Ísafold - 24.07.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.07.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýinist einu sinm eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða Vjt doll.; borgist fyrir miðjan jnlí (erlendis fyrir fram) ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramiit, ógild nema komin sé til ótgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrceti 8. XXYIII. árg. Reykja\Tík miðvikudaginn 24. júlí 1901. 50. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBD S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. i. 0 0. F. 83829 Forngripas. opið md., mvd. og ld 11—12 Lanasbókasafit opið ht'ern virkan dag ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okevpis lækning á spitabnum á þriðjnd. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar k. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni I. og 3. mánnd. hvers mán. kl. 11—1. Landsbanlcinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Ný hamskifti Fimlegurerlandstjórnarleikurinuenn. Bkki er hatnbrigðunum með öllu af létt enn. í þingbyrjun fáum vér boðskap frá konungi. f>ar er að eins minst á eitt landsmál, stjórnarskrármálið. Svo miklu meira þykir það skifta, en öll ónnur mál. þar eru oss færðar þær gleðifróttir, að konungur muní ekki synja um samþykki sitt til þess, að óskum Is- lendinga um stjórnarskrárbreyting megi verða framgengt, ef þær sóu með þeirri takmörkun, sem geri það hægt yfirleitt að verða við þeim. Svo er farið að ræða þessar óskir í þinginu. f>á lýsir stjórnarfulltrúinn yfir því, að ráðgjafanum sé alls ekki hugarhaldið, að nokkur framkvæmd verði í því eina máli, sem konuugi hefir þótt ástæða til að nefna í boð- skap sínum og farið svo mildilegum orðum um — bætir því jafnvel við, að ráðgjafinn hefði alls ekki gert kost á neinum stjórnarskrárbreytingum, ef hann hefði ekki talið sér skylt, að standa við loforð fyrirrennara sinna. Stjórnarfulltrúinn segir meíra. Hann kemur með nýtt skilyrði fyrir stjórnar- bót, skilyrði, sem víst er með öllu nýtt í stjórnarsögu þjóðanna. Nú er ekki nóg, að stjórnarbótin hafi það fylgi, bsm stjórnarskráin og heilbrigð skynsemi heimtar. Til þess að stjórnin geti sint málinu, þarf mikill meiri hluti þjóðar. i n n a r að vera því fylgjandi! Fyrst gerir stjórnin oss tilboð. Svo er embættisvaldið og allir nánustu vinir landstjórnarinnar notaðir til þess að bola út úr þinginu þeim mönnum, sem fúsir eru á að þiggja þetta tilboð um samninga og ófrægja það á allar lundir. Svo er yfir því lýst, að meira þurfi til þess að fá stjórnina til að sinna nokkurum samningum en meiri hluta þingsins ; til þess þurfi m i k i n n meiri hluta þjóðarinnar. Svo viðsjárvertá það að veraaðsemja viðstjórninaumstjórnarinnareigiðtilboð eftir ummælum stjórnarfulltrúans sjálfs, að ekki er út í það leggjandi á sama hátt og tíðkast með öllum þjóðum, hver vandamál sem fyrir hendi eru. Við slíkan viðsjálsgrip má ekki semja, nema mikill meiri bluti þjóðarinnar hafi staðið af sér tilraunir landstjórn- arinnar til að fá öllum samningum hnekt. Stjórnarfulltrúinn segir enn meira. þvert ofan í yfirlýsingu sjálfs sín á Bíðasta þingi, þvert ofan í ráðgjafabréf, sem lá fyrir síðasta þingi og þvert ofan í boðskap konungsins sjálfs segir hann, að stjórnartilboðið sé ekki víð- tækara en skilaboð þau, er þinginu voru 8end 1897. Svo söðlar hann um ísömu ræðunni og segir, að