menn segja, þvert á móti yfirlýsing meiri hluta heimilis- feðra í prestakallinu? Þeir segja að yfirlýsingin í 51. tölubl. Fjallk. frá öllum heimilisfeðrum að einum undanskildum í A.smundarstaðasókn bafi knúð þá til að birta sínar athugasemdir. Halda þeir, þessir 10 menn, að þeim verði trúað betur en ölium Ásmundarstaðasöf \uði og meiri hluta heimilisfeðra i öllu presta- kallinu? Halda þeir, að þeir verði álitnir áreiðanlegri og óhlutdrægari en meiri hlut- inn, eftir alt, sem á nndan er farið ? En þeir segja nú lika með berurn orð- ura, að þeir sem undir yfirlýsingunni standa hafi eigi ritað n'ófn sín undir hana, með öðrum orðum, að yfirlýsingin sé fölsuð að nokkru eða öllu leyti. Ætli þeir standi ekki jafnvel við þá sakargift og sakargiftirnar um Halldór bróður minn, sem þeir voru dæmdir fyrir ? Þeir segja, að »ný-afstaðin málaferli® sé ljósasti vottur þess, að samkomulagið hafi ekki batnað í Presthólasókn. Eiga menn þá að ala úlfúð og h&tnr til náungans, eftir að menn hafa verið dæmdir fyrir það, sem menn hafa misgert við hann ? Að afstöðnum málaferlum og fullnaðar- úrslitum dómstólanna ættn misklíðarnar að jafnast fremur en viðhaldast, einkum þegar þeir eiga i hlut, sem eru að afla sér vott- orða um ráðvendni og kirkjurækni. — í meiðyrðamálunum, sem ekkjurnar Sigur- laug á Snartastöðum og Jóhanna á Grjót- nesi fóru i við Halldór bróðir minn, gafst þeim og hlutaðeigendum kostur á því fylsta sáttaboði, sem þær gátu vænst eftir fyrir milligöngu Björns Sigurðssonar á Ærlækjar- seli, manns Yilborgar Guðmundsdóttur, og Jóhönnu. Björn vildi sættast á það mál. Halldór bróðir minn benti honum á, að málið væri fyrnt, svo þeir hefðu ekkert upp úr því, að halda því áfram, en þeir trúðu öðrum betur og vildu ekki þiggja sáttaboð bróður míns; þeir mega því þakka sjálfum sér það, að í annað sinn eru mál þau komin fyrir landsyfirréttinn Samkomulagið fór batnandi milli Halld. bróður mins og þessara manna, sem gáfu vottorðið, sem eðlilegt var, þegar sá máls- aðili, sem misgert var við, var sáttfús. Halldór bróðir minn vissi vel, að þessir menn voru æstir upp á móti honum. Sáttfýsi þeirra við okkur sýndi sig í þvi, að þeir umgengust okkur eins og ekkert hefði i skorist, þeir þáðu hjá okkur góð- gerðir og buðu okkur inn til sin, þegar við komum til þeirra og Jón íngimundar- son var nótt hjá okkur i fyrra vetur, og hafði mörg fögur orð um ónæði það, sem hann gerði okkur. Eg gekk þá úr rúmi fyrir honum, því fleiri gestir voru. Er þetta ekki vottur um hatnandi samkomu- lag? En svo kom afsetningarfregnin, og hún fór með sáttfýsina. Af þeim sem undir greininni standa er einn, Yigfús Benidiktsson, sem við þekkjum ekki að neinu, og er því óskylt þetta mál; hann kom i sóknina *ftir að hróðir minn var farinn frá embætti sínu. Annar, JDani- el Illugason, er nýgiftur ekkju og telst ekki sem bóndi fyr en i vor. Kona hans er á- búandi á Blikalóni til fardaga og er i fri- kirkjunni þangað til. Hinn þriðji, As- mundur á Katastöðum, er ekki