Ísafold - 19.06.1901, Blaðsíða 3
109
inlegur akóli fyrir karla og
konur komist á hér á Norður-
landi, t«lur fundurinn óþarft að
sérstakir kvannaskólar hér í
amtinu séu styrktir af lands-
sjóði.
e. að hver sá sem ráða vill barna-
kennara á heimili sitt verði að
leita um það samþykkis sókn-
arprests og sóknarnefndar, til
tryggingar því, að kennarinn sé
vaxinn starfanum.
4. Bankamál. Samþykt fundará-
lyktun í því máli.
Fundurinn álítur að nauðsynlegt sé
að koma upp öflugum banka með
nsegu fjármagni og sé ekki annað
ráð fyrir hendi en að ganga í fé-
lag við útlenda peningamenn um
stofnun hlutafélagsbanka, en yfir-
ráð landsmanna yfir bankanum
séu trygð sem hezt að verða má.
5. Verzlunarmál.
a. fram var lagt bréf frá verzlun-
armannafélagi Skagfirðinga og
Húnvetninga, sem fer þess á
leit, að alþingismenn sýslunnar
taki til flutnings á næsta þingi
það málefni, að stofnaður verði
verzlunarskóli hér á landi. Var
málið borið undir atkvæði fund-
arins og samþykt með flestum
atkvæðum.
b. fundurinn álítur nauðsynlegt að
skipaðir séu verzlunarerindrek-
ar fyrir landið á einum eða
fleiri stöðurn í útlöndum.
6. Tolla- og skattamál.
a. Samþykt var í einu hljóði, að
afnema ábúðar- og lausafjár-
skattinn.
b. Lagt fram bréf frá ver^lunar-
ms,nnafélagi Skagfirðinga og
Húnvetninga, sem fer fram á
það, að útflutningsgjald af fiski
verði afnumið. Var það sam-
þykt.
c. þ>á var samþykt að tollur verði
lagður á þessar vörur: rúsínur
fíkjur (svezkjur), súkkulaði,
brjóstsykur, kafiibrauðalls konar,
límonaði etc. og smjörlíki með
10 til 15 aurum á hvert pund.
7. I ð n a ð u r. Fundurmn telur
æskilegt, að þingið styrki innlend-
an ullariðnað með ríflegum fjár-
framlögum, og sérstaklega veiti fé
til stofnunar fullkominnar ullar-
verksmiðju.
8. Prestalaunamál. Fundur-
innálítur, að þjóðin hafi ekki efni
á að launa sæmilega jafn-mörg-
um prestum og nú eru, og beri
því að breyta skipun prestakalla
í þá stefnu, að fækka þeim, jafn-
framt því að launin verði jöfnuð
að tekjum. Enda er það skoðun
fundarins, að slíkt megi verða án
skaða fyrir andlegt líf safnað-
anna.
9. Fátækramál. Fundurinn á-
lítur baganlegast, eftir atvikum,
að sveitfesti þurfamanns sé aðal-
lega bundið við fæðingarhrepp, þó
svo, að dvalarhreppur sé skyldur
að kosta framfserslu hans, meðan
kostnaðurinn nemur eigi meira en
100 krónum.
10. Botnverpingalögin.
Fundurinn telur hagkvæmt, að
botnvörpulögunum sé breytt þann-
ig, að skipstjórar, sem geri sig
seka í landhelgisbroti, séu sjálfir
dæmdir til fangelsisvistar.
11. Samgöngumál. Fundurmn
æskir þess:
a. að gufuskipafélag það, sem
væntanlega tekur að sér póst-
ferðir landsins, annist um flutn-
ing á kolum óg salti ásamt
öðrum vörum til landsins.
b. að félagið sjái um, að kaup-
menn og aðrir, sem þurfa að
senda kjöt að haustlagi til
Noregs, fái flutning á því beina
leið.
c. að félagið annist um, að póst-
skip það, sem fer janúarferðir
til Beykjavíkur og ísafjarðar,
haldi áfram ferð sinni norður
um land og komi við á Sauð-
árkróki og fleiri höfnum norð-
anlands.
13. Útfl utningsrpál. Fundur-
inn telur þörf á, að með lögum
verði bannað að flytja börn, yngri
en tveggja ára, til Yesturheims.
14. Vínsölumál. Samþykt var,
með meiri hlutá atkvæða, að
bannað verði með lögum að nokk-
ur vínfangasala eigi sér stað á far-
þegaskipum á höfnum inni, nema
að eins með mat.
f>ar á móti var feld með ]öfn-
um atkvæðum, tillaga um að borg-
un fyrir vínsöluleyfi sé tekin í eitt
skifti fyrir öll með sama gjaldi og
nú er fyrir 5 ár.
