Ísafold - 22.05.1901, Page 2

Ísafold - 22.05.1901, Page 2
126 ekki talið ráðlegt fyrir þá, að leggja fyrst um sinn ót í svo löguð stór fyr- irtæki á eigin ábyrgð og af eigin rammleik. G-rímur æg*ir. i. I sagnaskáldskap flestra eða allra þjóða, er hamskiftanna að mörgu getið, þeirrar náttúru að geta brugðið sér f ýms líki, eftir því sem við á, sumpart í því skyni að geta beitt sér því betur, sumpart til þess að geta, hvernig sem á stendur, smogið úr hönd- um manna. Allir, sem nokkuð hafa kynst goða- sögum Grikkja, kannast við Prótevs. I sagnaskáldskap vorum er Grímur æ g i r einna nafnkendastur fyrir þessa náttúru. Gönguhrólfssaga lýsir honum svo meðal annars, að hann hafi brugð- ist »oft í ýmissa kvikinda líki, ok skifti hömum svá skjótt, at varla festi auga á«. Fyrir bragðið var hann næstum því ósigrandi. En ekki naut hann að sama skapi ástsældar né virðingar góðra manna. — Yér hugsum oss landstjórn vora sem eina heild, alla liði hennar í ná- inni samvinnu hvern við annan, eins og limina á sama líkama. f>að er ekki að eins, að hún e i g i svo að vera. Hugsi menn sér hana öðru vísi, þá verður hún blátt áfram að afmán í hugum þeirra. 011 önnur stjórn er gersamlega þveröfug við allar ptjórnar- hugmyndir nútíðarmanna, hvort sem þeir eiga annars að búa við óbundið eða takmarkað einveldi, lýðstjórn eða barðstjóru. Stjórnina verður að telja í samvinnu, samræmi við sjálfa sig. Annars er ekki um neina stjórn að ræða, heldur óstjórn. Enda er víst engum um það kunnugt, að stjórnar- limirnir íslenzku hafi hneykslað hver annan. |>eir hafa lifað í eindrægni og veríð hver öðrum góðir, eins og limir á sama líkama eiga að vera. fegar litið er á landsstjórn vora frá þessu sjónarmiði, er hún alveg ótrú- lega dæmislík Grími ægi þeir, er »skifti hömum svá skjótt, at varla festi / auga á*. |>að sýnir bezt leikur sá, er hún hef- ir leikið með íslendinga í stjórnarbót- armálinu — leikur, sem vafalaust er kynlegastur af öllu því, er nokkur þjóð hefir orðið að sæta af hálfu nokk- urrar landsstjórnar. Eftir margra ára undanfærslu og af- svör lætur stjórnin að lokum 1897 teygjast til þess að gera alþingi til- boð um breytingar á stjórnarhögum hennar, breytingar, sem vitanlega full- nægja ekki óskum þjóðarinnar, en nema þó burtu langlökustu agnúana og veita þjóðinni mikilsverð réttindi. En hvernig var svo þetta tilboð gert? Ekki í frumvarpi frá stjórninni, held- ur var landshöfðingi látinn lýsa yfir því munnlega. Og landshöfðingi, fulltrúi ráðgjafans, lét ekki þar við sitja, svo sem kunn- ugt er. Honum fórust jafnframt svo orð, eftir því sem bæði nánustu vinir hans og andstæðingar skildu hann, sem stjórnin teldi þær endurbætur, sem boðnar væru í frumvarpinu, fulln- aðarúrslit á stjórnarbaráttu íslendinga, ef þær væru þegnar, og þingið þar með skuldbundið um svo og svo lang- an tíma til þess að krefjast engraum- bóta framar á stjórnarskránni. Ekki lét fulltrúi ráðgjafans heldur þar staðar numið. Hann réð þinginu beinlínis frá því að þiggja það tilboð, sem umbjóðandi hans, ráðgjafinn, hafði gert því — hélt því fram, að þingið væri í raun og veru litlu eða engu nær um samninga við stjórnina, þó að ráðgjafinn væri á þingi, ef hann flytti málin fyrir konungi í ríkisráðinu; því að við atkvæðagreiðsluna þar gæti vel farið svo, að hann yrði í minni hluta, og þá synjaði konungur staðfestingar þeim lögum, er ráðgjafinn og alþingi hefðu orðið ástatt um; og svo gæti ráðgjafinn ekkert gert eftir á annað en sagt þinginu, að hann hefði orðið að lúta í lægra haldi. þessar fortölur ráðgjafafulltrúans vörpuðu ekki sem glæsilegustu ljósi yfir tilboð ráðgjafans. Enda höfðu þær sín áhrif. Mikil og hörð barátta hófst út af þessum fortölum ráðgjafafulltrúans. Ekki var fyrirhafnarlaust að koma öllum í skilning um, að þær væru markleysa. Miklu bleki og miklum