Ísafold - 10.07.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.07.1901, Blaðsíða 2
182 inginn á því ákvæði 7. greinar laganna, að »engu megi breyta í neins manna riti«, án samþykkis höfundar. Svo hljóðandi tillaga kom frá rektor Birni Ólsen: »í því trausti að stjórnin sjái um að höfundum sé heimilt að halda ó- breyttri stafsetningu á ritum sín- um, þeim er félagið prentar, ef þeir óska þess, tekur fundurinn næsta mál á dagskránni«. Tillagan samþykt með 29, atkv. móti 19. — Tillaga frá ritstjóra Jóni Ólafssyni um að fela stjórninni að ákveða réttritunina, kom eigi til atkvæða. | 10. Bitstjóri Jón Ólafsson vakti máls á því, að kosningu í Tímaritsnefnd væri framvegis hagað þannig, að einn gengi úr nefndinni á ári hverju. Forseti gat þess, að réttara væri, að slík tillaga væri birt í fundar- boði, og tók tillögumaður aftur til- lögu sína að sinni. 11. f>á var stjórn kosin og ritnefnd, alt hínir sömu menn og áður, þar á meðal forseti Eir. Briem, og í rit- nefnd með honum Binar Hjörleifs- son, Jón Ólafsson, Kristján Jóns- son og Bteingr. Thorsteinsson. Fyrsta stjórnarmálsumræðan. Frumvarp dr. Valtýs Guðmundsson- ar og flokksbræðra hans var til fyrstu umræðu í neðri deild á laúgardaginn var. Dr. Valtý Guðmundnsyni fórst orð á þessa leið: Stjórnarmálið er ekki nýtt hér á þjugi. Nú hefir verið þráttað um það 2 áratugi. Á síðustu þingum hefir ný stefna verið bafin. Áður ríkti sú stefnan að krefjast alls, sem menn æsktu eftir, án nokkurrar hliðsjónar á því, hvort það fengist eða ekki. Bn stjórn- in fekst ekki til viðtals. Árið 1895 vék þingið inn á samningagrundvöll, því að þá fór mönnum að verða það ljóst, að því að eins kemst nokkur saímningur á milli tveggja málsaðila, að málinu sé komið í það horf að þeir geti komið sér saman. Og jafnframt sáu menn það, að þegar svo er ástatt, að annar málspaírturinn er máttarmeiri, hinn veikari, þá er ekki nofckur skyn- semi í því að vona það, að máttar- meiri samningsaðillinn láti undan í öllu. Árangurinn af stefnubœyting alþing- is 1895 varð sá, að á þingi 1897 sýndi stjórnin vilja tjt samkomulags. Bn mjög var tilboð hennar takmarkað þá; hún kvaðst að eins ganga að ákveðnu frumvarpi, sem það ár var lagt fyrir þingið. En um það frumvarp gat þingið ekki orðið ásátt. 8ama frv. var svo lagt fyrir alþingi 1899. En þá var afstaða stjórnarinn- ar til málsins orðin önnur. I bréfi ráðgjafans um stjórnarskipunarmálið dags. 26. maí 1899 er þess ekki kraf- ist, að frv. sé samþykt óbreytt, held- ur þess eins, að ekki sé vikið af þeim grundvelli, er stjórnin vill semja á. Málið skýrðist enn betur fyrir yfir- lýsing stjórnarfulltrúans hér í deild- inni á þingi 1899. f>á fórust honum svo orð: »Eg álít eigi vonlaust um, að þær breytingar á stjórnarskránni, sem stjórn- in álítur að komi ekki í bága við póli- tiskt samband íslands og Danmerkur, gætu fengist með viðaukum við frum- varp þetta«. Með þessum orðum var skýrt lýst yfir því, hver samningagrundvöllurinn sé — að hann sé sá, að raska ekki stjórnarstöðusambandi Islands og Dan- merkur. . En frumvarpið var felt hér í deild- inni frá nefnd og 2. umræðu, svo að þingmenn áttu aldrei kost á að semja um málið hver við annan, né heldur við fulltrúa stjórnarinnar. Ef málið hefði þd komist í nefnd, eru allar lík- ur til að þær misfellur hefðu jafnast, er