stjórnin vilji þó samþykkja mik^s- varðandi breytingar á stjórnarskránni, sem ekki bar á góma einu sinni 1897, og að þar af leiðandi sé þingið alls ókki bundið við tilboðið 1897. Svo hjólliðug er stjórnin orðin í hambrigðunum, að fulltrúi hennar fullyrðir það alveg hiklaust í miðri ræðu sinni, sem hann tekur aftur þegar fer að líða að því, að hann lúki máli sínu. Mundi Grímur ægir hafa gert þetta alt saman fimlegar? Mikilli þolinmæði mega þingmenn vera gæddir, að geta hlustað á alla þessa margflæktu vafninga, alla þessa ótrúlega einurðarmiklu óeinlægni, með jafnaðargeði. Á fyrsta þinginu sem tilboð stjórn- arinnar kemur fram, er óvíst, hvern- ig þingmenn snúast við því. f>á er ekkert látið ógert af stjórnarfulltrúans hálfu til að gera það sem tortryggi- legast. Á öðru þinginu er víst, að tilboðið muni falla á þinginu. f>á berst stjórn- arfulltrúinn fyrir því með hnúum og hnefum, að það verði þegið. þá er ó h æ 11 að draga ekki af sér. Á þriðja þinginu eru allar horfur á, að þeir sóu í nægum meiri hluta, sem við stjórnina vilja semja. f>á fer að vandast málið. Og svo er gripið til þess úrræðis, að segja þinginu, að ráðgjafinn vilji í raun og veru alls ekki semja, geri það nauðugur, ef hann geri það, og geri það alls ekki, ef ekki sé mikill meiri bluti með samn- ingunum. Bn jafnframt er á sama þinginu lagður fram konungsboðskapur, sem lýsir hinni afdráttarlausustu og allra- mildilegustu samningafýsi, sem nokk- uru sinni hefir verið uppi látin af hálfu stjórnar vorrar. Margt má bjóða lítilsigldu þingi og lítilli, fátækri og afskektri þjóð! Lagarfljótsbrúin. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hefir látið hætta við lagning hennar. Staurarnir reyndust allir of stuttir, þurftu að rekast miklu lengra niður en Barth, norski verkfræðingurinn, hafði sagt fyrir um, og lengd þeirra ekki svo mikil, að unt só að reka þá nógu langt. Búið var að reka niður um helming þeirra og alt það verk verður sjálfsagt ónýtt og staurarnir með. Auk þess eru áhöldin, sem notuð eru, ekki svo, að unt só að reka niður með þeim nógu langa staura. Enn fremur höfðu smiðirnir verið í einhverjum vafa um, hvar ætti að leggja brúna og kenna það ónákvæmum uppdráttum Barths. Smiðirnir voru komnir til Eskifjarðar, þegar síðast fróttist, áleiðis til Kaup- manuahafnar. Stjórnarbótin. Bftir að frv. minni hlutans var fall- ið við framh. 1. umr. 20. þ. mán., eins og þá var frá skýrt, suðu for- sprakkarnir upp úr því breytingartil- lögur við frv. meiri hlutaDS, með bú- setufleyginn o. fl.„all-langa romsu,en alt saman var það felt í gær við 2. umr. og frumvarp minni hlutans samþ. ó- breytt og því vísað til 3. umr. með 12 atkv. gegn 10. Atkv. skiftust þannig: J á Björn Kristjánsson, Einar Jónsson, Guðl. Guðmundsson, Jóh. Jóhannesson, Magnús Torfason, Ólafur Briem, Sigurður Sigurð3son, Skúli Thoroddsen, Stefán Stefánsson, þm. Skgf. Valtýr Guðmundsson, þórður Guðmundsson, þórður J. Thoroddsen. N e i Björn Bjarnarson, Bf. Björn Bjarnarson, Dal. Hannes Hafstein, Hannes þorsteinsson, Hermanu Jónasson, Jósafat Jónatansson, Lárus H. Bjarnason, Pétur Jónsson, Stefán Stefánsson, þm. Eyf. Tryggvi Gunnarsson. þriðja umræða á morgun. Stjórnarskráin. önnur umrœda í neðri deild. Umeœðu-ágeip. Ouðl. Guðmundsson (framsm. meiri hlutans): Sérstaklega greinir nefndina á um eitt atriði. Meiri hlutinn getur ekki fallist á, að eins og nú stendur, sé