Ísafold - 01.05.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.05.1901, Blaðsíða 2
102 heldur svosem umbun mikilsverðrar iðju í landsins þarfir, er þjóðin veitti fylgi. Vér viljum stjórn, er haldið getur skildi fyrir konung vorn, ekki með 12 skósveinum, heldur með trausti allrar þjóðarinnar. Vér vdjum stjórn, sem borin er fyr- ir nauðsynleg virðing«. Skarlatssóttin vestra. Eins og vikið var á lauslega í síð- asta blaði, er skarlatssóttin farin að stinga sér niður vestanlands víðar en áður var kunnugt um. það hefir verið vítalaust móti henni tekið á Isafirði. Beitt þtgar lögmæltri sóttkvíun og nákvæmu eftir- liti. En annarstaðar ekki, að því er frekast vita menn hér. Sumir iæknarnir, sem hér eiga hlut að máli, hafa alls enga skýrslu sent sínum yfirmönnum, en aðrir alls ónóga. Og þeir virðast yfir. leitt ekkert hafa gert tii þess að stemma stigu fyrir veikinni — lítið eða ekk- ert gert af því, sem lögin frá 1896 skipa fyrir Str&nglega. Jafnvel engu líkara en að þeir viti naumast af þeim eða séu þeim að minsta kosti harla lítt kunnugir. það er sannfrétt með pósti og samferða- manni hans, núna fyrir helgina sem leið, að Dala’néraðslæknirinn hefir gert það vitsmunabragð og skyldurækt- ar, með ráði sýslumanns, að eiga ekk- ert við neinar sóttvarnir í sínu héraði, heldur lofa veikinni að vaða um hér- aðið, er hún var þangað komin, á sýslu- mannssetrið. Sýslumaður, sem hafði hana með sér heim til sín utan af Snæfellsnesi, sjálfur eða fylgdarmaður hans, sýndi þó lit á að vilja varna henni að berast Iengra, er hún var komin fram á börnum hans; hann bannaði samgöngur fyrst í stað, af bænum og á, og sendi þegar eftir lækni. Hann kemur. En í stað þess að staðfesta bannið og Iáta það ganga um alt héraðið, þá ræður hann af, að sleppa öllum slíkum ráðstöfunum eða þvílíkum að svo stöddu. Og þó skipa fyrnefnd lög svo fyrir, að verja s k u 1 i almenning fyrir þessari veiki, skarlatssóttinni. Maðurinn hefir sýnilega enga hug- mynd um annað en að það sé hann, læknirinn, sem úr því á að skera, hvort vörnumskulí beitaeða ekki. Hann virðist ekkert vita um, að 1 ó g i n skipa það afdráttarlaust, og láta slíkt alla eigi á hans valdi eða annarra yfir- valda. Eyrir sig ber hann að sögn, hve víða sóttin sé komin um næsta hérað, Snæfellsnessýslu, og Dalahérað því óverjandí orðið. En ekki er hans um það að dæma, heldur aó gera það, sem lögin skipa honura. Enda engin leið að verja sóttinni tafarlausa rás um land alt, ef slíkar viðbárur væru lögmætar. Beynslan sýnir og alt ann- að. því hvar á landinu eru meiri og tíðari samgöngur en milli Beykjavíkur og nágrennisins við hana? Og hefir þó tekist að miklu leyti að verja nær- sveitirnar þar heilt ár. Einhver lík fyrirmunun og engu minni virðist hafa verið á héraðslækn- inum í Stykkishólmi. J>að er fullfrétt, þótt enga skýrslu hafi hann gefið, að hann hefir látið sóttina »valsa« þar í vetur, um sitt hérað. Hvorki beitt sóttkvíun, samgöngubanni eða sótt- hreinsun. Yirðist ekkert hafa skeytt um lögin, svo skýlaus og ströng sem þau eru. þetta er slæmt ástand. Gera má því miður ráð fyrir, að hin bágborna framkoma landlæknis í málinu eigi sinn þátt í þessu. En alls ónógar málsbætur eru það fyrir læknana, þótt undirmenn hans séu, er þeir hafa jafnskýlaus lagafyrirmæli við að styðjast. Sendur var nú héðan í fyrra dag — af háyfirdómara, í fjarveru landshöfð- ingja — maður gagngert vestur í Dali og Snæfellsnessýslu með