Ísafold - 12.06.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.06.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða V/t doll.; korgist fyrir miðjan j'úlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. ánr. Reykjavík miðvikudaginn 12. júní 1901. 38. blað. Biðjid ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0 0. F. 836219 Fornyripas. opið.md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafn opið hrern virkau dag ki.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) lí/d., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning á spitalenum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. livers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni l. og 3. mánud. bvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. 4Fp2trii> geta nýir kaupendur fengið ísafold frá hálfnuðum þessum árgangi til ársloka, þ. e. 40 tblöð. I kaupbæti fylgja 2 sögusafnsbindi sem sé sagan YENDBTTA sem er um 670 Ms. alls, fyrir þá sem kaupa næsta árgang líka, og fá þeir fyrra bindið jafnskjótt sem þeir borga þenn- an (V2) árgang, en hitt um leið og síðari árg. (1902) er borgaður. ÍSAPOLiD er landsins lang ódýr- asta blað eftir stærð, hér nm bii helmingi ódýrari en hin. Nýjar íjármarkaðsyonir. Góðar fréttir eru það, sem D. Thom- sem konsúll lætur ísafold flytjamönn- um í dag, og vafalaust verða menn samhuga í því að kunna honum beztu þakkir fyrir ötulleik þaun og framfara- áhuga, er hann hefir nú sýnt, ekki síður en að undanförnu. Hér er sann- arlega alt annan veg að farið en síð- astliðið haust í kosuingabaráttunni, þegar verið var að ginna kjósendur hér með vouum um markað, sem engar tilraunir höfðu verið gjörðar til að út- vega og ekkert var annað eu hégómi. Vitanlega hlýtur það nú að vaka fyrir öllum, eius og líka Thomsen kon- súll bendir á, að ekki sé sopið kálið, þótt f ausuna sé komið. Vonbrigðin að undanförnu draga eðlilega úr fögn- uðinum, þangað til málið er komið í framkvæmd, þó að þau dragi ekki úr þakklætinu, sem hr. D. Th. á skilið fyrir viðleitni sína. Mönnum er í fersku minni, hvernig markaðsvonirnar í Belgíu og á Frakklandi brugðust fyr- ir fáum árum, og þá ekki sfður, hvern- ig fór um markað þann á Bretlandi í fyrra, er þeir Copland og Ásgeir Sig- urðsson bundust fyrir með ötulleik og einlægum vilja. Og fyrir því er ekki nema skiljanlegt, að bændur líti á málið af svo mikilli bölsýni fyrsta sprettinn, að þeim finnist fréttin betri en svo, að þeir megi gera sér miklar vonír um framkvæmdir. Ganga má og að því vísu, að ná verði gerðar sams konar tilraunir til þess að spilla þessum markaðsvonum, eins og gerðar voru áður, þegar Thom- sen konsúll gekst fyrir að útvega oss markað í Belgíu og á Frakklandi, og af sömu mönnunum. En óneitanlega er vonandi, að þær takist ekki jafn- greiðlega nú, þar sem þessum væntan- legu skiftavinum vorum er kunnugt um þau brögð, er þá voru í frammi höfð, eins og hr. D. Th. skýrir frá. Hvað sem því nú líður og hvort sem árangurinn kann að verða mikill eða lítill, þá er það auðsætt, að hr. D. Th. hefir tekið í málið einmitt á þann hátt, sem í það á að taka, þar sem hann hefir ekki látið við það sitja að halda kyrru fyrir og býsnast út af vandræðunum, telja sjálfum sér og öðrum trú um, að öll sund séu lokuð, heldur lagt á stað út í viðskiftaheim- inn og komið aftur með loforð um góð og arðvænleg viðskifti. Meira gat