pappír var eytt til þes3 að gera lýðum Ijóst, að þ ó a ð ráðgjafinn hefði skrifað lands- höfðingja það, sem hann varfyrirbor- inn um »fullnaðarúrslitin«, þá gæti það ekki verið annað en hégómi. í fyrsta lagi vegna þess, að stjórnarskráin sjálf gerði ráð fyrir stjórnarskrárbreytingum og ákvæðin um það ættu að standa óhögguð. I öðru lagi vegna þess, að ekki væri nokkur hugsanlegur vegur að skuldbinda fyrirfram stjórn og þing til þess að halda stjórnarskránni ó- breyttri, ef þau á annað borð kæmu sér saman um að breyta henni. Um þessa fullnaðarúrslita-fjarstæðu er svo verið að þjarka á annað ár. Stöðugt eru stjórnarbótarfjendur að fjargviðrast út af »lokunni*, sem hleypa eigi fyrir stjórnarbótarmál þjóðarinnar. Og alt af bera þeir stjórnina fyrir þessari grýlu — menn skuli bara at- huga, hvað sjálfur fulltrúi ráðgjafans hafi eftir ráðgjafanum haft. Nú sé verið að ginna þjóðina inn í dáfallega gildru! í nóvembermánaðarlok lætur svo ráðgjafinn aftur til sín heyra — gefur þá umboð til að prenta bréfið, sem hann hafði ritað landshöfðingja um stjórnarskrárbreytingartilboð sitt — sýnir þá og sannar, að hann hefir ekki farið fram á annað en að breyt- ingarnar »miði til fullnaðarúrslita máls- ins að xvo stöddui (»bd Lov, der for Tiden tilsigter en endelig Lösning af sagen*), að vilji menn fá frekari breyt- ingar, þá verði »að fresta slíkum at- riðum þangað til síðar meir, er það hefir sýnt sig í framkvæmdinni, hvern- ig tillögur uppkastsins reynast*, og »að lögin yrðu — eins og hver önnur lög, er ekki hafa sjálf inni að halda lög- mælt takmark fyrir því, hve lengi þau eigi að standa, eins og stöku siunum á sér stað — að koma til dyra eins og fullnaðarlög, er að vísu gcetu þokað fyrir nýjum lögum fyr eða síðar, en hefðu ekki sjálf að geyma né hefðu í eftirdragi neina ályktun (í ávarps- sniði eða öðru vísi), hvorki frá al- þingi eða annarihvorri deild þess, þar sem látið væri uppi eða að því vikið, að svo væri litið á hina nýju scjórnarskrá sem hún værí að eins millibilsstig að frekara endimarki*. Svo er landstjórnin úr sögunni, áð því er þessu atriði við kemur. Fyrst segir hún skýr og ákveðin orð, sem ekki er nokkurt viðlit að misskilja fyrir heilvita mann. Svo flytur hún þjóðinni þessi orð svo laglega, að þeir, sem ekki hafa skarpleik til að brosa að þeím &em helberum hégóma, þeir sannfærast um, að landstjórnin hljóti að sitja á svik ráðum við þjóðina. Loks kemur hún og segist aldrei hafa sagt það, sem þjóðinni bafi verið flutt, heldur alt annað! Hvað vilja menn hafa hamskiftin fimlegri? Ekki hefði Grími ægi látið þetta betur. f>á er annar liðurinn í atferli ráð- gjafafulltrúans, þessi, er áður er á minst. Svo fyrirhafnarsamt sem það var, að fæla burt »fullnaðarúrslita«-grýluna, er landstjórnin sjálf hafði vakið, var þó hálfu örðugra að koma allri þjóð- inni í skilning um það, að landstjórn- in sjálf skýrði rangt frá því á þingi þjóóarinnar, hvernig lög þessi næðu staðfesting konungs. Ollu ótrúlegra atferli er líka torfundið. Ómótmælanlegar sannanir fengust nú fyrir því samt. »Corpus juris* sannaði í ísafold, að engin atkvæða- greiðsla gæti farið fram í ríkisráðinu; þar af leiðaDdi yrði ráðgjafi þar ekki ofurliði borinn með atkvæðagreiðslu; en allra-sízt Islandsráðgjafi, því að hann hefði þá sérstöðu í ríkisráðinu, að konungur gæti ekki látið neinn ann- an ráðgjafa sinna en hann skrifa und- ir íslenzk löggjafar eða landstjórnar- málefni, þar sem aftur á móti álykt- un konungs í dönskum málum hefði fult gildi, ef hann gæti fengið einhvern af dönsku ráðgjöfunum til þess að skrifa undir með sér. Eóðurinn varð nokkuð þungur með þennan ótvíræða og skýlausa sann- leika. Menn áttu nokkuð örðugt með að trúa því, að ísafold gæti vitað þetta betur en landstjórnin sjálf. f>eir lásu ísafold og sáu að engar röksemd- ir komu gegn ritgjörðum hennar um þetta efni, sem nokkurt vit var í. En svo mintu stjórnarbótarfjendur þá á ummæli landshöfðingja. Ætli hann fari ekki nærri um annað eins mál og þetta? Fjöldi manna sá engin ráð til þess að átta sig á málinu. jþá kemur Iandstjórnin enn til sög unnar. f>ingmaður gerir sér ferð á fund ráðgjafans, þess, er þá var við völdin, og þess, er verið hafði það næst á undan honum. f>á fær hann að vita það, að »Corpus juris« hafi skýrt málið í ísafold alveg »hárrétt«, og skýrir frá því í aprílmán. 