Ísafold - 06.07.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.07.1901, Blaðsíða 2
178 arvert, þegar einhverir vilja verða til þesa að halda uppi minningu slíkra merkismanna sem Jónasar, er sjálfsagt mun um langan aldur verða talinn einn með Helztu óskabörnum ættjarð- ar vorrar frá síðastliðinni öld. En að mér datt í hug þjóðminning- ardagurinn, var einmitt af því, að eg hefi ávalt bóist við að hann mundi verða mjög hátíðlegur í sumar, og að jafnvel alþingi — eða þá sérstaklega einhverir alþingismenn — mundi vilja gera sitt til, að hann yrði sem við- hafnarmestur að einhverju leyti, bæði af því, að það yrði fyrsti þjóðminn- ingardagur nýju aldarinnar, og svo af því, að þá gæfist þeim sérstakt tæki- fðeri til að minnast þess manns, er fyrir hálfri öld síðan mundi hafa ver- ið talinn sjálfkjörinn til að nefnast óskabarn aldarinnar, þótt hann þá væri dáinn fyrir nærri 20 árum. J>essi maður er Baldvin Einarsson. Baldvin Einarsson er barn 19. ald- arinnar. Hann er sá fyrsti frægur Is- lendingur, sem fæddur er á öldinni, og á því öllum öðrum fremur rétt til að nefnast óskabarn hennar, og nó 2. ágúst er 100 ára afmæli hans. |>að er hann, sem fyrstur hóf stjórnarbar- áttu vora og sýndi fram á það í »Ár- mann á alþingi«, að ísland gæti eng- um þrifum náð undir stjórn Dana, nema þeim væri veitt þing í sjálfu landinu. |>að er hyrningarsteinninn til hins nóverandi alþingis, sem hann hefir lagt, og eflaust er það hann, sem mest áhrif hefir haft á þá Jónas, Jón Sigurðsson og aðra forvígismenn þjóðar vorrar, er hófu stjórnarbarátt- una. — f>að var hann, sem sýndi þeim stefnuna. Nó er eins og menn hafi gleymt Baldvini; það hefir engum orðið að vegi, að safna samskotum til minnis- varða yfir hann, og nó heyrist hann aldrei nefndur; en fram um 1870 kann- aðist hver Islendingur við hann. |>á kom þjóðhátíðin, og frægð Jóns Sig- urðssonar brá skýlu yfir Baldvin, svo hann hvarf, og er það þess vegna merkilegt, að einmitt þessi skýlaverð- ur minnisvarði hans. f>jóðin reisir honum alveg ósjálfrátt minnisvarða með þjóðhátíðardeginum 1874 og þjóð- minningardögunum síðar. Baldvin og Jónas ættu báðir að vera óskabörn íslenzku þjóðarinnar; en svo er um þá eins og marga aðra mikilhæfa menn, að samtíðin gat ekki fyllilega viðurkent störf þeirra. f>eir vildu báðir rækta nýjan þj*>ölífsakur og frjófga hann nýju sæði og var því ekki að bóast við, að þeir gætu notið uppskerunnar sjálfir eða séð ávexti hennar. Gamall vani og hleypidómar var rótgróið illgresi, sem ræta þurfti UPP. og þar lagði Baldvin fyrstur hönd að verki á öldinni, sem leið. Hann er barn 19. aldarinnar, og hans ætti hver Islendingur að minnast 2. ágóst. Jónas. Mannalát Aðfaranótt 4. þ. m. andaðist hór í bænum frú Sólrón E i r í k s d ó 11 i r, húsfreyja Ben. S. Þórarinssonar kaup- manns, fædd að Svínafelli í Nesjum 27. júlí 1858, dóttir Eiríks frá Hoffelli (Eiríkssonar). Er af þeirri ætt margt merkisfólk komið. »Sólrún heitin var fyrirtaks-kona að myndarskap og mann- kostum«. Jarðarför miðvikudag 10. þ. m., kl. 11 £ fm haimilinu. Stiórnarskrárfrumvarpið. Frnmvarp til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá nm hin sérstaklegu málefni Is- lands 5. jan. 1874. í staðinn fyrir 2. gr., 3. gr., 1. málsgr. 