Ísafold - 12.06.1901, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.06.1901, Blaðsíða 4
V Verzlunin ,NYHÖFN‘ Mestu birgðir og flestar tegundir a£ Niðursoðnu. Lágt verð! í þeirri yon og með þeirri ósk, að þessi kærleikur glæðist, bið eg yður að minnast íslands. I»ýzkt herskip kom hér í fyrra dag, frá Wilhelms- hafen, til þess að líta eftir þýzkum botnvörpungum hér við land, og svo fyrir kurteisis sakir (að sýna flaggíð). það heitir »Zieten«, er 980 smál., hefir 14 mílna hraða og er með 120 manna. Yfirmaðurinn heitir Lautenberger. — Skipið fer aftur í dag, til Lerwick og Leith, en lítur eftir um leið þýzkum fiskiþilskipum hér við suðurströnd landsins. f>a:) átti að standa við viku- tíma, en tafðist um of hingað í leið vegna stórviðris og varð að koma við í Færeyjum að fá sér kol. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Síðasti fundur, 6. þ. mán., hafði til meðferðar meðal annars málið um mælingu bæjarins og uppdrátt, sem . Knud Zímsen mannvirkjafræðingur vildi taka að sér fyrir 7000 kr. eða þá ganga í þjónustu bæjarins um 2 ár fyrir 2700 kr. á ári. Málinu frest- að til nánari samninga. Frumv. um breyting á byggingar- nefndarlögunum samþ. með 4 : 2 atkv. Lögregluþjónn kosinn Pétur f>órð- arson aukanæturvörður, ef hann léti sér lynda laun þau, er starfið var auglýst með. Yeganefnd skýrði frá, að til breikk- unar Hafnarstræti þyrfti að nema af stakkstæðunum rúmar 1800 ferh.álnir, er matsmenn hefðu virt á 1 kr. alin- ína. f>ví máli frestað. Afsalað forkaupsrétti að erfðafestu- landi Jarðþrúðar Pétursdóttur, er hún selur Binari Pinnssyni ásamt húsi fyrir 5000 kr. Samþyktar nokkurar brunabótavirð- ingar: hús Bjarna Jónssonar í Grjóta- götu 6000 kr., hús Guðmundar Guð- mundssonar við Grettisgötu 4347, Bjarna Jónssonar í Hverfisgötu 4125, Guðm. Sveinssenar stýrimanns 2155, Jóhannesar Pálssonar 1760, smíðahús- Bjarna Jónssonar í Grjótagötu 2042. I heljar greipum. Frh. Oxford-maðurinn hló við. »Nú er verið að leggja upp aftur«, mælti hann og þeir greikkuðu báðir sporið til þess að komast á sinn stað í þessari kynlegu prósessíu. Leið þeirra lá nú innan um stór björg, sem þar voru á víð og dreif, og svartir, grýttir ásar voru á báðar hendur. Gatan var þröng og lá í sí- feldum bugðum. Að baki þeim lokað- ist útsýnið af sams konar hæðum, 8vörtum og furðulega löguðum, líkust- um gjallhrúgum við námagöng. Ferðamannahópurinn varð hljóður og harðneskja náttúrunnar speglaðist í öllum andlitunum, jafnvel á bjarta andlitinu á Sadie. Fylgdarliðið var nú komið til ferðamannanna, gekk við hlið þeirra og skrjáfaði í grjótinu und- ir stígvélum þess. Cochrane ofursti og Belmont voru enn á undan. »Á eg að segja yður nokkuð, Bel- mont?« sagði hersirinn lágt; syður kann að finnast það flónska, en eg kann ekkert vel við þetta ferðalag#. Belmont rak upp snöggan hlátur. »Alt sýndist felt og smelt, meðan við vorum í salnum í »Korosko«, en þegar við erum hingað komnir, verð- ur því ekki neitað, að þetta er ekki sem glæsilegast«, sagði hann. »Á herferðum er eg þess albúinn að taka hverju, sem að höndum ber«, hélt hersirinn áfram. »f>að er ekki nema sjálfsagt og eins og það á að vera. Bn þegar kvenfólk er með manni og jafn-varnarlaus hópur eins og þetta, þá er verulegur voði á ferð- um, hvað sem út af ber. Auðvitað eru líkindin eins og hundruð gegn einum fyrir því, að ekkert beri út af; en skyldi nú samt