Ísafold - 10.07.1901, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.07.1901, Blaðsíða 4
184 Vín og Vindlar fæst ódýrast í verzluninni NYHÖFN, sérstaklega skal mælt með frönsku rauðvíni, sem selst fyrir 80 aura flaskan. mætti ekkert annað gera en dæma um þær ritgjörðir, sem henni væru sendar. Prófessorinn neitaði því, með öðr- um orðum, skýlaust, að nokkuru sinni gæti verið ástæða til þess að vekja athygli þjóðarinnar i tímariti á nokk- urum málum öðrum fremur; að nokk- uru sinni geti verið skynsamlegt að ræða fremur eitt efni en annað, og að sanngjarnt sé að afstýra því, að heil- ir árgangar af alþýðlegu tímariti séu fyltir efni, sem langfæstir kaupendur þess hafa nokkura ánægju eða gagn af. Mikilsverðar og vandlega hugsaðar eru þær leiðbeiningar, sem vér Is- lendingar fáum hjásumum þeim menta- mönnum vorum, sem mesta vísinda- virðing hafa hlotið! Bkki er furða, þó að vér höfum ríka tilfinning fyrir þeim notum, er vér höfum af lærdómi þeirra og vitsmun- um ! Með gufusk. Botníu, sem kom aft- ur i gær af Vestfjörðum, kom aftur skóla- stjóri Jón Pórarinsson. Maður druknaði af Botníu á leið- inni að vestan, datt útbyrðis, bróðir Sig- hvats Bjarnasonar bankabókara, Þorbjörn Bjarnason. Mokafli við Isafjarðardjúp enn sem fyr í sumar. Presthólamálið.' Tilrauninni til málamiðlunar með Núpsveitingum og fyrv. sálnabirði þeirra, síra Halldóri Bjarnársyni, svo að hann gæti komist að brauðinu aft- ur, lauk svo á þar til kvöddum fund- um nú um Jónsmessuleytið, sem settur prófastur stýrði, að Presthólasöfnuður af- segir hann nær einum rómi, en Ásmundar- staðasöfnuður óskar mestallur prestsþjón- ustu hans; vill þá ganga aftur í þjóðkirkj- una; en — hinn, Presthólasöfnuður, jafn- ráðinn í að ganga þá úr henni. Veðuratlmganir i Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 19 0 1 júlí Loftvog millim. Hiti (C.) CT- Cl" < CD Cfc P <-t cr S <5f SkfmagnJ Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Ld. 6. 8 754,5 9,8 E 2 9 1,9 7,5 2 752,9 13,5 S 2 10 9 752,6 10,5 8 1 10 Sd. 7. 8 751,8 12,1 8 1 10 0,1 9,0 2 749,9 12,8 SE 1 10 9 744,4 11,7 s 1 10 Md.fi, 8 748,5 10,2 sw 2 10 11,3 9,0 2 754,3 12,8 sw 2 10 9 757,4 8,8 8 1 9 Þd. 9. 8 759,5 9,3 0 9 0,8 6,9 2 760,1 11,6 8SW 1 10 9 760,0 9,6 8 1 10 I heljar greipum. Frh. tSegið þér honum, að vér Frakkar teljum öll trúarbrögð jafngóð*. •B’oringinn segir, að enginn nema guðlastshundur og hundssonur mundi láta Bér þau orð um munn fara, að öll trúarbrögð séu jafngóð. Hann eeg- ir, að ef þér séuð í raun og veru vin- ur kalífans, þá veitið þér kóraninum viðtöku og verðið sannur Múhameðs- trúarmaður tafarlaust. Ef þér gerið það, þá lofar hann fyrir sitt leyti að koma yður lifandi til Khartúmt. »Og ef eg geri það ekki?t »þá verður farið með yður eins og hina«. »|>á getið þér skilað kveðju minni til foringjans og sagt honum, að Erakk- ar séu ekki vanir að láta neyða sig til þess að skifta um trúarbrögði. Foringinn sagði nokkur orð, sneri sér svo við og ráðfærði sig við þrek- vaxinn Araba, sem stóð við hliðhans. »Hann segir, hr. Fardet«, mælti túlk- urinn, »að ef þér lúkið upp munni framar, þá muni hann fara svo með yður, að hundamir eti yður á eftir. Segið þér ekkert, sem geti orðið til þesB að spana hann upp; þvf að nú er hann að tala um, hvað gera eigi við okkur«. »Hvar er hann?