Einnig var feld, með litlum at
kvæðamun tillaga um að vínsölu-
lögin verði numin úr gildi.
15. Að síðustu var skorað á þing-
mennina að stuðla til þess af al-
efli, að styrkur fáist úr landssjóði
til að koma í veg fyrir hinn skað-
íega vatnságang hér í kauptún-
inu.
Með því ekki vanst dagur til frek-
ari umræðna, var
fundi slitið.
Þorvaldur Arason. Pálmi Pétursson.
Á Hofsós var þingmálafundur hald-
inn 19. maí. Fundarstjóri Konráð
Jónsson hreppstjóri í Bæ og skrifari
Guðmundur Davíðsson hreppscjóri í
Hraunum. Ályktanir fundarins í öll-
um aðalmálum voru &ð mestu leyti
samhljóða tillögum þeim, er samþykt-
ar voru á Bauðárkróksfundinum.
Við Steinstaðalaug í Tungusveit var
fundur haldinn 24. maí. Fundarstj.
þorvaldur Arason póstafgreiðslumaður
á Víðimýri og skrifari Árni Eiríksson
oddviti á Beykjum. í flestum helztu
málunum voru á þeim fundi samþykt-
ar sömu ályktanir og á Sauðárkrók, og
enn fremur:
1. í stjórnarskrármálinu.
Að 61. gr. stjórnarskrárinnar sé
breytt þannig, að stjórnin leysi
þingið því að eins upp, þegar það
samþykkir breytingu á stjórnar-
skránni, að stjóruin sé breyticg-
uhni hlynt.
2. Kosningar til alþingis:
Fundurinn lýsir yfir, að hann álíti
ýmsa galla á núgildandi kosningar-
lögum, og bendir séestaklega á:
a. Að fjölgað sé kjörstöðum, svo
menn eigi hægra með að uota
kosningarrétt sinn.
b. Að þeim kjördæmum, sem nú
hafa rétt til að kjósa 2 þing-
menn, sé skift í 2 kjördæmi,
og só þá að eins einn þing-
maður fyrir hvert kjördæmi.
c. Að numið sé burt ákvæðið um,
að kosningarróttur kaupstaðar
borgara og þurrabúðarmanna ié,
bundinn við sveitarútsvör þeirra.
3. í samgöngumálum:
Fundurinn skorar á þingmenn
kjördæmisins að fylgja því fram,
að næsta þing veiti fé til að brúa
Héraðsvötn á póstleiðínni hjá Stóru
Ökrum.
4. í prestalaunamáli:
Ef næsta' þing gerir ekki gagn-
gerða breytingu á launakjörum
presta yfirleitt, skorar fundurinn
á það, að orða 1. gr. Uga frá síð-
asta þingi um tekjur presta þann-
ig, »ð hún beri ljóslega með sér,
að dagsverksskylda hvíli ekki á
bændum, sem tíunda 5 hundruð í
lausafé eða meira.
Sýnishorn af háttsemi Guðjóns
á Lijúfustöðum. — Ekki getur Vottorðið
í 21. blaði >Þjó'ðólfs« þ. á., með nöfnum
þeirra M. Lýðssonar og S. Magnússonar
undir, að neinu leyti orðið til þess, að aft-
nrkalla eða ónýta yfirlýBÍngu þá, sem birt
er í 11. bl. ísafoldar þ. á., því að eg hefi
ekki tekið aftur eða að nokkuru leyti
breytt einu einasta orði i nefndri yfirlýs-
ingu, og gæti eg staðfest þann framburð
minu með eiði. Þegar Guðjón heimsótti
mig, fjórða dag páska, þá fór bann fram
4 það við mig, að eg tæki aftur fyrnefnda
yfirlýsingu, en eg neitaði því þegar, og
sagðist ekki breyta henní að neinu leyti,
og þá var Guðjón svo sanngjarn, að bann
sagði sér þætti ekki von að eg gerði það.
En þá samstundis h itaði Guðjón mér ein-
hvcrri voðalegri kollbrið, ef eg kæmi á
kjörfundinn. Þá fór fínasta kurteisin út
um bött. Samt bað G. mig heimullega,
um leið og hann fór á stað, að gera það
fyrir sín orð, að breyta yfirlýsingunni. og
sagðist ekki skyldi lögsækja mig, ekkitála
eða skrifa neitt ljótt um mig, ef eg gjörði
þá bón sína; og svaraði eg því engu.
Ennfremur skrifar G. mér þ. 17. april
þ. á. og segist telja upp á, að eg ætli ekki
að leiðrétta ranghermi mitt um sig, sem
hann svo kallar, vitandi þó fyrir samvizku
sinni, bvað er sannleikurinn í greindu efni.