nokkurum hluta þingsins þótti vera á frumvarpinu. Síðan er málið var felt hér í deild- inni 1899, hafa kosningar farið fram og meir en helmingur þjóðkjörinna þingmatina er nú nýr. þess vegna er mönnum enn ókunnugt um afstöðu þingmanua til einstakra atriða í þessu frumvarpi. |>á er að minnast á afstöðu stjórn- arinnar. Málið virtist í hættu statt eftir þingið 1899. Áður hafði það ver- ið stjórnin, sem neitaði öllum samn- ingum. Nú voru orðin þau hausavíxl á hlutunum. að þingið neitaði þeim öll- um. f>ess vegna var hætt við, að stjórnin kipti að sér hendinni. En konungs-boðskapurinn sýnir það, að svo hefir ekkí farið. Konungur lýsir þar yfir því, að afstaða stjórnarinnar við málið sé í engu breytt frá því sem hún var 1899. Sé hann borin saman við ráðgjafabréfið frá 26. maí 1899, er fylsta ástæða til að gera sér vonir um staðfesting konungs á þeim stjórnar- skrárbreytingum, sem ekki raska stjórn- arafstöðuuni milli landanna. Með þetta fyrir augum er þetta frumvarp samið. Að sumu leyti er það samhljóða frumvarpi efri deildar 1899, en sumu ekki. þess er þar fyrst að gæta að breytingunni á 61. gr. er slept. það hefir ekki verið gert af því, að ræðum. telji oss að neínu leyti betur farna með því að halda greininni óbreyttri, heldur vegna þeirr- ar mótspyrnu, er komið hefir fram hjá þjóðinni gegn breytingunni. Úr því sú mótbára er svona ákveðin, virðíst ekki ástæða til þess að halda breyt- ingunni fram. Og þar sem íhalds- stjórn er við völdin í Danmörku, er naumast ráð fyrir því gerandi, að það verði málinu að falli hjá b.enni, að vér viljum halda stjórnarskrárgrein ó- breyttri. Hins vegar eru ýms breytingaatriði tekin inn í þetta frumvarp, sem ekki voru í frv. efri deildar. Á undan- förnum þingum hefir það verið stöðug viðbára, að komi ráðgjafinn á þing, geti hann orðið of ráðríkur, þar sem stjórnin skipi helming efri deildar. Tvær leiðir eru til að afstýra slíku. Önnur er sú að fækka konungkjörnum þingmönnum; hin er sú, að fjölga þjóð- kjörnum þingmönnum í efri deild. Hvorttveggja má gera með sérstökum Iögum. En flestir telja hyggilegast að binda enda á það mál samtímis öðrum breytingum á stjórnarskránni, eru hræddir um, að verði á annað borð dráttur á þeirri breytingu, geti svo farið, að ekkert verði úr henni. Enda engin ástæða til að vera að draga hana. En hvora Ieiðina á að fara? Bæðum. vill heldur fjölga þjóðkjörnum þing- mönnum. Væri konungkjörnum þing- mönnum fækkað, yrði deildln svo fá- menn, að hún líktist meir nefnd en þingdeild. Jón Sigurðson krafðist þess líka alt af, að þingmö’nnum yrði fjölg- að; vildi láta þá vera 50—60. Hver sem ber saman mannfjöldann nú og 1874, þegar stjórnarskráin var samin, kemst -að raun um, að fólkinu hefir fjölgað miklu meir tiltölulega en sem þessari þingmannafjölgun nemur. Hitt er álitamál, hvernig eigi að kjósa þessa 4 þingmenn, sem farið er fram á að bæta við; en um það vill ræðum. ekki tala að þessu sinni. f>á fer og frumvarpið fram á rýmk- un kosningarréttarins. Jpegar fyrst voru samin kosningarlög fyrir þetta land, var kosningarétturinn svo tak- markaður, að fasteignaeigendur einir máttu kjósa. þess vegna fór svo í byrjuninni, að engin kjósandi varð í Vestmanneyjum, sem þó voru sérstakt kjördæmi. í stjórnarskrá vorri eru kosningarréttar-skilyrðin miklu strang- ari en með