Ísafold - 19.06.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. YerÖ árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða
l>/s doll.; borgist fyrir miðjan
* júlí (erlendis fyrir fram).
1SAF0LD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Aus-turstræti 8.
Reykjavík miðvikudaginn 19. júní 1901.
40. blað.
Biðjið ætíð u.m
OTTO M0NSTED S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Yerksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
XXl hl. árg.
I. 0 0. F. 836219
Forngripas. opið md., mvd. og ld 11—12
Lanasbókasafh opið kvern virkan dag
ki.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 8)
md., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spítalenum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1. '
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar bjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. ki. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
dFfMlÍlh
geta nýir kaupendur fengið Isafold
frá hálfnuðum þessum árgangi til
ársloka, þ. e. 40 tblöð.
I kaupbæti fylgja
2 sögusafnsbindi
sem sé sagan
VENDETTA
sem er um
GTO Ííls. alls, fyrir þá sem kaupa
næsta drgang líka, og fá þeir fyrra
bindið jafnskjótt seiii þeir borga þenn-
an (V2) árgang, en hitt um leið og
síðari árg. (1902) er borgaður.
ÍSAFOIiD er landsins lang; ódýr-
asta blað eftir stærð, hór um bil
helmingi ódýrari en liin.
Munið, að alls konar úr og klukkur og gull-
stáss og trúlofunarhringir og borðbúnaður úr
silfri og silfurpletti fæst bezt og ódýrast hjá
Guðjóni Sigurðssyni
Austurstræti 14, Reykjavík. Á sama stað fæst
bezta sort af Singers stálsaumavólum, sem eru
viburkendar ab vera hinar beztu. Sömuleibis
hinar alþektu amerísku *White«-sauma-
vélar.
Um kensluna
í mjóllcui?meðfepð.
Eftir Sigurð Sigurðsson búfr. og alþm
Eins og kunnugt er, veitti síðasta
alþingi fó til kenslu í mjólkurmeð-
ferð með þyí skilyrði, að útvegaður
væri maður frá Danmörku, »er h*fði
fullkomua kunnáttu og góða æfingu í
mjólkurmeðferð, samkvæmt því, sem
gjörist á mjólkursamlagsbúum í Dan-
mörk«.
Kensla þessi, sem hér er gert ráð
fyrir, byrjaði í haust 1. nóvemb. á
Hvanneyri, og hefir hana á hendi
mejerist H. Grönfeldt. Kenslutím-
inn eru 3 mánuðir, og naut að eins
ein stúlka kenslunnar fyrsta tímabilið.
Síðan hefir aðsóknin verið miklu meiri
en hægt hefur verið að fullnægja, og eru
líkur til, að svo muni verða eftirleiðis.
Síðasta tímabilið, er endaði 30. apríl,
voru 5 stúlkur og konur við skólann,
og luku þær námi sínu með lofsam-
legum vitnisburði. Eru þær allar ráðu-
ar bústýrur á mjólkur- og rjóma-bú,
er sett munu á stofn í vor.
jþessi vísir til kenslu í mjólkurmeð-
ferð — því annað getur það enn ekki
heitið — er »orð í tíma talað«. Nauð-
syn þessarar kenslu er mjög brýn og
auðsæ, því meðferð mjólkur er ærið
ábótavant alment, og er eigi vanþörf
á, að hún færist í lag. En sérstak-
lega verður þörf hennar mest, þegar
farið verður að stofna mjólkur- og
rjóma-bú alment. En hugmyndin
um stofnun þessara samlagsbúa er
óðum að ryðja sér til rúms, og í ráði
er, að komið verði á stofn 3—4 þetta
ár, og ef til vill miklu flairi næsta ár.
Kensluna í meðferð mjólkur verð-
ur því að bæta og fullkomna, jafnvel
þó hún sé nú svo góð sena framast
má vænta, þegar litið er á allar ástæð-
ur, stuttan undirbúningstima, ónóg
húsakynni, fjárskort og fleira.
Til þess að kenslan geti orðið full-
nægjandi og náð tilgangi sínum, þarf
að veita meira fé til hennar en gert
var síðast. Að öðrum kosti hlýtur hún
að hætta, og væri það illa farið. Með
því væri spilt fyrir stofnun mjólkur-
búa, og að meðferð mjólkur yfir höf-
uð gæti tekið bótum.
