Ísafold - 01.06.1901, Page 1

Ísafold - 01.06.1901, Page 1
Kerrmr íit ýtnist einu siuni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 ki\, erlendis 5 kr. eða 1 >/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir frarn). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. árg.j Reykjavík laugardaginn 1. júní 1901. 35. blað. I. 0 0. F. 83639 ll + lll Fornyripasaf nid opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafn opið hrern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) rnd., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitalenum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag ki. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Mjaltir Margir eru þeir, sem ekki hafa neina hugmynd um, hve mikils aé um það vert fyrir landbúnaðinn, að vel sé mjólkað. En afaráríðandi erþaðsamt fyrir bóndann, að það sé gert sem bezt. Og óskandi væri, að eitthvað yrði gert af yfirvöldunum fyrir þetta mikilvæga mál, t. d. með því að afla mönnum »mjaltakennara«, láta »mjalta- kenslu« fara fran? og veita þeim verð- laun, er mjólka bezt. Jafnframt því, sem eg vísa til Bún- aðarritins 1. árg. bls. 120 og 14. árg. bls. 62, ætla eg að geta hér um al- mennustu mjaltareglurnar. |>egar mjólka á hú, verður sá, er það gerír, að vera í mjaltafötum; fat an þarf að vera hrein; hann á hafa með sér þurra pjötlu til þess að þurka júgrið og vera vel hreinn og þur um hendurnar. Hann sezt hægramegin við kúna — ef því verður við komið, — sem næst henni, svo hann þurfi ekki að teygja úr handleggjunum til þess að ná í júgrið. Fötuna lætur hann styðjast við vinstra hnéð og heldur henni með vinstri hendinni. Meö hægri hendinni þurkar hann júgr- ið vandlega, og fyrir engan mun má gleyma að þurka skoruna milli júgur- helminganna. þessi þurkun er einkum áríðandi til þess að mjólkin verði hrein og styður llka mjög að því, að kýrin hleypi mjólkinni niður. Hana má því aldrei vanrækja. Svo er byrjað á framspenunum, og það með allri hendinni. Fyrir engan mun má mjólka með hnúunum og klípa; það getur orðið til þess, að innri himnurnar í júgrinu springi og svo komi fram í því hnútar. I stað þess á að leggja höndina vel upp að mjólk- urpoka júgursins ognálangri og mjórri mjólkurbunu úr spenanum með því að þrýsta jafnt og ekki of ótt. Sé svona farið að, er þess ekki langt að bíða, að kýrin hleypi mjólkinni níður. þeg- ar hún er farin að gera það, skal mjólka hratt, og þá fyrst er það, að unt er að ná mjólkinni úr hinum minni bvolfum. þegar bunan úr fram- spenunum er farin að sjatna, er tek- ið til við afturspenana og farið eins að. þá er aftur farið að mjólka fram- spenana, og sá, sem vel kann að mjólka, fær nú aftur töluvert af mjólk úr þeim; nú er haldið áfram við þá, unz enginn dropi kemur úr þeim, og því næst er eins farið með afturspen- ana. Svona er farið að tvisvar til þrisvar, og sá, sem mjólkar vel, verð- ur lipur í höndunum og honum verð- ur svo sýnt um þetta, að hann veit, hve nær hann á að hætta að mjólka. Svo eru gerð nokkur eftirmjalta- handtök, sem eru fólgin i því, að lóf- arnir eru iagðir sinn hvorumegin á júgrið og þrýst á kirtlana ofan frá og niður eftir þrisvar sinnum, og því næst er lófinn lagður undir kirtilinn og honum þrýst fast upp að kvíði kýrinnar, hverjum kirtli tvisvar til þrisvar, og loks eru hendurnar dregn- ar hægt niður, þeim haldið utan um spenana, og lokað að ofan, án þess að spenarnir séu teygðir, og koma þá síðustu mjólkurdroparnir. En til þess að mjólka á þennan hátt, tæma júgrið gersamlega á til- tölulega stuttum tíma, þarf ekki að eins æfingu, heldur og handlægni og umhugsun. Naumast er nokkurt