Ísafold - 01.05.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.05.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist Jeinu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l»/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYIII. ársr. Keykjavik miðvikudaginn 1. maí 1901. 26. blað. Biðjid ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0 0. F. 83538>/2 II. Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafu opið hrern virkau dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) tnd., mvd. og )d. til ntlána. Okeypis lækning á spítalenum á þriðjud og föstud. k). 11—1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Okeypis tannlækning i þúsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lögsóknir embættismanna og gjafsóknir. Einkennileg ofBÓkn gegn prentfrels- inu er það, sem tíðkast hér á landi, og sjálfsagfc á að nokkuru leyti rót sína að rekja fcil löggjafarinnar, en að nokkuru leyti fcil landstjórnarinnar. F<itt af allra-sjálfsögðustu skyldu- verkum blaða með öllum siðuðum og frjálsum þjóðum er það, að hafa vak- andi auga á atferli embættismanna, að því er kemur til velferðarmála þjóð- arinnar. Hér á landi eru þau afskifti blað- anna nærfelt eina tryggingin, sem þjóðin hefir fyrir því, að embættis- reksturinn sé ekki allur í ólagi, að undanskilinni samvizku og hæfileikum embættismanna sjálfra. Menn kunna að segja, að slík trygging sé ekki mik- ils virði, vegna þess sérstaklega, hve afar-miklum örðugleikum það er bund- ið, að vekja vandlætingasemi í hugum þjóðar vorrar. En önnur befcri hefir ekki venð á boðstólum. |>ingið er máttvana, drekkhlaðið önnum og alt á dreifingu; er og eigi viðlátið nema Y12 part af tímanum. Landstjómin er ábyrgðarlaus og eftirlitið h'já henni tíðum meira en slælegt. Hér er því um sérstaklega mikils- verða blaðaskyldu að tefla. Svíkist íslenzk blöð undan þessari skyldu, hafa þau að mjög rniklu leyti fyrirgert lífi sínu. Hverja kosti sem þau ann- ars kunna að hafa, getur þjóðin þá ekki borið fult traust til þeirra. En það er eins og landstjórnin líti svo á, sem þessi vandasama skylda, er af hendi er int í þjóðarinnar þarf- ir, sé einhver gamanleikur blaða- manna, eða eitthvert viðhafnar-glys, sem þeir eigi að minsta kosti að borga ríflega fyrir, ef þeir vilja vera að tildra því, — eins og menn eru í sumum löndum látnir blæða drjúgum í rlkis- sjóð fyrir að klæðast silki eða gæða sér á Ijúffengum vínum. Allir vita, hvernig hér á landi er tekið í strenginn af landstjórnarinnar hálfu, ef blaði verður það á, að finna eitthvað að gjörðum embættismanns. Hann er látinn fara í mál, »hreinsa sig af áburðinum«; svo er það orðað. Hann er látinn gera það jafnt fyrir því, þó að landstjórninni sé svo auðvelt, sem framast má verða, að fá vit- neskju um, hvort aðfinslan hafi verið á rökum bygð eða ekki — þó að, til dæmis að taka, verknaður sá, er vítt- ur er, hafi verið framinn í viðurvist áhorfenda, er skifta hundruðum. Hann er látinn gera það jafnt fyrir því, þó að til dæmis öllum höfuðstaðnum, að hinni innlendu grein landstjórnarinn- ar meðtalinni, sé kunnugt um það, að blaðið hafi sagt alveg satt. Hann er látinn gera það jafnfc fyrir því, þó að landshöfðingi sjálfur sé sjálfsagt vitni til að bera það, er veldur algerðum sýkuudómi. Hann er látinn fara í mál, hvort sem málshöfðunartilefnið er mikið lít- ið eða — ekkert. það hefir við borið hér á landi, að háyfirvöldin hafa litið svo á fyrir sitfc leyti, sem málshöfðun væri ekki annað en hégómi — hafa trúað kunningjum sínum fyrir því —, en hafa s a m t skipað málshöfðun, fyrir bænastað embættismannsins, af því að þau gátu þá ekki fengið af sér að neita honum um þann greiða, að lofa honum að svala sér á mótstöðu- manni sínum á landssjóðs kostnað. Landssjóður er sem sé látinn standa straum af málskostnaðinum fyrir em- bættismanninn. Blaðamaðurinn borg- ar sína málsfærslu úr sínum vasa. f>ó að honum verði ekkert annað gert, þó að hann sé gersamlega sýknaður, þá má æfinlega ná sór niðri á honum með því að hafa út úr honum nokk- urt fé þann veg. Enda virðist leikur- inn vera aðallega til þess gerður. En að málssókninni lokinni kemur allra kátlegasti og skringilegasti þátt- urinn í þessum leik, þó að sá þáttur gangi hljóðlegast á leiksviðinu. þegar hinn stefndi blaðamaður er búinn að sanna fyrir rétti, að það at- ferli, sem hann hefir vífct, hafi ómót- mælanlega átt sér stað, — þegar hann er jafnvel búinn að sanna, að atferlið hafi verið vítaverðara en hann hefir ,áður frá skýrt á prenti — hvað verð- ur þá? f>á gerist alls ekkert; dauðaþögn, steinhljóð hjá landstjórninni. f>á er eins og aldrei hafi neifct í skorist, eng- um embættismanni hafi orðið neitt á, enginn blaðamaður hafi sagfc neitt mis- jafnt og aldrei hafi nokkurt mál verið höfðað. Á þennan ótrúlega kænlega hátt eru íslenzkir embæfctismenn látnir »hreinsa sig af þvi«, sem á þá er borið ! Vitanlega vekur þetta atferli skelli- hlátur meðal þjóðarinnar. Og óneit- anlega má segja að það sé ávalt góðra gjalda vert, að koma þessari þung- lyndu og ánægjusnauðu þjóð til að hlæja. En hingað til hefir samt ekki verið litið svo á, Bem það sé sérstak- lega ætlunarverk landstjórnarinnar, að koma hláturvöðvum þjóðarinnar í hreyfingu — allra-sízt að koma henni til að hlæja að sér sjálfri, landstjórn- inni. Og þjóðin ætti að gera meira en hlæja að þessu. f>ví að gamanið er raunar grátt. Hún ætti að afsegja það með öllu, girða fyrir að þetta haldi áfram. f>ví að auk þess, sem það er óvirðulegur löðrungur á alt vald og allan myndugleika í landinu og þar af leiðaudi í eðli sínu siðspillandi, er það hin smásálarlegasta ofsókn gegn einstökum mönnum, sem eru að gera skyldu sína. f>eir, sem ókunnir eru málaferlum hér á landi, ætla sjálfsagt, að blaða- menn komist klaklaust af, ef þöir geta s a n n a ð, að það atferli hafi átt sér stað, sem þeir hafa verið að víta. Óneitanlega ætti og svo að vera. En því fer mjög fjarri, að svo sé. Eftir því, sem lögin eru skilin af dómstólum vorum — og vór berum engar brigður á, að þau séu rétt skil- in —, er frámunalega mikið vanda- verk, miklu meira vandaverk en þeir menn geta að jafnaði haft hugmynd um, sem slíku hafa ekki kynst, að haga svo orðum sínum, að það geti ekki varðað við lög, ef víta á atferli manna og gera það svo skilmerkilega, að nokkur veruleg líkindi séu til þess, að almennum lesendum sé fullljóst, hvers eðlis þær ávirðingar séu, sem um er að ræða. Sérstaklega er þetta örðugt í blaðagreinum, sem lang- oftast eru ritaðar í miklum flýfci og fara í prenfcsmiðjuna jafn-harðan og þær eru komnar úr pennanum. Út úr því hefir komið upp sú fyndni hér í höfuðstaðnum, að æfinlega sé sá maður dæmdur í sekt, sem minst hafi á annan mann á prenti