Ísafold - 10.07.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.07.1901, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Upp8Ögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík miövikudaginn 10. júlí 1901. 46. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadriúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram) xxvra. árg. I. 0 0. F. 837199 Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafh opið hvern virkau dag k).12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) ind., mvd. og ld. tii ótlána. Okeypis lækning á spitals.num á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar fc. 11-1. Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Ný landshöíðingja-nafnbót. Stjórnarbótarfrv. afturhaldsliðsins. Afturhaldsliðið hefir sýnilega örvænt um að geta fengið meiri hlutann í neðri deild til þess að f e 11 a stjórn- arbótarfrumvarpið. Fyrir þvi hefir það ráð verið tekið, að 11 e y g a það, leita fyrir sór, hvort ekki væru svo veikar sálir til í stjórnarbótarflokkin- um, að þær kynnu að láta ginnast til að fara enn að samþykkja stjórnar- skrárbreytingar út í loftið, án nokk- urrar vonar um staðfesting. í því skyni hefir afturhaldsliðið komið með sjálfstætt frumvarp í stjórnarskrármálinu. |>ar eru tekin upp breytingaatriðin úr frumvarpi stjórnarbótarmanna. Bn svo er jafn- framt bætt inn í atriðum, sem eiga að verða málinu að falli hjá stjórn- inni og auk þess mundu verða hin stórkostlegasta skemd á frumv. stjórn- arbótarmanna, þó að vér ættum kost á þeim, svo mikil skemd, að stjórnar- bótin yrði að engu nýt. En dýrt kaupa stjórnarbótarfjendur, sumir hverir að minsta kosti, þessa flekunartilraun. Fróðlegt þætti oss, til dæmis að taka, að sjá inn í hugskot F lóa- mannaþingmannsins, síðan er nafn hans var ritað franaan á þetta nýja frumvarp, — ef hann er þeirri Bkynsemi gæddur, að hann skilji, hvað þar stendur, sem reyndar er nú í meira lagi vafasamt. Ár eftir ár, mánuð eftir mánuð, Viku eftir viku hefir hann verið með fortölur í afturhaldsmálgagni sínu út af setu ráðgjafans 1 ríkisráð- i n u. í því hefir aðalviðurstygð val- týskunnar verið fólgin, eftir hans kenningu, að ráðgjafanum væri ætlað að eiga þar sæti eftirleiðis, eins og að undanförnu. Sá agnúi gerir alla aðra stjórnarbót ónýta og skaðsamlega, hefir afturhaldsmálgagnið stöðugt pré- dikað — ónýta, af því að ríkisráðið mundi drotna yfir ráðgjafanum, skað- samlega, af því að ráðgjafinn væri þá »lögfestur« í ríkisráðinu. |>ess vegna hefir verið fyrsta og æðsta boðorðið þeim megin: ráðgjafann út úr ríkisráðinu! Allir, sem ekki að- hyltust það boð, voru að sjálfsögðu óþjóðhollir stjórnarvinir og landráða- menn. Og nú flytur afturhaldsliðið á þingi — þar á meðal ritstjóri afturhalds- málgagnsins — stjórnarskrárbreyting- ar-frumvarp. sem á sammerkt val- týskunni að því leyti, að eftir því er láðgjafa, eða réttara sagt, ráðgjöfum vorum ætlað að sitja kyrrum í ríkis- ráðinu! Svo dýrt hefir verið keypt vonin um það, að geta flekað einn eða tvo úr stjórnarbótarliðinu til þess að hverfa f r á skynsamlegri stjórnarbót, sem vér getum fengið, og a ð gersamlega óskyn- samlegri stjórnarskrárbreyting, sem vér getum ekki fengið. Svo mikíð gefa þeir fyrir að halda oss niðri í sama feninu og að undan- förnu. Svo mikið