Ísafold - 12.06.1901, Page 3

Ísafold - 12.06.1901, Page 3
151 hann þvi við, að orgelin kosti »lít,ið eitt minna« hjá öðrurc orgelsölumönnum á Korðurlöndum? Það er ofurskiljanle-gt. Hann álítur P. & S. hættulegasta keppi- naut sinn, og því gripur hann til þeirra örþrifsráða, að segjaósatt um þá verksmiðju Eða dettur nokkurum manni í hug að trúa þvi, að hann viti um verðið á sams konar orgelum hjá öllum orgelsöluuiönnum á Norðurlöndum? Eg er viss um, að hann þekkir nöfn fæstra þeirra, og því síður verðið hjá þeim. Þá kemur rúsínan i endanum : 2 5 á r a áhyrgðin!! Þetía atriði á að sanna alveg fráhœra endingu orgelanna, langt um meiri en alment er gert ráð fyrir. Því gœta verður þess, að það sem við er átt með slikri ábyrgð er, að bætt só ó- keypis hver smábilun, sem á orgelinu verð- ur í 25 ár. Nú getur smábilun komið fram á orgeli innan fárra ára, t. d. að hné- typpi hætti að gera skyldu sina, fjöður brotni eða því um likt. Eru orgelsölu- menn þvi venjulega svo varkárir með að gefa langa ábyrgð, að þeir áhyrgjast þau að eins i 5 ár. Það eru verzlunarhús, sem gæta að því að lofa ekki því, sem þau geta ekki efnt. En hvernig fer svo um framkvæmd þess- arar löngu ábyrgðar, ef til kemur ? Hvern- ig hugsar kaupandinn sér að fá viðgerð- ina nægilega fljótt afgreidda hjá verzlun- arhúsinu í Yesturheimi? Og hvernig ætlar kanpandinn sér að koma fram áhyrgð sinni, ef verksmiðjan skorast undan að efna iof- orð sín ? Eg sé það ekki. Áhyrgð verksmiðju i Ameriku hlýtur að vera einskisvirði fyrir mann hér úti á ís- landi, og það sérstaklega þegar um smá- ábyrgðir er að tefla, eins og hér mundi standa á. Og ekki er liklegt, að verk- smiðjan i Yesturheimi mundi kosta flutn- ing orgelsins fram og aftur. Eg hefi gert þessar athuaasemdir við auglýsingu þessa vegna þess, að mér er vel kunnugt um, að verzlunarhúsið Peter- sen & Steenstrup er eitthvert hið vandað- asta verzlunarhús, sem eg þekki, og að það verzlar aldrei með önnur orgel en þau, sem eru með vönduðustu gerð, og setur sann- gjarnt verð á vöru sina, miðað við vöru- gæðin. Fyrir nokkurnm árum setti það sjálft á stofn orgelverksmiðju, sem hefir stækkað svo og eflst, að í henni eru nú notaðar fullkomnustu gufuvélar. Svo mik- il hefir eftirspurnin verið eftir þeirra eigin orgelum, og bendir það meðal annars á, að þeir herrar P. & S. selji ekki dýrara en allir aðrir orgelsalar á Norðurlöndum, eins og hr. Þ. A. segir. Loks vil eg vara menn við að fara eft- ir þessum eða þvílikum skrumauglýsing- um, og ennfremur vil eg vara alla við þvi að meta gildi orgels eftir y t r a útliti. Um orgelkaup skyldi lielzt eiga við þá menn eina, sem reyndir eru að góðri þekk- ingu á hljóðfærum og panta frá þeim ein- um verzlunarhúsum, sem ekki vilja verzla nema með vönduð orgel, eins og t. d. P. & S. gerir. Það er haft eftir síra Arnljóti, föður hr. Þ. A., að hann hafi eitt sinn á námsárum sínum komið inn til klæðskera i Khöfn til að panta sér föt. Þegar klæðskerinn varð þess vis, að klæðþurfinn var íslenzkur námsmaður, kom honum þegar i hug, að íslenzkir námsmenn væru vanir að fá sér föt, úr ódýru efni, og kom því með ódýr- ustu fataefnin, sem hann var vanur að sýna íslendingunum. Er þá mælt, að síra Arnlj. hafi sagt: »Eg bið yður að afsaka, að eg hefi, því mið- ur, ekki efni á að kaupa ódýrt efni i föt«. Þó verið geti, að hr. Þ. A. hafi ekki að- hylst þessa skoðun föður síns, eðaaðhann sé ófús á að innræta liana öðrum, þá vseri óskandi, að þeir sem ætla að kaupa orgel eða aðrar vörur, litu i budduna, áður en þeir ráða við sig, hvort þeir hafi efni á að kaupa óvandaða vöru. Reykjavík í maimán. 