Ísafold - 24.07.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.07.1901, Blaðsíða 3
; 199 varpið eftir megni, og, ef mönnum ber eitthvað á milli, að styðja að sam- komulagi, svo að málið geti fengið sem heppilegastan framgang á þessu þingi«. Brúará brúuð Ný brú er nú lögð á JBrúará í Bisk- upstungum, á Steinbogagljúfrinu, svo sem 50 föðmum fyrir neðan gömlu brúna, ef brú skyldi kalla (á sprung- unni í miðri ánni). Brú þessa hina nýju, sem er úr tré, hefir smíðað hr. kaupm. H. Helgason í Reykjavík, og flutt hana austur og lagt hana á ána. Hún er vel traust og öll jámvarin, 2ð álna löng og 4J/2 al. á breidd; en 9 álna bæð frá henni niður að vatni. | Yfir hana fór nýlega 14 hesta lest alklyfjuð, og var ekkert lát á. Brúin er gerð á landssjóðs kostnað, með því að vegurinu milli þingvalla og Geysis er landssjóðsvegur. Kostnaðarreikningur ófullger enn. Hann verður mikill að tiltölu, vegna afar örðugs flutnings. Sumstaðar urðu menn að bera máttarviðina; hestum varð eigi við komið. Um hesta varð og að skifta 4 sinnum á klukkustund, þar sem örðugast var yfirferðar; ann- ars hefðu þeir ekk* rt enzt. Gamla brúin litla yfir hraunsprung- una í miðjum árfarvegnum er þar með úr sögunni. þar var tími til kominn. |>að var sveitin, Biskups- tungnabreppur, er hana hafði smíða látið. Hún var orðin 30—40 ára, og farin að fúna, þótt í vatni lægi nær alla tíð. Handrið var eftir henni beggja vegna til skamms tíma, en nú horfið fyrir nokkrum árum og því ær- ið glæfralegt að fara hana, er áin var mikil og alldjúpt var á brúnni. Enda hrapaði í fyrra hestur út af henni al- klyfjaður niður í gljúfrið og hefir ekk- ert af hoDum sóst síðan. Fátækramálið. Nefndin í því máli (Guðl. G. form. og frsm., Magnús Torfas skrif., Þ. G, Jósafat Jónat., Jóh. Jóhann- es.) leggur tíl, að skorað sé á landstjórn- ina að skipa 3 manna nefnd milli þinga til þess: a ð safna satnan i eina lieild fátækra og syeitarstjórnarlöggjöf landsins og eudnrsemja hana með þeim brejtingum, er þurfa þyk- ir; að láta uppi álit sitt um, hvort eigi verði heppilegt, að landsjóður legði ellihrumu alþýðufólki, sem eigi hefir þegið af sveit, ellistyrk til móts við og í sambandi við styrktarsjóði handa alþýðufólki; að láta uppi tiilögur um, hvort eigi muni ráðlegt, að landssjóður styðji að stofnun á- byrgðarsjóðs, er veitir alþýðumönnum tæki- færi til að tryggja sér eilistyrk. Sérstaklega er milliþinganefndinni ætlað að taka til íhngunar, hve langan dvalar- tima þurfi til að vinna /sér sveit, hve stór framfærsluumdæmi skuli vera, hvort heppi- legt muni vfera að skifta framfærinu miili dvalar- og framfærsluhreppsins, hvort ástæða sé til að koma npp fátækrakælum, og þá, hvort það skuli vera þvingunarstofnanir eða uppeldisstofnanir fyrir ellihruma og munaðarleysingja eða hvorttveggja, og, ef til lcemur, sambandið milli þeirra. Friðun lireindýra. Nefind i efri d. (J. II, G. V., A. V. T) vill