14. gr., 15. gr., 17. gr., 19. gr., 1. lið 25. gr., 28. gr., 34. gr., 36. gr. og 2. ákvörðun um stundarsakir í stjórnarskránni komi svo hljóðandi greinar: 1. gr. (2. gr. stj skr.). Konungur hefir hið æðsta vald yfir öll- um hinum sérstaklegu málefnum íslands með þeim takmörkunum, sem settar eru i stjórnarskrá þessari, og lætur ráðgjafa fyrir ísland framkvæma það. Ráðgjafinn fyrir Eland má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi, og verður að skilja og tala islenzka tungu. Hið æðsta vald innanlands skal á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendur landshöfðingja, sem konungur skipar og hefir aðsetur sitt á Islandi. Konungur ákveður verksvið landshöfðingja. 2. gr. (3. gr. stj.skr ). Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórnarathöfn- inni. Alþingi getur kært ráðgjafann fyrir embættÍ8rekstur hans eftir þeim reglum, er nánara verður skipað fyrir um með lögum. 3. gr. (1. málsgr. 14. gr. stj.skr.). A alþingi eiga sæti 34 þjóðkjörnir al- þingismenn og 6 alþingismenn, sem kon- ungur kveður til þingsetu. 4. gr. (15. gr. stj.skr.). Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þing- deild og neðri þingdeild. I efri deildinni sitja 14 þingmenn, í neðri deildinni 26. Þó má breyta tölum þessum með lögum. 6. gr. (17. gr. stj.skr.). Kosningarrétt til alþingis hafa: a, allir bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð 'til allra stétta; þó sknlu þeir, sem með sérstaklegri á- kvörðun kynnu að vera undan- skildir einhverju þegnskyldugjaldi, ekki fyrir það missa kosningarrétt sinn; b, kaupstaðarborgarar og aðrir karl- menn í kaupstöðum, sem eigi eru öðrum háðir sem hjú, ef þeir gjalda ‘í bein bæjargjöld að minsta kosti 4 kr. á ári; c, þurrabúðarmenn og aðrir karlmenn í hreppum, sem eigi eru öðrum háðir sem hjú, ef þeir gjalda til sveitar að minsta kosti 4 kr. á ári; . d, embættismenn, hvort heldur þeir hafa konunglegt veitingabréf eða þeir eru skipaðir af því yfirvaldi, sem konungur hefir veitt heimild til þessa; e, þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann, eða embættispróf við preetaskólann eða læknaskólann í Reykjavík, eða eitthvert annað þess háttar opinbert próf, sein nú er eða kann að verða sett, þó ekki sóh þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir. Þar að auki getur enginn átt kosningar- rétt, nema hann só orðinn fullra 25 ára að aldri, þegar kosningin fcr fram, hafi óílekk- að mannorð, hafi verið heimilisfastur i kjördæminu eitt ár, sé fjár síns ráðandi og honum sé ekki lagt af sveit, eða, hafi hann þegið sveitarstyrk, að hann þá hafi endur- goldið hann eða honum hafi verið gefinn hann upp. Stafliðunum b og c má breyta með lög- um. 6. gr. (19. gr. stjskr.). Hið reglulega alþingi skal koma saman fyrsta virkan dag i júlimánuði annaðhvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan sam- komudag sama ár. Breyta má þessu með lögum. 