1901. Bjöbn Kbistjánsson. Eyfellingasamskotin. Meðal þeirra nál. 1000 kr., er frá var skýrt um daginn að nefndin hér í hænum hefir safnað og sent austur, var ágóði af samsöng þeim, 2. þ. mán., er hr. Brynjólfur Þorláksson gekst fyrir og mikið vel tókst, um 174 kr. Áfengisnautnin fyrrum og nú. Kafli úr ræðu héraðslæknis Guðm. Björnssonar fyrir minni Groodtemplarregl- unnar í stórstúkuþingssamsæti i Reykjavik 8. júni 1901. I æfi mannkynsins eru þúsund ár sem eirm dagur og hver öld sem stund úr degi. Vér vitum fæst af því, sem á dag- ana hefir drifið frá aldaöðli. Bn það vitum vér, að nautn áfengra drykkja hefir tíðkast frá því er sögur hefjast, en afneitun þeirra — bindindi — kemur fyrst í Ijós fyrir rúmum 100 árum. Hvernig stendui á þessu? Orsökin er sú, að í fornöld var miklu minna um áfenga drykki en nú gerist; menn týndu ber af jörðinni, þresktu úr þeim safann og geymdu hann, þar til er ólgan gerði hann áfengan; þessi berjasafi — vín — var eini áfengi drykkurinn í heitu löndunum. En vínberin uxu ekki á hverri þúfu og hreint berjavín er ekki mjög áfengt; þess vegna gat öll alþýða manna ekki neytt svo mikils víns, að alisherjarböl stæði af því; til þess var vínið of þunt og of sjaldfengið. Mjaðargerð var að vísu snemma kunn í hinum kaldari löndum, en svo virðist sem öll alþýða manna hafi ekki hitað mjöð nema á hátíðum og mjöðurinn gat auk þess aldrei orðið mjög áfengur. Á þessu Áarð mikil breyting fyrir nokkurum öldum; þá lærðist mönnum að gera áfengi úr korni (rúg), jarðepl- urc o. fl., og um líkt leyti fanst að- ferð til þess að skilja áfengið úr á- fengisvökvum, náþvíhreinu og óblönd- uðu. Bpp frá því óx áfengisgerðin ár frá ári að heita má, og nú var hægt að gera áfenga drykki svo sterka, sem hver vildi hafa; jafnframt urðu þeir miklu ódýrari en áður. Áfengisgerðin varð brátt svo mikil, að allir gátu afl- , að sér áfengra drykkja eftir vild, og fengið þá veika eða sterka eftir ósk- um, — fyrir miklu minna verð en fyrrum. Af þessu hefir leitt, að áfengisnautn- in hefir stórum farið í vöxt á síðustu öldum. Áður var ofdrykkja fremur sjaldgæf, ef á alt er litið; nú varð hún afaralmenn. Áður var áfengisnautnin yfirleitt mannkyninu meinlítil. Nú varð hún að veraldarmeini, og hefir verið svo alt til þessa dags, og mun enn verða um langan aldur. þetta gat ekki dulist til lengdar. það er ein af framförum 19. aldarinn- ar, að hennar menn hafa sýnt og sannað, að framtíðarþrifum mannkyns- ins er afarmikill háski búinn af áfeng- isnautninni, eins og hún nú er orðin. Og víðs vegar um heiminn hafa skap- ast öflug samtök, er miða aö því að afstýra þessu böli. jÞannig eru þá bindindisfélögin til orðin, og af því sem hér segir er hægt að skilja, hvers vegna þau eru svo ný- tilkomin. Ef þeir menn allir, sem beztaþekk- ingu hafa á þessu máli, væru spurðir, hvert sé merkast af þeim bindindisfé- lögum, sem fæðst