Ísafold


Ísafold - 10.07.1901, Qupperneq 3

Ísafold - 10.07.1901, Qupperneq 3
183 þeir ekki heyit suDgið í sýslunni. Má það óefað þakka hinni ágætu stjórn Bigurgeir3, enda hér saman komnir beztu söngmenn sýsIunDar. Guðm. Friðjónsson mintist Islend- inga erlendis og mæltist vel að vanda, þá var dagskrá lokið. Eftir það toluðu ýmsir; þar á með- al síra Matthías JochumssoD, um hinn guðlega mátt í manninum, og sveif hann í anda fyrir ofan þoku þá, er í loftinu var, sem fæstir munu hafa komist upp úr af þeim, er við vorú staddir. Sigurjón á Sandi talaði um hinn líkamlega mátt og þrótt og þjóðlegar íþróttir. þá voru kveðnar úr áheyrenda hóp nokkrar saknaðarvísur til Aðaldals og héraðsins eftir ýmsa höfunda undir forystu Friðjóns Jónssonar Mývetn- ings. Steinþór Bjarnarson las upp brjef frá Jóni Stefánssyni á Litluströnd, er var veikur og gat því ekki komið, kveðju til fundarins og árnaðaróskir. Jón þorsteinsson á Arnarvatni las upp kvæði eftir (sjálfan sig, sem þótti mjög gott. Ólafur Jónsson, unglingspiltur frá Fjöllum í Kelduhverfi, talaði þá um Ameríkuferðir og orsakir þeirra. Undir fundarlok mælti síra Jónas á Hrafnagili nokkur hlýleg þakkarorð til fundarins og héraðsmanna yfirleitt og mæltist til þess, að söngflokkurinn syngi: »Vegir skiljast, héðan burt skal halda«; og varð söngflokkurinn við þeim tilmælum. þá var komið mið- nætti og menn fóru að hafa sig til brottfarar. Munu flestir hafa farið ánægðir Samkoman fór að öllu vel fram. Veitingar voru seldar (kaffi og súkku- laði), en áfengi var alls ekki fáanlegt, enda enginn ölvaður. Laugarnesspítalinn. Sjúklingarnir í Laugarnesspítala höfðu efnt til ofurlítillar minjagjafar handa stórsír Dr. Petrus Beyer, er afhent var honum þar í gær og flutt þar með fylgjandi kvæði, er spítala- presturinn, síia Friðrik Friðriksson, hafði ort í þeirra nafni og snúið á dönsku. Gjöfin var skrautbúið album, er skorið var framan á með höfðaletri eftir Stef. Eiríksson: Dr. P. B. Með þökk frá sjttklingum Laugarnesspítal- ans 1901«. En innan í var kvæðið skrautritað af kand. Lárusi Halldórs- syni, Síra Friðrik ávarpaði stórsírinc nokkurum orðum fyrir hönd gefend- anna, og hann sváraði hjartnæmum kveðjuorðum til sjúklinganna. Kvæðið er svo látandi: Þú kæri vinur, koma þín oss gleður, Með kærleik æ þú hugsar um oss bezt. Þá fyrst oss komið finst hár sumarveður Með fró og yl, er höfum þig sem gest. Þín minning rituð er í okkar hjörtum Og ætíð skín hún þar með geislum hjörtum. Vér heilsum þér, til hússins er þú kemur, Sem hefir þú og bræður þinir reist. Það hæli, þar sem höndin likn sér temur, Þar hvíld og næði hefir okkur veizt; Þar minnir alt á mæta vini góða, Sem mildi’ og likn oss hafa fram að bjóða. Þótt npp til hæða oft á næturstundum Eitt andvarp stígi voru brjósti frá, Og svíði við og við í sárum undum, Oss sendir kærleiksgnægð þin huggun þá; Vér brosum þá svo títt i gegnum tárin, Það traust oss veitir til að bera sárin. I raun oss beztur ertu, okkar vini Því instu þökk af hjarta færum vér; Hún birtist þér í blíðu aftanskini Og hrosir þar