heldur vott- orðsmaður, en hann er að launa Halldóri hróður mínum það, sem hann gaf honum, þegar hann rar aumingi og hjálparþurfi. Helga Sæmundsdóttir í Leirhöfn hefur aldrei átt í *einum »ófriði« eða »illdeilum« við H. bróðir minn, en fyrir 17 árum var ágreiningur milli manns hennar sál. Kristj- áns Þorgrímssonar og H. bróður míns út af trjáreka, sem þeir fyrir mörgum árum voru ósáttir nm, og hefur þetta agn Iiklega verið notað til að fá þetta vottorð hjá Helgu, ekkju hans. Hún gaf mér í fyrra vor vottorð gagnstætt því, sem hún gefur nú. Þessir menn þurfa ekki að hugsa sér, að þeir ráði íullnaðar-atkvæðunum um þetta mál; þeir geta ekki einu sinni talist vitnisbærir um það, eftir vottorðin sælu og alla sína framkomu við H. bróður minn. Það vsrður meiri hluti heimilisfeðra í prestakallinu, sem ræður því, hvort þeir vilja vera í þjóðkirkjunni og taka Halldór bróður minn fyrir prest, eða halda áfram, að hallast aö frikirkjunni, sem þeir hafa byrjað á og aldrei hefði komið til orða, ef fí. bróðir minn hefði verið látinn taka aftur við embætti sinu, eftir sýknudóm hans í hæstarétti. Almenningur dæmir eflaust hlutdrægnis- lausara um það, hvað mikla sök H. bróðir minn á í viðskiftunum við vottorðsmennina nú, eftir að dómstólarnir hafa skorið úr því, heldur en sá, sem stýrir pennanum í Núpa- sveit. Reykjavik 12. april 1901. Guðrún BjarnardótUr. íslenzkar vörur í Khöfn. Svo segir í »Börsen« í Khöfn 28. f. mán., að mjög iítið hafi verið um sölu á íslenzkri vöru það sem af er árinu, enda mjög lítið óselt frá f. ári, nema 2 stórir gufuskipsfarmar af saltfiski, sem komu ekki fyr en á þessu ári, og seldust treglega fyrir að eins 57— 58 kr. skpd. af stórum fiski, 44 kr. smáfiskur, og ýsa 38 kr., sumt til Eng- landB og hitt til Noregs. Alls segir blaðið að fluzt muni hafa frá lslandi árið sem leið um 75,000 skpd. af saltfiski; árið fyrir, 1899, voru það 68 þús., og árið þar á und- an 64 þús. Af þes3um 75 þús. fóru hér um bil 22 þús. til Khafnar, 17 til Englands, 15 til Spánar, 12 til Ítalíu og 9 til Norvegs. Verðið segir blaðið að verið hafi 1 Khöfn þetta: Stór saltf.hnakkak. 68—75 kr. (80hæst) — — óhnakkak. 57—65 — Smáfiskur . . . 40—43 — Saltýsa.......... 38—40 — Langa, söltuð . . 48—50 — Nú hefi aflast illa í Noregi og er það góðs viti fyrir sölu á íslenzkum fiski, sem blaðið segir, að naumast megi samt búast við að verði eins góð og í fyrra, með þvf að kaupendur stórsköðuðust á honum bæði í Noregi og á Spáni og Ítalíu, enda verið miklir gallar á fiskinum nær alstaðar af landinu, hvernig sem á þvf stend- ur. Legið höfðu um áramótin 1500 sekk- ir (ballar) af ísl. v o r u 11 óseldir í Khöfn, mest norðlenzkri nr. 2, og seldist fljótt nokkuð af henni á 52x/a eyri, en lækkaði brátt. Fyrir hvíta haustull gefið siðast 45 a., mislita 35 a. |>að, sem óselt var af 1 ý s i um ára- mötin, seldist mestalt á 34—34Y2 kr. tært, pottbrætt hákarlslýsi, og 35 gufubrætt, en dökt 29-—30 kr. síðast. |>orskalýsi 31—32 kr. tært og 26—29y2 