og ekki hælt honum; og þó að hann hafi hælt hon- um, sé maðurinn samt dæmdur, ef hinn hafi ekki átt hólið skilið! f>ó að slíkt sé ýkjur, eins og fyndnin er vön að vera, þá er sá sannleikur óneitan- lega í því fólginn, að mjög miklar l(k- ur eru til, að dómara þyki of hart að orði kveðið í blaðagreinum um atferli, sem öllum liggur í augum uppi að er vítavert, án þess að málstaður stefn- anda verði í raun og veru minstu vit- und betri fyrir það. pá er hinn stefndi dæmdur til að borga sekt og málskostnað. En þó að blaðamaður sé sýknaður, kemst haun samt ekki klaklaust af. Hann er samt, nær þvi undantekn- ingarlaust, látinn borga sinn eigin málskostnað, eða, eins og þaí er orð- að, ^málskostnaður er látinn falla nið- ur«. |>á huggun á embættismaður vísa, að þó að andstæðingur hans fái dóm fyrir því, að hann hafi ekkert til saka unnið, þá verður hann samt fyrir fjár- útlátum. |>ar á móti á embættismað- urinn ekkert á hættu. Landsjóður borgar fyrir þessa ánægju hans, borg- ar fyrir það, að hann geti bakað sak- lausum manni meiri eða minni kostn- að. Og þegar sérstaklegir örðugleikar eru á málsvörninni, vitni t. d. í mik- illi fjarlægð, þá getur sá kostnaður orðið alltilfinnanlegur. Nú leyfum vér oss að spyrja: Er fé landsjóðs sæmilega varið á þennan hátt? Er ekki óhæfa, &ð verja því svona til þess að reyna að hefta um- ræðufrelsi þjóðarinnar? Umræðufrelsið ætti henni að vera flestu frelsi dýrmætara. |>ví að það er grundvöllur alls þjóðfrelsis. Getur þá verið rétt að nota fé þjóðarinnar til þess að reyna að hefta þetta frelsi, og það á jafn-neyðarlegan hátfc og gert er hér á landi? Með öðrum orðum: verður þvi bót mælt, ef alþingi heldur áfram að veita fé til þess að láta fara svona með það? Stjórnin danska og konungsættin. Eitt var það í kosningaræðu Hörups ritstjóra, þeirri er minsfc var á um daginn, er gerður var að hvað mestur rómur, og það var, hvern greiða þetta ráðaneyti, sem við völdin lafir í Dan- mörku, gerir konungi og konungsætt- inni. »j>essar fáu hræður — stjórnarsinn- ar — hafa gerst svo djarfir«, mælti hann, »að kalla sig konungsflokkinn, þessi flokkur, sem hefir ekki nema 12 atkvæði af 114. Lítið á okkur, segja þeir; við erum konunglegi þingflokkur- inn. Hér vitum við, hvernig því vík- ur við. En hvað hljifca aðrar þjóðir, sem ekki þekkja neitt til danskra sfcjórnmála — hvað hljóta þær að í- mynda sér um konungdæmi, sem ekki hefir nema 12 atkvæða stuðning? Hljóta þær ekki að ímynda sér, að konungsættin hérna sé alveg einangr- uð og yfirgefin? |>ess vegna eigum vér að losa kon- ung vorn við þennan hneisu-ábagga, losa hann við alla hina lélegu ráð- gjafa, bæði þá með ábyrgð og hina á- byrgðarlausu. |>eir segja, að konungur hafi kosið sér þá, af því að það er eina undan- færið fyrir þeim, að skjófca skuldinni á konunginn. Eg hygg, að konungur hafi ekki valið þá. Auðvitað hafa þeir konunglega veitingu fyrir ráðgjafaem- bættunum. En maðurinn, sem valið hefir þá, heitir Esfcrup. jþað er hann, sem tínt hefir þá saman víðs vegar og bundið sér úr þeim blómvöndul. Fyrrum vönduðu hægrimenn þeim mönnum ekki kveðjur, sem boruðu sér inn milli konungs og þjóðar, gerðu þar ilt af sér og skutust síðan í hvarf. J>á hugsuðu menn sér ekki leiðina að æðstu trúnaðarstöðu með þjóðinni upp eldhússtigann hjá stórhöfðingjum,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.