Ísafold - 12.06.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 12.06.1901, Blaðsíða 2
160 undirskriftum til vors 1903; séu uud- irskriftir undir áskoranírnar í tvennu lagi, sínar á hvoru blaði: a) kjósendur til alþingis; b) allir vitnisfærir menn aðrir, karlar og konur; að áfengissala á gufuskipum kring- um landið á höfnum og í landhelgi (sé lagabrot, sem beri að afstýra og hegna fyrir); a ð sækja um 1500 kr. ársstyrk handa félaginu úr landssjóði; a ð inntökugjald í stúkur utan kaup- staða megi færa niður í 1 kr. fyrir fullorðna karlmenn og 50 aura fyrir kvenmenn og unglinga yngri en 18 ára; annars 2 kr. og 1 kr.; a ð ekki skuli eftirleiðis kjósa fleiri fulltrúa á stórstúkuþing en 1 fyrir hverja 100 félagsmenn í undirstúkun- um eða brot úr 100 (í stað 50 áður); a ð fara skuli fram á við útgerðar- menn strandgufuskipanna lækkun á fargjaldi fulltrúa á stórstúkuþing; a ð bæta í yfirstjórn félagsins manni, er nefnist stórgæzlumaður kosningaog hafi á hendi að vinna að því, að al- mennar kosningar(alþingis, sýslunefnda, hreppsnefnda, presta o. s. frv.) verði sem mest reglunni í vil. |>essir voru kosnir í yfirstjórn fé- lagsins — framkvæmdarnefnd — um 2 árin næstu: Stórtemplar Indriði Einarsson revisor*. Stórkanzlari Guðm. Björnsson héraðsl. Stórritari Borgþór Jósefsson verzlm*. St.varatempl. Har. Níelsson cand.theol. Stórgjaldkeri Sigurður Jónsson fangav*. St.gæzlum.ungtempl. Jón Árnason prent. St.gæzlum.kosn. Sig. Jónsson kennari Stórkapel. séra Jens prófastur Pálsson. Fyrv. stórt. Ól.Rósenkranz biskupsskrif*. jfpeir voru endurkosnir, sem auð- kendir eru með *; hinir nýir. Miðþingdaginn, um kveldið, var haldið fjölment og fjörugt samkvæmj meðal félagsmanna í Iðnaðarmanna- húsinu, rúml. 130, karla og kvenna. J>ar voru meðal annars fluttar ræð- ur þær og kvæði, sem birt eru hér í blaðinu. Næsta stórstúkuþmg skyldi haldið árið 1903, ef til vill á Akureyri. Nýr fjármarkaður. Fimm ár eru nú liSin síSan enska innflutningsbannið var lagt á fó frá íslandi. Sú hefir orðið raunin á, eins og við mátti búast, að bændur hafa fengið minna verð fyrir fó sitt en áður, einkum fyrir væna sauði, sem nú eru sendir í umboðssölu til Englands og skornir, þegar þangað er komið. Árið eftir að innflutningsbannið var komið á á Englandi, gerði eg mér ferð til /missa landa á meginlandi Norður- álfunnar, þar sem fjársala er mikil, og reyndi að útvega markað þar fyrir fó frá íslandi. Sama árið var sendur fjár- farmur til Belgíu og annar til Frakk- lands, en sú tilraun mistókst af ýms- um atvikum, sem hér er ekki ástæða til að útskýra frekara. Það var mjög slæmt, að svo skyldi fara, því verðið hefir þar verið hátt á fó síðari árin, einkum í fyrra, þegar fjársýki var í Argentínu og fjárflutningur þaðan bannaður um alla Norðurálfu. í vetur gerði eg mér aftur ferð suð- ur um lönd, til þess að reyna að út- vega nýja markaði fyrir fó og fisk héð- an. Fyrst fór eg til Hollands, á fund stærstu fjárkaupmanna í Norðurálfu: Poels fréres í Venroi. Kaupmenn þess- ir hafa mjög víðtæka verzlun og aðset- ur í mörgum löndum, Þýzkalandi, Hol- landi, Belgíu, Frakklandi, Englandi og Argentínu. Helzt átti eg þar tal við herra Jean Poels, vel mentað lipurmenni, á þrítugs- aldri, sem að miklu leyti sór um fram- kvæmdir þessa víðtæka verzlunarhúss. Honum voru vel kunnugar þær til- raunir, sem gjörðar höfðu verið með flutniugi á fó á fæti frá Íslandi til Belgíu og Frakklauds, og ástæðurnar fyrir því, að tilraunir þessar höfðu mis- hepnast. Hann sagðist oft hafa viljað kaupa farm af íslenzku fó fyrir sinn reikning, en ekki getað fengið, og var nú mjög feginn, að fá nánari fræðslu um ísland og um það, hvernig hægt væri að kaupa fó héðan. Eg hólt því fast fram við hann, að eina ráðið væri að koma hingað sjálfur og kaupa fóð fyrir peninga hér, beint af bændunum, án nokkurs milliliðs. Niðurstaða sam- tals okkar varð sú, að hann lofaði að koma hingað í sumar, til að kynna sór skilyrði fyrir fjárkaupum hóðan