viðeigandi fyrirskipanir til að afstýra frekari van- rækslu í þessu efni. En mikið getur verið þegar að orðið, um fram það er vera þurfti, hefði engin handvömm orðíð. Og líklegást hefði alls eigi veitt af, að farið hefði læknir héðan vestur, til aðstoðar áminstum læknum, sem ekki hafa leyst sitt hlutverk betur en þetta — samkvæmt heimild þeirri, er 1. gr. laganna frá 1896 virðist hafa að geyma. En það er vel skiljanlegt, að hinum þjónandi landshöfðingja hafi þótt það viðurlitamikið, einkum þar sem hins reglulega er nú von á fárra daga fresti. Af vesturfjörðunum, Dýrafirði og Arnarfirði, hvað veikinni líður þar, hefir ekki frekara frézt síðan um daginn. Gegn landsliöfðingja. það vitnaðist í málaferlunum land- IæknisinB gegn Isafold, að einn meðal margre, sera heyrt höfðu um afskifta- leysið af skarlatssóttinni á Skeiðunum í fyrra sumar og ekki farið leynt með það, eins og engin var ástæða til, var sjálfur landshöfðinginn. Bóndinn á Húsatóttum hafði sagt honum svo frá, að héraðslæknir (Sk. Á.) hefði aldrei þar komið, meðan veikin gekk þar. þetta bar landshöfðingi meir að segja í málinu — gaf skriflegt vottorð um það, sem jafngilt var tekið og staðfest væri með eiði. f>að virðist engum vafa bundið, að vilji landlæknir vera sjálfum sér sam- kvæmur, þá hljóti hann að skipa hér- aðslækninum að lögsækja landshöfð- ingja — »hreinsa sig« — fyrír þetta, sem h a n n hefir sagt um hann. Ekki geta orð hans, manns í æðsta valda- sessi á landinu, verið hættuminni fyrir orðstír læknisins heldur en ummæli blaðamanna. Ekki getur það verið tekið miður trúanlegt, sem ’hann seg- ir frá en þeir. Landshöfðingi á þá von á viðtökun- um, þegar hann kemur heim — meið- yrðamáli frá umgetnum héraðslækni, eftir skipun landlæknis, og vitanlega með gjafsókn, veittri af landshöfðingja- dæminu! m % m ----- „Engin líknarstofnun — ekkert kærleiksheiniili“. í »t>jóSólfi« 26. þ. m. stendur grein með þeseari fyrirsögn eftir Y. J. Lýsir grein þessi lífskjörnm manns nokk- urs, sem nýlega er dáinn meðal vor og jarðaður var fyrir fáum dögum frá líkbús- inu í Reykjavik. Þétt jarðarför þessi færi fram í og frá líkhúsinu, var hún þó einhver hin hátíð- legasta, og var það meðal annars að þakka hinni aðdáanlegu ræðu dómkirkjuprestsins, sem var svo meistaralega sniðin eftir kring- umstæðunum; og var auðséð, að hún hafði djúp áhrif á flesta, ef ekki alla þá, sem við voru staddir. En svo lýsir hr. Y. J. æfikjörum hins framliðna á þann hátt, að hann hafi átt verri æfi en margur hundur (það má nú segja um fnarga, og getur þeim liðið bæri- lega fyrir þv.i, því margur hundur lifir herralífi); a ð hann að jafnaði hafi geng- ið í gauðrifnum óþrifa-flikum, með botn- lausa skó og sokkalaus á klakanum um háveturinn; a ð hann dögum saman hafi hvergi átt höfðí sinu að að halla, hvergi næturskjól nema á klakanum; og að hann loks, er i öll skjól hafi verið fokið, hafi í leyfisleysi skriðið inn i óhygðan kofa, matarlaus og allslaus, og þar hafi hann dáið eftir eins dags legu. Þessu finnur hr. V. J. sig knúðan til að vkoma á pappírinn* til þess að eftirkom- endurnir fái að vita, hvað gjörðist um aldamótin 1900, sem dæmi þess, hve likn- ar- og hjúkrunar-mál stóðu á lágu stigi bjá þjóðinni. En æfiferill þessa framliðna hafði líka aðra hlið, og fyrst hr. Y. J. nú er búinn að skýra frá binni dökku hlið hans, virð- ist rétt, að eftirkomendurnir fái líka að sjá bina bjartari lilið. Hinn framliðni var