maðurinn ekki af hendi leyst. Um það þarf fráleitt að fjölyrða, að íslendingar muni taka þessum við- skiftum tveiin höndum, svo fraraarlega sem þau verða á boðstólum. þeir hafa sætt þyngri búsifjum af markaðs- leysinu en svo. Auðvitað væri ekki nokkurt vit í að láta vonbrigði frá í fyrra sumar fæla sig frá að veita þess- um manni í sumar hinar beztu við- tökur. f>ví að enginn annar hugsan- legur vegur er til þess að fá góðan fjársölumarkað en sá, sem nú er verið að reyna að fara. Og þó að sá veg- ur reyndist ófær í fyrra, verðum vér að treysta því, að hann reynist ekki ófær um aldur og æfi. íslenzk ljóð í Danmörku. þýðingar Ólafs Hansen á íslenzkum Ijóðum — sem ritað hefir verið um í Sunnanfara — hafa hlotið lof mikið í dönskum blöðum, og orðið til þess að auka veg Islands með Dönum. Hér skal getið fáeinna dæma. Kaupmannahafnar-blaðið »NationaI- tidende« kemst meðal annars svo að orði: »það er rík og öflug sönnun þess, hve mikinn hæfileik — næstum því meðfæddan — íslendingar hafa til þess að láta hugsanir sínar í ljósi á bundnu máli, að þessi litli, eldgamli Norðurlanda þjóðflokkur skuli vera svo auðugur að Ijóðum, jafn-fáir og tala og skilja tungu þjóðarinnar«. — »Að nokkuru leyti verður sagt, að enginn (þessara skálda) sé frumlegur í eigin- legum skilningi orðsins, eu mennirnir eru tilkomumikil ljóðskáld, sem mundu ryðja sér til rúms í bókmentum hverr- ar þjóðar, sem væri«. Blaðið segir, að Ó. H. eigi miklar þakkir skilið fyrir bók sína, ekki að eins af íslendingum, heldur og af Dönum, sem svo lengi hafi lagst und- ir 'höfuð að sýna íslandi sóma, *þessu landi, sem geymt hafi þó með svo mikilli trygð dýrmætastafjársjóð Norð- urlanda, fornsögurnar, ogþessari þjóð, sem þrátt fyrir hin örðugustu kjör hefir geymt vakandi hinn forna frels- isanda Norðurlanda«. — »ísland er nú komið nokkuru nær Danmörku en áð- ur, og vonandi rennur sá dagur upp innan skamms, er kemur hinu gamla sögulandi í beint samband við önnur lönd Norðurálfunnar með ritsíma. En bók Ólafs Hansen er eins og nokkurs konar hraðskeyti, sem komið hefir þráðarlaust, erindi, sem danskur mað- ur flytur um það, að nú kveðji hin íslenzka nútíðarþjóð sér hljóðs í hin- um sameiginlegu bókmentum Norður- lauda, og krefjist þess sætis, sem hún á, ekki að eins fyrir fornsögur sínar og skáldsögur sínar frá síðari tímum, heldur og framar öllu öðru fyrir sína nýju og einkennilegu ljóðagjörð*. Eaki sker »Jyllandsposten«, eitt af helztu blöðum Daamerkur utan Kaup- mannahafnar, lofið fremur við negl- ur sér. Blaðið getur þess, hve þreyttir Dan- ir séu orðnir á ljóðum skálda sinna og telur það eðlilegt, en segir, að bók Ó. H. eigi ekki skilið að verða sömu for- lögum háð, »því að hún er hið feg- ursta sýnisborn ljóðagerðar, som svo er smekkvísleg, svo kjarnmikil og kraft- mikil, að ef til vill eru slíks ekki dæmi annarstaðar í Norðurálfunni nú á tímum«. Eftirsjá þykir blaðinu að því, að ekki skuli vera í bókinni sýnishorn af sálmaskáldskap Islendiuga, t. d. Yalde- mars Briem, sem að líkindum sé »mesta og afkastamesta sálmaskáld nútíðarinnar*. Miklar vonir gerir blaðið sór um, að bókin muni hafa áhrif á kveðskap Dana með tímanum. — Sömu vonir hefir og dr. Georg Brandes látiðí ljós. »Kristeligt Dagblad« segir, að bókin auki til muna þekkingu og skilning á hinum nýja íslenzka skáldskap, en hann sé svo djúpsettur og fagur, að hann taki flestu því fram, er sést hafi í Danmörku á síðari árum. »Politiken« muu vera eina danska blaðið, er flutt hefir grein (eftir Poul Levin), er gert hefir lítið úr bókinni. Alþingi Goodtemplara, þ>að var háð hér, stórstúkuþingið, dagana 7.