Ísafold - 01.05.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.05.1901, Blaðsíða 3
103 r ir 0 Verzlun 0 IH í Keykjavík | Með s/s »Laura« og Thyra« hafa komið mildar vörubirgðir til allra deilda »Edinborgar« og skal hér telja nokkrar þær helztu. í veínaöarvöradeiláina: Hattar — Húfur drengja og kárlm. — Stráhattar — Prjónatreyjur. — Léreft bl. og óbl. margar teg. mjög gott og ódýrt — Sirts Ijómandi falleg munstur — Tvisttauin frœgu — Lakaléreft — Svuntutau yndisleg — Flonel og flonclettc góð og væn — Regatta — Zepliyrtau — Tvinni allskonar — Handklæðatau og Handklæði væn og ódýr — Herðasjöl — Höfuðsjöl — Líý- stykki og Bolpör — Fóðurtau allsk. Ital. klæði — Reiðýataeýni — Dagtreyjutau —1 Cashmere — Astrachan — Angola — Java — Stramai — Kvenn-Regn- slög. — Regnkápur karlm. — Sængureýni — Gardínutau mikið úrval — Blúnd- ur — Lissur — Kantahönd — Fataeýni allsk. — Borðdúkar hv. og misl. — Vasaklútar — Rúmteppi og margt fleira, sem oflangt yrði upp að telja. Eitt er víst, að hvergi hér í bæ munu fást betri kaup á vefnaðarvöru en í »Edinborg«. í nýlenduvörudeildina: Tóhak: Roel, Skraa og Reyktóbak ■—. Niðursoðnar vörur — Lax, Lobster, Nauta- og Sauðakjöt — Sardínur — Rúsínur — Fíkjur — Döðlur — Leirtau allskonar — Kaffibrauð marg. teg. — Ostur fl. teg. — Skinke — Kryddvara allskonar — Brjóstsykur — Sultutau — Handsápa margar sortir — Ljáhlöð og Brýni o. m. fl. í pakkhúsin: Þakjárn — miklar birgðir - matvara, mjög miklar birgðir Þakpappi — Saumur — Cement - Kaffi — Sykur o. fl. o. fl. Allskonar Rvík 27. apríl 1901. Ásgeir Sigurðsson. Botnvörpunga-ósóminii. Merkur maður hér við flóaun fer þar um svofeldum orðum í bréfi til ísafoldar þessa dagana: »Hörmulegt er að sjá landa vora vera að elta á þilskipum botnvörpung- ana hér inni á Sviði, innan um bátana á okkar beztu fiskimiðum! Eg á ekki orð til að lýsa þeim svívirðilega hugsunarhætti, sem búa má í brjóstum slíkra manna. Og að engin lög skuli vera til, sem aftra slíku! Lagalega er kannske örðugt að s a n n a, að þeir teymi botnvörpunga inn á miðin, en ekki verður annað séð en að 'svo sé — fyrir whisky! »fleimdal« á sannan heiður skilið fyrir vernd sína, það sem af er. Hann hefir að vísu engum náð enn, en »gott er að lækna sjúkdóminn, en betra er að afstýra honum«, segir enskt máltæki. Og Hovgaard hefir hrætt þá svo, að þeir hala ekki verið innan landhelgi«. Laus prestaköll. Laufás (Laufáss og Svalbarðssóknir) í Suður-þingeyjarprófastsdæmi. Mat 1421 kr. 04 a. að frádregnu árgjaldi af brauðinu, 40C kr, sem er greitt með útlögðum jörðum (385 kr. 83 a.) og 14 kr. 17 a. í peningum í lands- sjóð. Prestsekkja er í brauðinu, sem nýt- ur náðarárs og eftirlauna af því lög- um samkvæmt. Yeitist frá fardögum 1901 að telja. Auglýst 27. apríl. Umsóknarfrestur til 12. júní. Vellir í Svarfaðardal (Valla- og Stærra-Árskógssóknir). Mat 1420 kr. 60 a. að frádregnu árgjaldi af brauð- inu, sem er greitt m ð útlögðum jörð- um. Prestsekkja er í brauðinn, sem nýt- ur af því náðarárs og eftirlauna lög- um samkvæmt. Veitist frá fardögum 1901 að telja. Auglýst 27. apríl. Umsóknarfrestur til 12. júní. Mannalát. Hinn 27. febr. þ. á. andaðist bónd- inn porgrímur Kristjánsson á Tuma Brekku í Óslandshlíð, 45 ára. Hann var sómamaður og gæðamaður, og 9 ár oddviti hrepps síns, og vann hann sveitarfélagi sínu hið mesta gagn og stýrði hreppnum með lipurðog ráðdeild og ávann sér velvild og virðingu. Konu sinni, Goðmundu Sigmundsdóttur, var ástríkur maður og börnum sínum elskulegur faðir. Z. Nýlega er dúinn Jón bóndi Jónsson á Minna-Núpi í Gnúpverjahreppi, nær sextugur að aldri, bróðir Brynjólfs fornfræðings, mesta góðmenni. Dáinn