Dönúm, að því undan- skildu, að kosningarréttur er þar. bundinn við þrítugsaldur. Stjórnarvöld- in viðurkenna sjálf, að fyrirmælin um kosningarréttinn þurfi umbóta við, enda er þeim sumstaðar ekki hlýtt; nýjar stéttir manna hafa komið upp, sem virzt hefir frágangssök að neita um kosningarétt, jafnvel þótt þeirra 8é ekki getið í stjórnarskránni. Aðalatriðið er þó það, að með frumvarpi þessu er farið fram á, að færa niður sveitargjald það, sem er skilyrði fyrir kosningarrétti. Bf til vill má segja, að margir mentunar- litlir menn fengju þá kosningarrétt. En ekki er það nein trygging fyrir ment- un, að menn hafi einhverja grasuyt. Nú er svo ástatt, að þær sveitir, þar sem aumingjaskapurinn er mestur, geta ráðið mestu um iandsmál. Bétt- ast kann að vera, að afnema alt sveit- argjald sem skilyrði fyrir kosningar- rétti, eins og gert er í Danmörk um kosningar til fólksþingsins. En það hafa flutningsmenn ekki viljað fara fram á, öðru vísi en þá með sérstök- um lögum. Lögmæti þingfunda er ein breyting- in enn. í ýmsum kjördæmum hefir þótt varhugavert að heimta 2/a til þess að þingfundir séu lögmætir, og þar hafa menn viljað koma þessu í samræmi við fyrirmæli Dana í stjórn- arskrá þeirra og þingsköpum. Bæðum. hyggur, að þetta geri hvorki til né frá. En sumir samþingismenn hans eru á öðru máli. Og eDgu tjóni get- ur breytingin valdið. Ekki ætti hún heldur að valda staðfestingarsynjun. Upphaflega fór Stjórnin fram á, að fyrirmælin væru eins og í þessu frum- varpi, og nefndin, sem fjallaði um málið, var henni samdóma. Bvo finn- ur einn þingmaður upp á, að gera breytingartillögu um þetta, og hún er samþykt umræðulaust með 14 atkv. af 27. Fyrirmæli stjórnarskrárinnar virðast vera komin inn fyrir blábert hugsunarleysi, þvert á móti vilja stjórn- ar og nefndar. Nú er rétt að laga þetta, úr því mörgum er það áhuga- mál. Bæðum. þykist þess fullviss, að enginn neiti því, að þetta frumv. sé bygt á þeim grundvelli, sem stjórnin hefir sjálf afmarkað. Og að hinu leytinu þykjast flutningsmenn hafa tekið svo vandlega til greina mótbár- urnar gegn frv. efri deildar 1899, að þeifc gera sér vonir um, að menn verði ásáttk um þetta. Fyrir því vonar og ræðurn., að frv. verði vel tekið í deildinni og að það leiði til þess, að heillavænleg sam- vínna verði með þingmönnum sjálfum og eins með þingi og stjórn. Pétur Jónsson ætiar ekki að gera miklar athugasemdir við frumvarpið, enda býst við, að það sæti þeim við- tökum, að oftar verði tækifæri til að ræða það. Bæðumaður viðurkennir með flutn- ingsm., að nú hafi verið reynt að komá til móts við þá, er ýmislegt hafa fundið hinu eldra frumv. til for- áttu. Kvaðst vera einn af þeim mönn- um, er ekki hefði litið svo á, sem hið eldra frv. hefði stefnt í áttina til meira sjálfsforræðis; að sumu leyti hefði það verið til umbóta, en að sumu leyti líka til tjóns. Hór væri nú reynt að bæta avo úr skák, sem unt er, enda hyggur ræðumaður, að það verði ekki betur gert á þeim grundvelli, er frumvatpið sé bygt á. £n nú er ákaflega mikilsvert að vita, hvort stjórnin muni veita áheyrn slíku frumvarpi sem þessu. |>ess vegna vill hann leggja þá spurningu fyrir landshöfðingja, hve miklar líkur eða vissu menn geti haft fyrir því, að þetta frumv. nái staðfesting konungs. Landshöfðingi vísaði í því efni til konungsboðskaparins. Að