« spurði hersirinn. •þetta er Ali Wad Ibrahim; sami maðurinn sem fór ránsförina í fyrra og drap alla íbúana í núbiska þorpinu«. »Eg hefi heyrt á hann minsti, sagði hersirinn. »Hann er alkunnur að því að vera hugaðastur og ofstækisfylstur af öllum foringjum kalífans. Guði só lof að konurnar hafa ekki komist í klær hans«. Arabarnir tveir höfðu borið saman ráð sín á þann óþýðlega hátt — eins og fáleikar væru með þeim —, sem tíður er með Suðurlandaþjóðum, en öðrum þykir svo kynlegt að sjá. Nú sneru þeir sér báðir að túlkinum, sem enn kraup á knó á sandinum; þeir létu hverja spurninguna reka aðra og bentu á hvern eftir annan af band- ingjum sínuin. Svo báru þeir ráð sín saman af nýju, sögðu loks eitthvað við Mansoor og létu honum skiljast með fyrirlitlegri bendingu, að hann gæti skýrt hinum frá. »Guði sé lof, herrar mínir! Nú held eg, að okkur sé óhætt fyrst um sinn«, sagði Mansoor og þurkaði af sér sand- inn, sem sat í svitanum á, andlitinu á honum. »Ali Wad Ibrahim segir, að þó að vantrúaðir menn eigi einskis að njóta nema sverðsoddanna af hálfu sona spámannsins, þá kunni samt að verða ábatavænlegia fyrir hersveitir Omdurmans að fá gull það, er látið verði af hendi sem lausnargjald fyrir ykkur. þangað til það kemur, getið þið unnið þrælavinnu hjá kalífanum, nema ef honum þóknast að drepa ykkur. þið eigið að setjast á bak lausu úlföldunum og verða hinum sam- ferða«. Foringinn hafði beðið, meðan á þessum skilaboðum stóð. Nú skipaði hann eitthvað með fám orðum; svert- ingi kom fram úr hópnum og hélt á löngu, dökklituðu sverði. Túlkurinn ýlfraði eins og héri, sem sér mörð, og fleygði sér aftur niður á sandinn eins og brjálaður maður. »Hvað er nú um að vera, Cochrane?« spurði Cecil Brown; — því að hers- irinn hafði verið í herþjónustu í Aust- urlöndum og var eini maðurinn í ferðamannahópnum, sem hafði ofurlitla hugraynd um tungu Araba. •Eftir því, sem eg kemst næst, seg- ir hann, að ekki sé til neins að halda túlkinum, því að enginn muni vilja gjalda neitt fyrir hann; og haun só of feitlaginn til þess að nokkurt gagn verði að honum sem þræl«. »Aumingja maðurinn !« sagði Brown. •Heyrið þér, Cochrane, segið þeim, að þeir skuli gefa honum grið. Við get- um ekki látið það við gangast, að honum verði slátrað hér fyrir augun- um á okkur. Segið þér þeim, að við skulum í samlögum útvega lausnar- gjaldið fyrir hann. Eg skal ábyrgjast hverja fjárhæð, sem mér er unt að standa skil á«. Embætti. Héraðlækni í Miðfjarðar- héraði befir landshöfðingi skipað i vor (15. maí) Björn G. BlöndaL, prakt. lækni á Blönduós, frá 1. júni þ. á. Frá sama tíma er Júlíus P. Halldórsson (í Klömbrum) héraðslæknir í Blönduóshér- aði. Pétur Jónsson. bóndi á Gantlöndum og alþingismaður, hefir af landshöfðingja verið skipaður nmboðsmaður yfir Norður- sýsluumboði frá fardögum þ. á. Brynjólfur Þorldksson landsh.skrifari skipaður af landshöfðingja 27. f. mán. í söngkenslusýslanina við lærða skólann. Skrifstofustjóri alþingis er nú dr. Jón Þorkelsson. Proclama. Hér með er samkvæmt skiftalögum 12. apríl 1878 sbr. opið bréf 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er til skulda eiga að telja í dánarbúi síra Tómasar sál. Hallgrímssonar á Völlum, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir undirrituðum skiftaráðanda inn- an 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Erfingjar á- byrgjast eigi skuldir búsins. Skrifst. Eyjafjarðarsýslu, 10. júníl901. Kl. Jónsson. Proclama. Með því að Jón bóndi Sveinsson í Staðartungu hefir framselt bú sitt til gjaldþrotaskifta, þá er hér með sam- kvæmt skiftalögum 12. apríl 1878 sbr. opið hréf 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er til skulda telja í nefndu búi, að lýsa kröfum sínum fyrir undirrituðum skiftaráðanda innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingU þessarar auglýsingar. Skrifst. Eyjafjarðarsýslu, 10. júní 1901. Kl. Jónsson. Undirritaður annast um sölu á Is- lenzkum vörum og innkaup á útl'end- um vörum. Innkaupareikningar fylgja