hafa á 19. öldinni, þá hygg eg að flestir mundu þar til nefna Goodtemplarregluna. þetta fé- lag stendur nú á fimtugu; það er stofn- að í Ámeríku, en hefir dreifst þaðan út um allar álfur jarðarinnar, og í því eru nú full 600,000 manna. þ>að er alþjóðlegra en flest eða öll önnur þess konar félög, fer ekki í manngreinarálit, býður alla menn velkomna, allar kyn- kvíslir jarðarinnar, jafnt svarta menn á hörund sem hvíta, rauða eða gula, og gerir ekki a ð s k i 1 y r ð i nein ákveðin trúarbrögð. það hefir enn fremur þá yfirburði yfir flest önnur slík félög, að aðalmarkmið þess er ekki það, að fá menn í bindindi, held- ur hitt, að fá því smásaman til leiðar komið í hverju landi, með hverri þjóð, að þau ráð séu tekin upp, sem ein eru einhlít til að afstýra áfengisbölinu, en það eru lagafyrirmæli, er banni tilbún- ing, aðflutning og sölu áfengra drykkja. Vér Islendingar höfum ef til vill fremur en nokkur þjóð önnur ástæðu til þess, að minnast þessa 50 ára af- mælis Goodtemplarreglunnar, því að óvíða mun þetta félag hafa komið jafnmiklu góðu til leiðar sem hér á landi. Póstþ.i’ófuilnn. pilturinn Ásgeir Bgilsson, er upp vís varð hér í vor að því að hafa stol- ið peningabréfum m. m., er strokinn, mun hafa komist í botnvörpung. Hon- um hafði verið slept úr varðhaldi, er prófum var lokið. Hór er sýnilega ekki ráð að láta glæpamenn ganga lausa, meðan þeir bíða dóms, svo hægt sem þeim er orðið um vik að leynast á brott, með hinum miklu og tíðu samgöngum, að ógleymdum mökunum við botnvörpunga. Hann hafði játað á sig um 200 kr. stuldi úr peninga- bréfum. Auk þess hafði saknað verið úr frímerkjapeningakassa pósthússins siðasta ár rúmra 100 kr., er hann bar ekki á móti að hann kynni að hafa nælt sér; vissi það ógjörla. Dáinn er 3. þ. m. Jón próf. Guttormsson í Hjarðarholti. Æfiatriða hans mun getið verða næst. Strandbátar j fóru héðan að ákveðnum degi, 10. og 11. þ. m., troðfullir af farþegum. Sömul. »Laura« til Vestfjarða 8, þ. m. Veðrátta mjög köld, síðan hitakaflann um hvítasunnuna, — eins og sjá má á veðurskýrslunui hér í blaðinu. þ>að er að þakka áminstum bitakafla, að gróður er þó í góðu lagi eða vonum betri. Um hvað erum vér sammála? Ræðnágrip eftir Einar ritstj. Hjörleifs- son fyrir minni íslands i stórstúknþings- samsæti í Rcykjavik 8. júni 1901. Eg veit ekki, hvort þið hafið veitt (því eftirtekt, hvað örðugt er orðið að mæla fyrir minni íslands svo, að ekki sé annað sagt en það, er allir hlut- aðeigandi samsætisgestir geta fallist á — sem helzt ætti að vera. það staf- ar af því, hve örðugt oss íslendingum veitir að koma oss saman um, hvað orðið geti ættjörð vorri til blessunar eða ills. Auðvitað komum við, sem hér er- um, okkur saman um e i 11 mál í að- alatriðunum, bindindismálið. En um það vil eg nú ekkert tala, af því að svo mikið hefir verið um það talað og svo mikið á enn um það að tala á þessu stórstúkuþingi. Annars geri eg ráð fyrir, að þau séu ekki ýkjamörg ættjarðarmáliu, sem okkur kemur öll- um saman um. Sumir okkar gera sér miklar vonir um, að mörgu yrði í lag kipt, ef vér fengjum ráðgjafa vorn á þing. Aðrir fullyrða, að þá fyrst færi nú um þver- bak fyrir okkur, ef byrjað væri á þeirri tilbreytni. — Sumir okkar hyggja, að framfarir ættjarðarinnar yxu