einkasonur mjög vel efnaðra, ástúðlegra foreldra, sem einskis fremur óskuðu, en að láta honum liða vel, og ekkert. spöruðu til þess að afla honum mentunar og tryggja honum velgengni — Heimili þeirra var sannkallað »kærleiks- heimili« fyrir hann, og þess naut hann, unz hann var um þritugt. Þegar móðir hans var orðin ekkja, fluttist hún til Reykjavík- ur 1895, ásamt honum Lifði bún að visu þá fremur fátæklegu lífi, en hinn framliðni naut hjá henni fyrst framan af búsnæðis, matar, fata og þjónustu, alls ókeypis. Síð- ar flutti hann sig frá henni, og leigði sér herbergi annarstaðar í bænum, en móðir hans gaf honum þá ágætlega uppbúið rúm og laglegan húsbúnað allan i eitt herbergi; eu velkominn var bann jafnan til hennar til að matast, hve nær sem hann vildi, og þáði hann það jafnaðarlega. Móðir hans andaðist um jóla-leyti 1899; og víst er um það, að þangað til átti hann »kærleiks- heimili« að flýja til, nær sem hann þurfti og vildi. Það er þá árið 1900 og það sem af er þessu ári, sem hann hefir átt að lifa sam- kvæmt lýsingu hr. Y. J., eða hér um bil l‘/4 ár. En frá þvi í janúarl900og þang- að til hann dó er óhætt að fullyrða, að hann hefir fengið milli handa að minsta kosti 500 krónur úr að spila. Auk þess má tilnefna eitt hús í Reykjavik, þar sem hann var aila-jafna velkominn og boðinn, nær sem hann vildi, til að fá mat eður annað; og sjálfur vissi hann enn fremur, að til voru fleiri menn í bænum, og ef til vill viðar, sem var umhugað um, að hann skorti ekki fæði né klæði, ef hann segði að eins til, og þeim hefði verið kærara ef hr. V. J. hefði skrifað grein sina fyrri, sé lýsing hans rétt á ástandi hins fram- liðna. Hvað svo sem um æfiferil hans er að segja, þá er þó eitt víst, og það er, að óskandi væri, að enginn færi meir á mis við að njóta og eiga að »kærleiksheimili«, en hann átti langmestan liluta æfi sinnar. Fr. Slæm heybirgðaskýrslu- fyrirmynd. ______1 Á því hefir margoft verið klifað, að allur almenningur hér á landi væri næsta ólöghlýðinn, og læt eg mér ekki til hugar koma að halda því fram, að ekkert sé hæft í þessu ámælí; en all- oft hygg eg, að aulaleg afskifti yfir- valda þeirra, er um það eiga að sjá, að lögunum sé hlýtt, gjöri laganýmæl- in óvinsæl, og sums kostar ómöguleg til eftirbreytni. Horfeliislögin 9. febr. 1900 eru ein laganýmælin, er ætla má að engri mót- spyrnu hefði mætt, ef skýrslu-fyrir- myndin, er amtsráðin eiga að semja eftir 6. gr. þeirra laga, væri svo lög- uð, að auðið væri að gefa rétta skýrslu eftir henni; en nú hefir amtsráðinu í Norðlendingafjórðungi tekist að semja svo lagaða skýrslu-fyrirmynd, að óhugs- anda er, að neinir skoðunarmenn geti gefið eftir henni rétta akýrslu, nema þar sem svo er komið, að hey sé að þrot- um komin; amtsráðið ætlast til þess, að skoðunarmennirnir gefi skýrslu um heyforðann í vættatali — einn dálk- urinn er sem sé svona, tvískiftur: heybirgðir: taða 100 pd. tals, xithey 100 pd. tals; mér er nær að halda, að enginn sé sá tölvísingur, að hann geti reiknað það út, hvað sú eða sú stæðan, hvort heldur er í hlöðu eða tótt, sé margar 100-pda-vættir, ef um mikið heymegn er að ræða; já, eg tel það víst, að stjörnumeistararnir, sem hafa reiknað út þyngd himinhnatta, mundu leiða sinn hest frá því, að gefa skýrslu um það í vættatölu, hvað miklar birgðir sé núna af heyjum t. a. m. í blöðunum hans Jóns Skúla- sonar á Söndum, eða hvar annars- staðar, þar sem miklar heybirgðir eru; hvers