1898 á prenti. Og ráðgjafarmr bæta þrem mikils- verðum atriðum við frásögn blaðsins til áréttÍDgar, atriðum, sem ekkert hafði verið fullyrt um í ísafold: að alíslenzk mál láti danskir ráð- gjafar hlutlaust; að alt til þess dags hafi íslenzkum málum aldrei verið ráðið öðru vísi til lykta í ríkisráðinu en ráðgjafi íslands hafi lagt til; og að gangi úrskurður konungs gegn tillögum ráðgjafans, er málið flytur, þá só litið svo á, sem sá ráðgjafi hafi ekki önnur úrræði en að beiðast lausnar. Afdráttarlaust var staðhæft áprenti, að þessar yfirlýsingar væru frá ráð- gjafanum sjálfum. Og móti því hefir ekki verið mælt enn í dag. Gangur málsins er þá þessi, eins og allir sjá: Fyrst gerir landstjórnin þinginu til- boð; lætur þess jafnvel getið, að henni sé áhugamál að íslendingar komist út úr stjórnarmáls ógöngunum þann veg, sem tilboðið stefnir. f>ví Dæst ræður landstjórnin þing- inu frá því að þiggja þetta tilboð, og færir ákveðnar röksemdir fyrir því, að lítið eða ekkert gagn geti orðið að því. Loks lýsir landstjórnin yfir því, að þær röksemdir, er hún hefir talið eiga að verða sínu eigin tilboði að falli, séu gersamlega ónýtar, ekkert annað en hugarburður og vitleysa! Fyrst gerist hún stjórnarbótarvinur. Svo skiftir hún ham og verður stjórn- arbótarfjandi. f>á skiftir hún um ham og verður stjómarbótarvinur. 011 verða þe8si hamskifti á tæpu ári. Fimlegur er leikurinn! F.r það ekki von, að íslendingar beri ríka lotning.j fyrir stjórn sinni — fyrir staðfestu hennar og vitsmunum og óbifanlegri sannleiksást? Er það ekki von, að þeim sé hug- leikið, að halda við hjá sér svona staðfaBtri, viturri og sannleikselskandi stjórn? Slíkum höfðingja er gott að fylgja! Þingmálafundir. Laugardaginn 27. apríl 1901 var þingmálafundur fyrir Austur Skafta- fellssýslu haldinn að Bjarnanesi, að afloknu manntalsþingi, samkv. fundar- boði þingmanns kjördæmisins síra Ó- lafs Ólafssonar í Arnarbæli, er mætt- ur var á fundinum. Fyrir fundar- stjóra var kosinn sýslumaður Guðlaug- ur Guðmundsson, en skrifari f>orleifur Jónsson hreppstjóri í Hólum. A fundinum voru þessi mál tekin til umræðu: 1. Stjórnarskrármálið. Fundurinn aðhyllist stjórnarbót á sama grund- velli, sem frumv. frá 1897 og 1899 er bygt á, þannig, að sem ríflegastar um- bætur fáist á stjórnarfyrirkomulagi landsins í þess sérBtöku málum. Sam- þykt með 32 alkv. móti 5. 2. Bankamálið. Fundurinn telur nauðsynlegt, að umbætur fáist á pen- ingahag landsins með öflugri banka- stofnun, sviplíkri þeirri, er var fyrir þinginu 1899. Samþykt með 32 atkv. móti 2. 3. Bitsíminn: Fundurinn aðhyllist gjorðir síðasta þings í ritsímamálinu, og vill að því sé haldið fram í svip- aða átt. Samþykt með él atkv. móti 2. 4. Prestalaunamálið. Fundurinn er því meðmæltur, að feld séu burtuþau prestsgjöld, sem talin eru upp í frum- varpi þingsÍQs 1899, og þau bætt upp úr laDdssjóði. Samþykt í eínu hljóði. 5. pjóðjarðasala. Fundurinn er hlyntur þjóðjarðasölu. Samþ. í einu hljóði. 6. Fátœkramálið. Fundurinn álít- ur, að í því efni sé eina ráðið, að skipuð sé milliþinganefnd, er taki fá- tækralöggjöfina til gagngjörðrar endur- skoðunar, en að sveitfestistíminn verði þó þegar í stað styttur til muna. Samþ. með öllum þorra atkv. gegn 1. 7. Landbúnaðarmálið. Fundurinn

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.