öðru leyti sé ekki hægt að svara fyrirspurninni, vegna þess, að til þess yrði að fara út í sérstök atriði, sem ekki sé leyfi- legt við þessa umræðu. |>ó kvaðst landshöfðingi vilja geta þess, að tvö atriði væru — eitt á- kvæði í frv. og vöntun eins ákvæðis þar —, sem gerði það næsta ólíklegt, að stjórnin mundi samþykkja frum varpið, eins og það er nú. f>ar með var umræðunum lokið. Aldamótafagnaður Suður-Þingeyinga. Suður-þingeyingar héldu héraðshátíð til aldamótafagnaðar 21. júní að Ljósa- vatni. Mönnum taldist, að þar hefðu komið saman 15—1600 manna. Hátíðin hófst kl. ll1/^ árdegis með skrúðgöngu inn á hátíðarsvæðið, sem var skreytt merkjum og fánum og þótti mjög fagurt. Menn gengu undsr merkjum hreppanna. Merki Húsavíkurhrepps var hvítur feldur með bláum kögri; á honurn stóð íefra horninu B(eykjahverfi) T(jörnes), að neðan HYÍK (Húsavík), en á miðj- unni jarðyrkjuverkfæri: kvísl og undan- ristuspaði. Merkisberi Árna Jónsson á þverá. Merki Aðaldæla: hvítur feldur með blárri umgjörð. Efst á honum stóð A, en í miðju hans svauur á sundi. Merkisberi Helgi í Múla. Merki Beykdæla: Samandregið L og B (Laxárdal og Beykjadalur), enfálki fyrir ofan. Merkisberi Aðalgeir bóndi Davíðsson í Stórulaugum. Merki Skútustaðahrepps: hvít stjarna í bláum feldi. Merkisberi Steinþór steinhöggvari Bjarnarson á Litlu- strönd. Merki Ljósavatnshrepps: biár feldur með tveiraur hvítum stjörnum. Merkis- beri Sigurður Jónsson á Yztafelli. Merki Hálshrepps var Fjallkonan með fald, mjög fagurt merki. Merkis beri bændaöldungurinn Jónatan á þórð- arstöðum í Fnjóskadal. Merki Grýtubakkahrepps (Höíðhverf- inga) dannebrogsmerkið. Merkisberi þóröur Gunnarsson á Höfða. Merki Svalbarðsstrandar: skip á sigl- ingu. Merkisberi Eiríkur Halldórsson á Veigastöðum. Meðan á skrúðgöngunni stóð, var sungið: »Frjálst er í fjallasaU. En inni á hátíðarsvæðíbu: »Ó fögur er vor fósturjörð«. Steingr. sýslum. Jónsson setti sam- komuna með nokkurum orðum og bað alla velkomna, og því næst var sung- ið: »Ó, guð vors lands«. Síra Árni Jónsson á Skútustöðum steig þá í ræðustólinn og mintist alda- mótanna. Á eftir var sungið: »Faóir aldanna«. Pétur alþingism. Jónsson mintist íslands. Á undan sungió: »Nú vakna þú, ísland«, og á eftir: »Eldgamla ísa- foldo og »Eitt er landið ægi girt«. þá var konungsminni. Steingrímur sýslumaður talaði fyrir því. A eftir sungið: »Vör hugur yfir sollið sund«. Sigurður á Yztafelli mintist hér- aðsins. Á undan sungið: »þú ert fá- tæk, fóstra kær«, en á eftir: »Eg elska yður, þér íslands fjöll«. þá var fundarhló til kl. 4. Kl. 4—5 fóru fram kappreiðar og tókust ekki vel. Stökk vann grár hestur frá Halldórsstöðum í Beykja- dal, en skeið rauður hestur frá Möðru- felli í Eyjafirði; næstui^ honum varð skjóttur hestur, sem E. Laxdal á Akur- eyri átti. Kl. 5—6 var glímt. Kl. 6-7 afl- raunir. Kl. 7 var talað fyrir minni gesta, sem voru margir, einkum úr Eyjafjarðarsýslu, þar á meðal síra Matthías Jochumsson, Jónas próf. Jónasson, síra Geir Sæmundsson og síra Bjarni þorsteinsson á Siglufirði. Á eftir skemti söngflokkur. Honum stýrði Sigurgeir Jónsson á Stóruvöllum, sem nú mun vera einhver færastur maður í söng í þiugeyj&rsýslu. í flokkinum voru um 40 manna, og bar öllum saman um, að jafn-vel hefðu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.