vilja þeir til þess vinna, að halda valdinu í höndum sömu mannanna, sem nú hafa það. Fyrir því berjast þeir og engu öðru. Mergurinn málsins í frumvarpi aft- urhaldsliðsins er sá, að vér skulum hafa tvo ráðgjafa, sem báðum er ætl- að að eiga sæti í ríkisráðinu. Annar ráðgjafinn á að vera búsettur hér á landi, hinn í Kaupmannahöfn. Báðir hafa þeir rétt til að skrifa undir lög og stjórnarráðstafanir með konungi. Öllum er vitanlegt, að þetca fyrir- komulag er ófáanlegt. Lands- höfðingi hefir í bréfi til stjórnarinnar, dags. 20. desbr. 1895, tekið það fram, að það séóhugsanlegt og að það geti eigi komið til nokkurra m á 1 a, að ráðgjafi sé búsettur hér á landi, sem eigi að skrifa undir með konungi. Og þó ætlaði landshöfðingi þá ráðgjafanum að vera utan ríkisráðs- ins. Stjórnin félst á ummæli lands- höfðingja í ráðgjafabréfi, dags. 29. maí 1897, að því er búsetuna snertir. En aðalröksemd hennar gegn búsetu ráðgjafa hér á landi er auk þess fólg- in í því, að hann eigi að sitja í ríkis- ráðinu. Með því að ráðgjafinn á þar að eiga sæti, »þá þarf engra frekari sannana við«, segir stjórnin, »til að sýna fram á það, að eigi geti komið til mála að flytja til íslands frá að- setri 8tjórnarinnar og úr aðseturstað konungs ráðgjafa þann, er trúað væri fyrir æðstu stjórn hinna sérstöku mál- efna íslands, og ábyrgð þeirra mála því hlyti að hvíla á honum«. Skýrara, afdráttarlausara getur af- svarið ekki verið. En þó að vér ættum kost á þessu stjórnarfyrirkomulagi, ættu allir þjóð- ræknir menn að berjast á móti því með hnúum og hnefum. því að slíkt stjórnarfyrirkomulag yrði í reyndinni hér um bil sama stjórnarfyrirkomulag- ið, sem vér nú höfum — munurinn mestur sá, að það mundi valda enn meiri vandræðum og óánægju. Mergurinn málsins í breytingum þeim, er Btjórnarbótarflokkurinn berst fyrir, er sá, að enginn ráðgjafi hafi ástæðu né tækifæri til að fjalla um sérmál þjóðar vorrar annar en sá, sem er í samvinnu við þingið og ber fyrir því eigi að eins lagalega, heldur og siðferðislega ábyrgð. Mergurinn málsins i breytingum afturhaldsliðsins er sá, að um sérmál þjóðar vorrar skuli jafnframt eiga að fjalla ráðgjafi, sem aldrei kemur hing- að til lands, ekkert hefir saman við oss að sælda, ráðgjafi, sem vitanlega væri dómsmálaráðherra Dana, eins og ráðgjafi vor hefi verið að undanförnu, maður, sem að sjálfsögðu yrði settur í ráðgjafasessinn án nokkurrar hlið- sjónar á afstöðu hans til sérmála vorra. jþessir tveir ráðgjafar afturhalds- Iiðsins gætu haft gersamlega andstæð- ar skoðanir á þjóðmálum vorum. Og bæri þeim eitthvað á milli, má geta nærri, hvor þeirra stæði betur að vígi — sá, sem búsettur væri hér úti á íslandi, eða hinn, sem alt árið um kring ætti kost á að gera konungi grein fyrir skoðunum sínum og væri auk þess í hinni nánustu samvinnu við alla ríkisstjórnina. |>es8Í ráðgjafatign hér yrði engin stjórnarbót, heldur eingöngu ný nafn- bót fyrir landshöfðingja. Annað er henni ekki heldur ætlað að vera af öðrum en þeim, sem ekki hafa áttað sig á þessu mjög svo óheillavænlega frumvarpi afturhaldsliðsins, — ef menn- irnir á annað borð gerðu sér nokkura von um að þetta fyrirkomulag kæmist' á nokkurn tíma hér á landi. Og fyrir þessa nýju nafnbót Iands- höfðingja, sem þjóðin hefir ekkert gagn af en henni geta staðið mikil