kr. dökt. Mikið komið komið af s í 1 d frá íslaDdi í vetur eftir áramót og selst vel, 20—23 kr. stór netasíld og með- alstærð 22—28 kr. tunnan. Kvartað um slæman frágang, sem spilti verði. Hátt verð á sauðakjöti, 46—48 eða 50 kr. tunnan, vegna óvenjumikils verðs á fleski. En sauðargærur saltað- ar í litlu gengi, seldust í vetur snemma á 5 kr. vöndullinn (2). Búist við lægra verði á œðardún en í fyrra; varð þá í 13—14 kr. Sömu- leiðis á selskinnum. Fyrir tólg gefið 25 a. Tóuskinn tal- ið engin líkindi til að seljist nálægt því eins vel og í fyrra. Strandbátur Sbálholt, skipstj. Gottfredsen, kom hingað miðvikudagskveld 10. þ. mán., beina leið frá Khöfn; lagði á stað þaðan 3. þ. mán. að morgni. Með því komu kaupmennirnir Björn Guðmundsson, Guðjón Sigurðsson (úrsmiður) og Jón f>órðarson. »Hólar« áttu að leggja á stað dag- inn eftir, á skírdag, en koma við í Færeyjum. Húsbrunl, Hinn 10. f. mán. brann timbur- lbúðarhús Móritz trésmiðs Steinsen á Syðra-Firði í Hornafirði til ösku á stuttri stundu. Litlu sem engu varð bjargað, nema rúmfatnaði og sumu af íverufatnaði. Misti hann þar öll matvæli sín og mikið af smíðatólum og húsgögnum. Húsið mun hafa ver- ið vátrygt; en iunanhússmunir ekki. f>annig er ísafold skrifað þar úr ná- grenninu. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. Apríl Loftvog millim. Hiti (C.) et- ct- <5 o cx c >-i sr æ Oif | Skymagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Mvll. 8 756,0 -3,4 N 3 3 -8,7 2 760,1 -1,0 NNE 2 3 9 763,7 -3,9 W 1 2 Fd.12.8 764,4 -9,5 E 1 1 -10,8 2 757,2 2,6 SE 1 5 9 754,7 0,1 SE 2 10 Fsdl3.8 739,5 3,6 SSB 1 10 9,7 -4,3 2 735,8 -1,3 8 1 10 9 730,5 -0,5 SSW 1 8 Þilskipaviðkoman. Komin eru nú í þessari viku síðustu fiskiþilskipin tvö, er hr. Asgeir Sig- urðsson hefir keypt á Englandi, og voru þeir fyrirþeim, Guðm. Kristjáns- son og Geir Sigurðsson. Lögfræðislegur leiðarvísir. Er alþingisseta atvinnustarfi ? Sv.: Nei. Ekki fremur en að vera i sýslunefnd eða amtsráði. Ferðakostnaður og dagpeningar þingmanna er ekki ætlast tip að sé nema fyrir útlögðum kostnaði. Hafa allir leiguiiðar rétt að fá borgun fyrir jarðabætur? Sv.: Það fer alt eftir skilyrðum þeim, er til eru tekin í 20. gr. ábúðarlaganna (12. jan. 1884). Hvert eiga leiguliðar á kirkjujörðum að snúa sér um endurgjald fyrir jarðabætur, þegar þeir fara burt af jörðinni ? Sv.: Til prestsins, hafi fullnægt verið fyrirmælum fyrnefndrar greinar, og ber honum þá að sjá um, að leiguliði fái það, sem honum ber, af brauðinu, — með lán- töku eða öðruvisi. Nýkomið í verzlun W. Ó. Breiðfjdrðs ljómandi falleg svuntu- og kjólatau, mikið úrval. Hvít gardínutau af mörgum teg. Sjöl, borðteppi og m. m. fl. Ennfremur fáheyrt ódýr og falleg KORT af öllum tegundum. Forretningst'orbindelse onskes En Kobenhavnsk Forretning baseret paa Export fra Danmark onsker For- bindelse med en solid Forretning paa Island. Billet mrk. ioo bedes snar- est indlagt paa Bladets Kontor.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.