í haust. Með síðasta póstskipi fekk eg bréf frá honum, þar sem hann segist hafa afráð- ið, að koma hingað með »Ceres«, er leggur á stað 15. júní frá Leith, og vona eg því, að við fáum að sjá hann hór í sumar. Það þarf engrar útlistunar við, hversu mikilsvert er fyrir bændur og fyrir efnahag landsins alls, að geta farið að selja aftur útflutningsféð hór á staðn- um fyrir peninga út í hönd, og í annan stað, að geta fengið nýjan markað, sem að kunnugra manna dómi er miklu arð- vænlegri en enski markaðurinn. En ekki er alt fengið með því, að hingað komi maður, sem hefir vilja og mátt til þess að gera tilraunir í þessa átt. Það þarf að greiða íyrir honum svo sein hægt er, gera honum kosti alla svo að- gengilega sem unt er, og sýna honum áreiðanleik í öllum viðskiftum. Einnig þarf að sjá um, að vel só farið með féð, bæði hór á landi og á leiðinni út. Það er enginn efi á því, að hægt er að flytja fó hóðan til Frakklands, Belgíu og Hollands, þegar þess er gætt, að mesti sægur fjár er þangað flutt yfir Atlantshaf frá Argen- tínu í Suður-Ameríku, og er sú vega- lengd þó margfalt meiri en hóðan. Alls er flutt til Frakklands og Belgíu um 2 miljónir sauðfjár á ári og mundi því ekki muna mikið um 70—80,000 kindur héðan. Reykjavík 8. júní 1901. D. Thomsbn. Fimtíu-ára-afmæli Good-Templarreglimnar. Samsæti í Beykjavík 8. júní 1901. Kantate. I. Elding nýrrar aldar ' íslands kyssir fjöll, röðulroðf tjaldar rósum skýin öll; blær frá öðrum álfum andar frjáls um ský. — Einnig í oss sjálfum öld er byrjuð ný. Sviftu, vindur, sviftu sorta burt af strönd; lyftu, geisli, lyftu ljóss til sala önd. Fæddu fjör og glæddu framhug, nýja tíð, fræddu fólk og græddu fornan þrótt hjá lýð. Burt með alt, sem eyðir okkar vonasjóð; inn með alt, sem leiðir upp til starfsins þjóð. Burt með vanans veldi: vondra siða blót; inn, með vígðum eldi, alda- og tímamót! Yinn þú, vopna njóttu, vit hvar starf þitt er. Brjóttu virkin, brjóttu braut til frægðar þór. Elding nýrrar aldar austan ljóskrýnd fer; hugsjón hálfrar aldar hún til sigurs ber. II. Recitativ. Vor hugsjón varð til fyrir hálfri öld — sem himinsend skjaldmær, sem gengur að verki með leiftur í augum, með ljómandi skjöld hún lyfti þá hátt sínu merki. Hún tigin var og ágæt, og öflug var höndin, sem Orleans-mærin hún frelsaði löndin frá þrælkandi ofríki, afarhörðu, frá einu því versta á jörðu. Sterkur var vaninn og stór eins og tröll, stæltur var skallinn, sem fram hann atti, hann þrammaði þungt og hann lið sitt ei latti, en landanna illvættir gegn henni hvatti. En bitgott og fallþungt er sannleikans sverð, og sigursins dís var með henni í ferð. Nú liggur hann víða í valnum, snauður að vopnum og kröftum — og næstum því dauður. Og austur um hafið úr Yesturvegi hun vatt sér með sigurs- og baráttu-þrá; og hjálmana hvítu, sem hófust úr legi, frá heiminum gamla hún sá. Þar móðir vor, fjallkonan fannkrýnda, beið með fegurð og tign yfir raunmæddum vanga, og barnanna ólán og böl henni sveið- Hún barðist gegn flekkan og spilling um dagana langa.' Ó, blessaða stund, er hún steig hór á landið, svo stórráð sem drotning, sem velur sór lónd, og fjallkonan rótti’ henni fagnandi hönd og þær frelsandi leystu margt óheilla- bandið. Ein hugsjón, hún lifir sem eilífur andi, því aðrar hún glæðir og nýjar hún fæðir. Hún ryður því burtu, sem hugann hræðir og hnýtir traustar að fólagsins bandi. Þeir menn, sem berjastvið hver annars hlið, þeir halla sér saman í stríði og frið’, og sigri þeir loks, vex þeim orka og áræði að eiga við fleira en það, sem er smáræði. Já, heill vorri reglu, og heill voru stríði! Vór höldum brátt velli, vór farsælum lýði! III. Þá hugsjónir fæðast, fer hitamagn um önd, þá hugsjónir sigra, fer þrumurödd um lönd. Því gset þess vel, sem göfgast hjá þér finst, og glæddu vel þann neista, sem liggur inst. Vor regla var hugsjón í heimsins ónáð fædd, um helming af öld nú við stríð og sigur glædd. Sá neistinn smár er orðinn brennheitt bál, sem