vand- ræði af, er íslendingum ekki aS eins ætlað að borga 12,000 kr. um árið í ráðgjafalaun, heldur og hver veit hve mikið af ráðgjafaeftirlaunum, afarmik- inn stjórnarskrifstofukostnað o. s. frv.' Bvona er nú farið þeirri stjórnarbót, f stuttu máli, sem afturhaldsliðið hefir á boðstólum frá sinni hendi. Er ekki ástæða til þess að brúnin lyftist á ís- lendingum? Vér spáum því, að hún lyftist á fá- um. Stjórnarbótarmenn, sem nokkuð botna í 8tjórnarmáli voru, sjá allir, að hér er verið að visa mönnum inn á versta glapstig, bjóða þeim stein fyrir brauð. Og hinir, sem að gömlu stefnunni hallast, þeirri, sem kend er við Ben. heitinn Sveinsson, sjá, að hér er afneitað aðalatriðinu í allri þeirra rökfærslu, svikist burt frá öllu því, sem afturhaldsliðið hefir lát- laust verið að lemja inn í höfuðin á þeim ár eftir ór. Fylkingarnar verða áreiðanlega þunn- skipaðar utan um þingmenn Snæfell- inga og Flóamanna f þessum leiðangri þeirra. Bókmentafélagsfundur. Aðalfundur var haldinn hér í deild í fyrra dag í Iðnaðarmannahúsinu, og fór þár fram það er hér segir: 1. Forseti mintist fyrst látinna félags- manna, þeirra Jóns prófasts Gutt- ormssonar í Hjarðarholti, síra Magn- úsar Jónssonar í Laufási, stúdents og kaupmanns Péturs Guðjohnsens á Vöpnafirði og sérstaklega heiðurs- félaga kaupmanns Hjálmars John- sens í Kaupmannahöfn, sem á marg- an hátt hafði hafði sýnt félaginu staka velvild. 2. Forseti skýrði frá efnahag déildar- innar, nú í sjóði 500 krónur, er prentsmiðjuskuld var greidd af landssjóðsstyrk þ. á. Svo skýrði og forseti frá brófi Hafnardeildarinnar um hag þeirr- ar deildar, átti hún í sjóði fullar 18,000 kr. nú um síðustu árslok; hann gat og um væntanlegar bóka- útgáfur þeirrar deildar þ. á. 3. Frá stjórnarnefnd Hafnardeildar- innar var komin áskorun um, að halda áfram útgáfu Sýslumanna- æfanna; og tjáði stjórn vorrar deildar sig því hlynta, en ennþá lægi eigi fyrir, með hvaða kostum þeirri útgáfu yrði haldið áfram. 4. Forseti las upp bréf frá Lands- bókasafnsnefndinni um kaup á handritaaafni Bókmentafélagsins; gengur nefndin að því boði að gefa fyrir það 22,000 kr., er borgist á 22 árum með 1000 kr. á árí, en vextir greiðast eigi. Forseti lýsti því yfir, að nú mætti vænta endan- legra samninga um þetta mál, nú í sumar, og kæmi þá alt handrita- safnið inn í Landsbókasafnið. 5. Forseti skýrði síðan frá, að ársbæk- ur deildarinnar væru prentaðar, nema hvað beðið hefði verið að fullprenta Skírni til þess að geta komið skýrslu þessa aðalfundar inn f þenna Skírni. 6. Forseti gat þess, að bréfafélagi Jón Borfirðingur hefði nú sem fyr sýnt félaginu velvild sína með því að senda því rímnahandrit. 7. Samþykt var með öllum atkvæð- um að fela væntanlegri stjórn að ráða Skfrnisritara þetta ár. 8. Forseti skýrði frá því, að niðursettu bókunum hefði fækkað svo við sölu, að stjórnin hefði eigi viljað nota lengur heimild sína til að selja meira af bókunum með niðursettu verði. 9. Rektor B. M. Ólsen spurði um, hvaðan þau ókvæði væri komin á kápu Tímaritsins, að ritgerðir skyldu vera prentaðar með réttritun Blaða- mannafélagsins, og skýrði forseti frá, að Tímaritsnefndin hefði ókveð- ið það. Alllangar umræður urðu um starf- svið Tímaritsnefndarinnar og skiln-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.