er 24. marz þ. á. presturinn að Völlum í Svarfaðardal, síra T ó m a s H a 11 g r í m s s o n, á sextugsaldri — f. 23. okt. 1847, stúdent 1873, útskrif- aðist af prestaskólanum 1875, vígður sama ár prestur að Stærraárskógi, en fluttist síðan að Völlum, er brauðin voru sameinuð. Hann var systursou arson Jónasar Hallgrímssonar skálds; maður vel látinn og snyrtimannlegur, og kennimaður allgóður. Kona hans var Valgerður Jónsdóttir prófasts í Steinnesi Jónssouar. Sigling. Gufuskip kom 26. þ. m. frá Eng- landi með saltfarm til þeirra G. Zo- ega og Th. Thorsteínsson, »A 1 e k 10«; fer aftur í dag. f>á kom í nótt seglskip »F e r o n a« (130, Petersen) með timburfarm frá Mandal til B. Guðmundssonar. Lofsverð björgunartiiraun var ger<? bér 4 Skipaskaga föstudaginn 11, þ. m. (apríi). I byrjun ofsavcðurs, sem þá gjörði liér af austri, sást til ferðabáts, er kom innan úr Borgarfirði, en sýnilegt var að eigi næði hér lendingu; brugðu þá við nokkurir ötulir og hjálpfúsir sjómenn, flest Goodtemplarar, er þá voru staddir á stúku- fundi, og fóru þaðan án frekári undirbún- ings; urðu 14 á skipi, er létu undan landi, en náðu eigi bátnum, sem setti upp segl- bleðil og hleypti, enda náði landi inn í Melasveit, en hafði eigi haft neitt til að leggjast við, og gat því eigi beðið neitt; en eftir harða sókn á móti veðrinu náðu skipverjar aítur landi hér kl. 12 um nótt- ina. — Ber þvi að geta þessara mannúð- legu hjálpfýsi bæði til maklegs lofs þeim, sem til þess liafa unnið, og til upphvatn- ingar fyrir aðra, sem kynni fyr eða siðar að gefast tækifæri til að gjöra samkynja miskunnarverk. Þ. J. Póstþjófnaður. Piltur sá, er hafður hefir verið til að bera póstbréf hér um bæinn nokkur missiri undanfarin, varð 27. f. m. uppvís að stuldi á peningum og pen- ingabréfum í vörzlum póststjórnarinnar Er að svo stöddu ekki fullsannað, hve milsil brögð eru að þjófnaði hans né hversn lengi hann hefir legið á því lúalagi; er hætt við, að það sé þó til nokkurra muna. Auk þess fanst á heimili hans allmikið af einföldum bréfum, sem hann hafði svikist um að skila. ýmist opin eða lokuð, og hefir sjálfsagt glatað nokkurum. Peningabréfin hafði hann ónýtt, er hann var búinn að hirða úr þeim peningana. Hann er nú í haldi og prófaður daglega Hann er 16 ára að aldri. Póstskip Laura, kapt. Aasberg, lagði á stað í gærkveldi. Með henni sigldi Ólaf- ur kaupmaður Árnason á Stokkseyri til Khafnar og eittlivað kvenfólk til Englands. Ve ð urathuganir í B.eykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 19 0 1 Apríl Loftvog millim. Hiti (C.) Þ- c-t- crb <4 O ox '-t tr SB 0*: Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld.27. 8 760,9 6,2 wsw 1 10 1,6 3,8 2 761,9 8,3 sw 1 10 9 758,7 4,7 E 1 10 Sd.28. 8 754,8 5,5 s 2 9 4,9 2,0 2 758,2 7,3 ssw 2 6 9 759,8 4,2 0 5 Md.29.8 756,9 4,7 SE 1 10 1,2 2 754,5 8,6 SB 2 10 9 752,9 7,9 SSE 2 8 Þd.30. 8 756,3 7,9 SSE 2 10 3,1 3,8 2 759,7 9,6 SSE 2 8 9 763,0 7,5 SSE 1 7 Menn orðið úti. Miðvibudaginn fyrir skírdag, 3. f. mán., í mesta harðviðrinu á vetrinum, varð maður úti á Mýrdalssandi, por- steinn Bjarnason, bóndi á Herjólfsstöð- um í Álftaveri, en annan, samferða- mann hans, Jón Sigurðsson, bónda í Skálmarbæ í Álftaveri, kól svo, að hann beið bana af fám dögum síðar. |>eir voru á heimleið úr kaupstað í Vík. þeir skildu við á austarlega á sandinum, Blautukvísl, er orðin var svo spilt, að Jón komst við illan leik yfir hana hestlaus, en hinn varð að snúa aftur með hestana; hann fanst þar örendur daginn eftir, á skírdag, en Jón komst sama dag að Mýrum, mállaus og kalinn — búinn að ganga af sér sokka og skó og sár orðinn á öðrum fæti. þorsteinn var rúmlega