Þvi skyldi maðurinn skrifa mér þannig lag-
að bréf þann 17., ef eg hefði verið búinn
þ. 11. s. mán. að taka aftur eða breyta
yfirlýsingunni undir votta, og í hans áheyrn?
Ekki er hægt að þræta fyrir eiginhandar-
rit. Bréfið getur komið fyrir almennings-
sjónir, ekki sízt ef G. óskar þess. Siíkar
aðfarir finst mér bera vott um þann hugs-
unarhátt, sem eg hefði hvorki trúað á Guð-
jón né aðra menn, fyr en eg sá það svart
á hvitu i »Þjóðólfi«. Og er ekki furða,
þótt Guðjón hafi þurft langan tima til að
semja þá klausn og útvega slika votta.
Annars tel eg ummæli Guðjóns um mig
i fyrgreindu blaði »Þjóðólfi« varla svara
verð. Maðurinn auglýsir sig þar nokkurn
veginn sjálfur; »af gnægð hjartans mælir
munnurinn«. Sérstaklega er merkilegt, að
Guðjón skuli geta fengið sig til að minn-
ast á ranglestur á biblíunni og boðorðabrot,
hann, sem einmitt þá sainstundis margbrýt-
ur 8. boðorðið með þeim staðlausu ósann-
indum, sem hann lætur dynja yfir mig —
að eg ekki nefni annað, ekki ómerkilegt
boðorð, sem hann var þá nýbúinn að brjóta,
og ekki sjáanlegar líkur til afturhvarfs. Þó
tekur út yfir, að Guðjón skuli leyfa sér að
vekja athygli yfirvaldanna á þessu, sem
okkur hefir í milli farið. Vér megum
þakka gjafaranum allra góðra hluta fyrir
það, að vér eigum betri og gætuari yfir-
völd en svo, að þau virði nokkurs slíkan
staðleysisþætting, sem grein Guðjóns er.
Ekki kunna menn að gizka á það, hvaða
hag G. sér sér í því, að ráðast þannig á
mig. Það má segja, að vopnaviðskiftin eru
ekki sem fimlegust, en leikslokin óséð.
Snartatungu 3. júní 1901.
Ingimundur Magnússon.
Afturhalðsmálgagnlð flutti hér um
daginn þá fregn af þingmálafundi Seyð-
firðinga, að þar hefði verið samþykt að
halda 61. gr. stjórnarskráarincar óbreyttri,
og var hróðugt mjög út af því. Þarna
gætu menn séð, hvernig »valtýskan« vseri
kveðin niður á Seyðisfirði!
ísafold gat þess til, að svo framarlega
sem fregnin væri ekki uppspuni, eins og
flestar aðrar fregnir afturhaldsblaðsins um
stjórnarmál vor, þá mundi þessi ályktun
hafa »verið samþykt með sama móti og á
Rangárfundinum í fyrra, þ. e. svo sem ósk,
en ekki sem skilyrði fyrir þvi, að aðhyll-
asthina fyrirhuguðu stjórnarskrárbreyting«.
Svo kemur »Bjarki« með fundargjörðina
og staðfestir nákvœmlega þessa tilgátu
ísafoldar. Eundurinn reyndist hafa verið
alveg á valdi stjórnarbótarmanna, og þeir
samþyktu ekki annað i stjórnarbótamálinn
en það, sem þeim hafði um samistáRang-
árfundinum i fyrra sumar og sjálfsögð
skylda þeirra var að samþykkja.
Með þetta »Bjarka«-blað fyrir framan
sig ræður svo afturhaldsmálgagnið á ísa-
fold með megnustu illindum út af þvi, að
hún sé að fara með »bull og ósannindi* í
rnálinu!
Þetta er vitaskuld ekki kynlegra en
stjórnarbótin nafntogaða, sem ritstjóri mál-
gagnsins var með á þingmálafundum sínum,
og vörnin, sem hann hafði fram að færa
fyrir henni. En það er af alveg sama
toga spunnið, að þvi er vitsmunina snertir
— að vér nú ekki nefnum samvizkusemina
og sannleiksástina.