7. gr. (1. liður 25. gr. stj.skr.). Fyrir bvert reglulegt alþingi, undir eins og það er saman komið, skal leggja frum- varp til fjárlaga fyrir ísland fyrir tveggja ára fjárhagstímabilið, sem í hönd fer. Með tekjnnum skal telja tillag það, sem sam- kvæmt lögum um hiná stjórnarlegu stöðu íslands i rikinu 2. jan. 1871, 5. gr., sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóði til hinna sórsdaklegn gjalda íslajids, þó þaimig, að gneiða skuE %nár fraun ai tú- lagi þessu útgjöldin til hinnar æðstu inn- lendu 8tjórnar íslands, eins og þau verða ákveðin af konunginum. 8. gr. (28. gr. stj.skr.). Þegar lagafrumvarp er samþykt i annarri- hvorri þingdeildinni, skal það lagt fyrir hina þingdeildina í því formi, sem það er samþykt. Verði þar breytingar á gjörðar, gengur það aftur til fyrri þingdeildarinnar. Verði hér aftur gerðar breytingar, fer frumvarpið af nýju til hinnar deildarinnar. Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deildirnar saman i eina málstofu, og leiðir þingið þá málið til lykta eftir eina umræðu. Þegar alþingi þannig myndar eina mál- stofu, þarf til þess, að gjörð verði fnlln- aðarályktun í máli, að meir en helmingur þingmanna úr hvorri deildinni um sig sé á fundi og eigi þátt i atkvæðagreiðslunni; ræður þá atkvæðafjöldi úrslitum um hin einstöku málsatriði, en til þess að laga- frumvarp, að undanskildnm frumvörpum til fjárlaga og fjáraukalaga, verði samþykt í heild sinni, þarf aftur á móti að minsta kosti, að tveir þriðjungar atkvæða þeirra, sem greidd eru, séu með frumvarpinu. 9. gr. (34. gr. stj.skr.). Ráðgjafinn fyrir Island á samkvæmt em- bættisstöðu sinni sæti á alþingi, og á hann rétt á að taki þátt í umræðunum eins oft og hann vill, en gæta verður hann þing- skapa. I forföllum ráðgjafa má hann veita öðrum manni umboð til þess, að mæta á alþingi fyrir sina höud, en að öðrum kosti mætir landshöfðingi fyrir hönd ráðgjafa. Atkvæðisrétt hefir ráðgjafinn eða sá, sem kemur í hans stað, þvi að eins, að þeir séu jafnframt alþingismenn. 10. gr. (36. gr. stj.skr.). Hvorug þingdeildin má gera ályktun um neitt, uema meir en helmingur þingmauna sé á fundi og greiði þair atkvæði. 11. gr. (2. ákv. um stundarsakir). Þangað til lög þau, er getið er um í 2. gr. (3. gr. stj.skr.), koma út, skal hæstirétt- ur rikisins dæma mál þau, er alþingi höfð- ar á hendur ráðgjafanum fyrir ísland út af embættisrekstri hans, eftir þeim málfærslu- regiurn, sem gilda við téðan rétt. * * * Elutningsmenn framangreinds frum- varps eru þeir dr. Valtýr Guðmunds- son, Ólafur Briem, Stefán Stefónsson kennari og Jóh. Jóhannesson. Málið er til 1. umr. í dag. Eina huggunin. riðið er, að nafnið veiti því einhverja huggun, einhverja fró í raunum þess. |>að væri illa gert, að meina því það, ór því það er eina huggunin. Þilskipaafli í Reykjavík m. m. Hér er lausleg skýrsla um aflann á þilskip hér í bænum vorvertíðina 1901. Geir Zoéga'£\“\^. . á 9 skip um 140,000 Th. Thorsteinsson — 7 — Ásgeir Sigurðsson — 6 — Helgi Helgason . — 4 Sturla Jónssou . — 3 B. Guðmundsson — 3 Engeyingar ... — 3 Jón Þórðarson . . — 2 Þ. Þorsteinss. o. fl. — 1 skip 144,000 137,000 45,000 47,000 55,000 53,000 30,000 31,000 30,000 30,000 15,000 25,000 22,900 19,000 12,000 aflað um Nic. Bjarnas. o. fl. — 1 E. Filippusson . . — 1 J. P. T. Bryde . — 1 Jóh. Jósefsson . . — 1 Sig. Jónsson o. fI, — 1 G. Jónsson o. fl. — 1 Þ. Guðmundsson — 1 Alls hafa þessi 45 835,000; til samanburðar má geta þess, að í fyrra var aflinn um 548,000 