fimtugur; Jón yngri nokkuð — hann var bróðursonur Eiríks heit. í Hlíð í Skaftártungu. Tapast hefir kvenúr á götum bæjar- ins, á leiðinni frá Skildinganesmelun- um og inn að Rauðará. Finnandi er beðinn að skila úrinu í húsið nr. 10 f Suðurgötu. r vlllifuglaegg kaupir Asgeir Gunnlaugsson, verzlm. hjá Birnj Kristjánssyni. Hvaða skilvindu á e@ aÖ kaupa? Það er fullvíst að skilvindan »Perfeet«, sem mikið er gumað af nú á dögum, fekk ekki »Grand Prix« á heimsýningunni í París 1900 af þvi, að hún væri reynd; enda vita fróðir menn ekki til að hún hafi verið reynd á Frakklandi fyrir þann tíma. Af ÞYRIL8KILVINDUM (Kronsepara- torer) frá Svenska Centrifug Aktiebolaget i Stokkbólmi hafði þá verið selt á Frakk- landi um Í000 (nú nál. 3000), og þær lík- að mjög vel. Frakkar höfðu áður haft i miklum metum skilvindu, sem kallast »Melotte«; var hún reynd til jafnaðar við þyrilskilvindur í Le Mans 1899; báru þyr- ilskilvindurnar sigur úr býtum, og fengu þá gullverðlaunapening. ÞYRILSKILVINDURNAR fengu hæstu verðlaun (»Grand »Prix«) á sýningunni í Paris 1900 fyrir, hve vel þær hafa reynst á Frakklandi, en ekki af þvi, a.ð þær væru smiðaðar af stærstu skipsbyggingarstöð á Norðurlöndum (!) ÞYRILSKILVINDUR voru fyrst gjörð ar árið 1898. Til ársloka 1900 var selt af þeim um 23000, og höfðu þær þá feng- ið þessi 3 árin: 1 »G-rand Prix», 1 ríkis- verðlaun, 7 heiðursmerki (hin æðstu), 30 fyrstn verðiaun; og enn ýms önnur sæmd- armerki. ÞYRILSKILVJNDURNaR hafa reynst vel á Islandi. Vér erum sannfærðir um, að eigi eru aðrar skilvindur betri og því engin ástæða að hlaupa eftir auglýsinga- gumi um óþektar skilvélar. Sannleikurinn er sagnabeztur, en skrum skaðvæniegt! Panlið þyrilskilvindur hjá þeim, sem þið skiftið við. Til heimalitunar viljum vérsér- staklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verð- laun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðum og litarfeg- urð. Sérhver, sem notar vora liti, má öruggur treysta því, að vel muni gefast. — 1 stað hellulits viljum vér ráða mönnum til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessi lit- ur er miklu fegurri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðar- vísir á íslenzku fylgir hverjum pakka. — Litirnir fást hjá kaupmönnum alstað- ar á íslandi. Buchs Farveíabrik- Uppboðsaugiýsing.) Samkvæmt beiðni skiftaráðandans í Skaftafellssýslu verður hálf jörðin Tjarnir í Vestur-Eyjafjallahreppi, 9,95 hndr. að nýju mati, tilheyrandi dán- arbúi Einars Einarssonar frá Hemru, seld við opinber uppboð laugardagana ix. og 25. maímán. og 8. júnimán. riæstkomandi, tvö fyrri uppboðin, sem byrja kl. 8 e. hád., verða haldm á skrifstofu sýslunnar, en hið síðasta að Tjörnum og hefst það ki. 4 e. hád. Söluskilmálar verða til sýms á öll- um uppboðunum. Skrifst. Rangárvallasýslu, 16. apríl 1901. Mag-nús Torfason. Hér með er skorað á alla þá, er telja til skulda i dánarbúi Guðmund- ar Olafssonar, tómthúsmanns í Mýr- arholti á Akranesi, sem andaðist 14. f. m., að lýsa kröfurn sínum og sanna, þær fyrir skiftaráðanda hér í sýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Erfingjar ábyrgjast ekki skuldir. Skrifst. Mýra-og Borgarfjarðarsýslu 12. apríl 1901. Sigurður Þórðarson Hér með er skorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Guðmund- ar P. Ottesen, fyrrum kaupmanns á Akranesi, sem andaðist 3. febr. þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðanda hér í sýslu áður en 12 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Erfingjar ábyrgjast ekki skuldir. Skrifst. Mýra-og Borgarfjarðarsýslu 11. apríl 1901. Sigurður Þórðarson. Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.