fara miklu lengra í þvi máli en flutn.m.: friða hrein- dýrin algerlega alla tima árs og 10 ár sam- fleytt fyrst um sinn, og leggja 50 kr. sekt við að drepa þau, til þess að aldrei geti verið peningalegur vinningur að brjóta lög- in, hvernig sem á stendur. Nefndin er hrædd um, að dýrakyn þetta mundi að öðrum kosti alveg upprætt úr landinu á fám árnm. Uandssjóðskirkjur. Þessar lands- sjóðskirkjur vill fjárlaganefndin láta selja söfnuðunum í hendur t.il fjárhalds og um- sjónar: Langholtskirkju með 3200 kr. álagi, Þykkvabæjarklausturskirkju með 1800 kr. álagi og fjörur þær, er kirkjunni eru tald- ar, og Yestmanneyjakirkju með 6500 kr. á- lagi. Nautgripa-ábyrgðarsjóðir. Ein þingnefndin (landbúnaðarnefnd) vill láta veita sýslunefndum vald til að gjöra sam- þyktir um ábyrgðarsjóði fyrir nautgripi á þann hátt og með þeim takmörkunum og skilyrðum, s«m sett eru með lögunum 1891 um kynbætur hesta. Vatna-ágangur o. fl. Þeir Sig' Sigurðson og Magnús Torfasen vilja láta veita sýslunefndum vald til að gera sam- þyktir til varnar skemdum af vatna-ágangi, um vatnsveitingar og um skurði. Bæjargjöld í Reykjavík. Þm. þess kjördæmis flytur frv. um þá breyting á lóðargjöldum, að bæjarstjórnin megi ráða þeim árlega innan tiltekinna takmarka, sem sé, að goldið sé ekki minna en 3 a. og ekki meira en 10 a. af hverri ferh.alin undir húsum í lögsagnarumdæminu, og J/4—I2 a. af hverri ferh.alin óbygðrar lóðar. Húsasundin í Rvík. Sami þm. flyt- ur frv. um, að þau megi hverfa alveg, ef ekki eru hafðir gluggar, dyr né önnur op á veggjum þeim, er vita að annars manns lóð, og sé eldtraustur gafl í milli timbur- húsa. Arnarhólstún vill sami þm. láta þing- ið skora á stjórnina að undanskilja frá embættistekjum landshöfðingja við næstu landsh.-skifti, þ. e afnot þess, og láta þá Reykjavíkurkaupstað túnið falt til bygg- inga. Kláðinn. Þingmefnd i því máli viil auka nokkuð frv. stjórnarinnar: veita amt- manni meðal annars heimild til einangrun- ar á fé, þótt ekki sé fullsannaður kláði; hafa kiáðaeftirlitsmann í hverri sýslu, sýslumanni til aðstoðar, tilnefndan af amt- manní eftir tillögnm sýslunefndar; sektir renni i sýslusjóð. Ýmislegt utan úr heimi. Stórtíðindi engiu í viSskiftum Búa og Breta; en síður en svo, að friður só nærri garði. Steijn var nýlega endur- kosinn ríkisforseti í Óraníu, þótt það land eigi að vera á valdi Breta í orði kveðnu, og tjáði þá Búa mundu geta varist enn fult ár að minsta kosti. Aðr- ir segja 3—4 ár. Járnbrautarlest sprengdu Búar í loft upp fyrir Bretum 4. þ. mán. nærri Pietersburg í Transvaal og fórust þar 19 menn brezkir. Daginn eftir brendu þeir járnbrautarstöð í öðrum bæ. Þó er svo að heyra á brezkum hraðfrétt- um að minsta kosti og öðrum blaða- fregnum, sem miklu oftar fari Búar hall- oka, í smáskærum þeim, er þeir eiga við Bretaherinn. Um mánaðamótin síðustu voru þeir ofsaliitar i Bandaríkjunum í Ameríku, að fjöldi manna beið bana, i