svo glöð á móti þér. í kvöldhæn okkar oft fær guð að heyra Þitt itra nafn; vér getum ekki meira. Þau einu laun vér höfum fram að færa Þér fyrir alt þitt starf og hjálp í þrant; En guð þér launar, líknarumbun skæra Hann lætur, vinur, falla þér í skaut. Og gæfusól með sælu hrautir vefur Og sérhvað, er þú þráir, hann þér gefur. Sú vón oss gleður, vér æ njóta fáum Þess vinarþels, er sýnt oss hefir þú, Þvi gleðilind það er oss aumum, smáum, Sem yfir hafið leggur til þín brú; Vér treystum því, að aldrei oss þú gleymir, Og út frá þeirri vissu gleðin streymir. Svo velkominn til vorra gömlu stranda Og velkominu á vorre feðra storð, Sú kveðja hljómar þér með þökk til handa Með þúsund hjartafólgin vinarorð. Frá hjartarótum rennur kærleiksylur. Þú raunir vorar hezt af öilum skilur. Fr. Fr. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fundur 4. þ. m. samþykti tillögu frá skólanefnd bæjarins um að koma á fót í barnaskólanum næsta vetur kenslu í skólaiðnaði og handavinnu. Kostnaðaráætlun 800 kr. til stofnunar og um 290 kr. árlegur kostnaður. Málaleitun frá landlækni um, að bæjarstjórn finni ráð til að afstýra því, að haft sé á boðstólum heilsu- spillandi kjöt, var frestað þangað til komín væri í kring væntanleg breyting á bæjarstjórnartilskipuninni. Málinu um veg yfir Landakotstún frestað.m. m. Heimild veitt fátækranefnd til að kaupa bæ handa fátækrasjóð fyrir 1000 kr. og skyldi taka lán til þess fyrir bæjarsjóð. Veittar 40 kr. til einkennisbúnings handa Sig. Péturssyni lögregluþjóní. Samþ. brunabótavirðingar: Presta- skólahúsið 4465 kr., hús Helga og Guðjóns Guðmundssona við Hverfis- götu 3385 kr., hús Brynj. Jónssonar við Laugaveg 2190 kr., fiskgeymsluhús Ásg. kaupm. Sigurðssonar í Skugga- hverfi niður við sjó 2000 kr. Bankamálið. Nefnd skipuS í þaS mál í dag í neSqi d. til íhugunar og væntanlega frum- varpsskrásetningar, meS hlutfallskosn- ingu að vanda — 3 úr framfaraflokkn- um: Björn Kristjánsson, GuSl. GuS- mundsson og ÞórSur J. Thoroddsen, en 2 af afturhaldsliSinu: Lárus H. Bjarna- son og Tr. Gunnarsson. UmræSur litlar: ÞórSur J. Thorodd- sen og Tr. Gunnarsson (sömu ræSuna sem á þingmálafundi Reykvíkinga). Stjórnarbótarnefnd. Skipuð var í neðri deild í umræðu- lok laugardag 6. þ. m. með hlutfalls- kosningu 7 manna nefnd til að íhuga stjórnarskrárfrv. þeirra dr. Valtýs, — fjórum stjórnarbótarvinum: dr. Val- tý, Skúla Thoroddseo, Guðl. Guðm. og Ó'l. Briem, og þremur úr hinum flokkinum: H. Hafst., B. B. þm. B., og Lárus H. Bj. Til sömu nefndar var vísað í gær stjórnarskrárfrumvarpi afturhaldsliðs- liðsins; fyrir kurteisis sakir e k k i felt frá nefnd né umræðum. Forspjallsvísindapróf við háskól- ann leystu af hendi i f. mán. þessir islenzku stúdentar: Signrjón Markússon með ágætis- eink.; Grnðmundnr Þorsteinsson, Jón ísleifs- son, Jón Stefánsson, Páll Egilsson, Páll Sveinsson og Sveinn Björnsson með 1. eink.; Páll Jónsson, Lárus Fjeldstedog Vernharður Jóhannsson með 2. eink., Adolph "VVendel með 3. Lagapróf við háskólann, fyrri hluta, tóku í 'f. mán. 2 stúdentar héðan: Axel