vegna gjörir amtsráðið það aula- bragð, að setja það inn í skýrslu-fyrir- myndina, að heyforðmn sé tiltekinn í vættatölu? Eiga menn að geta þess til, að amtsráðinu sé illa við horfellis- lögin, og að það hafi samið skýrslu- fyrirmyndina svo lagaða, sem það hefir gert, til þess að enginn vandaður mað- ur fengist til þess að gefa skýrslu? Hver ástæða var til þess, að bregða út af fornri venju, sem hefir verið sú, er um heymegn ræðir, að mæla hey, en vega ekki? Finni nýja amtsráðið ekki ástæðu til þess að breyta að þessu leyti skýrslu-fyrirmynd þeirri, er amtsráðið það í fyrra samdi, þá tel eg það berlega lýsa því, að það er ekki nein fyrirmyndar samkunda að hyggindum. Mel, 20. apríl 1901. porvaldur Bjarnarson. Skagaflrði 10. apríl 1901. Veðráttan hefir veiið mjög köld nú nm tima, vindnrinn ákaflega kaldur á norð- austan. Enn þá er þó enginn is á firðin- um, nema fáir jakar á stangli. — I vetur eftir nýárið var skemtisamkoma haldin á Hólum í Hjaltadal. Þar voru haldnir fyrirlestrar: Island á Aldamótum (próf. Z. H.), bindindi (Jósef skólastjóri), verzlun (Stefán Sg.), giftingar (Sigfús kennari), sveita- og bæjaþvaður (Jósef skólastj.). Á undan fyrsta fyrirlestrinum varsungið: »Þið þekkið fo!d« o. s. frv., og byrjaði samkoman með þvi, og á eftir honum var sungið: »Eldgam!a Isafold« o. s. frv. Síðan var söngur, svo glimur, all- fjörugar og skemtilegar, og var mjög mikið gaman, að sjá þessa gömlu íslenzku íþrótt, sem óskandi er, að íslendingar fari að leggja mikla rækt við. . Síðan voru leikar og siða3t dans, nær 4 stundir. Samkoman byrjaði kl. 5 síðd. og endaði kl. 6 árd. — Yíða í firðinum hafa verið danssamkomur í vetur, en, því miður, hefir sjaldnast verið sameinað þeim nokkuð nytsamlegt né upp- byggilegt., sem nauðsynlegt er að verði gjört. Sjónleikar hafa verið leiknir á Sauðár- krók við ig við i vetur; einnig nokkrum sinnum í Hofsós; hafa það verið leikar til gamans, og þess kyns leika vill almenning- ur helzt. Helztu leikirnir voru: »Lotterí- seðillinn« (o: skóarinn) og »Timaleysinginn«. Eigi er að furða, þótt viðvaningsbragur sé á hjá sumum leikendanna. En alþýða get- ur engan samanburð haft. Húnavatnssýslu (Miðfirði) 20. apríl: Eg fagnaði vorblíðunum fullsnemma um daginn; þá voru eftir öll vetrarharðindin; fyrir dymbilvikuna fór hann verulega að kólna, og hana alla var kuldakólga og harðviðri surna dagana, en á páskunum versta briðin, er komið hafði á vetrinum; sjókuldi hefir verið afar-mikill, svo að hve nær sem lognstund hefir komið, befir b, ða firöina lagt út fyrir yztu annes, en ekki heíir komið af hafís inn á firðina nema stöku jakar; aftur hafði ekki sést út yfir hafísbreiðuna af Spákonufellsborg í vikunni sem leið. Vesta komst þvi ekki að landi hér nyrðra [þ. e. við Húnaflóa]; meun vita ekki heldur, hvort hún hefir komist fyrir Horn, og hræddir eru menn orðnir um það, að aldrei skipist svo vel, að Skálholt geti smogið inn með Ströndum; reyndar var í gær sunnan-stórviðri, en nú má heita logn, og liggur svört þoka inn 1 fjarðaropnn og inn eftir nesjunum, en glaðasólekin frá fjarðarbotninum og inn alla dali. — Áin ruddi sig víða í gær og má ætla, að hún verði vel reið í dag fyrir póstinn. Nú eru kláðaskoðunarmenn vorir á ferð um sveitina að skoða, og verða sumstaðar kláðavarir, og ekki sizt hjá þeim, er háværastir eru móti þvi, að hafa nokkra eftirlitamenn við baðanir.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.