hverri vöruskrá. Sýnishorn af erlendum vörum hefi eg, viðskiftavinum til hægðarauka við pantanir sínar. Svo og líka verðlista. Hross annast eg um sölu á. Sömu- leiðis sauðfé, ef skipsfarmar bjóðast í tíma. f>eir sem vilja senda út saltað sauðakjöt áminnast um að panta tunn- ur í tæka tíð. Eg tek á móti pöntunum meðan eg dvel hér; annars sendast þær til mín í Kaupmannahöfn Gothersgade 135. Beykjavík í júní 1901. Jón Vídalín. Tvíloftað hús í austurbænum er til sölu. Ritstj. vísar á. Barnaskóli Stykkishólmshrepps. f>eir sem kynnu að hafa hug á að sækja um aðalkenslustarfið við barna- skóla Stykkishólmshrepps, snúi sér skriflega til oddvita hreppsinB fyrir lok júlímánaðar næstkomandi, og gefur hann nánari upplýsingar um kennarakaup o. fl. Stykkishólmi 4. júní 1901. Fyrir hönd hreppsnefndarinnar í Stykkishólmi. Björn Steinþórsson. oddviti. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt ákvörðun skiftafundar 15. þ. m. í búi Garðargfélagsin8 hér á Seyðisfirði, verður opinbert uppboð haldið á eignum nefnds félags hér í bænum fimtudaginn 26. september næstkomandi og næstu eftirfarandi daga. Verða þar seldar: Húseignir félagsins: 2 í- búðarhús, salthús og fiskihús saman- bygð; 2 skúrar á Búðareyri til niður- rifs; 3 samanbygð íflhús. Hafskipabryggja með j á r n- B p oru m. 5 stór f i s k i s k i p með útbúnaði. Veiðarfæri: botnvörpur nýjar og brúkaðar, botnvörpuslöngur, bóm- ur, botnvörpupokar, trawlböjur, kola- net, síldarnet, línur og línubjóð, tráss- ur, strengir, dufl, kútar o. fl. Húsbúnaður ýmiskonar. Smíða- áhöld. Björgunarbelti. Saumur. Farfi. Hnifar. Timburrusl. Tómar tunnur. Járnbrautarklossar. 6 járnbrautarvagn- ar. Olía. Tjara. Járnvara. þakjárn. Ismaskína með gufukatli. Hjólbörur. Rambúkki með tilhéyrandi. Jarð- yrkjuverkfæri. Múrsteinn. Kol. Lúru- kassar. Baðker. Stór eldavél. Stigar. Peningaskápur o. fl. o. fl. Skjöl áhrærandi húseignirnar og skipiu, svo og uppboðsskilmálar, verða til sýnis hér á skrifstofunni viku á undan uppboðinu, sem byrjar kl. 12 á hádegi fyrnefndan dag. Gjaldfrestur langur. Bæjarfógetinn á Seyðisf. 20. júní 1901. Jóh. Jóhannesson. Proclama. Með því að Jón Jónsson Vestmann á Melum í Seyðisfjarðarkaupstað hef- ir strokið af landi burt sökum skulda og jafnframt óskað þess, að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskifta, þá er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er telja til skulda hjá honum, að koma fram með kröfur sínar og færa sönuur á þær fyrir skifta- ráðandanum hér í sýslu áður en liðn- ir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Norður-Múlasýslu 4. júní 1901. Jóh. Jóhannesson. Nýkomnar myndir og kort Bræðra- borgarstíg. nr. 3. þorsteinn Tómasson járnsmið- ur Lækjurgötu 10, selur alls konar stangajárn og plötujárn með mjög vægu verði. Fundur í Kennarafélaginu. ASalfundur hins ísl. kennaraféJags verður haldinn kl. 6 e. h. hinn 12. þ. m. i Iðnaðarmannahúsinu. Aðalumræðuefni, eins og áður hefur verið augl/st: Alþýðumentun hér á landi- Alþingismenn velkomnir, þó að eigi séu þeir í Kennarafélaginu. p. t. Reykjavík 9. júlí 1901. Jón Þórarinsson p. t. forseti. Verzlunin „N YHÓFN“ hefur nú með Botníu fengið »Síróp« ásamt möigu öðru. Undirritaðar taka að sér alls konar prjón með mjög vægn verði. Alt fljótt og vel af hendi leyst. Vindheimum í Ölfnsi, í júlí 1901. Helga Sœmundsdóttir. Vigdís Sœmundsdóttir. T J A L D hæfilega stórt fyrir 7—8 menn óskast leigt; nánari upplýsingar gefur Jón Jónathansson, Kirkjustræti 4. á Alafossi tekur á móti ull til að vinna úr dúka. Halldór Jónsson. Ritstjórar: Björn J6nsson(útg.og ábm.)og Binar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.