Pyrst og fremst þarf að veita fé cil
húsgarðar og áhaldakaupa. Skólahús-
ið þarf að vera þannig Iagað, «ð í
öðrum enda þess sé mjólkurskálinn, en
kenslustofa í hinum endauum, og í-
búðarherbergi kannara og nemendanna
uppi á loítinu. Hvað þessi húsagerð
mundi kosta, læt jeg ósagt, «ti eigi
þykir mér ósennilegt, að til hennar
þyrfti að verja alt að 4000 kr.
Auk þeas þarf að veita árlega fé
eða styrk til skólans, þar með talín
laun kennarans, námstyrk til nemend-
anna, o. s. frv.
Kenslan í skólanum þarf að vera
bæði bókleg og verkleg. Verklega
kenslan er í því fólgin, að kenna með-
ferð mjólkurinnar, frá því hún kemur
úr kýrspenanum og þar til henni er
breytt í smjör og ost. Mjaltir á kúm
þarf einnig að kenna. Enn fremur
er það eitt af verklegu kenslunni, að
kenna nemendunum að mæla fitumagn
rjómans eða mjólkurinn&r, og síðast
en ekki sízt að þvo upp mjólkuráhöld-
in, rsasta gólf og veggi o. s. frv.
jpvottur mjólkuráhalda og ræstingin
er miklu vandameiri en margur hygg-
ur, sem einmitt stafar af því, hve
fáir kunna þau verk, svo í lagi sé, og
hirða eigi um að leysa þau vel af
hendi. Hér er því bæði um að kenna
vöntun á kunnáttu og skorti á þrifn-
aði. En úr þessu bætir góð kensla
í mjólkurmeðferð.
Bóklegar námsgreinar, er kenna
þarf, eru þessar:
1. Almennur reikningur.
2. Mjólkurbúareikningur.
3. Mjólkurfræði, eða um mjólk og
meðferð hennar.
4. Béttritun og stílagerð.
5. Um hirðing á kúm og mjaltir.
Námstíminn ætti helzt að vera 5
mánuðir, og væri þá árinu skift í tvö
námstímabil. Vnna,ð þeirra ætti að
byrja um miðjan janúar, og standa þar
til um miðjan júní. Gætu þá stúlk-
ur þær, er útskrifast um þetta leytið,
tekið að sér hústýrustörf á mjólkur-
búam, er vanalega mundu eigi taka
til starfa fyr en síðari hluta júnímán-
aðar, sízt ný bú. Hitt tímabilið ætti
svo að byrja 1. ágúst, og standa til
ársloka eða síðast í desember.
En hvað á þá mjólkurfræðingurinn
eða kennarinn að gera frá miðjum
júní til júlímánaðarloka?
þ>ann tíma ætlast eg til að hann
ferðist um milli mjólkur- og rjómabú-
anna og leiðbeini á þeim í meðferð
mjólkur og ýmsu öðru, er þar að lýt-
ur. Einkum mundi það koma sór
vel, að hann gæti verið við þar sam
ný bú eru stofnuð og taka til staría;
en það mundi oftast vera í júnímánuði.
ráð hans og bendingar lilytu þar oft
að koma að góðu haldi, enda er
aðstoðar slíks manns sjaldan meiri
þörf en þá.
jpessar ferðir kennarans frá einubúi
til annars, og stutt dvöl hans á hverju
þeirra hlyti að koma þeim að miklum
notum. Hann gæti á þennan hátt
leiðbeint á ýmsa lund, fært í lag, það
sem aflaga færi, og kynt sér ástandið.
þetta fyrirkomulag verð eg því að
telja afarþarflegt og nauðsynlegt, eigi
sízt meðan stofnun búanna og
starfsemi þeirra er í bernsku. þessu
til frekari stuðnings skal þess getið,
að eg einmitt átti tal um þetta við
hr. Grönfeldt, og tjáði hann sig vera
að öllu leyti samdóma már, og taldi
þetta fyrirkomulag mjög æskilegt.
Tala nemenda skólans í hvert sinn
hefi eg hugsað mér að rnætti vera 6.
Við lok hvers námstímabils ætti að
halda próf, eins og við aðra skóla, og
skyldi þá þeim nemendum, sem stand-
ast prófið, gefið burtfararskírteini.
Búnaðarfélag IslaDds ætti að hafa
yfirumsjón skólans á hendi, semja
reglugjörð fyrir hann í samráði við
kennara, skipa prófdómendur o. s.
frv.
Nemendur skólans m inu fyrst um
sinn verða stúlkur, og þá einkum þær, er
ætla sér að verða bústýrur á mjólkur-
og rjómabúum.