heppilegt að taka búsetu ráðgjaf- ans hór á landi upp í stjórnarskrár- breytingarfrv., því að alls engin von væri þá um staðfesting. Og fyrir það atriði eitt vill ekki meiri hlutinn tefla á tvær hættur. Vér getum orðið á- sáttir um, að umbæturnar sóu eftir frv. meiri hlutans of litlar. En tals- verðar eru þær. Bnda sagði landsh. á þingi 1899, að frv. efri deildar þá bætti úr einum tilfinnanlegasta gall- anura á stjórnarfari landsins. Nokkur hluti þingsins gerir sér von um stjórnarskifti innan skamms i Dan- mörku og að væntanleg stjórn þar muni líta öðru vísi á vor mál en sú, sem nú er. þetta er nokkuð bygt í lausu lofti. Minni hlutinn vitnar í orð C. Bergs í ríkisþinginu 1874, að ís- landsráðgjafinn eigi ekki að vera í ríkisráðinu, en sá maður talaði naum- ast af verulegum kunnugleik. Grund- vallarskoðun dönsku stjórnarinnar er rótföst í Danmörk og engin ástæða til að ætla að lögfróðir vinstrimenn líti öðrum augum á málið. Sagt só, að einstakir leiðtogar vinstrimanna hafi verið spurðir um málið, og þeir hafi sagst mundu verða hérlendri ráðgjafa- búsetu fylgjandi, ef þeir yrðu ráðgjaf- ar. Maðurinn, sem hafi flutt þessa fregn sé merkur vísindamaður, en alls ekki sórfróður um stjórnmál, og ekki verði gengið að því vísu, að hann hafi getað borið þetta mál undir ókunnuga menn á þann hátt, sem það þarf að gera, né heldur mjög mikið að marka, þó að valdalausir menn segi eitthvað um slíkt mál. Oftast mun forsætis- ráðherrannogdómsmálaráðherrann ráða mestu í þess konár efnum. Heyrst hefir, hverjir þeir muni verða, ef vinstrimenn komast brátt til valda. En ræðum. veit ekki um neinar yfir- lýsingar frá þeim mönnum. Á Óðrum eins vonum og þessum sé ekkert byggjandi. Ýms ákvæði eru sögð vera í frv. meiri hlutans, sem valdi því, að ekki sé líklegt, að það yrði staðfest. Boð- skap konungs verði þó að skilja á þá leið, að sé ekki hreyft við stöðu ís- lands í ríkinu, muni stjórnarskrárbreyt- ingarfrv. ná staðfesting. Ágreiningurinn við stjórnina hefir verið tvískiftur. Að öðru leytinuhefir hann verið um stöðu Islands í ríkinu. þar er stjórn alríkisins okkur and- stæð, hefir tekið sér það vald að á- kveða þetta og bannar að breyta því. Hún er okkur ofjarl. Og hún telur búsetu ráðgjafans í.Khöfn standa í órjúfanlegu sambandi við ríkisheildina. Aó hinu leytinu er ágreimngurinn um fyrirkomulag sérmála vorra. þar er ísl. ráðaneytið eitt annar málsaðili, og þar er eingöngu um það að tefla, hvað haganlegt sé. Um það atriði ætturn vór eftir boðskap konungs vors að semja við vora eigin stjórn. það getur verið, að ákvæði séu í frv. meiri hlutans, sem v o r stjórn telur ekki heppileg, en ríkisstjórnin getur ekkert að þeim fundið. Bæðum. skil- ur konungs-boðskapinn svo, sem stjórn- arskrárbreytingarfrv. sé þar heitið staðfesting, svo framarlega sem það komi ekki í bága við stöðu íslands í ríkinu, og að þar sé gefið i skyn, að ráði ráðgjafinn konungi frá að sam- þykkja slíkt frv., muni hann fá sér annan Islandsráðgjafa. Æskilegt væri, að landsh. léti í Ijósi, ’n v o r t frv. meiri hlutans kom í bága við konungsboðskapinn, h v o r t breytingartillögur minni hlutans séu á samninga-grundvellinum og h v o r t nokkur ákvæði séu í frv., sem séu svo óaðgengileg, að þau muni valda stað- festingarsynjun. Landshöfðingi: Bg gat þess við 1. umræðu, að frumvarpið væri ekki lík-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.