birtir, vermir, yngjandi marga sál. Só takmark þitt hátt, þá er alt af örðug för; só andi þinn styrkur, þá lóttast stríðs þíns kjör. Só merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sórhver aftur, sem mætir þór. G. M. Skrum-auglýsingar. Alt til þessa hefir ekki horið svo mikið á skrnm'-auglýsingum hér á landi, að orð sé á gerandi; og aldrei mun hafa fyrir komið, að auglýsandi auglýsti, að keppi- nautur sinn, ákveðin persóna, seldi dýrara en allir aðrir i nálægum löndum. Auglýs- ingarnar hafa verið meinlausari en svo. En nú á síðustu tímum hafa auglýsendur fært sig allmikið upp á skaftið, og hefst sú menn- ing hér fyrst með hr. Þorsteini Arnljóts- syni, sem auglýsir þannig: »Heimsins vönduðustu og ódýrustu Orgel og Fortepiano fást með verksmiðjuverði beina leið frá Beethoven Piano & Orgel Co og frá Cornish & Co, 'Washington, N T. U. S. A. Orgel úr hnotutré með 5 áttundum (122 fjöðrum), 13 tónfjölgunum, 2 hnéspöðum, með vönduðum orgelstól og skúla kostar i umhúðum a: 125 krónur (Orgel með sama hljóðmagni kostar í hnotutréskassa hjá Petersen & Steenstrup minst a: 340 kr, og litið eitt minna bjá öðrum orgelsölumönn- um á Norðurlöndum). Flutningskostnaður- inn frá Ameríku til Kaupmannahafnar er frá 26—40 krónur eftir verði og þyngd orgel8Ín8. Öll fullkomnari orgel og piano tiltölulega jafn ódýr og öll með 25 ára ábyrgð .... « — Fyrst og fremst hlýtur það að vera skrum og ekkert annað, að þau orgel og fortepiano, sem hér eru auglýst, séu heims- ins vönduðustu og ódýrustu orgel og piano. Eg hefi sjálfur séð og reynt eitt af hinum skárri barmonium frá þessari verksmiðju fyrir nokkrum árum. Það var nýtt, þegar eg reyndi það; en ekki hefði eg viljað kaupa það fyrir það verð, sem það kost- aði, og enga ánægju hefði eg haft af að leika á það, þó mér hefði verið gefið það. Var það þó ekki af þvi, að það hefði ekki nógu marga tóna eða nógu mikil hljóð, og ekki heldur af því, að það væri ekki nógu laglegt að ytra útliti, heldur af því, að allan nákvæman innri frágang vantaði, þann frágang, sem einmitt gerir orgelið dýrt, og einnig gerir það hljómfag- urt, og hrifið getur gott söngeyra. Mátti því vel lýkja þvi við *óaftrekt« úr. Verksmiðja sú, sem hr. Þ. A. auglýsir fyrir, mun ekki liafa neinn útsölumann í Danmörku né á Þýzkalandi, og bendir það ekki á, að þetta séu heimsins vönduðustu og ódýrustu orgel og piano, því að allar hinar betri amerisku orgelverksmiðjur hafa þar þó útsölumenn, svo sem Carpenter, Mason & Hamlin, Chicago Cottage Orgel Co, Needham, 1. Estey & Co. o. fl. Auglýsandi lætnr á sér skilja, að hér sé um tvær verksmiðjur að tefla, er hann hafi umboð fyrir. En verksmiðjan er ekki nema ein, svo að sá liður auglýsingarinn- ar er þá líka ósannur. Þá segir hr. Þ. A., að 5 áttunda har- monium, sem hann selji á 125 kr. fyrir ut- an flutningskostnað til Khafnar (26—40 kr.), sé með 122 fjöðrum, eða tvöföldu hljóði, orgelstól og skóla, og kosti orgel með sama hljóðmagni hjá Petersen & Steenstrup minst nm 340 kr., »en litið eitt minna hjá öðrum orgelsölumönnum á Norðurlöndum«. Við þetta er fyrst það að athuga, að harmoníum með sama hljóðmagni geta ver- ið mjög misdýr, þó þau séu gerð úr sama við, þvi að tónarnir geta verið mjög mis- vandaðir, og auk þess fer einnig verð org- elsins eftir því, hvernig kassinn er gerður, hve vandlega hefir verið gengið frá öllu trésmíðinu bæði að utan og innan, en það er það, sem mestu skiftir um endingu orgelsins. Lýsing þessi er þvi mjög vill- andi og röng. Sé flett upp verðskrá frá Petersen & Steenstrup, sem kom út löngu ádur en hr. Þ. A. tók að auglýsa, má þegar sjá, að þar eru auglýst harmonium með tvöföldu hljóði fyrir 250 kr. að frá- dregnum 10°/0, sé horgað útihönd. Verð- nr þá verðið 225 kr., en ekki »minst o: 340 kr.«, eins og hr. Þ. A. segir. Og hér er að eins um vönduð harmonia að ræða. Hvers vegna kemur hr. Þ. A. fram með þessi ósannindi? Og hvers vegna bætir

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.