á 36 skip. Þessir skipstjórar bafa aflað mest á skip: Þ. Þorsteinsson . Kfistinn Magnússon Björn Ólafsson . . Sigurjón Jónsson Stefán Daníelsson . Magnús Brynjólfsson »Valdimar« 27,500 Jón Bjarnason . . . »ísabella« 27,500 Árni Hannesson »A. Turnbull« 26,000 Krisján Kristjánsson »Egill« 25,000 Ellert Schram . . . »Sigríður« 24,600 Útivistartími skipanna misjafn tölu- vert. Sum, hin smærrí, komu inn 12. f. m., en flest frá 20. s. m. og fram yfir mánaðamót. Seltirningar hafa fengið á 6 skip um 134,000 — mest á skip (»Kristofer«) 28,000. Eitt ókomið þar («Caroline«). Af nesinu gengu í fyrra 10 skip og fengu vorvertíðiua um 152,000. Aflinn því meiri bæði hór og þar að tiltölu nú en þá. Alt heldur vænn fiskur, öllu betri en í fyrra. »Georg«' 31,900 »Björgvin« 30,000 »Guðrún« 30,000 »Emilie« 29,000 »Hildur« 29,000 Eina huggun afturhaldsmálgagnsins í raunum þess ót af horfunum í stjórn- arbótarmálinu á þessu nýbyrjaða þingi er, að það só eklci valtýska, þetta sem ofan á ætlar að verða, þrátt fyrir það, þótt aðrir viti og skilji óðara, að það er hann (dr. V.) og han3 flokksmenn, sem sigurinn unnu þingsetningardag- inn, að hann (dr. V.) flytur ásamt 3 þm. öðrum stjórnarskrárfrumvarp það, sem nó liggur fyrir þinginu, og loks, að frumvarpið heldur sór alveg við sama grundvöll og frumvörpin frá síðustu þingum, þann grundvöll, sem stjórnin hefir lýst yfir að hón vildi þýðast tid samkomulags, en fer ekki fet þar ót fyrir, þ. e. ót á þá braut, sem hón hefir aftekið. En sé afturhaldsmálgagninu nokkur fróun í, að stjórnarbót þessi sé kend við annan eða aðra en Valt.ý, þá ætti öllum að vera það meinfangulaust. Afturhaldsmálgagnið hefir oft, sjálf- sagt 20 sinnum, sagt, að valtýskan væri dauð. Hón hefir aidrei lifað bet- ur en undir þeim ópum, og mega því stjórnarbótarvinir óska helzt, að mál- gagnið linni þeim aldrei; þ a ð er ör- ugt feigðarmark á stefnu þ e s s . þóknist málgagninu að kalla val- týskuna í búningi hennar á þessu þingi t. d. benedizku, þjóðólfsku eða jafnvel flóamensku (í höfuð á »þing- manni Flóamanna#), þá mun emginn fara að amast neitt við því, Aðalafcr Mikilfenglegar I fiskiraimsóknir. Mikilfengleg samtök hafa komist á í vor fyrir forgöngu stjórnanna á Norður- löndum til að rannsaka höfin, einkum með hliðsjón á fiskiveiðum. Danir, Norð- menn, Svíar, Þjóðverjar, Rússar, Hollend- ingar, Belgir og Englendingar sendu fulltrúa á fund, sem haldinn var í Kristjaníu í maímánuði í vor, til þess að hrinda málinu áleiðis. Árskostnaður- inn er áætlaður um 80 þús. kr., og verður hann lagður fram af þeim þjóð- um, er eiga þátt í fyrirtækinu. Þjóðirnar eiga að skifta' á milli sín höfunum, og er það nokkuð kynlegt, að Rússum og Norðmönnum er ætlað að rannsaka sjóinn umhverfis strendur ís- lands. Virðist hætt við, ef þeirri til- högun verður ekki breytt, að rannsóknir hér við land dragist. Á annan hátt er þó ekki vonlaust um, að þessi sn,mtök verði oss til gagns. Farmaður fyrirtækisins, þýzkur vís- indamaður, sein H e r w i g heitir, fekk íundinn í Kristjaníu til að samþýkkja áskorun til þjóða þeirra, er fulltrúa höfðu sent, um að styðja að ritsíma- lagningu hiíigað til lasnds.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.