Schierbeck og Sigurðhr Eggerz. Síðdegisguðsþjónusta engin i dóm- kirkjunni næsta sunnudag; sira J. H. íferð. Þingmannskosning Dalamanna. Sameinað þing feldi í gær með 16 atkv. gegn 16 að láta nefnd rannsaka kærurnar út af þingmannskosning Dalamautia. Samkvæmt því sér þingið enga ástæðu til að víta það neitt, þó að kjörfundar- boS komi ekki til kjóseuda fyr en 4 dögum fyrir kjörfund, né þó að kjör- stjórnaroddviti steyti lmefana framan í kjósendur, né þó að hanu láti þau orð sér um munn fara á fundinuni, sem kjóseudur hafa ástæðu til aS skilja sem hótanir. Svo lítils hefir helmingi þingsins þótt vert um kærur út af slíkum atriðum sem þessum, að ekki sé einu sinni fyrir því hafandi, aS grenslast eftir, hvernig í málinu liggi. Af því verður ekki annaS ráðið en þaS, aS þingið lýsi yfir því, aS slíkt atferli só óaðfimianlegt, gott, réttmætt, fyllilega löglegt. Sjálfsagt gerir löggjafarþingið þetta í því skyni, aS styðja og efla virðingu landsmanna fyrir lögunam. Ekki er hins til getandi, að þingiS vilji veikja hana eSa níða hana úr mönnum. Ejn víst er um það, að eftir þessu verSur ekki kjörstjórnaroddvitum vand- lifað hér á landi eftirleiðis, ef það kosn- ingafyrirkomulag skyldi haldast, sem þjóðin á nú við að biia. Med rannsóknarnefnd mæltu: dr. Valtýr Guðmundsson og Guðl. GuS- mundsson. Móti henni mælti Lárus Bjarnason. Siys í Héraðsvötnum. þar voru á ferð fyrra miðvikudag, 3. þ. m., nokkrir eDskir ferðamenn, undir forustu Mr. F. W. W. Howells frá Birmingham, er hér hefir ferðast um mörg ár víða um land, með smáa og stóra ferðamannahópa. Hann og þeir félagar, tvenn hjón ensk, höfðu komið á land í Húsavík, ferðast þaðan til Dettifoss, Ásbyrgis og Mývatns, og þá vestur til Akufbyrar og Skagafjarðar; ætluðu þaðan suður Kjöl og ná hér í Botníu 12, þ. m. þeir giatu á Silfra- stöðum aðfaranótt miðvikudagsins og ætluðu þann dag fram í Mælifellsdal. Hér^ösvötn voru í meira Iagi, vegna hita og sólbráðar á fjöllum. Mr. How- ell þótti tafsamt að fara þau á ferju með farangur af nál. 30 hestum, og fekk til 2 menn úr Blönduhlíð að reyna vöð á þeim. þeir töldu þau reið undan Úlfsstöðum, og var lagt þar yfir þau. Vötnin renna þar í 3 kvíslum. Gekk vel yfir 2 eystri kvísl- arnar. Konurnar ensku voru látnar farafyrstar, og teymdu 2 fylgdarmenn undir þeim, þeir er vaðið höfðu valið. þegar þær voru langt komnar í 3. kvíslinni, og hinir, eiginmenn þeirra og Mr. Howell, ætluðu að þræða vað- ið á eftir þeim, Ienti hestur heldur uéðarlega hjá öðrum þeirra og fór nær á kaf, en hafði sig upp úr með manninu og yfir um. Mr. Howell var ofurlítið á eftir og heldur sömu leið og landar hans, — þ. e. heldur neðar- lega á vaðinu. Honum barst á á sama stað og hinum, en kipti í taum- inn, svo að hesturinn snaraðist aftur á bak og því næst á hliðina, en mað- urinn hrökk aftur af honum og hvarf nær samstundis; sást að eins einhver hreyfing til fótanna um um leið og stranmurinn tók hann niður ána; sund- tökum virtist hann eigi bregða fyrir sig, enda fuilyrða kunnugir, að hann muni hafa ósyndur verið. Hesturinn svamlaði