verk við landbúnaðinn, sem jafnmikið hefir verið kastað höndunum til, eins og til mjaltanna, og þó er afaráríðandi, að það verk sé unnið eins og á að vinna það. Flestum mun vera kunn- ugt um, að BÍðustu droparnir, sem úr spenunum koma, eru feitastir, marg- falt feitari en hinir fyrstu. En hitt munu færri vita, að náist mjólkin ekki í tíma úr júgrinu, fer mikið af henni annað, t. d. til nýrnanna til þvag- myndunar. Menn geta fengið meiri mjólk úr mjólkurkirtlunum í hvert skifti, sem mjólkað er, en alment gerist. Með því að mjólka eins og á að gera það, má fá einu pundi meira af smjöri dag- lega úr 25 kúm. það verður 4 punda daglegur gróði úr 100 kúm. Á Is- landi eru um 17,000 kýr, og sé gert ráð fyrir því, að 10,000 þeirra séu mjólkandi í einu, verður niðurstaðan sú, að vér getum framleitt 120,000 pundum meira af smjöri á ári hverju en vér nú gerum. Afkvæmi alidýra vorra, folöld, kálf- ar og lömb, hafa þá aðferð við að mjólka, sem hér er lýst. þau hafa meðfæddan hæfileik til þess að fá meiri og betri mjólk en vér fáum að jafnaði. Vér eigum að læra af nátt- úrunni í þessu sem öðru — það borg- ar sig vel. þó að mjaltirnar séu mjög vanda- samt verk, lít eg svo á, sem vekja eigi áhuga manna á því, að þær verði svo vel af hendi leystar, sem unt er. Engin furða er, þó að sá áhugi hafi hingað til ekki vórið mikill. Mjalt- irnar verða að fara fram á ákveðnum tímum, að minsta kosti þrisvar á sól- arhring; einkum er áríðandi, að svo oft sé mjólkað, meðan mjólkin er mest í kúnum; og venjulega er verkið illa borgað. Til þess að þetta áríðandi verk verði í meiri metum haft, ættu börmn helzt að læra það á heimilum, þegar þau eru 8—10 ára gömul, hendurnar styrkj- ast með daglegri æfingu, og eftir svo sem eitt ár geta þau mjólkað 2—4 kýr á hverjum degi; það væri góður léttir. þeir læra líka bezt að mjólka, sem læra það ungir. Mjaltatímanum mætti haga svo, að nokkurir mjólki í einu. Svo fara Hollendingar að. Alt heimilisfólkið, að húsmóðurinni undan- tekinni og yngstu börnunum, fer í fjósið, þegar mjólka á, og engum kem- ur til hugar, að þetta só dónalegt verk. Meðan á mjóltunum stendur, á að vera svo hljótt og kyrt í fjósinu, sem uut er; annars verður mjólkin minni. Og svo þurfa fjósin að vera hreinog viðkunnanleg, eins og hollenzku fjósin. Sé fjósunum haldið hreinum, verða kýrnar það líka. Hver sem miólkar verður að eiga tvenn mjalta- föt að minsta kosti, til skiftanna. Og vér verðum að láta myndarlegasta fólkið mjólka, og bezt er, að húsbónd- inn fáist eitthvað við það sjálfur. Gætu línur þessar stuðlað að því, að áhugi vakni á þessu verki, sem er svo mikilvægt fyrir bændur, þá er tilgang- inum með þeim náð. II. Grinfeldt. Hámarkið aftur. Ekki er Þjóðólfsmanni gaman! Niður fyrir hámark vanþekkingarinnar vill hann ekki með nokkuru móti fara. Enn er hann að stæla um það, að landshöfðingi eigi að sitja á þingi eftir frv. dr. V. G. Þ ó a ð búið só að prenta upp fyrir Íiann 34. grein stjórn- arskrárinnar, sem ein fyrirskipar þing- setu landshöfðingja, og breyMngarnar, sem frumvarpið ætlast til að á henni verði, þ ó a ð þessar breytingar séu í því einu fólgnar, að ráðgjafi á að koma á þingið í sta'ð landshöfðingja, og þ ó a ð enginn neisti af heilbrigðri skyn- semi væri í því að lögákveða, að ráð- gjafinn skuli hafa fulltrúa á því þingi, sem hanu situr sjálfur á. Þrátt fyrir þetta alt er liann enn að tönlast á því, að ekki eigi landshöfðingi að víkja af þingi eftir frv. dr. Y. G.! Nú ber hann það fyrir sig, að frum- varpið heimili ráðgjafa, að gefa öðrum manni umboð til að vera »við hlið sér« á þingi og láta þinginu skýrslur í tó. Með því ákvæði