svo fara — eg þoli ekki að hugsa til þess. Dásamlegast er, hve meðvitundarlaust fólkið er um það, að nokkur hætta sé á ferðum*. »Mér þykir útifötin, sem búin eru til á Englandi, fremur falleg, hr. Steph- ens«, sagði frk. Sadie að baki þeim. »En mér finst meiri stíll í samkvæm- iskjólunum frönsku en ensku. Sniðíð er eitthvað þunglamalegra hjá ykkur og smáborðarnir og lykkjurnar fara ekki jafn snoturlega«. Hersirinn brosti framan í Belmont. tHún er að minsta kosti örugg«, sagði hann. »Auðvitað dytti mér ekki í hug að segja öðrum en yður það, sem mér býr í brjósti, og eg geng að því vísu, að allur ótti reynist ástæðu- laus«. »Eg get vel hugsað mér flokka af dervísjum á ránsferðum, »sagði Bel mont. »En hitt get eg ekki gert mór í hugarlund, að þeir rekist að »Pré- dikunarstólnum« einmitt þennan morg- un, þegar okkar er von þangað«. »Ekki finst mér það væri neitt frá- munalega furðulegt, þegar þess er gætt, að ferðalag okkar hefir verið auglýst óspart, og að allir vita viku fyrir, hvað við ætlum fyrir okkur og hvar okkur er að hitta«. •Líkindin eru einstaklega lítil«, sagði Belmont hressilega; en vænt þótti honum um það undir niðri, að konan hans var kyr á gufuskipinu. Nú var ferðamannahópurinn kominn fram úr klöppunum og falleg spildaaf föstum, gulum sandi lá fram undan honum, alt að keilumynduðu hæðinni, sem við þeim blasti. Strákarnir æptu og lögðu í asnana með stöfum sínum; asnarnir brugðu á stökk eftir síéttunni. |>á fyrst, er komið var að götunni, sem liðaðist upp eftir hæðinni, hrópaði túlkurinn, að nú skyldi numið staðar. V eðurathuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 190 1 ir ffl <1 <t> cx œ 3 <3 — pr Júní ft aq "p ct- ct- rmS rr cx 3 s» OQ 3 B p œ 3$ Ld. 8. 8 743,5 7,1 S 2 8 5,4 5,1 2 744,1 8,4 S 3 5 9 744,0 5,3 SE 1 4 Sd. 9. 8 745,5 5,9 E 1 6 2,0 1,3 2 747,3 8,1 W 1 4 9 747,7 6,6 W 1 4 Md.10.8 746,0 5,9 w 1 5 2,3 2,3 2 747,4 6,7 NW 1 7 9 750,2 6,5 NNW 1 5 Þd.ll. 8 754,1 6,1 W 1 7 2,2 2,4 2 755,8 8,4 w 1 7 9 758,2 8,2 WNW 1 7 Hjer með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, sem telja til skulda 1 dánarbúi Jóns Laxdals Gísla- sonar tómthúsmanns frá Sellandi hjer í bænum, sem druknaði 2. apríl þ. á., að l/sa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birt- ingu þessarar innköllunar. Bæjarfógetinn í Rvík 10. júní 1901. Halldór Danielsson. Handa Eyfellingum hefir hæzt við á skrifst. ísaf.: Frú L. Finnhogason 10 kr. Frá 5 telpum 5 kr. Frá ónefndum 25 a. Guðm. Þorkelsson Pálshúsum 2 kr. Alls 62 kr. 25 a. Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og skiftalögum 12. apríl 1878 innkall- ast hér með allir þeir, er til skulda eiga að telja í dánarbúi Einars heit. Ásgeirssonar á Firði í Múlasveit inn- an Barðastrandasýslu, sem andaðist 30. október f. á., til þess innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirritaðri ekkju hins látna, sem fengið hefir leyfi til að'sitja í óskiftu búi. Firði 12. maí 1901. Jensína Jónsdóttir. hestar óskast keyptir, ungir, báðir einlitir. Helgi Zoega. Hið bezta er ekki ofsrott. Brúkið því aldrei annað Exportkaffi en »Geysir« tilbúið af Rich é Sönner í Kaupm.h. * * * Þess skal getið, að send hafa verið frá verzlun minni í mörg af helztu hús- um bæjarins sýnishorn af Exportk iffinu »Geysir« og að allir sem reynt hafa, ljúka lofsorði á kaffið fyrir gæði þess. Reykjavík í júní 1901. B. H. Bjaraason. 