stórum, ef við fengjum öfluga peningastofnun inn í landið. Aðrii ganga að því vísu, að þá fyrst færum við á sveitina að fullu og öllu, ef við kæmumst yfir peninga. — Sumir eru sannfærðir um, að vér þurfum að verja miklu fé, miklu starfi, miklum vilja til þess að menta þessa þjóð. Aðrir virðast ætla, að hún geti ekki tekið á móti öllu meiri kynstrum af mentun en húnhafi til brunns að bera, þar sem hún sé bókvísasta þjóðin á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað. Jafnvel tungan okkar er orðin að ágreiningsefni, tungan, sem Snorri Sturíuson og höfundar Eglu og Njálu rituðu, tungan, sem Jónas Hallgríms- son kvað á, tungan, sem mæður okk- ar töluðu við okkur börn, tungan, sem þær kendu okkur á alt það bezta, sem við kunnum. Við elskum hana sumir, eins og lífið í brjóstinu á okk- ur. Aðrir eru farnir að telja það versta ólánið, sem við höfum ratað í, að tala hana, og engra verulegra fram- fara von fyr en við hættum þeirri vitlaysu. þó er eitt stórmál, sem eg er að gera mér von um, að okkur komiöllum saman um. |>að er kærleikurinn. Eg get ekki hugsað mér, að neinn haldi því fram, að ættjörð vor væri ver farin fyrir hann, þá fyrst færi illa fyrir henni, er vér færum að elska hana heitt. Eg get ekki hugsað mér, að neinn fullyrði, að vér yrðum sjálfir meíri og betri menn, ef vér hættum að eleka hana. Og eg geri ráð fyrir, að vér gerum það allir, miklu meir en vér höfum gert oss grein fyrir, margir hverir. Einu sinni, þegar eg var í skóla, heyrði eg embættismann, sem ekki hafði lifað æskuár sín hér á landi, fullyrða í ræðu fyrir minni íslands, að okkur þætti ekkert vænt um þetta land, þessa hóla og steina og börð og fjöll. En sú dæmalaus vitleysa! Eg hefi verið 14 ár samfleytt erlendis. Allmikið af þeim tíma dreymdi mig vakandi og sofandi um þessi fjöll og þessa dali, þessa fossa og þessar fann- ir, þessa læki og þessar lindir, sem eru ísland. Og á morgnana hefi eg stundum vaknað með einhvern óum- ræðilega Ijúfan ilm fyrir vitunum, af því að mig hefir verið að dreyma um blauta, íslenzka vorjörðina í gróand- anum. Svona er okkur auðvitað öll- um farið í raun og veru. f>ó verð eg að mótmæla einni góð- vildartegund, sem sumir kalla kær- leika — tilhneigingunni til þess að draga fjöður yfir rangsleitnina og heimskuna. Slíkur kærleikur gerir 08S aldrei að mikilli þjóð, gerir ísland aldrei að góðu landi. Vér þurfum á þeim kærleik að halda, sem »samglaðst sannleikanum*, eins og Páll postuli kemst að orði, þeim kær- leik, sem æfinlega þorir að horfa í augun á sannleikanum, hvað óviðfeld- inn sem hann kann að vera fyrir þjóð vora. Ug vér þurfum á þeim kærleik að halda, sem »trúir öllu, vonar alt«, þeim kærleik, sem hefir gert sér það fyllilega ljóst, að »ef trú og dáð og dugur ei þig svíkur, er drottinn lífs þíns enn þá nógu ríkur«, til þess að géra oss að góðum og mikl- um mönnum, þetta land að ágætis- landi. Af því að þessara hliða á kærleik- anum hefir of lítið gætt, hefir oss hætt við alt af öðruhvoru að gera oss f hugarlund, að vór séum sjálf- dæmdir til að vera afstyrmi veraldar, sjálfdæmdir til að láta oss vera alt um megu, sjálfdæmdir til að una hverju því, sem oss er gert til skaða og skammar.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.