yfir um klaklaust. Leitað var líksins þann dag allan með fram ánni, og fanst hvergi. Hitt ferðafólkið hætti við ferðina suður og hvarf aftur til Akureyrar. Mr. Howell var kunnur hér orðinn um land alt, vandaður gæðamaður, prúður og guðrækinn. Ferðabók er til eftir hann um ís- land, allvel sarnin og með miklum myndum. Kynlegar mentamanna-skoðanir. Einkennilegar og afarkynlegar skoð- anir komu fram hjá tveirnur hálærð- um vísindamönnum á Bóbmentafélags- fundinum síðast. Annar þeirra var dr. B j ö r n M. Ó 1 s e n rektor. Hann hafði, eins og nærri má geta, stórhneykslast á því, að ritnefnd Tíjna- ritsins skyldi hafa krafist þess að Tímaritjð yrði alt prentað með stafsetning Blaðamannafélagsins. I umræðum um það mál kom fram nokk- ur skilningsmunur á 7. gr. félagslag- anna, að féiagið megi xengu breyta í neins manns riti«. Rektor skildist svo, sem þetta ætti líka við stafsetn- inguna, og hann taldi það rituefnd- inni tii gildis undir sinni stjórn, að hún hefði verið svo varfærin að breyta engu f stafsetning í ritgerð eftir Grím Thomsen, enda þótt stafsetning höf. á þeirri ritgjörð ðé svo háttað, að sömu orðin eru þar stöfuð á fleiri en einn veg. 8vo milda taldi rektor helgi stafsetningarinnar hjá þessum látna höf., sem vitanlega kunni enga íslenzka stafsetning og aldrei gerði stafsetníng að neinu kappsmáli, að hann taldi gersamlega ófært að semja við ekkjuna um breytingar á því at- riði. þar á móti hafði vismdaleg sam- vizka hans leyft honum að semja við ekkjuna um stórvægilegar e f n i s- breytingar á ritgjörðinni, all- miklar úrfellingar. Svo miklu melri er helgi stafsetnjngar en etfnis í augum þessa vísindamanns — og það jafnvel þótt stafsetningin sé hvorki sjálfri sér samkvæm né að öðru leyti neitt vit í henni. . Hinn var dr. Finnur Jónsson pró- fessor. Eins og getur um í fundarskýrsl- unni, var vakið máls á því á fundin- um að koma ritnefndarkosning í það horf, að ekki færi úr nefndinni nema einn maður á ári. Sú grein var fyrir þeirri breyting gerð, að með því einu móti gæti nokkur stefna eða »plan« orðið í Tímaritinu, að nefndin ætti ekki á hættu að verða öll að fara frá eftir eitt ár. Meðþeirri tilhögun, sem nú er og vórið hefir.væriekki unt að gera neina samninga við höf. um ritgjörðir, nema fyrir það ár, sem væri að líða, og afleiðingin af fyrirkomulaginu yrði sú, að ritnefndin ynni ekki annað verk en samþykkja þær ritgjörðir, er henni berast, eða hafna þeim, og gæti ekki afstýrt því, er svo bæri undir, að rit- ið yrði frámunalega fábreytilegt að efni og leiðinlegt fyrir allan þorra les- enda, eins og stundum hefði fyrir komið. þessari breytingu mótmælti prófes- sorinn með hinum afdráttarlausustu og kröftugustu orðum, lýsti yfir því sem óyggjandi vísdómi, að tímarit gætu enga stefnu og ekkert »plan« haft, og sér væri ofvaxið að skilja, hvernig menn hugsuðu sér annaðeins. Álgerlega rangt væri það líka, að nefndin færi að útvega ritgjörðir í það tímarit, sem henni er falið á hendur að gera úr garði; hún ætti og

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.