17* Allir þurfa að reyna Exportkaffið »Geysir«. Ritstjórar: Björn Jonsson(utg.og ábm.)og Einar Hjörleifsson. Prjónavélar Þeir sem panta hinar ágætu prjónavélar Simon Olesenshjá P. NIELSEN 4 Eyrarbakka fá hentugar vélar fyrir íslenzkt band frá 23 til 60 krónum u n d i r verksmiðjuverði, eftir stærð. Leiðbeining' við pöntun og' prís- listi verður sent hverjum sem vill. Frí flutniugur til allra hafna sem strandferðaskipin koma við á. íoyrilsltilvindur (Kron- separatorer) 3 stærðir. Creolsápa, bezta og ó- dýrasta baðlyf, sem áreiðanlega drepur maur, en skemmir ekki ullirla, Sápa til ullarþvotta (»Union« Brand soap) pd. 20 a. Fæst við Lefoiiisverzluii á Eyrarb. G. Björnsson læknir er í s u m a r (til 30. sept.) heima á degi hverjum kl. ÍO—11. Dugle^ar saumastúlkur geta fengið strax vinnu á Saumastofunni í Bankastræti 14 Gunnar Gunnarsson snikkari selur Vesturfara-koffort og rúm- stæði, mjög ódýrt. Hér með er skorað á alla þá, er bækur hafa að lá,ni úr Lands- bókasafninu, að skila þeim í safn- ið 15.—30. þ. m., samkv. Regl. um at'not Landsbókasafnsins 24. apr. 1899, et þeir eigi vilja, að bækurnar verði sóttar til þeirra í kostnað lántakanda. Utlán hefst aftur mánud. 1. júlí, Lbs 8. júní 1901. Hallgr. Melsteð. Beztu kolin hér í bænum Samkvæmt áskoran ýmsra sem undanfarin ár fengu kol hjá mér, fæ eg g ó ð »Dysar t«-kol nú í sumar. Þeir sem ekki hafa skrifað sig fyrir kolum hjá mér geta gjöit það í búð minni til næsta sunnudagskvelds. Því eg flyt ekki meiri kol en þá verða pöntuð. Vinsaml. W. O. BREIÐFJ0RÐ. Mjólkurskilvindan Alexandra JBÍp" Nlðursett verð ALEXANDRA nr. 12 lítur út eins og hér sett inynd sýnir. Hún er stórkasta ogvand- aðasta skilvindan sem snúið er með handafii. Alexöndru er fljótast að hreinsa af ölluin skilvindum. Alexandra skil- ur fljótast og bezt mjólkina. Alexondru erhættuminna að brúka en nokkra aðra skilvindu; hún þolir 15000 snúninga á mínútu, án þess að springa. Alexandra befir alstaðar fengið hæstu verðlaun þar sem hiín hefir ver- ið sýnd, enda mjög falleg útlists. Alexandra nr. 12 skilur 90 potta á klukkustund, og kostar ml að eins 120 kr. með öllu tilheyiandi (áður 156 kr.) Alexandra nr. 13 skilur 50 potta á klukkustund og kostar nú endur- bætt að eins 80 kr. (áður 100 kr.) Alexandra er því jafnframt því að vera b e z t a skilvindan líka orðin sú ódýrasta. Alexandra-skilvindur eru til sölu hjá umboðsmönnum mínum þ. hr. Stefáni B. Jónssyni á Dunkárbakka í Dalasýslu, búfr. þórarni Jónssyni á Hjaltabkka í Húnavatnssýslu og fleir- um, sem síðar verða auglýstir. Allar pantanir hvaðan sem þær koma verða afgreiddar og sendar strax og fylgir hverri vél sérstakur leiðarv. á íslenzku. Á Seyðisfirði verða alt af nægar birgð- ir af þessum skilvindum. Seyðisfirði 1901. Aðalumboðsm. fyrir Ísland og Færeyjar St. Th. Jónsson. Hjer með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 skorað á alla þa sem telja til skuldar í dánarbúi GuSmundar Guð- mundssonar tómthúsmanns frá Brúar- enda hjer í bænum, sem druknaSi 17. apríl þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðandanum í Reykjavík áSur en 6 mánuðir eru liðn- ir frá síðustu birtingu þessarar innköll- unar. Bæjarfógetinn í Rvík 10. júnf 1901. Halldór Danielsson. Saga Jörandar hundadaga- kÓngS (með 16 myndum) fæst núfyr- ir 1 kr. í bók/everzlun ísafoldarprentsm. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.