segir hann, að ekki geti verið átt við neinn annan en lands- höfðingja. Þar af leiðandi eigi ekki landshöfðingi að víkja af þinginu eftir frumvarpínu. Stjórnarskráin, sem nú er í gildi, heimilar stjórninni þetta sama — að hafa mann við hlið landshöfðingja. Yið hvern er þar áttl Allir menn með heilbrigðri skynsemi vita það, að þar er ekki átt við neinn sórstakan mann, að stjórnin getur sam- kvæmt stjórnarskránni sett hvern mann sem henni þóknast, til að vera »við hlið« landshöfðingja á alþingi. Enginn er tiltekinn og enginn undantekinn. Og á þessu gerir frumvarpið enga breytingu — aðra en þá, að eftir frumvarpinu yrði maðurinn við hlið ráðgjafa, en eftir stjórnarskráuni við hlið laudshöfðingja, ef nokkurn tíma kæmi til þess, að slík- ur maður yrði á þing sendur. Þjóðólfsmaður hlýtur að ímynda sér, að landshöfðingi sé samkvæmt embætt- isstöðu sinni sjálfkjörinn tíl að halda á- fram að vera á þingi eftir frumvarpinu, a f þ v í a ð hann hefir verið á þingi áður, — ef hann ímyndar sér annars nokkuð og er ekki að vaða þetta í al- gerðu hugsunarleysi. En þá gæti hann alveg eins ímyndað sér, að presturinn á Keynivöllum só samkvæmt embættisstöðu sinni sjálfkjör- inn til að vera konungkjörinn þing- maður, því að það hefir presturinn þar verið! Landshöfðingi er ekki fremur nefndur til þingsetu en hver annar maður í frumvarpinu. Þar af leiðandi yrði hann ekki sjálfsagðari til þingsetu en hver annar maður, ef það frumvarp yrði að lögum. Einfaldara getur málið ekki verið, og vér treystum engum manni á landinu til að misskilja annað eins, öðrum en Þjóðólfsmanni. Enda hefir ekki á því borið, að nokk. ur annar maður hafi misskilið það. Bankamál Við grein Indriða Einarssonar, Beikn- ingur Landsbankans 1900 í 33. og 34. tölubl. Isafoldar, vil eg gjöra nokkur- ar athugasemdir og leiðróttingar: 1. Hann segir; »Eftir reikn. hefir hann (bankinn) fengið 250 þúe. kr. í nýjum seðlum samkvæmt lögum frá þinginu 1899, en skilað landssjóði aft- ur 35 þús. í gömlurn seðlum, sem bankinn var ekki búinn að fú aftur við árslok«. þetta er ekki rétt. Bank- inn hefir fengið árið 1900 35 þús. kr. í nýjum seðlum í skiftum fyrir sömu upphæð í gömlum seðlum, en samkv. lögunum 12. jan. 1900, fekk hann hjá landssjóði 215 þús. kr. í nýjum seðl- um. 2. Hann segir: *Fyrir skuldabréf veðdeildarinnar átti bankinn að fá peninga til þess að hafa í veltunni við önnur bankastörf«. þetta er ekki rétt, heldur átti bankinn að fá peninga til þess að hafa í veltunni fyrir það, að fasteignarlán hans borguðust, flytt- ust yfir í veðdeildina. — En lánþegar veðdeildarinnar hafa rétt til að heimta að bankastjórnin annist um að koma bankavaxtabréfunum í gjaldgenga pen- inga, sbr. 9. gr. veðdeildarlaganna 12. janúar 1900. 3. Hann segir: »Veltufé bankans hefir samt ekki hækkað að því skapi (þ. e. mununnn á fasteignalánum bankans sl/12 og 80/0 1900), og stafar það af þvv að bankavaxtabréfin hafa ekki selst«. |>etta er ekki nákvæmt. Bankinn hefir varið öllum þessum mis- mun til þess að kaupa fyrir banka- vaxtabréf — og meira til, — og tekið bankavaxtabréfin sem peninga upp í þau fasteignarveðslán, sem honum hafa borgast. Bankavaxtabréfin hefir hann ekki haft til sölu annarstaðar en hér í Reykjavík. 4. Hann segir: »Af*því að bank- inn á að kaupa bankavaxtabréf o. s. frv«. þetta er ekki rétt. Bankanum er hvergi gert að skyldu að kaupa bankavaxtabréf. Honum er að eins gjört að skyldu að annast um, að koma þeim í gjaldgenga peninga. 5. Hann segir: »Svo er að sjá sem landsbankinn hafi keypt fyrir peninga veðdeildarskuldabréf, sem nema minst

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.