—9. þ. mán., af yfirstjórn félagsins og 63 fulltrúum, 20 úr Bvík, en 43 víðs vegar að um landið, sem sjá má á þessari nafnaskrá (fulltrú- anna): Anna Jónsdóttir frk. Vopnafirði. Agúst Jónsson b. Njarðv. Agúst Thorsteinsson verzlm. Siglufirði Armaun Bjarnason verzlunarstj. Stykkishólmi Arni Björnsson prestur ú Sauðárkrók Asgrímur Magnússon kennari Þórshöfn Benedikt Pálsson prentari Benedikt Sigfússon b. Bakka i Vatnsdal Benedikt Sveinsson borgari í Mjóafirðí Bergsteinn Ólafsson Argilsst. Rangárv. Bjarni Jónsson kennari Utskálum Bjarni Þorsteinsson h. Skeiðum Björn Björnsson alþm. Gröf Björn Þorláksson prestur Dvergasteini Borgþór Jósefsson verzlunarmaður Davíð Ostlund trúhoði Einar Björnsson verzlunarmaður Einar Einnsson vegfræðingur Gísli Jónsson verzlunarm. Eyrarhakka Gísli Pálsson, Stokkseyri Guðm. Björnsson héraðslæknir Grnðm. Einarsson stud. art. Guðm. Guðmundsson hóndi í Deild Guðm. Guðmundsson uddv. Landakoti Guðm. Magnússon prentari Guðm. Sigurðsson Eyrarhakka Guðm. Sæmundsson verzlm. Stokkseyri Guðni Arnason Stokkseyri Guðni Jónsson verzlm. Stokkseyri Ha 11 dóf Lárusson hraðritari Haraldur Nielsson cand. theol. Helgi Arnason prestur Ólafsvik Helgi Eyólfsson, Aknreyri Hjálmar Sigurðsson amtskrifari Ingvar Vigfússon Isafirði Jens Pálsson próf. í Görðum Jónatan Þorsteinsson söðlasmiður Jóhann Þorsteinsson ísafirði. Jón A Matthiesen verzlunarmaðnr Jón Agúst Kristjánsson kennari Teigi Jón Jónasson kennari á Alftanesi Jón Pálsson organisti á Eyrarhakka Jón Þórðarson kaupmaður Június Pálsson h. Stokkseyri Kristján H. Jónsson prentari Kristján Teitsson trjesmiður Kristmann Tómasson Akranesi Lárus Halldórsson prestur Magnúg Guðmundsson Vestmanneyjum Margrét Magnúsdóttir læknisfrú Hvoli Ólafur ísleifsson homöopath Þjórsárhrú Ólafur Jónsson húfræðingur Akranesi Ólafur Ólafsson prestur og alþm. Arnarh. Pétnr Jónsson hlikksmiður Sigmnndur Sveinsson b. i Hlíð. Sigurgeir Gíslason vegavinnustj. Hafnarf. Sigurj 'm Jóhannsson verzlnnarm. Seyðisf. Sigurður Einarsson h. frá Sævarenda Sigurður Eiríksson organisti Eyrarhakka Sigurður Jónsson barnaskólakennari Stefanía Gnðmundsdótt.ir frú Þorkell Þorláksson amtskrifari Þórdis Símonardóttir yfirsetukona Eyrarh. Þeir eiga heima í Reykjavik, sem ekki er annars við getið um. Haldin var guðsþjónusta í dóm- kirkjunni á undan þingsetningu. Har- aldur Nielsson cand. theol. steig í stólinn. En síra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli var fyrir altari. Stórstúka íslands er nú 15 ára — stofnuð 24. júní 1886; en 2 árum áð- ur hafði félagið hingað fluzt, til Ak- nreyrar. En 50 ára er nú Goodtempl- arreglan sjálf, stofnuð 1851 í Maine í Ameríku. Félagatalan hér á landi er nú eða var, er talið var síðast (1. febr. þ. á.), rúm 4300. f>ar af voru um 3400 fullorðnir, en 900 unglingar. Fjölgun 2 síðustu árin: um 300 fullorðnir, og rúml. 100 unglingar. f>essar voru helztu ályktanir þessa stórstúkuþing: a ð áskoranir um algert aðflutnings- bann (áfengis), en til vara sölubann, verði sendar út til undirskrifta um alt Iand haustið 1901 og haldið áfram

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.