þessi bú verða fr&man af hvorki
stærri né umfangsmeiri en það, að
kvenfólki er treystandi til að annast
8törfin á þeim, enda eru etúlkur að
flestu leyti vel til þess fallnar, að hafa
þau á hendi. Mjólkurbússtörfin eru
því sjálfsögð atvinna fyrir þær.
Karlmenn hafa nóg annað að stunda,
enda hygg eg þá standa eigi stúlk-
unum fremur í því, sem mest er um
vert, en það er þrifnaðurinn, til þess
að leysa smjörgjörðina vel af hendi.
En til stærri átaka og allra stórraaða
eru þeir sjálfkjörnir. Ef búin væru
höfð stór og mjólkurgerðin rekin með
gufuafli, hlytu karlmenn að vinna þar
jöfnum höndum á við kvenfólkið,
Skólinn ætti því, einkum fyrst í stað,
að vera handa stiúlkum, og eftir því
verður að nokkuru leyti að sníða fyr-
irkomulag hans.
Skilyrði fyrir inntöku í skólann hefi
eg hugsað mér að ættu að vera þessi:
1. að nemandinn sé eigi yngri en
20 ára og helzt ekki eldri en 35 ára;
2. a ð hann kunni að skrifa stór-
lýtalaust, hafi ,lært í reikningi fjórar
höfuðgreinarnar í heilumtölum, margs-
konartölum og tugabrotum;
3. að hann sé hraustur og hafi eigi
einkenni næmra sjúkdóma, samkvæmt
læknisvottorði;
4. a ð hann geti sýnt vottorð um
ráðvendni og góða hegðun.
En hvar á skólinn að standa?
Kostnaðarminst verður og bentug-
ast, að hafa hann þar, sem hann nú
er. þ>ar er hann einnig að ýmsu öðru
leyti bezt kominn, bæði vegna verk-
efnisins, — mjólkurinnar — sem óvíða
mun meiri í einu lagi, og svo hins, að
þar er hann tengdur við alþjóðlega
stofnun, er ætti að verða honum til
stuðnings og þrifa.
Eg vona nú, að flestir verði mér
samdóma um nauðsyn þessarar kenslu
í meðferð mjólkur, sem hér hefir ver-
ið minst á, og að hana eigi áð auka
og endurbæta, enda er hún skilyrði
fyrir því, að mjólkur- og rjómabú
komist á fót og verði að tilætluðum
notum.
Synjimarástæður
stjórnarinnar í bankamálinu.
Nú eru komnar út í B-deild Stjórn-
artíðindanna ástæður stjórnarinnar
fyrir því að sinna ekki bankamálinu
frekara en hún hefir gert — ef ástæð-
ur skyldi kalla. Vér prentum þær
hér orðréttar upp úr bréfi til lands-
höfðÍDgja, dags. 22. maí — inngangin-
um að eins slept:
Ráðaneytið hefir orðið að vera yðnr,
herra landshöfðingi, samdóma um, að eigi
væri æskile^t, að landssjóður tæki stóran
þátt i slíku bankafyrirtæki, sem hér er nm
að ræða, sumpart vegna áhættu þeirrar, er
þvl fylgir, og snmpart vegna þess, að hag-
urinn átti einmitt að vera í þvi fólginn, að
fá útlent fé inn í landið. Svo sem sjá má
af framannefndum hréfnm, hefir ráðaneytið
eigi getað treyst þvi, að hinn fyrirhugaði
hanki í reyndinni mundi starfa aðallega
eða svo mikið að svara mundi þeim hlunn-
indum, er um er sótt, á Islandi eða fyrir
það, vinna að fjárhagslegum framförum
þess, að verzluuarfyrirtækjum þess og iðn-
aðarfyrirtækjum, — og þetta getur að
skoðun ráðaneytisins eigi orðið trygt með
skipun gæzlnstjúrnar hankans. En svo
sem starf seðlahanka að atvinnugreinum
og fyrirtækjnm, sem eigi snerta ísland, —
og það jafnvel þótt eigi ætti það sér st&ð
nema um stund, til þess að gera fé það
arðberandi, sem eigi yrði notað a. Islandi
innan þeirra marka, er bankanum væri sett,
— gæti komið í hága við einkaréttindi
þjóðbankans, þannig mundi hæglega geta
farið svo, að starfsemi sliks hanka fjar-
lægðist mjög það markmið, er veiting á
heimild til seðlaútgáfu verður að hafa fyr-
ir augum. Einnig mundi mönnum þá
bregðast tilfinnanlega þær v0nir, sem ráða-
neytinu er kunnugt um að íslendingar hafa
gjört sér nm hankánn, bæði sökum þess,
er nú var sagt, og sökum þeirra takmarka,