Arnarfirði 28. maí:
Loks hefir fyrsta sumar 20. aldarinnar
heilsað eins og vera ber —- hlýtt og nota-
lega. Var að visu búist nokkru fyrri við
þeirri þráðu sólkveðju nýju aldarinnar, er
hinn ómunalegi gæðavetur, sem leið, gaf
oss fylstu vonir um, en hvað sem bana
dvalið hefir, fáumst vér ekki lengur um
það. Hinn fagri nýgræðingsfitur (eg þekki
engan fegri lit) er nú áv< að verða
sterkari og færast yfir hinar ræktuðu rein-
ar og út frá þeim allavega um fagurbreyti-
legt og bjarglegt landslag milli fjalls og
fjöru. En 4 hafi úti og fjörðum inni er
krökt. af skipum og bátum. Er auðséð, að
hér skamt undan landi eru auðugustu og
beztu fiskimið landsins. A svæðinu milli
Blakknes3 og Barða er byrjaður ágætur
þorskafli á opna báta á öllum fjörðunum
(Patreks, Tálkna, Arnar og Dýra), og er
ekki ótitt, t. d. á Tálknafirði, að fáist núna
dag eftir dag 4 og 5 hndr. á fjögramanna
far. Er almenn fiskibeita hér kúffiskur,
sem virðist óþrjótandi með fram Vestfjarða-
strandlengjunni, og síld. sem nú er lásuð
hér, einkum á Bíldudal, enda þrýtur sild þar
sjaidan. A haustin veiðist venjulega smokk-
fiskur, oft svo tugum þúsunda skiftir. —
Af þessum þremur beit.utegundum verður
ef til vill kúffiskurinn veiðidrýgstur á opna
báta, enda vinsæl beita mjög. -v
Með nýmælum héðan má telja, að í vor
hafa flutt búferlum hingað vestur ekki all-
fáir bændur úr öðrum fjarlægum sýslum,
og þó engin reynsluþekking sé á þeim
fengin hér enn, þá fylgir þeiin þó sá orð-
rómur, að þeir séu dugandi menn hver úr
sínu héraði og drengir góðir, og sumir
þeirra allkunnir atorku- og ráðdeildarmenn.
Innflytjanda þessara er lengst að-
kominn Guðmundur Hallsson austan úr
Suðurmúlasýslu, að hálilendu kirkju- og
bændaeignarinnar Stóralaugardals í Tálkna-
firði. Ur Arnessýslu fjórir, allir i Arnar-
fjörð, þeirra á meðal er sómabóndinn Jón
Ingimundarson frá Skipholti (fólk hans
komið, hann sjálfur að eins ókominn), sem
tekur Feitsdalinn (hugði áður á vestur-
flutning, til Ameríku, en hvarf frá þvi
aftur, er honum bauðst áminst jörð fyrir
vestan). Ur Gullbringusýslu Jón Hail-
grimsson frá Skildinganesi sömuleiðis í
Arnarfjörð að Bakka.
Eigi er örgrant um, að einstaka menn
líti hornauga til innflutnings þeesa hingað,
sem nú er að byrja, en hinir munu þó
fleiri, sem hyggja gott til innflytjenda og
búast við, að geta lært ýmislegt af þeim, sem
gagnlegt er og betur má fara bæði til
lands og sjávar.
Rangárvörium 8. júní:
Hér er ómunaleg öndvegistið, hefir verið
í vetur og það sem af er vorinu, skepnu-
höld því mjög góð, sauðburður gengið
ágætlega. Það litur út fyrir, að þetta ár
verði gott ár fyrir landbúnaðinn það; væri
lika óskandi, að landbúnaðurinn færi að
rétta við, því hann er annar máttarstólpi
þjóðarinnur, og með honum stendur og
fellur þjóðin og þjóðernið. Vonandi er að
næsta alþingi geri hvað það getur til að
hjálpa landbúnaðinum og reisa hann vi$.
Heilhrigði er hér yfirleitt góð, utan að
skarlatssóttin er að stinga sér öðru hvoru
niður hér og hvar. Nú er skarlatssótt á
3 bæjum i Fljótshlíð, 1 bæ á Rangárvöilum
Og eitthvað 2—3 bæjum i Landeyjum.
Þingmálafund ætla þingm. Rangárvalla-
sýslu að halda að Stórólfshvoli 15. þ. m.
Nánari fréttir eftir fundinn.
Skarlatsóttarráðstafanir. Það hafa
verið nokkuð breytilegar aðfarir héraðs-
læknisins í Dölunum gagnvart almenningi
i ráðst.öfunum hans til varnar gegn skarlats-
sóttinni.
Nokkrir Dalamenn fóru til fiskikaupa út
undir Jökul, um Snæfellsnes, þar sem veik-
in var sögð ganga. Sumra þessarra manna
heimili sóttkvíaði læknir mörgum dögnm
eftir heimkomu þeirra, og eftir að þeir
höfðu viða farið; suma alls ekki hirt um.
Þegar »Skálholt« kom 16. . mai til
Hvammsfjarðar, komu með því nokkurir
menn úr veri af Snæfellsnesi. Var þá
læknir staddur í Búðhrdal; en ekki er þess
getið, að hann hafi hamlað vermönnunum
að fara leiðar sinnar í það skifti.
En á áttunda degi þaðan frá tók læknir
það ráð, að sóttkvía 3 bæi í Laxárdals-(
hreppi. Tveir þeirra voru vermanna heim-
ili, en þá var hvorugur þeirra manna
heima, heldur í vÍDnu annarsts ðar. En