New-York hátt upp í 1000, þar á meðal á 3. hdr. á 1 degi, 2. þ. mán. Hitinn var um og yfir 30 stig á R. Það stóð til, að Filippseyjar yrðu leyst- ar úr herviðjum og lagðar undir borg- aralega stjórn Bandaríkjanna þjóðhátíð- ardag Bandamanna, 4. þ. m. Sá heitir Taft, dómari, er þar er skipaður land- stjóri. Bankahrun urðu mikil á Þyzkalandi í áliðnum f. mán. Fyrst féll mikill banki einn gamall og voldugur í Leipzig, fyrir fóglæfra bankastjórans, Heinrieh Exners, og þá hver að öðrum. Þó von um, að liríð þeirri lótti fljótt. Dáinn er 6. þ. m. Hohenlohe fursti, fyrrum ríkisk-anzlari Þ/zkalaudskeisara (1894—-1900), en þar á undan sendi- herra í París og (síðan) landstjóri í Elsass-Lothringen. Hann hét fullu uafni Chlodwig Hohenlohe-Schillingsfúrst og var maður vellauðugur; hann var hálf- áttræður, er hanti lózt. Enginn garpur þótti hanti í stjórnmálum. Það slys varð í Danmörku 3. þ. m., að skip sprakk í loft upp á leið frá Hálsi í Limafirði til Khafnar með nafta- farm. Tveir skipverja björguðust með lífi, en skaðbrendir, og lézt annar degi síðat'. Gotsche biskup í Rípum lózt á Jóns- messu, ogl. þ. mán. S. B. Thrige sagn- fræðingur, fyrrum rektor í Haderslev, kominu á níræðisaldur. Leiðangurslið stórveldanna í Kína er nú mestalt á heimleið snúið. Keisara- ekkjan þorir ekki að hverfa aftur til Peking, fyrir utanálfumönnum, og setl- ar því að gera Kaifongfu við Hoangho- elfi að stjórnarsetri. Sá bær er með 100,000 íbúa, og þar hagar svo til, að nleypa má vatni yfir landið alt um- hverfis, ef verjast þarf fjandmannaher. Jónsmessunótt varð það slys í Virginíu í Bandaríkjum (N. A.), að þar rofnaði vatnsstífla og varð af voðaflóð, er grand- aði fjölda bæja (ttm 30) og drekti nær 1000 tnanna; fjártjón 7—8 milj. kr. Bankamennirnir. Aldrei stóð til, að bankamennirnir, þeir Arntzen og War- bnrg, kæmn með pessari ferð; og er þvi gagnslítið fyrir afturhaldsmálgagnið að hlakka yfir, að það varð ekki. Það er 6. ágúst., sem alt af hefir 6taðið til að þeir kæmu, og er ekki annað að heyra á þeim i siðasta bréfi (með Laura) en að af því verði þá. Embættispróf í læknisfræði við Khafnarháskóla hefir Sigurður Magnússon frá Laufási tekið i sumar með 2 betri aðaleinkunn. Dáin í Khöfn ekkjufrú Arndís Fischer, dóttir Teits heit. Finnbogasonar dýralækn- is, móðir Fr. Fischers stórkaupmanns, göf- ug merkiskona og vel látin. Með póstskipinu (Laura) um daginn komu ennfremttr: Boilleau barón á Hvitár- völlum, Johannes v. Euch, yfirbiskup ka- þólskra manna á Norðurlöndum, Björn Jónsson bóndi í Argyle í Canada, bróðir Kristjáns heit. skálds, kynnisför til frænd- fólks sins nyrðra. Strandb. Skálholt fór aftur í gær- morgun vestur um land og norður, eins og til stóð, og með honum fjöldi farþega flestir hinir sömu og komið höfðu, m. fl. Sigling. Sunnudagsmorgun 21. þ. mán. gufuskip Garthdee, skipstj. James Byth, frá Gangemouth með kolafarm og steinoliu til kaupm. Jóns Þórðarsonar, og fer aftur með um 309 besta, er hann hefir keypt austur í sýslttm. — Nokkrum dögum áður, 17., kom gufuskip Progres til Bryde með kölafarm. Veðrátta. Með hundadögunum, þ. e. i gær, kom loks þerririnn, langþráður mjög, tnikill og góður. Alþýðubókasafn mjög þarflegt og nytsamlegt er stórkaupmaður Lefolii að setja á stofn á Eyrarbakka á sinn kostnað, af ritum um landbúnað og sjávarútveg, is- lenzkum og dönskum, hinum helztu og beztu, sem til eru, þar á meðal t. d. Land- mandsbogen, Hedeselskabets Tidskrift, ýms rit um mjólkurmeðferð, bækur eftir Schu- mann, P. Feilberg o. fl. Um skóggræðsluhorfur hér á landi heldur Flensborg skógfræðingur fyrirlestur í kvöld kl. 9 i Iðnaðarmannahúsinu, fyrir alþingismönnum, búnaðarfélagsmönnum og almenningi, það sem rúm leyfir. Yerður óefað mjög fróðlegur fyrirl. og mikils- verður. Strandb. Hólar kváðu væntanlegir hÍDgað á réttum tíma, 3. ágúst, þrátt fyrir bilunÍDa. »Helsing0r«, bjargráðaskipinu, hafði tekist að gera svo við þá, að þeir komust norður á Akureyri rétta leið frá Djúpavogi og ætla svo þaðan fyrir- hugaða leið hingað. »He)singör« kom hingað aftur fyrir fúm dögum úr þeim leiðangri. Skarlatssótt í Reykjavíkurhóraðl 1901. í Reykjavík U t a n b æ j a r Jan. 40 sjúkl. á 26 heiml . 8 sjúkl. á 5 heiml. Febr. 14 — -11 — 11 — - 6 — Marz 5 — -5 — 6 — - 5 — April 11 — - 5 — 5 — - 5 — Mai 9 — - 6 — 12 — - 3 — Júni 12 — -11 — 0 - - 0 — Siðan 20. mai hefir enginn tekið sóttina utanbæjar. í Reýkjavik er lítil sem engin von um að hún verði stöðvuð til fulls meðan hún er uppí og allútbreidd í ýmsum héruðum, sem eiga stöðug mök við bæinn. 17 júni 1901. G. B. V eðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 3 r—1 W <3 CD œ 2 n 19 0 1 0 kr. cx c- — pr 3 júlí B 3 OQ ■p c4- B■ s 2L F °2 B 1 • p Sc 'S Ld.20. 8 751,3 n,6 S 1 10 0,8 8,6 2 752,3 n,4 s 1 10 9 752,7 9,6 s 1 10 Sd.21. 8 755,2 n,i S 1 6 1,6 7,4 2 758,7 n,i w 1 9 9 760,4 9,2 w 1 10 Md.22.8 759,8 9,0 sw 1 10 0,2 7,1 2 759,1 11,4 sw 1 10 9 758,6 9,6 ssw 1 8 Þd.23. 8 758,8 11,2 sw 1 2 0,1 7,8 2 759,9 12,6 NNW 1 1 9 761,3 10,6 WNW 1 1 Velverkaðan æðardún, Stol- skinn og lýsi kaupir hæsta verði fyrst um sinn verzlunin GODTHAAB mót peningum út í hönd. Thor Jensen. á Alafossi tekur á móti ull til að vinna úr dúka. Halldór Jónsson. Til leigu nú þegar 1 herbergi i miðj- um bænum með stofugögnum. Lika fæði ef óskað er. Ritstj. vísar á. STÓRAN fl FSLÁTT gef eg nú á eftirfylgjandi efnum í Sumarföt, Sumarfrakka, Buxur. öll mjög E L E G A N T og af nýjustu gerð. Bankastræti 14. Guðm. Sigurðsson. Munið eftir að koma í tíma ýyrir þjóðhátíðina. Seltirningar er beðnir að vitja ísafoldar í afgreiðslu hennar Austurstræti 8- CRAWFORDS ljúffenga BISCUITS (smákökur) tilbúið af CRAWFORDS & Son Edinborg og Loiidon StofnaS 1813. Einkasali fyrir Island og Færeyjar F. Hjorth & Co. Kjöbenhavn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.